Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 50

Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Grunnskólakennari Laus er til umsóknar kennarastaða við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit frá 1. janúar – 1. júní 2022. Um er að ræða afleysingu í 70% starf (frí á föstu- dögum) umsjónarkennara 2. og 3. bekkjar. Hæfniskröfur: • Kennsluréttindi á grunnskólastigi. • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum. • Góðir skipulagshæfileikar. • Ábyrgð og stundvísi. • Faglegur metnaður. • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum. Reykjahlíðarskóli er framsækinn skóli með 39 nemendur í 1.–10. bekk. Í skólanum er unnið með samkennslu árganga, samþættingu námsgreina og rafræna kennsluhætti og vinna kennarar oft verkefni saman þvert á árganga. Kennarar leitast við að haga skólastarfi í sem fyllstu samræmi við þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Kennarar hafa frelsi til að útfæra námsefni á þann hátt sem þeim þykir henta nemendum best með hliðsjón af hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Í Mývatnssveit búa um 500 manns. Í metnaðarfullri mannauðsstefnu sveitarfélagsins kemur m.a. fram að boðið er upp á flutningsstyrk, heilsustyrk, launað frí fyrir barnshafandi konur síðasta mánuð meðgöngu, starfsaldurstengdar greiðslur o.fl. fyrir starfsfólk. Við erum fjölskylduvænt samfélag með öflugt leikskóla- og grunnskólastarf, boðið er upp á ókeypis skóla- máltíðir fyrir börn og ókeypis frístund. Við erum heilsueflandi samfélag. Frekari upplýsingar veitir Hjördís Albertsdóttir skólastjóri, hjordis@reykjahlidarskoli.is. Umsóknarfrestur er til 25. október 2021. Lausar stöður hjá Hafnarfjarðarbæ Hafnarfjordur.is Nánari upplýsingar á: Grunnskóli • Aðstoðardeildarstjóri í tómstundamiðstöð - Skarðshlíðarskóli • Kennari í sérkennslu - Skarðshlíðarskóli • Skóla- og frístundaliði - Skarðshlíðarskóli • Sviðslistakennari í stundakennslu - Skarðshíðarskóli • Umsjónarkennari – Engidalsskóli Leikskóli • Leikskólakennarar - Hraunvallaleikskóli, Hvammur, Hörðuvellir, Norðurberg, Stekkjarás, Tjarnarás,Víðivellir, Skarðshlíðarleikskóli • Leikskólakennarar í 50% starf - Hörðuvellir, Víðivellir • Sérkennslustjóri - Hraunvallaleikskóli • !roskaþjál" - Norðurberg, Skarðshlíðarleikskóli Málefni fatlaðs fólks • Deildarstjóri í búsetaþjónustu - Drekavellir • Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk - Erluás • Starfsfólk í frístundaklúbb fyrir fatlað fólk - Kletturinn,Vinaskjól • !roskaþjál" - H"!ngarstöðin #"jarhrauni hagvangur.is Brynja – Hússjóður ÖBÍ óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Hlutverk framkvæmdastjóra er að stjórna og samhæfa rekstur Brynju í þeim tilgangi að uppfylla sem best markmið félagsins. Leitað er að einstaklingi sem er gegnheill og hefur ríkan áhuga og skilning á mannréttindum öryrkja. Helstu verkefni og ábyrgð • Dagleg stjórnun og rekstur • Yfirumsjón með bókhaldi og fjármálum • Starfsmannamál • Samskipti og samningagerð fyrir hönd stjórnar • Undirbúningur og skipulagning stjórnarfunda • Önnur verkefni í nánu samráði við formann og stjórn Hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Reynsla sem nýtist í starfi • Þjónustulund og rík færni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð • Reynsla af samningagerð æskileg • Reynsla af félagsmálastarfi kostur • Traust orðspor Umsóknarfrestur er til og með 15. október nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. Upplýsingar um starfið veita Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is. Brynja – Hússjóður ÖBÍ var stofnaður 22. febrúar 1966. Brynja er sjálfseignarstofnun sem á og rekur íbúðir fyrir öryrkja. Nánari upplýsingar um starfsemina má fá á vefslóðinni brynjaleigufelag.is Framkvæmdastjóri Fyrirtæki ársins 2021 hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.