Morgunblaðið - 21.10.2021, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.10.2021, Qupperneq 36
36 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Kynntu þér úrvalið í vefverslun www.danco.is www.danco.is Heildsöludreifing Loksins eru Greppikló og aðrar persónur sögunnar fáanlegar sem yndislega fallegir og mjúkir bangsar. - Tilvalið fyrir aðdáendur að safna þeim öllum. Sagan um Greppikló hefur notið mikilla vinsælda víða um heim undanfarin ár. Íslensk þýðing Þórarins Eldjárns á bókinni er vel þekkt í skólum og leikskólum og meðal allra bókaunnenda hérlendis. Greppikló 23 cm Greppikló 41 cm Músin 23 cm Músin 41 cm Greppikló - fingrabrúður 5 teg. 20 cm Greppikló - tuskudýr 5 teg. Displ-12. 18 cm Greppikló - lykklakippa 12 cm Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær að Rússar fengju vikufrí úr vinnu á launum frá 30. október næstkomandi. Er aðgerð- inni ætlað að stemma stigu við aukn- um fjölda kórónuveirusmita í land- inu, en 1.028 Rússar létust af völdum veirunnar í fyrradag. Er það mesti fjöldi látinna á einum sólar- hring í landinu frá því faraldurinn hófst. Hvatti Pútín samlanda sína til þess að sína ábyrgð og láta bólusetja sig gegn veirunni, en bólusetning- arhlutfall Rússa er einungis um 35%, sem þykir fremur lágt. Sagði Pútín í sjónvarpsávarpi sínu það koma sér á óvart hversu margir hefðu neitað að þiggja bóluefni gegn veirunni, en Rússar framleiða sjálfir Spútník-5-bóluefnið, sem þykir sýna góða virkni. Alls hafa nú 226.353 Rússar farist í heimsfaraldrinum, og er það hæsta talan meðal ríkja Evrópu. Pútín hef- ur áður fyrirskipað launað frí til þess að halda fólki heima, síðast í maí. Vikan 30. október til 5. nóv- ember þykir heppileg því skólar verða í fríi á sama tíma. Þá hafa borgaryfirvöld í Moskvu fyrirskipað öllum yfir sextugu að sinna vinnu sinni heiman frá sér og sett á bólusetningarskyldu meðal þjónustustarfsfólks í borginni. Ekki gripið strax í taumana Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum sínum í gær vegna aukins fjölda tilfella í Bretlandi. Hvatti Ja- vid Breta til þess að láta bólusetja sig eða að fá sér örvunarskammta fyrir veturinn, en rúmlega 49.000 til- felli greindust í Bretlandi í fyrradag. Sagði Javid þó að enn væri ekki ástæða til þess að grípa aftur til harðra sóttvarnaaðgerða, en að þeirra yrði mögulega þörf síðar. AFP Moskva Starfsmenn almannavarna í Rússlandi sótthreinsa hér Belo- russky-lestarstöðina í Moskvu. Hvetur til auk- inna bólusetninga - Pútín veitir vikufrí vegna Covid-19 Nefnd á vegum öldungadeildar brasilíska þings- ins lagði til í gær að Jair Bolson- aro, forseti lands- ins, yrði ákærður vegna þess hversu slælega hann hefði brugð- ist við heimsfar- aldrinum. Rúm- lega 600.000 Brasilíumenn hafa farist af völdum kórónuveirunnar, á sama tíma og Bolsonaro hefur gert lítið úr áhrifum faraldursins. Nefndin kallaði eftir ákærum á hendur um 60 manns, en hún hefur rannsakað viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum undanfarið hálft ár. Eru sakir hennar á hendur forset- anum í tíu liðum, en þar á meðal er lagt til að hann verði kærður fyrir „glæpi gegn mannkyni“. Ólíklegt er að þingið muni samþykkja álit nefndarinnar. Bolsonaro neitaði í gær öllum sök- um og sagðist fullviss um að hann hefði brugðist hárrétt við faraldr- inum frá fyrstu stundu. BRASILÍA Leggja til ákæru á hendur Bolsonaro Jair Bolsonaro Elísabet 2. Breta- drottning frest- aði í gær fyr- irhugaðri heimsókn sinni til Norður- Írlands að lækn- isráði. Sagði í yf- irlýsingu frá bresku krúnunni að læknar hefðu ráðlagt drottn- ingunni að hvíla sig næstu daga, en hún er 95 ára gömul. Gistir hún nú í Windsor-kastala, en tekið var fram að ráðleggingin tengdist ekki kór- ónuveirunni. Sendi Elísabet kveðjur til norður- írsku þjóðarinnar og harmaði að hún gæti ekki heimsótt Norður- Írland, en í dag á að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því landið varð til. BRETLAND Drottningunni ráð- lagt að hvíla sig Elísabet 2. Bretadrottning Rússlandsforseti aðflugi eldflaug- arinnar að skotmarki sínu við loft- stein því hún ferðaðist það hratt. Hraðinn, ásamt því að hægt er að stýra eldflaugunum með meiri ná- kvæmni en hefðbundnum flaugum, þýðir að ofurhljóðfráar eldflaugar ættu mun auðveldara með að komast fram hjá eldflaugavarnarkerfum Bandaríkjanna. Þá fljúga flaugarnar lægra um himinhvolfin en hefð- bundnar langdrægar eldflaugar, sem þýðir að varnarkerfin taka ekki eftir þeim fyrr en um seinan. Tekið til varna Bandaríkjamenn hafa því ákveðið að verja um milljarði bandaríkjadala á ári til þess að koma sér upp bæði of- urhljóðfráum eldflaugum, sem og bættum eldflaugavörnum til þess að geta mætt hinni nýju ógn. Felst í því að net gervihnatta sem fylgist með þeim svæðum him- inhvolfsins sem ofurhljóðfráu eld- flaugarnar nýti sér verði sett upp og er geimfyrirtækið SpaceX á meðal þeirra sem eru að þróa þá hnetti. Talið er þó að varnarkerfin verði ekki fullþróuð fyrr en á síðari hluta þessa áratugar. Þangað til gætu Bandaríkin staðið verulega höllum fæti, brjótist út nýtt stórveldastríð. Ný „Spútník-krísa“ runnin upp? - Bandaríkjamenn sagðir langt á eftir öðrum í þróun ofurhljóðfrárra eldflauga AFP Eldflaugaskot Auk Rússa og Kínverja hafa Norður-Kóreumenn skotið á loft eldflaug, sem sögð er „ofurhljóðfrá“. SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Segja má að nokkurs konar „Spút- ník“-krísa ríki meðal bandarískra leyniþjónustustofnana og embættis- manna eftir að Financial Times greindi frá því um síðustu helgi að Kínverjar hefðu skotið á loft ofur- hljóðfrárri eldflaug, það er eldflaug sem ferðast geti á minnst fimm- földum hljóðhraða. Þó að Kínverjar bæru fréttina al- farið til baka og segðust einungis hafa verið að prófa sig áfram með end- urnýtanlegar eldflaugar í geimkönn- unarskyni, voru ekki margir sérfræð- ingar í þessum efnum vestanhafs sem tóku mark á þeim mótbárum. Þess í stað þóttu fregnirnar staðfesta öðru fremur hversu skammt á veg komnir Bandaríkjamenn eru sjálfir í þróun þessarar nýju tækni, sem gæti um- breytt hernaði 21. aldarinnar. Bæði Rússar og Kínverjar eru nú taldir ráða yfir ofurhljóðfráum eld- flaugum sem borið geti kjarnaodda og nái nánast til hvaða staðar sem er á jarðarkúlunni. Á sama tíma hafa Bandaríkjamenn þróað sína eigin of- urhljóðfráu eldflaug, AGM-183 ARRW, sem skotið væri úr þotum, en þeim hefur ekki tekist að prófa hana með viðunandi árangri. Gætu stöðvað flugmóðurskip Rússar leiða kapphlaupið sem stendur, en fyrir tveimur vikum próf- uðu þeir eldflaugina Zircon, sem hægt er að skjóta úr kafbáti sem er í kafi. Hún er sögð geta ferðast á ní- földum hljóðhraða og dregið allt að þúsund kílómetra. Segir í greiningu Daily Telegraph, að slík flaug gæti borið kjarnaodda og nýtt þá til þess að sökkva flugmóð- urskipum Bandaríkjanna, einungis örfáum mínútum eftir að þeim væri skotið á loft. Þá ráða Rússar einnig yfir eldflaug sem skotið er af jörðu niðri, Avan- gard, en hún er sögð geta náð allt að 27-földum hraða hljóðsins. Hún var tekin í notkun árið 2019 og getur bor- ið nógu stóra kjarnaodda til að leggja borgir í eyði. Líkti Vladimír Pútín Hinn 5. október 1957 skutu Sov- étmenn á loft Spútník-1, fyrsta gervihnettinum sem fór á spor- baug um jörðu. Geimskotið hafði margvísleg áhrif á almennings- álitið niðri á jörðunni, og vakti það ekki síst furðu og jafnvel ótta meðal vestrænna ríkja hversu langt Sovétríkin væru komin í þró- un langdrægra eldflauga. Hjálpaði þar ekki til að tilraunir Bandaríkjamanna til þess að skjóta gervihnetti á sporbaug um jörðu höfðu mistekist hrapallega. Fengu Sovétmenn þar því öflugt áróðursvopn í hendurnar og var Spútník notaður sem dæmi um það að austantjaldsríkin væru framþróaðri en lýðræðisríkin á Vesturlöndum. Sú staðreynd að Sovétríkin réðu nú yfir eldflaugum sem gátu borið kjarnorkuvopn til meginlands Bandaríkjanna olli því að vest- anhafs óttuðust menn að komið væri upp svokallað „eldflaugabil“ (e. Missile Gap) í fjölda þeirra eld- flauga sem risaveldin tvö réðu yfir, sem þyrfti að brúa sem fyrst. Hélt John F. Kennedy þessu meinta bili mjög á lofti í kosningabaráttu sinni árið 1960, og sakaði hann stjórn Eisenhowers um að hafa slegið slöku við. Eftir kosningarnar varð hins vegar ljóst að fjöldi þeirra eld- flauga sem Sovétmenn réðu yfir hefði verið ofmetinn, og „bilið“ hefði í raun aldrei verið til staðar. Olli miklum ótta vestanhafs SPÚTNÍK OG „ELDFLAUGABILIГ Ljósmynd/Evrópska geimferðastofnunin Spútník Sovéski gervihnötturinn olli miklum ótta á Vesturlöndum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.