Morgunblaðið - 21.10.2021, Page 47

Morgunblaðið - 21.10.2021, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Það verður að segjast að ég var nokkuð seinn á hlaðvarps- vagninn en ég byrjaði að hlusta á hlaðvörp í lok 2019 og féll alveg fyrir hlaðvarpsforminu þar sem þau eru töluvert frá- brugðin til dæmis útvarpi upp á lengd að gera. Í hlaðvörp- um hefur maður í raun endalausan tíma til þess að ræða ákveðið málefni og mér finnst það afar heillandi,“ segir Ás- grímur Geir Logason eða Ási eins og hann er jafnan kall- aður en hann stjórnar vinsæla hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Hann segist hafa fengið hugmyndina að hlaðvarpinu árið 2020. Segist hann hafa „gengið með hugmyndina í maganum“ í nokkra mánuði áður en þátturinn leit dagsins ljós í apríl 2021. „Þá hafði ég hlustað á fjöldann allan af viðtalsþáttum þar sem sumir við- mælendur höfðu jafnvel komið fyrir í mismunandi þáttum. Mér datt þá í hug að það gæti verið skemmtilegur vinkill að taka viðtal við þjóðþekkta ein- staklinga ásamt þeirra betri helmingi þar sem þar gætu verið fleiri skemmti- legar hliðar á sögunum,“ segir Ási. „Ég legg mikið upp úr því að þátturinn sé á léttu nótunum, að öllum líði vel í stúdíóinu og að það sé svolítið svona „heima í stofu“-fílingur. Þátturinn hef- ur gengið framar vonum og er greinilegt að fólk hefur mikinn áhuga á að hlusta á betri helminginn en 28. þáttur kom út í gær og er mikið skemmtilegt framundan!“ bætir hann við áður en hann mælir með sínum uppáhalds- hlaðvörpum. Í ljósi sögunnar „Ég á mér nokkra uppáhaldshlaðvarpsþætti en fyrst ber að nefna Í ljósi sögunnar. Það var fyrsta hlað- varpið sem ég uppgötvaði á sínum tíma og féll ég algjörlega fyrir því. Það er eitthvað við það að hlusta á Veru segja sög- ur af liðnum atburðum, heldur mér alveg við efnið!“ The Joe Rogan Experience „Joe Rogan tekur viðtöl við allan skalann af áhugaverðu fólki og fer djúpt ofan í saumana á allskyns málefnum. Dr. Football „Sem mikill fótboltaáhugamaður þá verður Dr. Football að vera ofarlega á hlaðvarpslistanum mínum! Ég viðurkenni að ég er ekkert djúpt sokkinn í boltann en það er bara eitthvað við þáttinn sem maður festist í.“ The Snorri Björns Podcast Show „Uppgötvaði Snorra Björns í fyrsta samkomubanninu og binge-hlustaði á þættina hans á meðan ég sat heima og púsl- aði. Virkilega vandaðir þættir hjá honum og hefur hann ein- staklega gott lag á því að eiga áhugavert samtal við alls kon- ar fólk!“ Þarf alltaf að vera grín „Þau eru bara svo geggjuð, algjörlega ófeimin við að vera þau sjálf og gaman að hlusta á þau spjalla um allt og ekkert. Fátt betra en að stilla á þau þegar maður er að þrífa eða í göngutúr og vantar eitthvað létt og skemmtilegt!“ Bestu hlaðvörpin frá Ása Ásgrímur Geir eða Ási heldur úti hlaðvarpinu „Betri helmingurinn með Ása“ en hann mælir hér með sínum uppáhaldshlaðvörpum. Vinsæll Ási hefur slegið í gegn með hlaðvarpinu sínu Betri helming- urinn með Ása. Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífimínu Ég lifði af Pine Trail 17.995 kr. St. 41- 47 withMemory Foam SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS GÖNGUSKÓR LÉTTIR, VATNSFRÁHRINDANDI LEÐURSKÓR Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Vinunum Jóni Arnóri Péturssyni, 15 ára, og Baldri Birni Arnarssyni, 14 ára, er sannarlega margt til lista lagt þrátt fyrir ungan aldur. Þeir eru saman í hljómsveitinni Jón Arnór og Baldur en ofan á það eru þeir báðir leikarar og æfa auk þess fótbolta. Þeir gáfu út sitt þriðja lag fyrir tæpri viku og er það fyrsta lagið sem er gert í samvinnu við framleiðanda í Los Angeles í Bandaríkjunum en sá hefur meðal annars unnið með stjörnum á við Katy Perry, Miley Cyrus og Selenu Gomez. Lagið heit- ir Partý í kvöld (Arí Arí Ó). Dreng- irnir hafa spilað saman á ýmsum hátíðum og áttu að spila á Þjóðhátíð á árinu en eins og alþjóð veit var henni aflýst, eins og flestu öðru, vegna Covid. Þeir vonast því til að geta spilað á Þjóðhátíð 2022 og segj- ast stefna jafnvel út fyrir landstein- ana. Kynntust í Sönglist Drengirnir eru miklir vinir en þeir kynntust fyrir fimm árum í Sönglist, söng- og leiklistarskóla á vegum Þjóðleikhússins, og náðu strax vel saman. „Ég spurði hann [Jón Arnór] eftir svona ár, af því að við vorum saman og vorum góðir vinir: Eigum við að stofna hljómsveit? Og hann bara: Já!“ segir Baldur í samtali við Morg- unblaðið og K100.is en hann segir þá hafa verið saman í hljómsveit síðan þá. „En við byrjuðum á þessu svona fyrir alvöru í sumar,“ bætir hann við. Aðspurðir segjast drengirnir hafa fundið framleiðandann sinn með því að senda póst á ýmsa aðila á netinu. „Við bjuggumst svo sem ekkert endilega við svari, við vorum bara að þessu svona til gamans. En svo feng- um við svar,“ segir Jón Arnór. Drengirnir sendu meðal annars spotifyaðganginn sinn á framleið- andann, sem var að sögn Jóns Arn- órs „bara til í þetta“. Nýjasta frumsamda lag vinanna er eins og kom fram lagið „Partý í kvöld“ en Baldur segir að laglínan hafi bara komið til sín. „Fyrir nokkrum mánuðum var ég uppi í sófa og fór að fá rosalega „catchy“ línu til mín og ég sendi lín- una á Jón Arnór. Ég var allan tím- ann sannfærður um að þetta væri stolið. Þetta væri eitthvað annað sem væri til,“ útskýrði Baldur, sem segir að þeir félagar hafi þó fljótt komist að því að laglínan væri alveg „orgínal“. „Við héldum áfram að þróa þetta og það endaði mjög vel,“ bætir Jón Arnór við. Tónlistarsköpun er þó ekki það eina sem drengirnir hafa fyrir stafni. Báðir eru þeir með stór hlutverk í leiksýningum um þessar mundir en Baldur fer með hlutverk „litla Bubba“ í leiksýningunni Níu líf í Borgarleikhúsinu um líf Bubba Morthens og Jón Arnór fer með hlutverk Tommís í Kardimommu- bænum í Þjóðleikhúsinu. Hægt er að hlusta á tónlist Jóns Arnórs og Baldurs á Spotify, Insta- gram og Facebook. Snillingar Baldur og Jón Arnór gáfu út nýtt lag á dögunum en þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir mikla reynslu af sviðslistum og tónlistarsköpun. Jón og Baldur stefna hátt Jón Arnór, 15 ára og Baldur, 14 ára eru sam- an í hljómsveit og gáfu á dögunum út lagið Partý í kvöld (Arí Arí Ó) í sam- vinnu við stjörnu- framleiðanda frá LA sem hefur meðal annars unnið með Miley Cyrus, Selenu Gomez og Katy Perry.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.