Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 12
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR Þú mátt bara ekki missa af þessu! Borðapantanir á apotek.is og í síma 551 0011 SMAKKSEÐILL Smakkaðu alla sex réttina 10.990 kr. á mann Við bjóðum velkomin ítalska gestakokkinn og matreiðslusnillinginn Matteo Cameli frá veitingahúsinu Al Vecchio Convento MATSEÐILL Túnfisk tartare Ólífur, engiferdressing og piparrótar-panna cotta 2.990 kr. Lamb Grafið lamb, laukfroða, lakkrís og möndlur 2.990 kr. Tagliolini og þorskur Salvíusmjör, parmesan ostur 3.490 kr. Kolkrabbi “alla mugnaia” Sellerírót og “spicy”kartöflukrem 3.490 kr. Dádýra file Hafþyrnir, brokkólíni og rossini-sósa 5.990 kr. Tiramisu að hætti “Vecchio Convento” 2.490 kr. Bættu ítölskum trufflum á réttinn þinn Svartar trufflur 900 kr. Hvítar trufflur 1.900 kr. ÍTALSKT POP UP MIÐVIKUDAG TIL SUNNUDAGS Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta kom þannig til að þegar ég var í fæðingar- orlofi með yngra barnið mitt þá var ég í miklu veseni með svefninn hjá syni mínum. Hann vaknaði mjög oft á nóttunni og mig sárvantaði upplýsingar um hvernig ég gæti hjálpað honum að sofa betur,“ segir Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir, en hún lauk nýlega námi í svefnráðgjöf ungra barna og hefur stofn- að fyrirtæki í kringum þjónustuna sem heitir Sofa Borða Elska. „Ég vissi vel að börn á aldri sonar míns, sem þá var nokkurra mánaða gamall, ættu að geta sofið lengur en tvo tíma í einu, svo ég fór að sanka að mér upplýs- ingum um ráð og lausnir. Þegar ég fór að ræða þetta við vini og vinkonur í kringum mig sem voru líka með ungabörn, þá reyndust flestir vera með einhver vanda- mál í tengslum við svefn barnanna. Þar sem ég veit að það er margra mánaða biðlisti á Landspítalanum að komast þar að með börn í svefnráðgjöf, þá ákvað ég að gera eitthvað í þessu sjálf. Ég sótti mér faggildingu í svefnráðgjöf hjá erlendu fyrirtæki á netinu og ég út- skrifaðist núna í september. Ég er byrjuð að veita upp- lýsingar og fróðleik um svefn barna á Instagram- síðunni Sofa Borða Elska, sem ég opnaði í liðinni viku. Þar hef ég líka verið með umræðu í storie og þar fæ ég stundum spurningar sem ég svara. Ég er að vinna í að búa til netnámskeið og þegar þau koma út þá verður hægt að kaupa þau á heimasíðunni minni. Ég er núna fyrst og fremst að kynna þetta fyrir fólki svo það sjái mína hugmyndafræði og nálgun. Ég er þakklát fyrir viðtökurnar sem eru framar öllum vonum, það er mikill áhugi og greinilega mikil þörf.“ Góðar upplýsingar skipta máli fyrir foreldra Hafdís segir að foreldrar ungbarna upplifi oft að þeir hafi gert eitthvað rangt sem foreldrar, að svefn- vandi barnanna sé að einhverju leyti þeim að kenna. „Þannig er það auðvitað ekki, foreldrar reyna allt- af að gera sitt besta og það sem er best fyrir barnið þeirra. Það er í raun ekki hægt að gera neitt rangt, en ég get veitt leiðbeiningar um hvað hægt er að gera til að hjálpa barninu að sofa betur,“ segir Hafdís sem eðli málsins samkvæmt, sem starfandi ljósmóðir, hefur mikinn áhuga á ungabörnum, barneignaferlinu og öllu sem því viðkemur. ,,Mín reynsla sem ljósmóðir að sinna foreldrum í gegnum barneignaferli, er að það sem foreldrar þurfa einna mest á að halda eru upplýsingar. Foreldra í með- gönguvernd þyrstir í að vita hvað þeir geti gert til að allt gangi sem best með barnið. Þetta á líka við um fæðinguna, það hefur sýnt sig að góð upplýsingagjöf skilar sér í auknum líkum á jákvæðari fæðingar- reynslu, sem heldur svo áfram á ungbarnaskeiðinu. Að hafa góðar upplýsingar er valdeflandi fyrir foreldra. Markmið mitt með fyrirtækinu mínu, Sofa Borða Elska, er að valdefla foreldra með því að gefa þeim þær upplýsingar sem þeir þurfa til að geta viðhaft heilbrigðar svefnvenjur og hjálpað barni sínu að sofa betur.“ Svefnleysi hefur mikil áhrif á líðan allra Svefnvandi ungabarns bitnar eðli málsins sam- kvæmt á öllum í fjölskyldunni, barni, móður, föður og systkinum, ef einhver eru, því allir verða jú þreyttir þegar svefn verður kannski margrofinn við grátandi barn á nóttunni. Það skiptir því miklu máli fyrir alla að barnið sofi sem best. ,,Það er margrannsakað að svefnleysi hefur mikil áhrif á andlega líðan og líkamlega. Það er alltaf að koma betur í ljós að svefn er grunnur alls heilbrigðis. Ef fólk sefur ekki þá funkerar það ekki.“ Hafdís segir að það þurfi að skoða hvert og eitt tilfelli til að komast að því hvað valdi svefnóreglu hjá ungabarni, því það getur verið svo margt sem veldur því að barn sefur illa. „Sérstaklega á fyrstu mánuðunum, en frá þriggja til fjögurra mánaða aldri er dægursveiflan orðin nógu þroskuð til að hægt sé að búa til svefnrútínu. Ofþreyta barns er oft ástæðan, þau ná ekki að hvílast og fram- leiða þá stresshormón sem valda því að þau eiga erfitt með að sofna og sofa lausar. Þetta verður vítahringur sem gott er að vinda ofan af með því til dæmis að hafa viðeigandi langa vökuglugga milli lúra og láta þau ekki vaka of lengi fyrir nóttina. Stundum getur ástæða þess, að börn eru óhuggandi á kvöldin, verið ofþreyta,“ segir Hafdís og bætir við að ýmis ráð séu til að róa ungbarn, sum þeirra eru gömul og góð, eins og til dæmis að vefja barn reifum. ,,Ýmsum ráðum er hægt að beita til að ýta undir góðan svefn á fyrstu mánuðum í lífi barns. Með því að vefja barn reifum þá endursköpum við umhverfið sem þau voru í þegar þau voru í móðurkviði. Reifun gefur þeim þannig öryggi og vellíðan, þeim finnst notalegt að vera reifuð.“ Markmiðið er að vald- efla foreldra ungbarna „Svefn og matur er svo nátengt, og það sem ungabörn gera er að sofa og borða, og svo þurfa þau ást,“ segir Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir um ástæðu þess að hún gaf nýja fyrirtækinu sínu um svefnráðgjöf nafnið Sofa Borða Elska. Glöð Hafdís með börnunum sínum tveimur, Bríeti Sól og Jóni Sölva Guðmundarbörnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.