Morgunblaðið - 21.10.2021, Síða 6
Bækur Birgittu með
flugi frá Kína
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Bókaunnendur þurfa ekki að hafa
áhyggjur af því að grípa í tómt þeg-
ar kemur að því að kaupa vinsæl-
ustu titlana í jólabókaflóðinu. Þetta
segir Egill Örn Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Forlagsins, í kjölfar
frétta af því að jólavörur kunni að
berast seint til landsins í ár og jafn-
vel ekki fyrr en á nýju ári.
„Þegar tók að skýrast hversu erf-
itt yrði um vik hvað varðaði flutn-
inga til landsins kom ekki annað til
greina í mínum huga en að sjá til
þess að bókin yrði á borðum lands-
manna. Þar sem samgöngur milli
landa virðast ótryggar brugðum við
á það ráð að flytja hluta af jólabók-
um Forlagsins til landsins með
flugi. Þannig streyma nú nýprent-
aðar bækur til landsins,“ segir Eg-
ill.
Undir venjulegum kring-
umstæðum eru bækur fluttar til
landsins með skipum hvaðanæva úr
heiminum. Sá háttur er áfram hafð-
ur á um bækur sem fluttar eru
hingað frá öðrum löndum í Evrópu
en erfiðara er um vik þegar um
lengri leið þarf að fara. „Einna erf-
iðast hefur verið að tryggja eðlileg-
ar samgöngur milli Kína og Íslands.
Þannig flytjum við nú þúsundir ein-
taka nýrrar söngbókar Birgittu
Haukdal með hraðsendingum í
flugi,“ segir framkvæmdastjórinn.
Bækur Birgittu hafa notið fá-
heyrðra vinsælda síðustu ár og út-
gáfa á söngbókinni helst í hendur
við jólasýningu Þjóðleikhússins um
þau Láru og Ljónsa sem frumsýnd
verður 13. nóvember. Segir Egill að
það varði næstum við þjóðarhag að
tryggja að bókin berist hingað til
lands í tæka tíð enda muni þúsundir
barna sjá sýninguna og eflaust vilja
margir fá að spreyta sig á lögunum
þegar heim er komið. „Einhverra
hluta vegna koma samt bara 400
eintök með hverri vél svo það má
segja að það sé búið að setja upp
loftbrú til að koma þeim Láru og
Ljónsa til landsins,“ segir Egill.
Birgitta Haukdal er ekki eini höf-
undurinn sem fær slíka meðferð hjá
Forlaginu. „Við höfum sömuleiðis
þurft að tryggja flutninga á nýrri
skáldsögu Hallgríms Helgasonar
með flugi og er ráðgert að hún komi
út í lok næstu viku,“ segir Egill en
sú bók er framhald á hinni vinsælu
Sextíu kíló af sólskini og kallast
Sextíu kíló af kjaftshöggum.
Tafir á flutningum til landsins
munu því ekki stöðva jólabókaflóðið
en gætu þó enn sett strik í reikning-
inn. „Því miður er útlit fyrir að það
gæti reynst snúið að endurprenta
vinsælustu bækurnar að þessu sinni
en við erum þó að leita allra leiða til
að það verði mögulegt.“
Loftbrú til að koma bók
Láru og Ljónsa til landsins
- Enginn skortur í jólabókaflóðinu - Erfitt að endurprenta
Jólaverslunin
» Framkvæmdastjóri Bónuss
upplýsti í gær að staða á frakt-
flutningum frá Asíu gæti hindr-
að að jólavörur bærust hingað í
tæka tíð í ár.
» Framkvæmdastjóri Forlags-
ins, stærsta bókaútgefanda
landsins, hefur ekki áhyggjur
af bókaskorti fyrir jólin.
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021
Fimmtudaginn 21. október 2021, kl. 14:00, Björtuloft, Hörpu
Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina á
hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings fimmtudaginn 21. október
kl. 14:00, Björtuloft (6. og 7. hæð) Hörpu.
Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf.
og verður sem hér segir:
• 14:00 Ávarp formanns
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varaformaður Faxaflóahafna
• 14.10 Horft til framtíðar
Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna
• 14:35 Fjórða iðnbyltingin – Möguleg áhrif á hafnir og sjávarútveg
Yngvi Björnsson, prófessor og sérfræðingur í gervigreind við Háskólann í Reykjavík
• 15:00 Íslenski sjávarklasinn – Starfsemin, samstarf á alþjóðlegum vettvangi,
sjávarakademían
Nanna Ósk Jónsdóttir, rekstrarstjóri Húss sjávarklasans
• 15:25 Stafrænt vistkerfi – Tækninýjung fyrir sjávarútveginn
Þorsteinn Svanur Jónsson, framkvæmdarstjóri vöruþróunnar hjá Klöppum
• 15:50 Umræður og fyrirspurnir
• 16:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna
Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. eru
sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og
ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini.
Magnús Þór Ásmundsson,
hafnarstjóri.
Málþing með notendum
Faxaflóahafna
Aðildarfyrirtæki Samorku, samtaka
orku- og veitufyrirtækja, og norska
fyrirtækið KraftCert hafa gert með
sér samstarfssamning um varnir og
viðbúnað fyrir netöryggi. Með þessum
samningi er Ísland
orðið aðili að víð-
tæku samstarfi
Norðurlandanna í
netöryggismálum,
sem það var ekki
áður.
,,Við Íslending-
ar höfum undan-
farið verið á réttri
leið í netöryggis-
málum, það er bú-
ið að styrkja netvarnir landsins mark-
visst eftir að ný lög um öryggi net- og
upplýsingakerfa mikilvægra innviða
tóku gildi, en við búum ekki yfir sömu
reynslu og sama samskiptaneti og þró-
aðri ríki búa yfir,“ segir Halldór Hall-
dórsson, öryggisstjóri Landsnets.
Markmið samstarfsins er að auka
áfallaþol byggt á áhættumati og
áhættugreiningum sem varða net- og
upplýsingaöryggi fyrirtækjanna en
samningurinn felur einnig í sér varnir
og viðbúnað gegn netglæpum og upp-
lýsingaöryggi, auk þjálfunar, æfinga
og rekstrarráðgjöf þegar kemur að
netöryggi orku- og veitufyrirtækja á
Íslandi.
„Við hjá Landsneti ásamt Orku-
stofnun erum aðilar að samtökum sem
heita NordBER, þeim samtökum svip-
ar til almannavarna nema þetta eru al-
mannavarnir fyrir raforkukerfin á
Norðurlöndunum. Í gegnum sameig-
inlegar neyðaræfingar Norður-
landanna sem haldnar eru reglulega
kynnumst við Íslendingar margs kon-
ar vá sem steðjað getur að og ógnað
orkukerfum landanna. Upp úr einni
slíkri æfingu hefur þróast samstarf við
KraftCert og það endaði með því að
við gerðum þennan samning,“ segir
Halldór en meðal annars var farið í æf-
ingar sem sneru að netárás á Norð-
urlöndin.
„Varnir gegn netógn og netöryggi
er eitthvað sem allir eru að efla í dag
og bera mikla virðingu fyrir, bæði rík-
isstjórnir, þjóðir og innviðir, allir þess-
ir aðilar vita að byggja þarf upp varnir
gagnvart þessari áhættu,“ segir Hall-
dór.
AFP
Netöryggi Veitu- og orkufyrirtæki á Íslandi hafa aukið netöryggið.
Veitu- og orkufyrir-
tæki bæta netöryggi
Halldór
Halldórsson
- Íslendingar nú aðilar að varnarsamstarfi
Freyr Bjarnason
freyr@mbl.is
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir segir líklegt að kórónuveirusmit-
um eigi eftir að fjölga á næstunni
en í fyrradag greindust 66 smit
innanlands.
Átta sjúklingar liggja á Land-
spítalanum vegna Covid-19, allir
fullorðnir. Meðalaldur þeirra er 56
ár. Enginn er á gjörgæslu.
Tæplega 600 sjúklingar, þar af
193 börn, eru með virkt smit.
„Ég held að við megum alveg
eins búast við því að fara að sjá
fleiri greinast á næstunni,“ segir
Þórólfur í samtali við Morgunblað-
ið.
Um 2% leggjast inn á spítala
Hann nefnir að í gegnum þessa
bylgju hafi komið í ljós að um 2%
af þeim sem greinast með smit
þurfi að leggjast inn.
Spurður hvað þurfi til þess að
hertar takmarkanir verði aftur
settar á bendir hann á stöðuna á
spítalanum. Eftir að settar voru á
takmarkanir í sumar í kjölfar þess
að öllu hafði áður verið aflétt segir
hann að slæm staða á spítalanum
hafi ráðið þar úrslitum.
„Þá er alltaf spurningin, hvað
eiga menn að vera fljótir að grípa
til þeirra aðgerða? Við vitum að því
lengur sem beðið er því slakari
áhrif hafa þessar takmarkanir.
Þær eru betri því fyrr sem maður
grípur til þeirra en það þarf að
vera jafnvægi,“ segir Þórólfur og
heldur áfram:
„Það er lítill hljómgrunnur fyrir
harðari aðgerðum eins og staðan
er og það er ósköp skiljanlegt,
enda er það ekki til skoðunar eins
og staðan er núna, en auðvitað þarf
líka að hugsa fram í tímann og
vera viðbúinn ef eitthvað óvænt
gerist.“
Morgunblaðið/Eggert
Sýnatöku beðið Sóttvarnalæknir býst við auknum fjölda smita á næstunni.
Býst við að smitum
fari brátt fjölgandi
- Staða spítalans gæti haft áhrif á aðgerðir