Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
Um 500 myndir bárust í ljósmynda-
keppni mbl.is sem haldin var í sum-
ar. Keppnin var ætluð áhuga-
ljósmyndurum og þurftu innsendar
myndir að tengjast þemanu „flug“
með einhverjum hætti. Þátttakend-
um var heimilt að breyta myndum
og vinna þær að vild.
Verðlaunin voru glæsileg, fyrir
fyrsta og annað sætið var Samsung
Galaxy S21+ og verðlaun fyrir
þriðja sætið var 100 þúsund króna
gjafakort hjá Icelandair. Dómnefnd
skipuðu þau Svanhvít Ljósbjörg
Gígja, forstöðumaður innri sam-
skipta og þróunar hjá Árvakri, Árni
Matthíasson, netstjóri mbl.is, Árni
Sæberg ljós-
myndari og
Sveinn Tryggva-
son, fram-
kvæmdastjóri hjá
Tæknivörum.
„Ég hef verið
að taka myndir
allt mitt líf og
ætlaði alltaf að
verða ljósmynd-
ari þegar ég yrði
stór en svo lenti ég í öðru,“ segir
Einar Rúnar Sigurðsson, sigurveg-
ari keppninnar.
Sigurmyndin er af lunda að færa
unga sínum vænt síli við Ingólfs-
höfða og er lýsandi fyrir myndir
Einars. „Ég starfa sem fjallaleið-
sögumaður og við ferðaþjónustu og
nota hvert tækifæri til að mynda.
Maður lærir helling á að fara með
ljósmyndara um landið en svo er ég
líka alltaf einn að þvælast um landið
með myndavélina,“ segir Einar sem
birtir myndir sínar á vefnum ein-
arr.picfair.com.
Hann segir að æfingin skapi
meistarann og lykillinn að því að ná
góðum myndum sé að vera dugleg-
ur. „Ég tek kannski þúsund myndir
til að fá eina svona góða mynd. Það
koma stundum augnablik þar sem
allt gengur upp.“ hdm@mbl.is
Það koma stundum augna-
blik þar sem allt gengur upp
- Einar Rúnar er sigurvegari ljósmyndakeppni mbl.is
Einar Rúnar
Sigurðsson
„Þetta er samsett mynd sem er annars vegar tekin
skammt frá Garðskagavita og hins vegar í sólsetri á
Akranesi,“ segir Dúddi ljósmyndari um myndina sem
hafnaði í öðru sæti. Myndin kallast „Krían hennar“.
„Þessi mynd er lýsandi fyrir það sem ég vil ná fram í
myndum mínum,“ segir Dúddi.
Ljósmynd/Dúddi Photo Art
2. sæti Krían vakir yfir gamla bátnum við vitann
„Myndin er tekin við Ingólfshöfða í júní. Þá er lundinn byrjaður að flytja
síli og loðnu til unganna. Þarna er mikil lundabyggð í friðlandinu og hægt
að ná góðum myndum,“ segir Einar Rúnar Sigurðsson um sigurmyndina.
Ljósmynd/Einar Rúnar Sigurðsson
1. sæti Sílafugl í rigningu
„Skugginn af flugvélinni birtist í reyknum og gufunni frá eldgosinu og svo
kom regnbogahringur í kring. Þetta var bara í örfáar sekúndur og ótrúleg
heppni að ná þessari mynd,“ segir Unndís um myndina sem varð í 3. sæti.
Ljósmynd/Unndís Ósk Gunnarsdóttir
3. sæti Skugginn af flugvélinni í mekkinum
Skeifan 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
JÓLIN ERU
MÆTT Í CASA
Mit bishi
200
95.000
Bíllinn er til sýnis hjá Diesel bílasölu.
Upplýsingar í síma 615 8080.
• Pallhús.
• 4 gangar af dekkjum.
• 2 gangar af álfelgum.
• Dráttarbeisli sett undir 6/2021.
• Frábært viðhald.
Jeppi í glæsilegu standi. Undir bílnum eru General Grabber dekk og Visin Wheel
álfelgur. Bílnum fylgja orginal MMC álfelgur og nýleg Continental nagladekk á þeim.
Einnig fylgja gangar aukalega af glænýjum nagla- og sumardekkjum. Dráttarbeisli var
sett undir sumarið 2021. Bíllinn hefur fengið fullkomið viðhald hjá núverandi eiganda.
su
L
Verð 4.9
• Nýskr. 5/2017.
• Ekinn 102 þ.km.