Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 10

Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Hlýtt og notalegt Þinn dagur, þín áskorun 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is LAGARLÍF 2021 Ráðstefna um eldi og ræktun Grand Hótel Reykjavík, 28. - 29. október Skráning fer fram áwww.lagarlif.is 10:00 13:00 13:00 15:00 15:00 16:30 Gullteigur - Þróun byggða í tengslum við strandbúnað Gullteigur - Menntun Starfsfólks í fiskeldi Setur - Helstu hindranir á vegi þörungaræktunar Gullteigur Staðleysur og áhrif þeirra á umræður um laxeldi Setur - Skeldýrarækt Móttaka við barinn 9:00 9:00 11:00 11:00 13:20 13:20 15:00 Gullteigur - Öryggismál starfsfólks í fiskeldi Hvammur - Landeldi á Íslandi Gullteigur - Framboð af vöru og þjónustu (sjóeldi) Hvammur - Framboð af vöru og þjónustu (landeldi) Gullteigur - Leyfisveitingar til sjókvíaeldis Hvammur - Reynslusögur úr fiskeldi Ráðstefnuslit Fimmtudagurinn 28. október Föstudagurinn 29. október Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Ferðaheimurinn er að lifna við eftir kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi takmarkanir sem hon- um fylgdu. Það hefur verið líflegt á Akureyrarflugvelli undanfarið, en fyrsta beina flugið frá Akureyrarflugvelli var nú í byrj- un vikunnar þegar 180 manns héldu til Tenerife. Síðast var flog- ið beint frá Akureyri til útlanda í byrjun mars á síðasta ári, fyrir um einu og hálfu ári. Þá er góður gangur í innanlandsflugi og greinilegt að ferðagleðin ræður ríkjum hjá landsmönnum um þess- ar mundir. „Það er að birta yfir þessu hjá okkur,“ segir Hólmgeir Þorsteins- son, verkefnastjóri þjónustu hjá Isavia á Akureyrarflugvelli. „Þetta er kærkomið og við bind- um vonir við að nú fari þetta að rúlla aftur.“ Hólmgeir segir að nú á næstu vikum séu á áætlun fjórar flugferðir frá Akureyrarflugvelli, þrjár til Tenerife, 30. og 31. októ- ber og 10. nóvember. Þá er beint flug til Edinborgar 19. nóvember. Þá segir hann að til viðbótar séu ráðgerðar tvær beinar flugferðir til Tenerife í janúar. Um 900 manns á föstudögum Íslendingar eru líka mikið á far- aldfæti, en Ari Fossdal, stöðvar- stjóri Icelandair á Akureyrar- flugvelli, segir að nú í haust hafi landsmenn mikið verið á ferðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hann nefnir að á föstudögum séu sex ferðir fram og til baka og iðu- lega sé svo gott sem fullbókað í allar vélar. Þær taki 76 farþega, þannig að nærri lætur að um 900 manns fari um Akureyrarflugvöll í byrjun helgarinnar. „Það er góður gangur í þessu hjá okkur, árið hefur almennt ver- ið ágætt, en við sáum greinilegan kipp upp á við þegar leið á haust- ið. Nú í september og október hef- ur verið mikið að gera og helg- arferðir eru mjög vinsælar, það eru að koma hópar af öllu tagi til að gera sér dagamun,“ segir Ari. „Þetta er heilmikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna í bænum.“ Beint flug úr norðan- nepjunni í sólina - Líflegt á Akureyrarflugvelli - Ásókn í ferðir norður Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyrarflugvöllur Flogið var beint til Tenerife á Spáni með um 180 manns í vikunni. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel mun hefja vetrarflug frá Amsterdam til Akureyrar eftir ára- mót, fyrsta flugið er 11. febrúar 2022. Með því tekur ferðaskrifstofan á ný upp þráðinn frá því áður en kór- ónuveirufaraldur skall á heims- byggðinni. Nokkrar ferðir voru á hennar vegum á þessum legg í febr- úar og mars árið 2020. Hjalti Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N, segir að alls muni ferðaskrifstofan bjóða upp á flug frá Amsterdam til Akureyrar yfir fimm vikna tímabil, flogið verður tvisvar í viku, alls 10 ferðir. Voigt Travel hóf flug milli Amsterdam og Akureyrar sumarið 2019. „Ferða- skrifstofan hefur þegar fjárfest í markaðsstarfi vegna þessa flugs og vill halda því áfram en auk þess að vera með vetrarflugið eftir áramótin verður beint flug milli þessara staða einnig í boði næsta sumar,“ segir Hjalti. Vinna markvisst að því að efla flug til og frá Akureyri „Salan hjá okkur hefur farið vel af stað,“ segir Kristinn Þór Björnsson, markaðsstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar, en fimm helgarpakkar eru nú komnir í sölu auk þess sem í boði eru stök flugsæti. Nú þegar er ein helgi uppseld. Ferðaskrifstofa Akureyrar hefur keypt yfir 600 sæti af hollensku ferðaskrifstofunni Voigt Travel til að styðja við verkefnið, sem Kristinn segir afar mikilvægt. „Við vinnum markvisst að því að efla flug til og frá Akureyri og lítum á það sem stórt samfélagslegt verk- efni. Það er hagur allra að efla milli- landaflug í gegnum Akureyrarflug- völl og jákvæðar fréttir að fram- kvæmdir við flugvöllinn séu á næsta leiti.“ Kristinn segir þær pakkaferðir sem í boði eru nú henta vel fyrir hópa og fyrirtæki, jafnt stóra sem smáa. „Við vorum með svipað verkefni veturinn 2020, kortéri fyrir Covid. Það gekk gríðarlega vel og var eftir- spurnin meiri en framboð af sætum,“ segir hann. Hann nefnir að ferða- tilhögun fólks á svæðinu hafi þrosk- ast og breyst með auknu millilanda- flugi. „Amsterdam er t.d. risastór tengiflugvöllur við allan heim og möguleikarnir endalausir þegar fólk er þangað komið. Í stað þess að aka til Reykjavíkur með tilheyrandi ves- eni og kostnaði er þetta ákjósanleg leið sem sífellt fleiri eru farnir að nýta sér.“ Flogið frá Akureyri til Amsterdam - Alls 10 ferðir eftir áramót - Sala fer vel af stað - Allra hagur að efla millilandaflug um Akureyri Kristinn Þór Björnsson Hjalti Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.