Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Grunnskólakennari Laus er til umsóknar kennarastaða við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit frá 1. janúar – 1. júní 2022. Um er að ræða afleysingu í 70% starf (frí á föstu- dögum) umsjónarkennara 2. og 3. bekkjar. Hæfniskröfur: • Kennsluréttindi á grunnskólastigi. • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum. • Góðir skipulagshæfileikar. • Ábyrgð og stundvísi. • Faglegur metnaður. • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum. Reykjahlíðarskóli er framsækinn skóli með 39 nemendur í 1.–10. bekk. Í skólanum er unnið með samkennslu árganga, samþættingu námsgreina og rafræna kennsluhætti og vinna kennarar oft verkefni saman þvert á árganga. Kennarar leitast við að haga skólastarfi í sem fyllstu samræmi við þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Kennarar hafa frelsi til að útfæra námsefni á þann hátt sem þeim þykir henta nemendum best með hliðsjón af hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Í Mývatnssveit búa um 500 manns. Í metnaðarfullri mannauðsstefnu sveitarfélagsins kemur m.a. fram að boðið er upp á flutningsstyrk, heilsustyrk, launað frí fyrir barnshafandi konur síðasta mánuð meðgöngu, starfsaldurstengdar greiðslur o.fl. fyrir starfsfólk. Við erum fjölskylduvænt samfélag með öflugt leikskóla- og grunnskólastarf, boðið er upp á ókeypis skóla- máltíðir fyrir börn og ókeypis frístund. Við erum heilsueflandi samfélag. Frekari upplýsingar veitir Hjördís Albertsdóttir skólastjóri, hjordis@reykjahlidarskoli.is. Umsóknarfrestur er til 25. október 2021. Lausar stöður hjá Hafnarfjarðarbæ Hafnarfjordur.is Nánari upplýsingar á: Grunnskóli • Aðstoðardeildarstjóri í tómstundamiðstöð - Skarðshlíðarskóli • Kennari í sérkennslu - Skarðshlíðarskóli • Skóla- og frístundaliði - Skarðshlíðarskóli • Sviðslistakennari í stundakennslu - Skarðshíðarskóli • Umsjónarkennari – Engidalsskóli Leikskóli • Leikskólakennarar - Hraunvallaleikskóli, Hvammur, Hörðuvellir, Norðurberg, Stekkjarás, Tjarnarás,Víðivellir, Skarðshlíðarleikskóli • Leikskólakennarar í 50% starf - Hörðuvellir, Víðivellir • Sérkennslustjóri - Hraunvallaleikskóli • !roskaþjál" - Norðurberg, Skarðshlíðarleikskóli Málefni fatlaðs fólks • Deildarstjóri í búsetaþjónustu - Drekavellir • Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk - Erluás • Starfsfólk í frístundaklúbb fyrir fatlað fólk - Kletturinn,Vinaskjól • !roskaþjál" - H"!ngarstöðin #"jarhrauni hagvangur.is Brynja – Hússjóður ÖBÍ óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Hlutverk framkvæmdastjóra er að stjórna og samhæfa rekstur Brynju í þeim tilgangi að uppfylla sem best markmið félagsins. Leitað er að einstaklingi sem er gegnheill og hefur ríkan áhuga og skilning á mannréttindum öryrkja. Helstu verkefni og ábyrgð • Dagleg stjórnun og rekstur • Yfirumsjón með bókhaldi og fjármálum • Starfsmannamál • Samskipti og samningagerð fyrir hönd stjórnar • Undirbúningur og skipulagning stjórnarfunda • Önnur verkefni í nánu samráði við formann og stjórn Hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Reynsla sem nýtist í starfi • Þjónustulund og rík færni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð • Reynsla af samningagerð æskileg • Reynsla af félagsmálastarfi kostur • Traust orðspor Umsóknarfrestur er til og með 15. október nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. Upplýsingar um starfið veita Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is. Brynja – Hússjóður ÖBÍ var stofnaður 22. febrúar 1966. Brynja er sjálfseignarstofnun sem á og rekur íbúðir fyrir öryrkja. Nánari upplýsingar um starfsemina má fá á vefslóðinni brynjaleigufelag.is Framkvæmdastjóri Fyrirtæki ársins 2021 hagvangur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.