Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 34
KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS Endurunnin ull. Verð 13.900,- 100% ull. Verð 14.900 – 15.900,- KLIPPAN ULLARTEPPI 34 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Evrópu. Það horfir þar sérstaklega til langtímafjárfestinga og fjárfestir á samgöngusviði, í orku- og fjar- skiptamálum sem og öðrum mikil- vægum samfélagsinnviðum eins og flugvöllum og tollvegum. Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð er félaginu mikilvæg eins og glöggt má sjá á heimasíðu þess. Leggur fyrirtækið áherslu á að draga sem mest úr umhverfisáhrifum innviða- fjárfestinga sinna í samræmi við al- þjóðlegar skuldbindingar eins og Parísarsamkomulagið. Í því skyni hefur innviðasjóður Ardian fjölgað mjög innviðum sem snúa að endur- nýjanlegri orku í eignasafni sínu auk þess sem mörkuð hefur verið stefna um orkunýtni þvert á eignasafnið. Hærri óformleg tilboð Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lagði Ardian fram hæsta formlega tilboðið í Mílu, en hærri verðhugmyndir heyrðust í ferlinu frá öðrum mögulegum kaupendum. Tal- ið er að verðið á Mílu hlaupi á millj- arðatugum. Kunnugir segja að Ardian líti á Mílu sem mikilvæga fjárfestingu vegna þeirra miklu tækifæra og ný- sköpunar sem felist í félaginu til framtíðar. Heimildir Morgunblaðsins herma að íslenskum lífeyrissjóðum verði boðinn til kaups 20% hlutur í Mílu á móti 80% hlut Ardian. Síðar verði ís- lensku sjóðunum mögulega boðið að koma aftur að borðinu þegar sótt verði fé í auknar fjárfestingar í fjar- skiptavinnviðum landsins, en þar er rætt um tugi milljarða króna á næstu árum. Ardian hefur fundað með íslensk- um lífeyrissjóðum samkvæmt heim- ildum blaðsins og er að undirbúa samstarf við Summu, fjárfestingar- félag sem vinnur fyrir lífeyrissjóðina. Þó er ekki víst að Summa verði notað fyrir sameiginlega fjárfestingu líf- eyrissjóðanna því einnig kemur til greina að lífeyrissjóðirnir fjárfesti með beinum hætti í Mílu hver fyrir sig. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Ardian lagt gríðarlega vinnu í undirbúning tilboðsins í Mílu, þar sem tugir manna um allan heim hafa komið að málum í það hálfa ár sem vinna við tilboðsgerðina hefur staðið yfir. Talað er um nokkur hundruð milljóna króna kostnað í því samhengi fyrir Ardian. Hefur fyrirtækið m.a. fundað með öllum helstu haghöfum á landinu á tímabilinu til að kynna sér íslenskt viðskiptaumhverfi og samfélag til hlítar, ráðuneytum, Samkeppniseft- irlitinu og Póst- og fjarskiptastofnun meðal annars. Heimildir Morgunblaðsins herma að samkomulag Mílu og Ardian sé nú á lokametrunum. Má leiða líkum að því að endanlegt samkomulag verði kynnt fyrir miðja næstu viku, en þá mun Síminn skila uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung. 14 ára líftími eftir Innviðasjóður Ardian, sá sem legg- ur fram tilboðið í Mílu, Ardian In- frastructure Fund V, hefur verið starfræktur frá árinu 2020. Líftími hans er fimmtán ár með möguleika á framlengingu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en fjórtán ár eru nú eftir af líftíma sjóðsins. Eins og fram kom í tilkynningu vegna einkaviðræðna Símans og Ardian munu félögin vinna með hinu opinbera að upplýsingagjöf og örygg- ismálum sem tryggja hagsmuni landsmanna. Tryggja á að rekstur innviða félagsins samrýmist þjóðar- öryggishagsmunum hér eftir sem hingað til. Heimildir Morgunblaðsins herma að Ardian taki þeirri umræðu fagn- andi. Tvöfalt íslenska lífeyriskerfið Morgunblaðið/Eggert Fjárfesting Líklega mun endanlegt samkomulag verða kynnt fyrir miðja næstu viku. - Áhersla á langtímafjárfestingar - Höfuðstöðvar í París - 14.800 milljarðar króna í eignastýringu - Búist við að salan á Mílu verði frágengin um miðja næstu viku - Fagna þjóðaröryggisumræðu Innviðir » Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi þess í að byggja upp og reka innviði fjar- skipta á landsvísu, eins og ljós- leiðara, möstur og fjar- skiptanet, ásamt því að selja þjónustu til fyrirtækja sem stunda fjarskiptastarfsemi. FRÉTTASKÝRING Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Franska fyrirtækið Ardian, sem hef- ur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna áformaðra kaupa þess á Mílu, dótturfélagi Símans, er alþjóðlegt sjóðsstýringarfyrirtæki með höfuð- stöðvar í París. Það leggur áherslu á ábyrgar langtímafjárfestingar. Fé- lagið er í meirihlutaeigu starfsfólks, sem á 70% í félaginu. Á sviði fjarskiptafjárfestinga er Ardian með ráðandi eignarhlut í IN- WIT, stærsta eiganda fjarskipta- turna á Ítalíu og á 26% hlut í EWE, einu stærsta veitufyrirtæki Þýska- lands og leiðandi fjarskiptafyrirtækis þar í landi. Nýverið fjárfesti sjóður- inn í ljósleiðarafyrirtækinu Adamo sem nær til 1,8 milljóna heimila í 27 héruðum Spánar og er með 250 þús- und áskrifendur. Félagið er með um 114 milljarða bandaríkjadala, eða um 14.800 millj- arða króna, í eignastýringu fyrir líf- eyrissjóði, stjórnvöld, stofnanir og stóra fagfjárfesta í fimm heimsálfum. Til að setja eignirnar í samhengi þá eru þær rúmlega tvöfalt meiri en all- ar eignir íslenska lífeyrissjóðakerfis- ins. Stofnað árið 2013 Félagið var stofnað árið 2013 en á rætur að rekja allt til 1996 þegar for- stjórinn, Dominique Senequier, kom á fót fjárfestingararmi franska tryggingafélagsins Axa. Ardian varð sjálfstætt félag árið 2013. Höfuðstöðvar félagsins eru í Frakklandi og það er með skrifstofur á 15 stöðum í Asíu, Evrópu, Norður- Ameríku og Suður-Ameríku. Starfs- menn eru 800. Ardian er stærsti innviðafjárfestir Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Verðskrá Póstsins mun taka tals- verðum breytingum 1. nóvember næstkomandi og taka breytingarnar til pakkasendinga sem eru 0-10 kg og eins til fjölpósts. Koma breyting- arnar til í kjölfar gildistöku nýrra laga sem kveða á um að ekki sé heim- ilt að innheimta sama gjald fyrir sendingar um landið allt eins og fyrri lög kváðu á um. Með ákvörðun löggjafans var ákveðinni óvissu eytt þar sem ákvæði í lögum virtust stangast á. Annars vegar var þar kveðið á um sömu verðskrá um land allt og hins vegar að verðlagning á umræddri þjónustu ætti að endurspegla raun- kostnað að viðbættum hæfilegum hagnaði. Bendir Pósturinn á að með nýsam- þykktum lögum muni gjaldskráin hækka í sumum tilvikum og lækka í öðrum. Hækkun eður ei Í upprunalegri tilkynningu Pósts- ins kom fram að fyrirtækinu væri nú aðeins heimilt að viðhafa sömu verðskrá um allt land á bréfum undir 51 grammi. Í gær sendi fyrirtækið hins vegar frá sér tilkynningu um að mistök hefðu verið gerð í uppruna- legri tilkynningu. Verðbreytingar myndu aðeins ná til pakkasendinga 0-10 kg, en ekki bréfapósts yfir 51 grammi. „Rétt er að engar ákvarð- anir hafa verið teknar um verðbreyt- ingar á bréfapósti, að svo stöddu.“ Pósturinn breytir verðskrá - Dró strax í land með verðhækkanir Morgunblaðið/Eyþór Póstur Með ákvörðun löggjafans náðist að eyða ákveðinni óvissu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.