Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stórbrotnar
lokanir á
Vestur-
löndum vegna
kórónuveirunnar
áttu aðeins að
standa í fáeinar
vikur, í versta
falli í nokkra
mánuði, þegar gripið var til
þeirra aðgerða. Ljóst þótti
að svo þunglamalegar
stjórnvaldsaðgerðir þyrfti
aðeins að búa við þar til
bóluefnin yrðu tilbúin.
Margir litu á þá stund sem
endanlega lausn. En þá
vildi gleymast að það tæki
svo sinn tíma að koma á al-
mennri bólusetningu. Við
það bættist svo, að skyndi-
lega uppgötvuðu yfirvöld á
heimsvísu að bóluefnin
góðu dygðu miklum mun
skemur en gefið hafði verið
til kynna. Áhrifin af því
þegar fólk smitaðist og
stæði það af sér, sem lang-
flestir gera, án verulegra
eða varanlegra einkenna,
eru nefnilega margfalt betri
kostur. Lögð var áhersla á
að lúta skyldi ráðum „sér-
fræðinga og vísindamanna“
í hvívetna. Enda varla ann-
ar kostur boðlegur í stöð-
unni. En á daginn kom að
jafnvel slíkir þyrftu að
þreifa sig áfram og geta í
margvíslegar eyður og
breyta fyrri leiðbeiningum
ótt og títt. Löndum var lok-
að. Og innan landamæra
einstakra ríkja var mörgu
lokað og fólk sent heim úr
vinnu um langa hríð, en
auðvitað reynt að nýta
krafta þess eftir því sem
tök væru á. Örfáir smitaðir
gátu þýtt kyrrsetningu þús-
unda. Fjöldi var settur í op-
inbera sóttkví og tugþús-
undir ósmitaðir í tveggja
vikna einangrun vegna
tengsla við smitaða með
öllu því stórbrotna raski
sem því fylgdi. Skólum og
sambærilegum stofnunum
var lokað mánuðum saman
og auðvelt er að ímynda sér
hvaða áhrif uppnám fjöl-
skyldna vegna þess, sem
tók til tugmilljóna manna,
hafði á mannlífið almennt.
Senn eru liðin tvö ár frá því
að fárið barst um heims-
byggðina frá Kína. Og víða í
þróuðum löndum eru þjóð-
irnar fjarri því að vera
komnar fyrir vind og þá
óþarft að nefna stöðu þeirra
þjóða sem veikast standa.
Áhrifin hafa auðvitað tekið
sinn tíma að
koma fram og er
keðjuverkun
þeirra mikil og
þrúgandi fyrir
allan almenning.
Birtingarmynd-
irnar sýna t.d.
gríðarlegan
fjölda gámaskipa liggjandi
óafgreidd utan við hafnir
LA í Bandaríkjunum, gap-
andi tómar hillur verslana í
Evrópu þar sem flutn-
ingakerfið hefur gjör-
samlega raskast. Leik-
fangaframleiðendur
ráðleggja fólki að tryggja
sér jólagjafir í tæka tíð.
Margar vörur eru þegar
skammtaðar svo sem sal-
ernispappír og sama vara í
virðulegri notkun, svo sem í
bókagerð. Sérfræðingar al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins
leggja alla ábyrgðina á
Covid sem hafi leitt til lok-
ana verksmiðja í stórum stíl
og veikt eða lamað starf-
semi innflutningshafna víða
um heim nú á annað ár. Al-
þjóðleg viðskipti hafi því
látið mjög á sjá. Eftirspurn
hafi vissulega tekið hraust-
lega við sér síðustu mánuði
en framleiðslan hefur
hvergi náð að mæta henni.
Og ekki bætir ástandið í
höfnunum úr skák.
AGS segir að „flutninga-
kerfi gámaskipa hafi farið
illa úr skorðum í veiru-
fárinu og raskað hefð-
bundnum ferðum þeirra“.
Önnur atvik, eins og lokun
Súez-skurðar vegna strands
risaskips þar og tugir skipa
sem fá ekki þjónustu um
lengri tíma í LA eins og áð-
ur var nefnt, hjálpa ekki til.
Þótt veirufárið sé megin-
ástæða vandræðanna þá
ýtir fleira undir að flutn-
ingakerfi heimsins raskast
illa. Vöntun á 100.000
vöruflutningabílstjórum í
Evrópu bætist við vandann.
Það dregur svo úr hægfara
bata og bjartsýni þegar
hefðbundnir líftóruógnvald-
ar eru komnir á fleygiferð
með heimabakaða veðrið
sitt. Það lið sagði, sem var
mjög eftirminnilegt, þegar
lokunarástandið stóð sem
hæst, að það vellukkaða
framtak þegar tókst að
skella öllu í lás hefði sýnt og
sannað að „við gætum
brugðist eins við mann-
gerðu hamfarahlýnuninni“.
Það er þá tilhlökkunar-
efni.
Heimurinn verður
lengi að ná sér eftir
fárið, ekki síst þegar
ofstækisöfl um
manngert veður
taka að vígbúast}
Lokunarmenn kætast
Í
barna- og barnaverndarlögum er
skýrt áréttað að stjórnvöld skuli ávallt
beita þeim ráðstöfunum sem ætla
megi að séu barni fyrir bestu. Þá er
einnig skýrt að vernda beri börn gegn
hvers kyns ofbeldi eða vanvirðandi meðferð.
Ég ritaði grein um þetta í byrjun árs 2018
en því miður er staðan enn sú að svo virðist
sem stjórnkerfið líti svo á að sum börn njóti
ekki verndar samkvæmt barna- og barna-
verndarlögum. Þetta er harkaleg fullyrðing en
staðan er sú að þegar kemur að því að vernda
barn foreldris sem er í deilum við hitt foreldrið
hafa barnaverndarnefndir fengið þær leið-
beiningar frá Barnaverndarstofu að ekki skuli
hafa afskipti. Þannig getur foreldri sem neitar
að skila barni til hins foreldris og neitar jafn-
vel einnig að skila barni í skóla vikum og mán-
uðum saman treyst á að barnavernd muni lítið aðhafast
vegna málsins. Þetta eru raunveruleg tilvik sem því mið-
ur hafa átt sér stað til mikils tjóns fyrir þau börn sem við
þetta búa. Það að einangra barn algjörlega frá foreldri,
systkinum, vinum, skólaþátttöku og tómstundum má
skilgreina sem ofbeldi gegn viðkomandi barni. Það
stjórnvald sem fer með málefni barna verður og ber lög-
um samkvæmt að stíga inn í án tafar en því er ekki að
skipta að sögn vegna leiðbeininga sem barnavernd-
arnefndir fengu. Mál er varðar þessi börn skal leysa í
réttarkerfinu og því heldur barnavernd sér fjarri.
Umgengni barns við foreldri er einn af grundvallar-
réttum barns og mætti því ætla að stjórnvöld
tækju af festu á því ef á þessum mikilvæga
rétti er brotið. Sama má segja um menntun,
umönnun og félagslegt atlæti. Því miður eru
sýslumannsembættin víða um land af-
skaplega vanmáttug til að bregðast með full-
nægjandi hætti við málum hvar barni er
meinað að umgangast foreldri sitt eða stafar
hætta af umgengni. Leita þarf ítrekað til
dómstóla og ef vilji foreldris til áframhald-
andi átaka við hitt foreldrið er fyrir hendi
getur það tafið úrlausn mála árum saman til
varanlegs tjóns fyrir barnið. Í öfgafyllstu
dæmunum er börnum haldið frá leik- og
grunnskóla mánuðum saman og þrátt fyrir
skólaskyldu og tjón á heilsu barns gerir
barnavernd ekkert, jafnvel þótt skólayfirvöld
tilkynni fjarveru barnsins. Barnavernd hefur
þannig tekið sér stöðu fjarri hagsmunum barnsins í ein-
staka málum. Vegna tilmæla Barnaverndarstofu, sem nú
eru orðin nokkurra ára gömul, virðist sem deilur for-
eldris við hitt foreldrið, sem þegar verst lætur einkenn-
ast af ofbeldi gegn barni, leiði til þess að barnaverndaryf-
irvöld telji sig undanskilin þeirri skýlausu skyldu sinni í
barnaverndarlögum að stjórnvöldum beri að vernda
börn. Þetta getur ekki átt að vera svona og vil ég skora á
stjórnvöld og barnaverndaryfirvöld að endurskoða þessa
málsmeðferð. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Vernda barnaverndarlög bara sum börn?
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
áherslur í húsnæðisöflun ríkisins
sem stuðla að markmiðum um betri
þjónustu og auknum sveigjanleika
og samlegð í starfsemi stofnana,“
segir Karl Pétur.
Byggja þurfi upp og þróa hag-
kvæmara húsnæði sem nýtt verður
með sveigjanlegum hætti undir
margar stofnanir. Með þessu megi
ná fram markvissari nýtingu á inn-
viðum og rýmum sem nýtt eru undir
starfsemi á vegum ríkisins ásamt því
að ná um leið aukinni samlegð í dag-
legri starfsemi, virkari þekkingar-
miðlun og hagræðingu í rekstrar-
þáttum.
Valkostir verða kannaðir
Vegna þessarar þróunar á
starfsumhverfi stofnana séu sjáan-
leg merki um að aukin þörf sé á nú-
tímalegri og sveigjanlegri aðstöðu.
Af þeim sökum hafi verið ákveðið að
fara af stað með markaðskönnun til
að kanna hvaða valkostir væru til
staðar á markaðnum í dag.
Ekki verður tekin ákvörðun um
flutning einstakra stofnana á þessu
stigi og er markaðskönnunin m.a.
liður í því að hægt verði að stíga slík
skref, segir Karl Pétur.
Fjármála- og efnahagsráðu-
neytið (FJR) gaf í janúar síðast-
liðnum út stefnuskjal með áherslum
og viðmiðum fyrir húsnæðismál
stofnana. Meðal meginmarkmiða
stefnunnar er hagkvæm og markviss
húsnæðisnýting og fjölbreytt og
sveigjanlegt vinnuumhverfi sem
styðji við teymisvinnu og samstarf.
Breyttar áherslur felast meðal
annars í því að horfið er frá þeirri
stefnu að meirihluti starfsfólks hafi
til afnota einkaskrifstofu, en aukið
pláss fer þess í stað í fjölbreytta
verkefnamiðaða vinnuaðstöðu svo
sem fundarherbergi, hópvinnurými,
næðisrými og félagsleg rými.
Nýlega var skýrt frá því í frétt
hér í blaðinu að unnið væri að end-
urmati á fyrirhugaðri nýbyggingu
sem rísa mun hjá Stjórnarráðshús-
inu við Lækjartorg. Er það gert
vegna þeirra breyttu viðmiða sem
tekin hafa verið upp varðandi hús-
næði ríkisstofnana.
Í markaðskönnuninni sem aug-
lýst var á dögunum er gert ráð fyrir
því að nýtt húsnæði fyrir ríkis-
stofnanir verði tekið á leigu til 25 ára
með mögulegri framlengingu. Gerð
er krafa um um staðsetningu mið-
svæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Tilkynningarfrestur var til 1.
október en hann var síðan fram-
lengdur um 15 daga.
Vinnuumhverfið mun
breytast hjá ríkinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stjórnarráðið Miklar breytingar eru að verða á vinnuumhverfi og eru ríkisstofnanir þar engin undantekning.
- Auglýst var eftir húsnæði fyrir ýmsar stofnanir ríkisins
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
R
íkiskaup fyrir hönd Fram-
kvæmdasýslu – Ríkis-
eigna auglýsti nýlega í
Morgunblaðinu eftir
5.000 til 15.00 fermetra húsnæði
undir ýmsar stofnanir ríkisins. Tek-
ið er fram að húsnæðið þurfi að vera
nútímalegt og sveigjanlegt. Ný
tækni býður upp á ýmsa möguleika,
svo sem að geyma upplýsingar og
gögn í skýjum sem alltaf eru að-
gengileg í far- og spjaldtölvum.
Meðal helstu verkefna Fram-
kvæmdasýslunnar – Ríkiseigna
(FR) er að þróa og útvega aðstöðu
fyrir ríkisstofnanir, upplýsir Karl
Pétur Jónsson upplýsingafulltrúi.
Miklar breytingar séu að verða á
vinnuumhverfi á flestum vinnustöð-
um og eru ríkisstofnanir þar engin
undantekning. Breytingarnar eru
meðal annars tilkomnar vegna auk-
innar notkunar á stafrænni tækni
sem eykur þarfir fyrir sveigjanlegri
vinnuaðstöðu sem aðlaga má að
breytingum á verkefnum til lengri
eða skemmri tíma.
„Þessi þróun kallar á breyttar