Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 ✝ Óli Guðmund- ur Steinar Jör- undsson fæddist á Elliða í Staðarsveit á Snæfellsnesi 23. maí 1933. Hann lést á hjúkrunar- deildinni Ljós- heimum á Selfossi 3. október 2021. Foreldar hans voru Jörundur Þórðarson, f. 1901, d. 1988, og María Óladóttir, f. 1902, d. 1972. Systkini hans: Kristján, f. 1927, d. 1962; Jón Hildiberg, f. 1929, d. 1962; Arn- dís, f. 1931, d. 2012; Helga, f. 1935; Guðmundur, f. 1940, d. 2019; Ester, f. 1942. Fósturforeldrar hans voru Þórður Kristjánsson, f. 1889, d. 1969, og Ingibjörg Guðmunds- dóttir, f. 1893, d. 1975. Fóst- ursystkinin hans voru: Stein- unn, f. 1914; Þóra, f. 1917; Kristín, f. 1920; Kristján, f. 1921; Elín, f. 1925; Guðmundur, f. 1928; Sveinbjörg Hulda, f. 1932. Þau eru öll látin. Hinn 14. ágúst 1964 kvæntist Óli Agnesi Kristínu Eiríks- sumur og einn vetur á jarðýtu í hreppnum. Hann tók meirapróf 1957 og keypti þá sinn fyrsta bíl með númerinu P-239. Sum- arið 1958 fór hann á síld á Siglufirði. Vorið 1959 réð hann sig í vinnu hjá Mjólkurbúi Flóa- manna og vann þar nokkur sumur við afleysingar. Ýmsum störfum gegndi hann á veturna, þ.á m. að keyra fjárbíl frá Hafnarfirði og sandbíl frá Sandsölunni í Reykjavík. Síðan fékk hann fasta vinnu hjá MBF og keyrði þar til starfsloka. Hann var dýravinur og mikill bóndi í sér. Hann eignaðist sinn fyrsta hest fimmtugur og kind- ur var hann lengi með í skúr á bak við húsið sitt á Sólvöll- unum. Veiði stundaði hann, bæði skotveiði og stangveiði í ám og vötnum, og hafði mikla unum af að ferðast um landið okkar og einnig erlendis. Hann var framsóknarmaður mikill og var virkur félagi. Þegar heilsu hans fór að hraka árið 2012 flutti hann á dval- arheimilið Kumbaravog á Stokkseyri. Í janúar 2017 flutti hann á Ljósheima á Selfossi og dvaldi þar til æviloka. Óli verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, 14. október 2021, klukkan 14. dóttur (Öddu), f. 13. september 1940, d. 9. mars 1996. Foreldar hennar voru Eirík- ur Guðmundsson, f. 1909, og Gunn- björg Sesselja Sig- urðardóttir, f. 1913. Fósturmóðir hennar var Mar- grét Benedikts- dóttir, f. 1921. Dætur Óla og Öddu eru: 1) Kristbjörg, f. 24. október 1960, gift Gesti Haraldssyni, f. 9. febrúar 1959. Dætur þeirra eru Agnes Kristín, Karen og Elín. Barnabörnin eru tíu. 2) María, f. 30. mars 1965, gift Svani Ingvarssyni, f. 12. febrúar 1963. Börn þeirra eru Ari Steinar og Harpa. Barnabörnin eru þrjú. Óli var settur í fóstur á Mið- hrauni í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi tveggja ára gamall og bjó þar til 26 ára aldurs. Þar stundaði hann hefðbundin sveitastörf, ásamt því að ganga í barnaskóla til 14 ára aldurs. Eftir tvítugt vann hann þrjú Elsku afi. Það er enn svo óraunverulegt að þú sért farinn frá okkur. Því fylgir samt ákveðin hugarró að vita af ykkur ömmu saman eftir öll þessi ár. Ótal minningar hafa farið um hugann síðustu daga og gæti ég skrifað langa og mjög skemmti- lega bók um allar okkar ynd- islegu minningar. Þú varst mjög mannblendinn og vinamargur, þekktir alla og allir þekktu þig. Oft þegar ég spjalla við eldra fólk þá þarf ég ekki annað en að kynna mig sem barnabarn Óla Jör og þá vita all- ir hverja manna ég er og ekki sjaldan sem maður fær þá ein- hverjar skemmtilegar sögur af þér. Ég var alltaf mikil afastelpa og fannst ekkert betra en að eyða stundum með þér. Allar skemmtilegu ferðirnar okkar saman, veiðiferðir í Ljótapoll, sveitaferðir upp á Minni-Núp og aðra bæi. Á skólafrídögum var skemmtilegast að fá að fara með þér í vinnuna, rúnta um sveitina á mjólkurbílnum og sækja mjólk á hina og þessa sveitabæi. Þú kynntir mig fyrir Rögnu og Guðmundi á Syðra-Seli og fór ég oft í sveitina til þeirra, þær minningar eru mér mjög dýrmætar. Á þeim dögum sem mjólkurbíllinn kom þangað, beið ég alltaf mjög spennt uppi í fjósi, því alltaf fékk ég pakka frá þér með ýmsu góðgæti og póstkort um hvað þú hefðir verið að bralla síðustu daga. Þú varst mikill dýravinur, áttir hesta, kisur og kindur. Kindurnar voru í skúr bak við húsið ykkar ömmu á Sól- völlunum og á vorin var garð- urinn heldur betur líflegur með öllum litlu lömbunum og stund- aði ég það að smygla krökkum úr skólanum yfir götuna til að koma og skoða lömbin í frímínútum. Hvíldu í friði elsku afi minn og knúsaðu ömmu frá mér. Ég mun halda minningu þinni á lífi með því að segja börnunum mínum allar skemmtilegu sögurnar af Óla afa. Liljur og rósir þær skreyta þitt beð með þeim er barrtré sem blómstrar þar með Allt er svo litríkt svona rétt eins og þú því beðið er líf þitt en því lokið er nú Nú amma er hjá þér og þið saman á ný um litfagra dali hönd í hönd haldið í Ég bið bara að heilsa því lítið annað get gert vona að líf þitt á himnum verði yndislegt – Ég elska þig, afi minn! (Clara Regína) Karen Gestsdóttir. Elsku Óli afi minn er látinn, það sem ég er þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér. Þú vast skemmtilegur kall. Afi var dýravinur og mikill hestamaður, hesthúsið hans var í fremstu röðinni í hesthúsahverf- inu á Selfossi. Þangað hjólaði hann á hverjum degi, alveg sama hvernig veðrið var. Ég fór oft með honum til að sinna hross- unum og til að fá mysu beint úr tappanum. Amma útbjó stund- um kakó í brúsa fyrir okkur afa sem hún setti svo í ullarsokk til að halda því heitu. Saman drukkum við heitt kakó eftir að stíurnar voru orðnar hreinar og lýsið komið yfir heyið. Þetta voru gæðastundir sem við áttum saman. Óli afi hafði alltaf nóg fyrir stafni og fann sér alltaf verkefni. Hann var nýtinn, sparsamur og fór einstaklega vel með hlutina sína. Hann keyrði um á grænu Novunni sinni, en eingöngu ef hann nauðsynlega þurfti annars fór hann allt á hjólinu sínu. Nov- una setti hann alltaf inn í bíl- skúr, opnaði skottið og alla glugga svo ekki kæmist raki inn í bílinn. Svo sérvitur var hann, hann vildi gera hlutina eftir sínu höfði og fólkið hans tók tillit til þess. Góður húmor einkenndi afa minn mikið, hann hafði einstakt lag á að gera grín að sjálfum sér, sem var alltaf jafn fyndið. Hann var sjarmör og átti auðvelt með að slá á létta strengi á eigin kostnað. Þegar ég hitti hann síð- ast var verið að snyrta skeggið hans inni á baði á Ljósheimum. Þegar ég kom inn heyrði ég hann segja: Nei, heyrðu, hvaða ljóti kall er þetta í speglinum? Hann var auðvitað að tala um sig. Við hlógum eins og alltaf, 88 ára og enn að gera grín. Hann átti það líka til að segja starfs- konunum upp á Ljósheimum en svo réð hann þær alltaf aftur. Þetta var hans húmor. Ég man alltaf hversu mikil ást var á milli afa og ömmu, þessi gagnkvæma virðing sem þau höfðu fyrir hvort öðru. Ég var mikið hjá þeim sem barn og átti mitt eigið rúm til fóta inni í her- bergi hjá þeim. Ég var nefnilega hræðilega myrkfælin sem barn. Afi kunni ráð við því og færði rúmið yfir og ég fékk að sofa inni hjá þeim. Afi vann við að keyra mjólkurbíl og kom hann oft heim í hádeginu, þá var amma með matinn tilbúinn og alltaf graut í eftirmat. Síðan fékk hann sér soðið mjólkurvatn með mola. Eftir það lagði afi sig á stofugólfið og breiddi Mogg- ann yfir sig. Síðan kysstust þau bless og hann hélt áfram. Ég held að það hafi ekki alltaf verið auðvelt fyrir afa að takast á við veikindin hennar Agnesar ömmu. En alltaf stóð hann sem klettur við hlið hennar, það er fyrirmynd. Ég hef aldrei séð neina manneskju bogna eins mikið og þegar amma dó, þessi hávaxni reisulegi maður sem bar sig alltaf vel var gjörsamlega brotinn. Enda mikið áfall fyrir alla í fjölskyldunni. Erfiðast fannst mér samt að horfa á afa ganga á hverju kvöldi út í kirkjugarð til að heimsækja leið- ið hennar. Ég varð alltaf jafn sorgmædd, en um leið snortin af þessari einstöku ást sem hann bar til hennar. Ég gæti skrifað endalaust um þig elsku afi minn, þú vast einstakur maður sem ég mun aldrei gleyma. Minning þín lifir, takk fyrir allt elsku Ól-afi minn, hvíldu í friði. Þín Agnes Kristín. Óli Jörundsson ✝ Sigurður Þor- steinn Unn- steinsson fæddist í Hafnarfirði 23. júlí 1965 og ólst upp í stórum systk- inahópi á Breiðási 5 í Garðabæ. Hann lést á sjúkrahúsinu í Sønderborg í Dan- mörku 14. sept- ember 2021. Foreldrar Sig- urðar voru Elínbjörg Kristjáns- dóttir, f. 28. júlí 1933, d. 1. októ- ber 2018, og Jón Unnsteinn Guðmundsson, f. 7. september 1931, d. 17. mars 1988. Systkini Sigurðar eru: Pétur Ágúst, f. 23. mars 1956, Sigrún Elísabet, f. 22. apríl 1957, Kristján Trausti, f. 11. desember 1958, Einar Guð- mundur, f. 26. október 1962, Bragi Már, f. 11. desember 1966, Anita Neubauer, f. 22. júlí 1995. Yngsta barn Sigurðar er Sara Dögg, f. 5. desember 1995, en móðir hennar Sigurbjörg Hall- dórsdóttir, f. 3. feb. 1959. Þau Sigurður giftust árið 1995. Þau skildu árið 2005. Sigurður giftist árið 2007 Halldóru Eyfjörð, f. 22. des. 1960, og fluttu þau til Søn- derborg í Danmörku. Þau skildu eftir stutt hjónaband en Sigurður bjó áfram í Danmörku. Árið 2010 hóf Sigurður núverandi samband með Manuelu Schulz, f. 4. maí 1967. Hún á tvo syni úr fyrra sambandi, þá Dennis Madsen, f. 18. janúar 1993, og Nikolaj Mad- sen, f. 19. október 1995, en hann á dóttur, Ellu, f. 12. mars 2021. Sigurður starfaði sem bifvéla- virki og rak um tíma verkstæðið Bílabræður ásamt Einari bróður sínum. Hann hafði sérþekkingu og ástríðu fyrir Volvo og var virkur félagi í Volvo-klúbbum innanlands sem utan. Bálför Sigurðar fór fram í Ketting-kirkju í Sønderborg hinn 22. september. Útför hans fer fram í Garðakirkju í dag, 14. október 2021, klukkan 15. Ester Rut, f. 3. ágúst 1968, Guðrún Ágústa, f. 21. júlí 1970, Davíð Hauk- ur, f. 11. september 1971, og Kári Freyr, f. 1. júní 1974. Sigurður eign- aðist þrjú börn. Elstur er Unnar Bæring, f. 21. sept. 1988, en móðir hans er Árný Anna Svavarsdóttir, f. 15. sept. 1969. Þau slitu sam- vistir. Unnar Bæring er í sambúð með Nönnu Guðrúnu Hjaltalín, f. 10. nóv. 1988, og eignuðust þau stúlku þann 2. ágúst 2021. Annað barn Sigurðar er Bjarki Páll, f. 19. maí 1994, en móðir hans er Björg Elín Pálsdóttir, f. 8. maí 1964. Þau slitu samvistir. Sam- býliskona Bjarka Páls er Sarah Elsku besti Siggi bróðir minn, fimmta barn foreldra okkar af tíu. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért látinn, aðeins 56 ára að aldri. Að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur og heyra þig aftur flauta (komfíó) þegar þú kemur í heimsókn og biður um köff (kaffi með miklum sykri og mjólk), heyra þig hlæja, brosa og segja „þetta reddast“. Minningarnar hrannast upp í huganum þegar ég lít til baka og rifja upp skemmtilega tíma sem ég var svo heppin að eiga með þér. Ég man eftir því þegar ég var 14 ára og neonlitir voru í tísku, þá fékkstu lánuð hjá mér ennis- og úlnliðsbönd í skærum litum. Svo þegar þú varst að fara út á lífið fékkstu hjá mér gel í hárið og grænu skyrtuna mína, þá var hægt að fara út. Fyrstu útihátíð- ina mína þegar ég var 15 ára fór ég á með þér og Braga bróður í Þjórsárdal ásamt fleira fólki. Svo tók ég oft til í herberginu þínu og mátti eiga allt klink sem ég fann því þú þoldir ekki klink og notaðir það ekki, ég kom út í stórgróða. Þegar ég var 20 ára héldum við saman upp á afmæli í fyrsta skipt- ið af mörgum, en það voru bara fimm ár á milli okkar og tveir dagar á milli afmælisdaga. Við héldum alls konar skemmtileg af- mæli sem vöktu mikla kátínu hjá okkur og veislugestum. „Furðu- leg systkin“ stóð um okkur í Séð og heyrt árið 2000 en þá héldum við furðufatapartí sem heppnað- ist svona glimrandi vel. Síðasta afmælið sem við héldum saman var 2005 en þá var ég 35 ára og þú 40 ára, þemað í það skipti var bleikt og blátt. Þú fluttir svo til Danmerkur 2007 þannig að ég hélt ein upp á 40, 45 og 50 ára af- mælin mín, mjög skrítið og mig vantaði þig. Ég fékk svo að halda fyrir þig 50 ára afmælið þitt árið 2015 heima hjá mér því að þú varst þá búsettur í Danmörku. Ég var svo heppin að heim- sækja þig til Danmerkur nokkr- um sinnum, ein með mömmu tvisvar og svo tvisvar með Gumma, Brynju, Rebekku og El- ínbjörgu, mamma var með okkur í seinna skiptið. Við vorum líka mjög heppin að þegar þú komst heim til Íslands þá gistir þú hjá okkur svo vikum skipti, fékkst lykla, komst og fórst eins og þér hentaði. Okkur þótti öllum gott að hafa þig hjá okkur og söknum þess að Siggi gisti ekki hjá okkur oftar í framtíðinni. Stelpurnar mínar elskuðu Sigga frænda og voru sko alltaf til í að láta eftir herbergið sitt fyrir hann þegar hann kom til Íslands. Ég minnist þín á góðan hátt og þakka þér kærlega fyrir allt sem við höfum brallað saman í gegn- um tíðina; afmælin okkar, margar útilegur, gott spjall, bíóferðir, ættarmót og fleiri góðar stundir sem við áttum. Gæti skrifað svo miklu meira en ég ætla að láta þetta duga. Takk fyrir allt Siggi minn, minning þín lifir í hjarta mínu um ókomna tíð. Hinsta kveðja frá Gústu syst- ur, Guðrún Ágústa Unnsteinsdóttir. Elsku Siggi bróðir. Það er ekki langt síðan við sátum saman og rifjuðum upp alls konar skemmtilegheit og ræddum um framtíðarplönin. Þú nýorðinn afi og svo kampakátur að hitta fjöl- skylduna á Íslandi, dunda við að gera við einhverja Volvo-bíla og hanga á verkstæðinu hans Ein- ars bróður þar sem þér leið vel. Þú varst líka að hjálpa öllum, laga þetta og hitt fyrir þá sem þér fannst vanta aðstoð. Ekki grunaði okkur að þetta yrðu okkar síðustu samverustundir. Nú erum við bara níu eftir af systkinunum og það er okkur dýrmætt að eiga minningarnar saman, frá æskuárunum á Brei- ðási, rúntinum, jeppatímabilinu, ferðalögum og baslinu við að byrja búskap og barneignir. Við hittumst með börnin okkar sem eru á svipuðu reki og svo uxu þau líka úr grasi. Við fluttum til Noregs og þú til Danmerkur. Við komum aftur heim en ekki þú. Það var gaman að koma í heimsókn til þín og ykkar í Danaveldi, þú alltaf samur við þig, eitthvað að bralla og braska og búinn að koma þér upp verk- stæði, auðvitað. Undanfarnar vikur hafa verið sagðar margar „Siggasögur“ enda af nógu að taka. Við eigum eftir að rifja þær upp fleiri enda eigum við margar góðar minningar um þig frá ólík- um tímabilum lífsins. Nú kveðj- um við þig Siggi minn, með kvæði sem lýsir lífssýn þinni og léttri lund. Takk fyrir sam- veruna. Himneskt er að vera með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Því hamingjan felst í því að vera með himininn í hjartanu. Lifi lífið! (Sigurbjörn Þorkelsson) Ester og Þórir. Sigurður Þorsteinn Unnsteinsson Hjartans þakkir færum við vinum, vandamönnum og öðrum fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við fráfall eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Heiðargerði 58, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum 12. september. Árni Þór Kristjánsson Fjölnir Þór Árnason Björg Alexandersdóttir Guðrún Árnadóttir Martin Kollmar Fróði Árnason og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, BRYNDÍS THEODÓRSDÓTTIR, Grundargötu 42, Grundarfirði, lést á heimili sínu laugardaginn 9. október. Útför verður haldin í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 16. október klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og á youtubesíðu Grundarfjarðarkirkju. Guðni E. Hallgrímsson Sigrún Hlín Guðnadóttir Guðný Rut Guðnadóttir Þorkell Már Guðnason Steinar Flóki Þorkelsson Elskulega móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGA HALLSDÓTTIR, Arnarhrauni 18, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 7. september. Bálför og kveðjustund hafa farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kolbrún Jónsdóttir Fjóla Jóhannsdóttir Ævar Rafn Ævarsson Kristófer Jóhannsson Sigríður Þ. Ólafsdóttir barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.