Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 ✝ Fríða Krist- björg Hjálm- arsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. febrúar 1935. Hún lést á Landa- koti í Reykjavík 23. september 2021. Foreldrar henn- ar voru Jóna Krist- insdóttir ljósmóðir frá Árskógsströnd í Eyjafirði, f. 21. des- ember 1895, d. 27. október 1975, og Hjálmar Eiríksson versl- unarstjóri frá Vestmannaeyjum, f. 25. janúar 1900, d. 18. ágúst 1940. Fríða var yngst sex systk- ina: Sigurbjörg Rannveig, f. 1923, d. 2010; Eiríkur, f. 1924, d. 1971; Helga Ágústa, f. 1927, d. 2004; Anna, f. 1929; og Ása, f. 1931, d. 2011. Fríða ólst upp í Vestmanna- eyjum til 14 ára aldurs og flutti þá til Reykjavíkur ásamt móður sinni og systkinum. Hún giftist Birgi Matthíasi Indriðasyni, f. 31. mars 1936, d. dóttur. Börn þeirra eru Sæþór Aron, Darri Viktor og Súsanna Karen. Fríða og Birgir skildu árið 1980 og árið 1991 hóf Fríða sambúð með Jakobi Gísla Þór- hallssyni, f. 26. október 1928, d. 4. júní 2019, og bjuggu þau sam- an allt þar til Jakob lést. Jakob á þrjá syni, átta barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Fríða var fjölhæf kona og starfaði við umönnun á yngri ár- um, vann á skrifstofu Vest- mannaeyjakaupstaðar og á rannsóknarstofunni á sjúkra- húsinu í Vestmannaeyjum. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur 1979 vann hún sem læknaritari á barnadeild Landspítalans og svo á röntgendeildinni allt þar til hún lét af störfum vegna ald- urs. Fríða var mikil félagsvera og m.a. virk í félagsstarfi hjá Ferðafélaginu Útivist, var í stjórn kvenfélags Heimaeyjar í Reykjavík og í stjórn eldri borg- ara hjá Korpúlfum. Að auki var hún leiðsögumaður og skála- vörður á vegum Útivistar í Bás- um á Goðalandi ásamt því að ferðast víða um land sem farar- stjóri. Útför Fríðu Kristbjargar fór fram frá Seljakirkju 8. október 2021. 12. maí 2020, hinn 11. júní 1955. Börn þeirra eru fjögur: 1) Indriði, f. 16. október 1955, kvæntur Elínu Ernu Steinars- dóttur og synir þeirra eru Steinar, Birgir, í sambúð með Ekaterinu Portnyaga, og Árni. 2) Steinar, f. 20. apríl 1957, kvæntur Guð- rúnu Geirsdóttur. Dóttir þeirra er Fríða Kristbjörg, gift Bald- vini Má Baldvinssyni og eiga þau Hörpu Guðrúnu og Jóhann Kára. 3) Ragna, f. 14. apríl 1961, gift Jóhanni Brandi Georgssyni. Synir þeirra eru Atli, í sambúð með Írisi Elíasdóttur og eiga þau Söru og Rakel. Egill, í sam- búð með Selmu Dögg Vigfús- dóttur og eiga þau Emblu og Arnór Smára. Hjalti, í sambúð með Lindu Dögg Rúnarsdóttur. 4) Gylfi, f. 13. febrúar 1965, kvæntur Rósu Hrönn Ögmunds- Elsku amma. Þessu áttum við nú ekki von á alveg strax. Við áttum ennþá eftir að gera ým- islegt saman. Þó svo að við gerð- um helling saman og þú orðin 86 ára, þá var samt slatti eftir hjá okkur. Ég mun alltaf muna þol- inmæði þína að taka okkur frændsystkinin með inn í Bása. Þú sást um farastjórn í flestum ferðunum en alltaf var tími til að leyfa okkur að koma með. Þegar við vorum komin á unglingsaldur gátum við nú aðeins hjálpað til en þá bættust bara yngri frænd- systkini við líka. Ég man hvað ég var stolt að vera barnabarnið þitt. Ég fékk að sitja með þér fremst í rútunni og saman töld- um við allar ár og lækjarspræn- ur sem við fórum yfir. Þú vissir líka allt og gast sagt endalaust af sögum á leiðinni. Þegar ég var orðin eldri fetaði ég nokkurn veginn í þín fótspor þegar ég fór að vinna sem ritari á Barnaspít- alanum. Þér fannst svo gaman að ég væri núna farin að vinna með fólki sem þú varst að vinna með á sínum tíma. Þú hafðir ofurtrú á mér í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og varst minn helsti stuðningsaðili þegar ég dreif mig loksins í sjúkraliðanámið. Það kom því ekki annað til greina en að ég ætti að fylgja þér í flesta læknatíma af því að saman skild- um við læknana svo vel. Þetta var stundum kostulegt af því að þú kynntir þig og svo kynnti ég mig og læknarnir horfðu til skiptis á okkur frekar undrandi þar til þú sagðir stolt að ég væri nafna þín. Stoltið var samt allt mín megin, elsku amma. Það sem ég var alltaf stolt að eiga þig sem ömmu. Alltaf að, hress og kát með miklar skoðanir. Síðustu 20 ár fórum við alltaf saman, fyrsta mánudag í desember á jólafund Kvenfélagsins Heimaey ásamt fleiri frænkum og skáf- rænkum. Við skemmtum okkur konunglega, borðuðum góðan mat og þú sofnaðir svo yfir skemmtiatriði kvöldsins. Þú sofnaðir ekkert bara stundum yfir skemmtiatriðinu heldur allt- af, hvert einasta ár. Það sem við gátum hlegið að þessu hjá þér. Elsku amma, það verður skrítið að halda lífinu áfram án þín. Þú varst svo stór og mikilvægur hluti af lífinu okkar allra. Ég mun alltaf sakna þín. Þín nafna, Fríða Kristbjörg Steinarsdóttir. Elsku langamma. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur. Mamma segir að þú hafir ver- ið dugleg að fara í fjallgöngur. Vel gert! Þú varst best í heimi. Langamma var alltaf að hjálpa öðrum og gaf mér alltaf plástur ef ég meiddi mig. Það var mjög gott að knúsa langömmu. Harpa Guðrún Baldvinsdóttir og Jóhann Kári Baldvinsson. Þegar hugurinn leitar til baka þá er oft eins og margt sé skrifað í skýin. Það er svo margt sem maður velur ekki í lífinu, en er eins og sé valið fyrir mann. Þannig var það með Fríðu tengdamóður mína, hún fylgdi með þegar ég kynntist mannin- um mínum og hefur fylgt mér síðan. Ef ég hefði hins vegar fengið að ráða því beint hver yrði tengdamóðir mín hefði valið allt- af orðið það sama. Með mér og Fríðu skapaðist djúp vinátta og gagnkvæmt traust sem er ekki sjálfgefið. Fríða heillaði mig strax við fyrstu kynni. Hún var geislandi persónuleiki og full af lífskrafti þrátt fyrir að lífið hefði boðið henni upp á margar áskor- anir þá þegar. Við vorum ekki beint líkar en áttum svo margt sameiginlegt sem tengir. Við elskuðum báðar tilbreytingu og Fríða kunni manna best að skapa eftirminnilegar stundir. Um árabil var hún driffjöður í fjölskylduferðum sem voru ógleymanleg ævintýr. Þá var gjarnan farið í Bása í Goðalandi. Þangað fór hún líka með barna- börnin í fjölskylduferðir á veg- um Útivistar. Þá var hún sjálf fararstjóri ásamt því að hugsa um gullin sín, gjarnan tvö og tvö á svipuðum aldri. Þarna var Fríða á heimavelli og töfraði fram ógleymanlegar stundir enda átti þessi fallegi staður djúpar rætur í hjarta hennar. Hún og Jakob seinni maður hennar fóru þangað í ófáar vinnuferðirnar og dvöldu löngum stundum sem skálaverð- ir eftir að þau komust á eftir- laun. Fríða var skemmtileg kona sem átti auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar á málum og tók sjálfa sig ekki hátíðlega. Við gátum endalaust hlegið að vit- leysunni í okkur báðum og oftar en ekki létt okkur lífið með hlátri út af engu og öllu. Fríða kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún vildi ekki vera af- skiptasöm en það fór samt ekki á milli mála hvort hún var sátt við tengdadóttur sína. Henni fannst ég t.d. ekki alltaf standa nóg með sjálfri mér og brýndi mig í þeim efnum. Samt var það hún sjálf sem setti sig alltaf í þjónustuhlutverkið og gaf enda- laust af sínum ríka brunni. Þannig hjúkraði hún Jakobi þeg- ar heilsa hans þvarr. Síðustu ár- in bjó hún ein allt þar til hún datt um mitt sumar. Það mátti sjá að heilsu hennar fór aftur, en engan grunaði þá að hún væri svo langt leidd af krabbameini, sem raunin var. Eins og alltaf sýndi hún þá hvað í henni bjó með þeirri þrautseigju og dugn- aði sem einkenndi hana alltaf. Auðvelt væri að skrifa langa rit- gerð um Fríðu, lífshlaup hennar og hæfileika, en í anda hennar sjálfrar sem vildi aldrei mikla sig af neinu, læt ég þessi fátæk- legu orð nægja og kveð mína ástkæru vinkonu og tengdamóð- ur með þakklæti og söknuði. Hún lifir í yndislegum afkom- endum sínum og í minningu okk- ar hinna. Elín Erna Steinarsdóttir. Fríða Kristbjörg Hjálmarsdóttir Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá Búnaðarsambandi Suðurlands kynntist ég Jóhann- esi Helgasyni garðyrkjubónda í Hvammi. Jói eins og hann var kallaður af þeim sem þekktu hann vel var mikill og farsæll félagsmálamaður. Á þeim vett- vangi kynntist ég honum best. Aðkoma okkar var varðandi Sölufélag garðyrkjumanna og Samband garðyrkjubænda. Þessi félög voru helstu hags- munafélög garðyrkjunnar. Þá áttum við Jói sameiginlegt áhugamál sem var skógrækt. Jói sat tuttugu og eitt ár í stjórn Skógræktarfélags Árnes- inga. Faðir Jóa hafði setið í þeirri stjórn frá stofnun félags- ins, alls tuttugu og sex ár. Þannig að þeir feðgar hafa haft veruleg áhrif á skógræktar- starfsemi hér í Árnessýslu. Á Jóhannes Helgason ✝ Jóhannes Helgason var fæddur í Hruna 26. ágúst 1929. Hann lést 28. september 2021. Útför Jóhann- esar fór fram 8. október 2021. fundum var Jói góður hlustandi, hafði sig ekki mikið í frammi, en þegar leið að niðurstöðu og umræðan hafði þroskast tók Jói til máls og var mjög tillögugóður um af- greiðslu mála. Nið- urstöður hans ein- kenndust af rökvísi og sanngirni. Á vettvangi Skógræktar- félagsins sátum við marga stjórnarfundi ár hvert. Mikil uppbygging var á þessum árum á Snæfoksstöðum. Ár hvert sóttum við aðalfundi Skógrækt- arfélags Íslands. Þar sem þessir fundir eru haldnir víðsvegar á landinu tengdust mikil ferðalög þessum fundum. Oftar en ekki ferðuðumst við fulltrúar Árnes- inga saman í lítilli rútu sem við leigðum. Fórum við hringveg- inn, Kjöl, Sprengisand o.fl. Jói sagði að hann hefði svo gamalt bílpróf að hann hefði réttindi til að aka bíl sem þessum sem og hann gerði. Á þessum fundum var hann virkur í nefndarstörf- um og tillöguflutningi sem hann bar upp fyrir okkar félag. Jói var mikill selskapsmaður og oft var glatt á hjalla og húmorinn ætíð með í för. Hann sagði gjarnan sögur af líðandi stundu sem hann setti í góðan búning en best tókst honum upp þegar hann sagði sögur af sjálfum sér. Einhverju sinni vorum við að fara á hátíðarkvöldverð í Stykk- ishólmi og þar sem Jói var alla tíð mikið snyrtimenni og vel til fara vildi hann að félagarnir væru það einnig. Eitthvað þótti honum bindishnúturinn hjá mér vera ólögulegur þannig að ég fékk námskeið í því hvernig fullkomin bindishnútur átti að vera. Ævinlega þegar ég bind hnút á mitt bindi minnist ég námskeiðsins sem ég fékk hjá Jóa. Árið 1999 fórum við ásamt mökum og öðrum sem tengdust garðyrkju á heimssýningu garð- yrkjunnar sem haldin var í Kunming í Kína. Það má sjá í myndaalbúmi okkar Örnu frá þessari ferð að fyrsta og síðasta myndin er af okkur með Jóa og Kristínu. Að lokum vil ég fyrir hönd Skógræktarfélags Árnesinga þakka alla þá vinnu sem lögð var fram fyrir félagið og jafn- framt viljum við Arna þakka af heilum hug fyrir mikla og góða vináttu sem við nutum með þeim hjónum. Við sendum Kristínu og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Kjartan Ólafsson. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÍKEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Boðaþingi 8, Kópavogi, lést 7. október. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 22. október klukkan 13. Oddný Vestmann Kristján Þorvaldsson Elmar Guðmundsson Kulisara Tonan Svala Guðmundsdóttir Steindór Karvelsson Sandra Guðmundsdóttir Magnús Magnússon og ömmubörn Elsku eiginmaður minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, SNORRI BALDURSSON líffræðingur, Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 29. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju í Reykjavík föstudaginn 15. október klukkan 13. Elsa Friðrika Eðvarðsdóttir Heimir Snorrason Signý Kolbeinsdóttir Narfi Þorsteinn Snorrason Svava Þorleifsdóttir Baldur Helgi Snorrason Sunna Kristín Hannesdóttir Snorri Eldjárn Snorrason Alda Valentína R. Hafsteinsd. Snorri, Svava, Þorleifur Kári, Benjamín Eldjárn, Dagur Snorri, Lovísa Guðrún Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma okkar, GUÐRÚN ÓLAFÍA VIKTORSDÓTTIR leikskólakennari, Gerplustræti 21, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu sunnudaginn 10. október. Hún verður jarðsungin í Háteigskirkju föstudaginn 22. október klukkan 10. Einar Ólafur Svavarsson Guðríður Olga Einarsdóttir Björn Örvar Björnsson Gunnhildur Einarsdóttir Kristinn Smári Sigurjónsson Einar Björn Björnsson Kristinn Örn Björnsson Hrafnhildur Rún Björnsdóttir Rakel Sara Kristinsdóttir Aron Sölvi Kristinsson og fjölskyldur Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.