Morgunblaðið - 21.10.2021, Page 30

Morgunblaðið - 21.10.2021, Page 30
30 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 24.995.- / St. 37-40,5 Vnr.: GAB7689857 22.995.- / St. 37-40,5 Vnr.: GAB7658835 22.995.- / St.37-41 Vnr.: GAB7209227 29.995.- / St. 37-40,5 Vnr.: GAB7688857 29.995.- / St. 37-41 Vnr.: GAB7173197 22.995.- / St. 37-40,5 Vnr.: GAB7658830 - NÝ SENDING KRINGLAN - SKÓR.IS STEINAR WAAGE VIÐTAL Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Hákon Bragi Valgeirsson heitir mað- ur, matreiðslumeistari að mennt og hefur vægast sagt marga fjöruna sopið í sínu fagi, en er nú um stundir fram- kvæmdastjóri og einn eigenda brugg- hússins Fæby Bryggeri í Verdal í Þrændalögum í Noregi og aldeilis á söguslóðum því brugghúsið, er rekur starfsemi sína á gömlu býli, sem fyrst er getið í annálum árið 1280, er aðeins steinsnar frá Stiklastöðum þar sem Ólafur konungur Haraldsson, Ólafur helgi, háði sína lokahildi í Stikla- staðaorrustu sumarið 1030 þar sem hann féll og með honum sjálfur Þor- móður Bessason Kolbrúnarskáld. Hákon ólst þó upp víðs fjarri örlaga- slóð Ólafs helga, í Kópavoginum á Ís- landi. „Ég er uppalinn í vesturbænum þar, á Kársnesinu, foreldrar mínir koma utan af landi, Valgeir Þórðarson frá Kálfshóli á Skeiðunum og Hulda Dagrún Grímsdóttir, hún ólst upp á Brúsastöðum á Þingvöllum þaðan sem hún fluttist til Þorlákshafnar og svo í Kópavoginn,“ segir Hákon af ætt sinni. Var í kokkalandsliði ungliða Sjálfur bjó hann í Kópavoginum til tvítugs, en hann fæddist árið 1980, fluttist þaðan til Reykjavíkur og bjó þar til hann fluttist til Noregs árið 2005. Hákon hóf kokkanám 1995 og byrjaði sem nemi á A. Hansen í Hafn- arfirðinum. „Ég fór reyndar þaðan eft- ir að hafa verið þar í ár, það var hálf- gert basl á þeim rekstri svo ég skipti um nemastað og flutti mig yfir á Grand hótel í Reykjavík og var þar í átta ár,“ segir hann frá og var starfandi á Grand þegar hann hlaut meistarabréf sitt í faginu árið 2002, en síðustu fjögur árin var hann þar yfirkokkur. Hákon var einnig í kokkalandsliði ungliða auk þess að hafa starfað í New York og Svíþjóð, að Noregi ónefndum, en annar vinnustaður hans, sem hann ber sérstaklega vel söguna, var veit- ingahúsið La Primavera í Reykjavík. „Það var einstaklega skemmtilegur staður, ég var að vinna þar eitt sumar, ætli það hafi ekki verið 1998, ég lærði mikið á þeim stað, þar starfaði fólk sem bjó yfir mikilli ástríðu við mat- argerð,“ rifjar Hákon upp og segir tímann í landsliðinu ekki hafa verið síðri. „Þar var mjög öflugur hópur ungra kokka sem virkilega brann fyrir mat- argerð. Við vorum með æfingatímabil í tvö ár í samvinnu við Mat- reiðsluklúbbinn Freistingu þar sem við vorum í samfloti við Smára Valtý Sæbjörnsson, einn af stofnendum klúbbsins á sínm tíma,“ segir kokk- urinn. Keppnismennskan hjá okkur gekk ágætlega, aðalmarkmiðið var að fara á heimsmeistaramót í Lúx- emborg, en svo kom það í ljós tveim- ur eða þremur vikum fyrir mótið að ég og einn til í liðinu vorum orðnir einum mánuði of gamlir,“ segir Há- kon og hlær, en þar með misstu þeir félagarnir af mótinu. Hákon kynntist norskri konu á Ís- landi, Ragnhild Kolberg sjúkraþjálf- ara, þau hófu sambúð og varð þriggja dætra auðið, þeirra Ölmu Eirar Kol- berg Hákonardóttur, kunnrar keppn- iskonu í hlaupum í Noregi, og Gretu Óskar og Agnesar Rúnar Kolberg Hákonardætra, en þær stúlkur eru fæddar 2006, 2007 og 2010. Þjóna 70.000 íbúa byggð Fluttu Hákon og Ragnhild til Þrándheims áður en þau eignuðust dæturnar og þaðan til Verdal, sem er skammt frá, þangað rekur Ragnhild ættir sínar og á þar skyldmenni. „Ég setti mig í samband við þann sem á og rekur Fæby gård, hann heitir Jørund H. Eggen, með það að markmiði að fá ráðgjöf hjá honum um rekstur á stóru mötuneyti í stál- smiðju. Hann er viðskiptafræðingur og sérfræðingur í markaðsmálum og fljótlega ákváðum við að opna brugghúsið saman,“ segir Hákon af fæðingu Fæby Bryggeri, en hann hafði þá starfað á öðrum veit- ingastöðum í Noregi um árabil. Þeir Eggen taka að leggja á ráðin 2017 og opnuðu Fæby á vordögum 2019. „Við hugsuðum þetta mikið til fyrir hópa og veisluhöld, en svo hef- ur aðsóknin verið svo góð hjá okkur að við ákváðum að opna fyrir bók- anir á tveggja til fimm manna borð líka, svo þetta hefur þróast öðruvísi en við hugsuðum okkur í byrjun. Við rekum þrjá veislusali en svo er veisluþjónustan líka mjög stór hjá okkur, þá erum við aðallega að sinna svæðinu hérna í kring, Verdal, Steinkjer og Innherred, sem er svona 20 kílómetra radíus, en annars hef ég verið að fara með veislur miklu lengra en það ef út í það er farið,“ segir Hákon, en á svæðinu næst Fæby búa samtals um 70.000 manns. Alltaf heilmikið í eldhúsinu Ekki tjóir annað en að spyrja mat- reiðslumeistarann út í brugghliðina á starfseminni, sem reyndar er hryggjarstykkið í rekstrinum. „Þetta er fyrst og fremst brugghús, það er hjartað í fyrirtækinu. Hér bruggum við alls konar bjór og það er hann, sem setur í raun standardinn fyrir annað sem er að gerast hjá okk- ur,“ útskýrir Hákon. Þannig bjóði húsið upp á samsetta matseðla þar sem bjór og matur veljast saman með tilliti til bragðlaukanna. „Við höfum snúið þessu hefðbundna ferli við þar sem kokkarnir útbúa matseðil og svo er gerður vínlisti. Við sjáum hvaða bjór við eigum og búum svo til mat- seðla sem passa honum,“ segir Há- kon, sem í fyrstu var yfirkokkur á Fæby áður en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra. „Ég er svona framkvæmdastjóri með svuntu, ég er alltaf heilmikið í eldhúsinu,“ tekur hann fram, en sleppur ekki undan því að svara frek- ari spurningum um bruggstarfsem- ina. Kunna útlærðir matreiðslumeist- arar bara að brugga eins og enginn sé morgundagurinn? „Nei alls ekki,“ svarar Hákon og hlær, „ég kunni ekk- ert um brugg, en er búinn að læra heilmikið núna. En með okkur í liði, og einn af eigendum fyrirtækisins, er náungi sem heitir Arne Marius Haug- en og er það skrýtinn að á meðan jafn- aldrar hans voru að byggja úr legó var hann farinn að hugsa um að brugga bjór,“ segir Hákon af bruggmeistara fyrirtækisins. Haugen þessi er „algjört bjórnörd“ eins og Hákon orðar það og hlaut nafnbótina bruggari ársins í Noregi árið 2017 þegar hann sló í gegn með sköpunarverki sínu, Gjertruds Jule- varmer, bjór ársins í Noregi 2017 í flokki heimabruggaðs, auk þess sem hann hefur hlotið fjölda annarra titla, heima sem erlendis, en Haugen stjórnar bruggstarfsemi Fæby ásamt áðurnefndum Eggen. Undir lok forvitnilegs samtals þykir kurteisi að forvitnast eilítið um einka- líf matreiðslumeistarans og áhuga- mál. „Ég er einhleypur og er með stelpurnar mínar þrjár aðra hverja viku, en ég er líka mikill veiðimaður og stunda fluguveiði af miklu kappi. Það sem eftir er af tíma er svo sem ekki mikið vandamál að fylla upp með þrjár unglingsstúlkur sem eru á kafi í íþróttum og þarf að keyra hingað og þangað og hjálpa við þeirra áhugamál auk þess sem við stundum fjallgöngur dálítið,“ segir Hákon Bragi Val- geirsson, veitingamaður, fram- kvæmdastjóri og matreiðslumeistari í Verdal í Noregi, undir lok fróðlegs spjalls um brugghús hans. Framkvæmdastjóri með svuntu - Hákon Bragi er einn eigenda brugghúss í Þrændalögum - Setur matseðilinn upp eftir bjórteg- undum - Samstarfsmaðurinn „algjört bjórnörd“ - Stundar fluguveiði og fjallgöngur af kappi Borðhald Hákon, matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri í Verdal, ásamt dætrunum. Hjá honum situr Greta Ósk, en handan borðsins eru þær Alma Eir og Agnes Rún. Systurnar eru iðnar við að stunda útivist með föður sínum. Á fjöllum Feðginin í fjallgöngu í Þrændalögum þar sem ekki skortir göngu- leiðirnar. Hákon er einnig iðinn við fluguveiði, sem hann stundar í frítíma. Lengri útgáfa af viðtalinu verður birt á mbl.is. mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.