Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku ALVÖRU VERKFÆRI 190 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is Það er auðvitað tek- ið eftir því þegar fyrr- verandi fulltrúar Landgræðslu ríkisins fara með hávaða í ný- legri viðtalsgrein í Morgunblaðinu og beina spjótum sér- staklega að einni trjá- tegund. Telja stafa- furuna óferjandi og stefni í stórfellt um- hverfisslys eins og þeir orða það í greininni. Það er eðlilegt að menn skoði hvaða afleiðingar slík gífuryrði gætu haft í för með sér en þau koma líka úr óvæntri átt. Félagarnir beina spjótum sínum sérstaklega að Skóg- ræktinni (ríkisstofnun) sem hefur lögum samkvæmt unnið að lands- áætlun í skógrækt. Má einnig benda á að núverandi skógræktarstjóri er fyrrverandi starfsmaður Land- græðslu ríkisins þannig að hér reiða menn til höggs og hjóla í fyrrver- andi samstarfsaðila og stofnun sem Landgræðslan vann þétt saman með um áratuga skeið. Rétt er fyrir almennan leikmann að átta sig á því hvernig skógrækt er háttað hér á landi þegar stóra myndin er dregin upp. Þar nefni ég þrjá meginframkvæmdaaðila sem vinna að skógrækt, þ.e.a.s. ríkið með stofnun sem heitir í dag Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins), ein- staklinga sem styrktir eru af ríkinu til skógræktar þ.e. bændur og land- eigendur og svo frjáls félagasamtök, skógræktarfélög, sem starfa víðs- vegar um land. Regnhlífarsamtök þessara skógræktarfélaga heita Skógræktarfélag Íslands og þar hefur höfundur þessa greinarkorns starfað sl. 30 ár. Áhugastarf smættað Skógræktarfélögin hafa á liðnum árum fyrst og fremst gróðursett birki en þar á eftir kemur stafafura sem reynst hefur frábær trjátegund í ræktun hér á landi í ein 80 ár. Teg- undin er sérstaklega vel fallin til ræktunar á útivistarskógum og þrífst mjög vel á tötrum klæddu landi þar sem gróðurfar er slitrótt eftir aldagamla niðurníðslu. Hún spjarar sig einnig vel við sjávarsíðuna og er frábær landgræðslu- jurt sem vex vel víðast hvar á landinu. Nota- gildi tegundarinnar er mikið fyrir skógrækt- arfélög sem hafa það meginhlutverk að bæta umhverfi íbúa landsins, m.a. að rækta útivist- arskóga við flesta þétt- býlisstaði landsins, og er hún ekki síst mik- ilvæg tegund fyrir þær sakir. Þá er hún eitt mikilvægasta fjáröflunartæki félaganna en hún er frábært jólatré sem landsmenn hafa tekið miklu ástfóstri við. Benda má á að í íslenskri jólatrjáaframleiðslu árið 2019 nam hlutdeild skógrækt- arfélaga rúmlega 60% og þar er stafafuran ráðandi tegund. Hlutfall íslenskra jólatrjáa er reyndar allt of lítið eða á bilinu 1/5- 1/4. Megnið af íslenskum jólatrjám er flutt inn frá Danmörku og það hlutfall hefur ekki breyst síðustu 10- 20 árin þrátt fyrir þá staðreynd að tré framleidd hér innanlands eru margfalt umhverfisvænni en inn- flutt tré svo ekki sé talað um inn- flutning gervitrjáa. Bann á fram- leiðslu og notkun stafafuru væri rothögg á starfsemi margra skóg- ræktarfélaga. Fyrirsjáanlegt og viðráðanlegt Það sem hins vegar er frábært við stafafuruna og setur hana á stall allra bestu landgræðslutegunda sem hingað hafa komið er að hún fjölgar sér og nemur land á örfoka melum og tuðrulandi. Þetta er frábær eig- inleiki og býður m.a. upp á það í framtíðinni að ekki þurfi að gróð- ursetja aftur í viðkomandi svæði. Hún gerir það af sjálfsdáðum og sparar þannig í framtíðinni ómælda vinnu og fjármuni. Hægt er að nýta timbrið og höggva skóginn aftur og aftur á sjálfbæran hátt sé rétt á málum haldið. Sjálfgræðslueig- inleiki furunnar er hins vegar afar hægfara og tekur áratugi. Frá því að gróðursett er á tötrum klæddu landi og einstaka sjálfsáðar furur sjást líða að jafnaði 30-40 ár. Fyrst og fremst virðist fræ vaxa undan meginvindátt og á 100 árum gæti slíkur jaðar færst til um nokkra tugi metra. Framvindan er svo hægfara að hún er öll fyrirsjáanleg og ef svo bæri við að menn vildu halda fur- unni í skefjum á einhverjum svæð- um er það einfaldasti hlutur í heimi. Við erum jú heimsmeistarar í skóg- ar- og jarðvegseyðingu þannig að þetta ætti ekki að vera mikið mál. Við ættum miklu frekar að fagna hverju strái og nýrri plöntu sem vex fyrir tilstilli náttúrunnar og á for- sendum hennar. Orðræðan Það er ljóst að skógarjaðrar sta- fafurunnar geta færst fram um nokkra tugi metra á 100 árum en hvað er það í samhengi við þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í dag? Frá upphafi skógræktar sem hófst um og upp úr aldamótunum 1900 hefur tekist að rækta sem nemur 0,4% af flatarmáli landsins. Við erum ekki komin í 1% enn sem komið er en vonandi verðum við þar og gott betur í lok þessarar aldar ef vel viðrar. Það hlýtur öllum að vera ljóst að hér er ekki í uppsiglingu sú mikla synd og fár sem þeir félagar sem vitnað var til í upphafi telja. Þeir virðast hafa hallað sér að þeim hópi manna sem telur um 4% landsmanna og er alfarið á móti skógrækt. Allur meirihluti lands- manna sér hve lítið okkur hefur miðað í landgræðslu og skógrækt. Styður hana heilshugar. Áhugi og þátttaka skógræktarfélaga er m.a. merki þess að enn er að finna dug og þor í þessari þjóð. Við höldum hiklaust áfram að gróðursetja sta- fafuru og bætum landið, bindum mikið kolefni og búum í haginn fyrir komandi kynslóðir. Eftir Brynjólf Jónsson » Við höldum hiklaust áfram að gróð- ursetja stafafuru og bætum landið, bindum mikið kolefni og búum í haginn fyrir komandi kynslóðir. Brynjólfur Jónsson Höfundur er skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Vegið úr launsátri Ég hef upp á síðkast- ið átt þess kost að skoða danskt þingræði betur en áður og orðið enn hrifnari af því og vil vekja athygli á þjóð- aratkvæðagreiðsl- unum. Danska stjórnarskráin Danska stjórn- arskráin frá 1953 virð- ist sérstaklega vel heppnuð. Hún byggist á hefðum evrópskra/ norrænna þingræð- isstjórnarskráa m.a. um stöðu og hlutverk æðstu skipulagseininga ríkisins, um valddemp- un o.fl. og hafa flest bestu lýðræðisríki mannkynssögunnar byggt á þessum hefð- um. Með 1953- stjórnarskránni voru innleiddar margar nýjungar í danskt lýðræði og meðal annars voru þjóð- aratkvæðagreiðslur, sem teknar höfðu verið upp 1915, þróaðar áfram. Umræður um beina aðkomu þjóð- arinnar að málum hafa greinilega átt sér stað í Danmörku alla síðustu öld, ekkert síður en á okkar tímum – nú, eða hér á landi. Sjá meðfylgjandi töflu yfir þær 19 þjóðaratkvæða- greiðslur sem farið hafa fram. Þjóðaratkvæðagreiðslur Samkvæmt dönsku stjórn- arskránni eru tilefni þjóðaratkvæða- greiðslu af tvennum toga: (i) sam- kvæmt ákvörðun þjóðþingsins, Folketinget og (ii) samkvæmt stjórn- arskrárskyldu. Það vekur athygli mína að þjóðþingið skuli bæði hafa leitt þróun stjórnarskrárkerfisins og kalli síðan sjálft eftir þjóðaratkvæða- greiðslum. Í Danmörku virðist þingið standa mun nær almenningi og al- mannaviljanum en hér á landi og ekki eða síður er litið á þjóðaratkvæða- greiðslur sem andstætt afl við þjóð- þingið. Þingið og þjóðin eru samstæð heild eða samstæðari heild en hér, meðan mikið hefur verið reynt hér á landi að gera forsetann að umboðs- manni beins lýðræðis – til mótvægis við Alþingi – sem í grunninn sýnir veika þingræðistiltrú. Meginreglan og eina krafan um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni fjallar um hlutfall þeirra kjósenda á kjörskrá sem hafna lagafrumvarpi: Almenna reglan er að 30% geti hafn- að lagafrumvarpi, nema þegar um stjórnarskrárbreytingar er að ræða þá þarf 40% til höfnunar. Litlar umræður eru um stjórn- arskrárbreytingar í Danmörku, en þó hefur komið fram að sam- þykkja mætti aðild að alþjóðasamningum með þjóðaratkvæða- greiðslum, en einfaldan meirihluta þingmanna þarf til samþykktar þeirra (þingið hefur þó heimild til að vísa þeim til þjóðaratkvæða- greiðslu með lögum og hefur nýtt hana). Al- þjóðasamningar geta falið í sér meira afsal full- veldisréttinda en beinir milliríkjasamningar, en til samþykktar þeirra þarf samþykki 5/6 þing- manna, annars er skylda að halda þjóðaratkvæða- greiðslu. Vald almennings Með þjóðaratkvæða- greiðslum hefur danskur almenningur fengið sam- þykktar- og neitunarvald í sínar hendur, auk ráð- gefandi valds og frumkvæðisvalds á óbeinan hátt. Með upptöku borger- forslag 2016 (þingsályktunartillaga frá íbúum) veitti danska þingið síðan íbúum sínum beinan frumkvæðisrétt, en það er ekki að lagagerð. Frumkvæðisréttur almennings í Danmörku er í gegnum stjórnarand- stöðuna, sem ber með sér snjalla þingræðislega hugsun og styður hreyfanleika stjórnmálavaldsins meðan frumkvæðisvald úti í bæ getur haft aðrar og verri afleiðingar, sjá grein mína í Mbl. 8. sept. 2015. Þriðj- ungur þingmanna getur krafist þjóð- aratkvæðagreiðslu, sem þýðir að um- deild frumvörp þurfa stuðning eða hlutleysi 120 þingmanna af 179 (jafn- gildir 43 þingmönnum hér) – sem þýðir auðvitað aukinn meirihluti í erf- iðum málum. Rökstyðja má að þetta hafi mótandi áhrif á danskt þingræði. Lokaorð Ljóst er að þjóðaratkvæða- greiðslur eru lifandi veruleiki í dönsk- um stjórnmálum og ættum við að taka upp kerfi þeirra ásamt mörgum öðrum framfaraákvæðum í stjórn- arskránni frá 1953 – hún væri eðlileg viðmiðun fyrir breytingar. Að halda sig við danska og evrópska/norræna stjórnarskrárkerfið, sem felur í sér margreynt innra samræmi, innra samhengi og valddempun, skapar réttaröryggi og tryggir að Ísland fari ekki einhverja „best í heimi“-leið varðandi ríkisrétt. Þá er líka eðlilegt að hafna hinni heimagerðu „nýju stjórnarskrá“. Vilji dönsku þjóðarinnar Eftir Hauk Arnþórsson Haukur Arnþórsson » Í Danmörku virðist þjóð- þingið standa nær almenningi en hér á landi og síður er litið á þjóðarat- kvæðagreiðslur sem andstætt afl við þingið. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. haukura@haukura.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.