Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 44

Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 SKEIFAN 11 // 108 RVK // S.520-1000 // SPORTIS.IS KULDAGALLAR OG ÚLPUR - GÆÐI OG ENDING Ásthildur Hannesdóttir asthildur@mbl.is Rósin er eins konar samantekt- arþáttur á þeim uppákomum sem eiga sér stað í bandarísku Bachelo- rette-þáttunum og mun Erna Hrund, ásamt góðum gestum, kryfja ástir og önnur átakamál til mergjar. „Síðasta sumar var ég með sam- bærilega þætti á vegum Símans í gegnum Instagram sem fengu frá- bærar viðtökur. Nú hefur verið ákveðið að taka stærra stökk og framleiða þættina sem sjónvarps- efni, ekki binda þá endilega við sam- félagsmiðlana,“ segir Erna Hrund. Framleiðslufyrirtækið Ketchup framleiðir þættina en Erna Hrund verður í hlutverki þáttastjórnanda. „Þetta eru svona „recap“-þættir sem teknir eru upp eftir hvern ein- asta þátt af Bachelorette út alla ser- íuna,“ segir Erna Hrund aðspurð um innihaldið, en þess má geta að fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar af Bachelorette var sýndur síðasta þriðjudag í Bandaríkjunum. Aðdáendur Bachelor-þáttanna geta vissulega glaðst yfir því að 18. þáttaröð sé farin af stað en Rósin er ekki síður mikið tilhlökkunarefni sem íslensk viðbót við þættina. „Bachelor og Bachelorette eru nátt- úrlega eitt vinsælasta sjónvarps- efnið á landinu og hafa verið í mörg ár. Landinn virðist hafa mikinn áhuga á amerískri dramatík,“ segir Erna Hrund. „Bachelorette- þættirnir eru yfirleitt sýndir á þriðjudögum eða miðvikudögum úti þannig að við reynum að halda í við það og gefum út nýjan þátt af Rós- inni hvern fimmtudag.“ Hefur horft frá upphafi Erna Hrund viðurkennir að hún hafi alla tíð verið mikill aðdáandi þáttanna. Hún hafi einungis verið tólf ára gömul þegar hún horfði í fyrsta sinn á Bachelor. „Ég hef fylgst með þáttunum frá upphafi. Þegar það er ekki nógu mikið drama í þínu raunverulega lífi þarftu að sækja þinn skammt af drama ein- hvers staðar. Ég geri það með því að horfa á Bachelorette,“ segir Erna Hrund og hlær. „Það er svo skemmtilegt að sjá ólíka menningar- heima mætast og horfa á öll þessi stefnumót. Þetta er svo ólíkt því sem við erum vön hér heima. Það er allt önnur deit-menning hér. Að mínu mati er þetta líka bara ráð- lagður dagskammtur af drama inn í lífið. Ég er alveg týpan sem er löngu búin að kortleggja það hvaða pör passa vel saman og allt þetta. Ég er nú þegar komin með minn topplista fyrir þessa seríu og hún fór fyrst af stað í gær. Ég get ekki beðið eftir að fá að ljóstra upp þeim skoðunum sem ég hef um þessi mál,“ segir hún og spennan leynir sér ekki. Mikið í húfi Erna Hrund gengur með sitt þriðja barn og er áætluð koma barnsins fljótlega eftir áramót. Hef- ur hún því þurft að skipuleggja tíma sinn vel samhliða vinnu og einkalífi ef ske kynni að barnið tæki upp á að flýta sér í heiminn. „Ég vil halda því fram að ég sé komin á steypirinn en ég er ekki sett fyrr en 4. janúar. Við höfum reynt að plana tökur á þáttunum meðfram dagskrá frá ABC, sem framleiða Bachelorette-þættina, en þeir gefa aldrei upp alveg pottþétta dagskrá þannig að við höfum verið að giska á hvenær lokaþátturinn verður sýndur miðað við reynslu fyrri ára. Ef ágiskun okkar gengur eftir verður lokaþátturinn sýndur 21. desember og þá ætti þetta allt að ganga upp. Ef ég missi vatnið og eignast barnið í miðjum tökum þá er það bara geggjað sjónvarpsefni. Ég hef engar áhyggjur af þessu, ég hlakka bara til,“ segir Erna Hrund. Fyrsti þáttur af Rósinni kemur út í dag, fimmtudag og er aðgengilegur á Sjónvarpi Símans Premium. Gest- ir þáttarins verða þau Eva Ruza og Helgi Ómars en þau eru bæði dygg- ir aðdáendur sjónvarpsþáttarað- anna. Ráðlagður dagskammtur af drama með Ernu Hrund Erna Hrund Hermannsdóttir áhrifavaldur mun stýra nýjum þáttum sem aðgengilegir verða í Sjónvarpi Símans Premium í vetur. Þættirnir bera titilinn Rósin, sem er tilvísun í aðalútgangspunkt Bachelorette-þáttanna. Kasólétt Erna Hrund segist vera komin á steypirinn en er þó ekki sett fyrr en í byrjun janúar. Rósin Fyrsti þátturinn fer í loftið í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.