Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 61

Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Auðvelt var að samgleðjast landsliðskonunum í handknattleik þegar sigurinn gegn Serbíu í und- ankeppni EM var í höfn á Ásvöll- um á sunnudaginn. Þær brostu nánast á milli húsa í Hafnarfirði þegar hljóðið heyrðist sem gefur til kynna að 60 mínútur séu liðnar á leikklukkunni í húsinu. Auðvitað sparar íþróttafólk ekki brosið þegar sigrar vinnast, hvað þá í keppni við aðrar þjóðir. En maður fékk á tilfinninguna að þessi fremur óvænti sigur hafi verið sérlega sætur fyrir lands- liðskonurnar. Liðið hefur farið í gegnum erfiða tíma á síðustu ár- um. Af og til hefur það fengið slæma skelli gegn sterkum and- stæðingum á útivelli. Nú síðast þrettán marka tap í Svíþjóð nokkrum dögum fyrir leikinn gegn Serbíu. Við aðstæður sem þessar getur verið erfitt að rífa liðið upp. Sjálfs- traustið verður væntanlega mjög takmarkað eftir mörg stór töp. Alla vega brothætt. Landsliðskon- urnar fara ef til vill ómeðvitað að tengja landsliðsverkefni við nei- kvæða upplifun. Sigurinn gegn Serbíu gæti því reynst mikilvægur af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi gæti hann gert það að verkum að liðið yrði í baráttunni um sæti á EM. Í öðru lagi gæti sjálfstraustið stóraukist í liðinu. Í þriðja lagi gef- ur það góð fyrirheit að geta lagt öflugan andstæðing að velli þegar talsverð forföll eru í liðinu. Reynt hefur verið að minnka pressuna á liðið með því að leggja áherslu á langtímamarkmið. Til skemmri tíma sé aðalatriðið að frammistaðan batni jafnt og þétt. Eftir þrjú ár eða svo, þegar leik- menn eins og Lovísa, Thea, Sandra og fleiri verða á fínum aldri, þá eigi liðið að vera nær bestu liðunum. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur komist að samkomulagi við Gunnar Magnús Jónsson um að hann haldi áfram sem þjálfari kvennaliðs fé- lagsins. Gerir hann samning út næsta tímabil en hann hefur stýrt liðinu samfleytt frá árinu 2016. Undir stjórn Gunnars Magnúsar tókst nýliðum Keflvíkinga að bjarga sér frá falli úr úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni, á ný- afstöðnu tímabili. Liðið hafnaði í áttunda sæti af tíu liðum, fjórum stigum fyrir ofan Tindastól og fimm stigum fyrir ofan Fylki. Á leið inn í sitt sjöunda tímabil Ljósmynd/Þórir Tryggvason Keflavík Gunnar Magnús hefur stýrt Keflvíkingum frá 2016. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, verður áfram við stjórnvölinn hjá meistaraflokki karla í knatt- spyrnu á næsta tímabili. HK leikur í 1. deild að ári eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni, Pepsi Max- deildinni, í lokaumferð hennar í síð- asta mánuði. Á sama tíma bjargaði ÍA sæti sínu á ævintýralegan hátt. Viktor Bjarki Arnarsson, sem var aðstoðarþjálfari Brynjars Björns undanfarin tímabil, söðlaði um og tók við stöðu yfirþjálfara KR í síðasta mánuði og eru HK-ingar því í leit að nýjum aðstoðarþjálfara. Morgunblaðið/Eggert Kópavogur Brynjar Björn hefur stýrt HK-ingum frá árinu 2018. Áfram við stjórnvölinn KÖRFUBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslandsmeistarar kvenna í körfu- knattleik í Val unnu Breiðablik á Hlíðarenda í Subway-deildinni í gær. Valur sigraði 73:70 og hefur farið ljómandi vel af stað í deildinni því Valskonur hafa unnið fyrstu þrjá leikina. Blikar hafa hins vegar tapað fyrstu þremur. Að loknum fyrri hálf- leik var staðan 33:33 og Blikar voru tveimur stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann. Leikstjórnandinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti stórleik og skoraði 26 stig fyrir Val. Hún er þekktari fyrir að vera mikilvæg í vörn Vals og stjórna sókninni en að skora. Hún sýndi í gær að hún getur einnig skorað mikið á góðum degi. Chelsey Shumpert var stigahæst hjá Breiða- bliki með 20 stig og Þórdís Jóna Kristjánsdóttir skoraði 17 stig. Sé mið tekið af þessum leik stytt- ist í fyrsta sigur Blika í deildinni í vetur. Góður útisigur Keflvíkinga Keflvíkingar heimsóttu Fjölni í Grafarvoginn og náðu í tvö stig með tólf stiga sigri 89:77. Staðan var 45:48 að loknum fyrri hálfleik en leiðir skildi í síðasta leikhlutanum. Daniela Morillo var stigahæst með 34 stig hjá Keflavík og tók 18 fráköst. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 23 stig og hefur skorað 21 stig að meðaltali í þremur fyrstu leikjum Keflavíkur. Dagný Lísa Davíðsdóttir skoraði 26 stig fyrir Fjölni og verður Graf- arvogsliðinu greinilega góður lið- styrkur en Dagný dvaldi í Banda- ríkjunum í mörg ár. Emma Sóldís Hjördísardóttir skoraði 17 stig og vert er að nefna að Ciani Cryor gaf þrettán stoðsendingar hjá Fjölni. Keflavík er með fjögur stig í deild- inni en Fjölnir með tvö. Grannaslag Grindavíkur og Njarðvíkur var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær. Árni Sæberg Grafarvogur Salbjörg Ragna Sævarsdóttir tekur eitt fimm frákasta sinna fyrir Keflavík. Dagný (33) fylgist með. - Dagbjört Dögg átti stórleik hjá Val - Anna með 21 stig að meðaltali Meistararnir með fullt hús stiga í upphafi tímabilsins KSÍ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Líkt og Morgunblaðið greindi frá í gær eru meint ofbeldis- og kynferð- isbrot sex leikmanna karlalandsliðs- ins í knattspyrnu nú til skoðunar hjá Sigurbjörgu Sigurpálsdóttur, sam- skiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðs- starfs. Aron Einar Gunarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa allir verið nafngreindir í fjöl- miðlum fyrir meint brot en hinir þrír hafa ekki verið nafngreindir. Á meðan mál þeirra er til skoðunar hjá samskiptaráðgjafanum eru þeir ekki gjaldgengir í íslenska karla- landsliðið, að því er heimildir Morg- unblaðsins herma. „Ef við fáum ábendingar um ein- hver meint ofbeldis- eða kynferð- isbrot er það strax sett í ferli og vísað til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs,“ sagði Ómar Smára- son, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. „KSÍ reynir að blanda sér sem minnst í málið og það er ekki okkar hlutverk að meta alvarleika brotanna. Til að halda algjöru hlutleysi er mik- ilvægt að senda málið strax áfram á framkvæmdastjóra sambandsins sem tekur við því og sendir það svo beint áfram,“ bætti Ómar við. – Getur þá hver sem er sent eða hringt inn með ábendingu og það fer strax í ferli? „Já eins og staðan er í dag þá virk- ar þetta þannig,“ bætti Ómar Smára- son. „Lögum samkvæmt ber sam- skiptaráðgjafa að gæta trúnaðar í sín- um störfum og því get ég ekki stað- fest neitt varðandi þessi tilteknu mál,“ sagði Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æsku- lýðsstarfs, í samtali við Morgunblaðið. – Mun Knattspyrnusamband Ís- lands fá bein svör frá þér varðandi þau mál sem sambandið hefur sent inn á borð til þín og hversu langan tíma mun það taka að vinna úr þeim? „Að sjálfsögðu vinn ég öll mál í samstarfi við þá sem að málinu koma. Þegar við á fá aðilar upplýsingar um framvindu mála, næstu skref og nið- urstöður. Varðandi tímarammann þá er hann mjög misjafn og fer eftir eðli mála,“ bætti Sigurbjörg við. Vísa öllu til samskiptaráðgjafa Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Laugardalur Ómar Smárason ásamt landsliðsþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen á blaðamannafundi í september. - Ekki í verkahring KSÍ að meta alvarleika meintra brota landsliðsmanna Hjólreiðamað- urinn Ingvar Óm- arsson komst aft- ur inn á topp 100 á heimslista Al- þjóðahjólreiða- sambandsins um helgina eftir frá- bæran árangur í tveimur keppn- um í Frakklandi og á Spáni. Mótin tvö voru hluti af maraþonmótaröð- inni hjá Alþjóða- hjólreiðasambandinu. Fyrri keppnin, Roc d’Azur, fór fram á föstudaginn í Fréjus í Frakklandi, en Ingvar gerði sér lítið fyrir og hafnaði í 33. sæti af 142 hjólurum í meistaraflokki. Eftir það hélt hann til Spánar þar sem hann keppti í Girona á sunnudeg- inum en þar hafnaði hann í 32. sæti af 190 hjólurum sem kláruðu í meist- araflokki. Ingvar náði í vor inn á topp 100 á heimslistanum sem er besti árangur sem Íslendingur hefur náð í hjólreiðum en hann tók að fær- ast niður listann eftir því sem fleiri keppnir voru haldnar erlendis sem Ingvar komst ekki í. Ingvar er sem stendur í 45. sæti á heimslistanum fyrir maraþonfjallahjólreiðar, í 63. sæti á MTB „world series“- maraþonlistanum og svo í 99. sæti í ólympískum fjallahjólreiðum. Næstu keppnir Ingvars verða í Transvé- subienne-Transriviera í Frakklandi 24. október og svo Costa Blanca Bike Race á Spáni dagana 4.-7. nóvember. Aftur á meðal þeirra bestu í heiminum Ingvar Ómarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.