Morgunblaðið - 21.10.2021, Page 49

Morgunblaðið - 21.10.2021, Page 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 ✝ Hólmfríður Sigurðardóttir fæddist í Hafn- arfirði 31. ágúst 1942. Hún lést á Landspítalanum 10. október 2021. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Guðmundsson (1891-1966) og Guðný Pálína Guð- varðardóttir (1901- 1959). Bræður hennar voru Lár- us Sigurðsson (1920-1976) og Haukur Valberg Sigurðsson (1933-1994). Fóstra hennar var Emelia Lára Jörundsdóttir (1893-1970). Hólmfríður gekk í Barna- skóla Hafnarfjarðar og nam við börn þeirra Auður Katla Mar- teinsdóttir (2015) og Bjarki Hrafn Marteinsson (2019), Guð- björg Lára (1990), í sambúð með Jónasi Inga Jónassyni (1988), börn þeirra Brynja Jónasdóttir (2015) og Haukur Ísar Þrast- arson (2018), Kolbeinn Lárus (1991) og Þangbrandur Húmi (1996), í sambúð með Dagmar Þórhildi Lúðvíksdóttur (1996). Ríkarður er kvæntur Guð- rúnu Margréti Björnsdóttur (1971). Börn þeirra: Steinunn Fríða (1994), í sambúð með Guð- mundi Hermanni Salbergssyni (1993). Börn þeirra: Elísabet Sól Guðmundsdóttir (2013), Sig- urjón Kristinn Gunnarsson (2015), Ríkarður Jökull Gunn- arsson (2017), Guðný Lára (2002), í sambúð með Magnúsi Sólberg Baldurssyni (2003), Björn Andri (2008), Magnús (2010), Margeir (2010). Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 21. október 2021 klukkan 13. Húsmæðraskólann á Laugarvatni 1961-1962 Hólmfríður gift- ist Magnúsi Sigurði Ríkarðssyni (1942) árið 1966. Hólm- fríður vann við ým- is störf meðfram húsmóðurstörfum, aðallega versl- unarstörf. Synir Hólm- fríðar og Magnúsar eru Sig- urður Magnússon (1966) og Rík- arður Kristinn Magnússon (1970) Sigurður er kvæntur Þóru Þórisdóttur (1962), börn þeirra: Sigrún Birta (1984), í sambúð með Marteini Einarssyni (1984), Nú er elsku mamma farin til himna. Konan sem kom mér á legg. Mamma sem stóð við bakið á mér, elskaði og vildi allt fyrir mig gera. Betri móður er varla hægt að hugsa sér, hún sem stóð með mér í öllum þeim uppátækjum og hverju sem ég tók mér fyrir hendur á upp- vaxtarárunum, hvatti mig áfram ef mér fannst ekkert ganga. Hún meira að segja settist niður með mér þegar ég var að brasa við að líma plastmódelin. Alltaf stóð hún upp og tilbúin að hjálpa mér og okkur bræðrum, styðja okkur þegar allt gekk á afturfótunum. Mamma hafði alltaf orku fyrir okkur bræður hvernig sem heilsa hennar var. Stuðningur hennar á uppvaxtarárum mínum er ómetanlegur, stundum sátum við saman við eldhúsborðið og hún hlustaði með athygli á það sem ég vildi gera og verða. Þetta voru ómetanlegar stundir. Stuttu eftir að ég kynntist Guð- rúnu minni fór mamma að segja við mig „vertu góður við konuna þína“ eða „vertu góður við hana Guðrúnu mína“, bara upp úr þurru. Á þeim tíma áttaði ég mig ekkert á því hvað hún var að meina því auðvitað var ég góður við hana. Svo með auknum þroska hef ég skilið betur hvað mömmu gekk til. Hún var nefnilega búin að sjá að hún Guðrún væri rétta konan fyrir mig og að hún myndi hvetja mig og styðja í því sem ég tæki mér fyrir hendur. Þegar ég lít til baka sé ég ömm- una sem stelpurnar mínar dýrkuðu og dáðu. Þær voru nefnilega svo heppnar að fá að kynnast ömmu sinni þegar heilsan var oftar betri en núna á seinni árum. Ekki svo sjaldan að þau fóru fjögur, amma, afi og stelpurnar, saman í Kringl- una og fengu sér ís og kíktu á hringekjurnar. Þær áttu mjög auð- velt með að vefja ömmu og afa um fingur sér og græða á því. Einu sinni fórum við saman til Spánar, í sólina. Þar sá maður hvað mamma naut sín í sólinni, hún varð kaffibrún á engum tíma. Þá eig- inleika erfði ég ekki frá mömmu. Nú er hún farin til himna og hittir þar systur mína sem ég fékk aldrei að hitta. Elsku mamma, við hittumst síð- ar. Þinn sonur, Ríkarður Kristinn. Hún mamma mín er dáin. Mamma, sem hefur háð marga hildina við veikindi í gegnum árin og alltaf sigrað á ótrúlegan hátt, var að lokum sigruð. Mamma, sem barðist fyrir mig í gegnum uppvaxtarárin, að ég fengi þá læknishjálp sem til þurfti og huggaði þegar komið var að enn einni aðgerðinni. Mamma, sem bakaði bestu kök- urnar, saumaði fötin og lagfærði eftir einhver skammarstrikin. Mamma, sem kenndi mér á saumavél, krosssaum, prjóna, baka, elda og svo fjölmargt sem gott hefur verið að búa að í lífinu. Mamma, sem hlustaði á tón- smíðarnar, las sögurnar og hlust- aði á draumana. Mamma, sem þurrkaði okkur bræðrunum eftir enn eina ferðina upp úr læknum. Mamma, sem varð besta amm- an um leið og fyrsta barnabarnið birtist. Mamma, sem deildi með okkur sorgum og gleði á vegi okkar í stækkun fjölskyldunnar. Mamma, sem kom úr lítilli fjöl- skyldu en lagði grunninn að stórum ættboga, minning hennar mun lifa með stórum hóp barna- barna og vina. Pabbi fann á sér að hann þyrfti að taka sér auka ferð inn á spítala daginn sem hún kvaddi, hann kom, kyssti og kvaddi stuttu áður en hún lést. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Starfsfólkinu á deild 11G á Landspítalanum vil ég þakka inni- lega fyrir einstaka hjartahlýju og auðsýnda vináttu í veikindum móð- ur minnar. Sigurður (Siggi). Elsku Fríða tengdamamma hef- ur kvatt þessa jarðvist. Við Fríða áttum afskaplega gott samband frá fyrstu kynnum. Hún sagði stundum við mig að ég væri henni eins og dóttir og það þótti mér af- skaplega vænt um. Þegar við Rikki minn áttum okkar fyrsta barn fengum við sko að kynnast elsku Fríðu ömmu. Hún var alltaf til taks fyrir okkur ungu hjónin og auðvitað áfram fyr- ir sístækkandi fjölskyldu. Nú seinni ár kom heilsuleysi oft í veg fyrir að Fríða gæti áorkað og tekið þátt í lífinu eins og hún hefði kosið og fannst henni það miður. Þakklæti og hlýja er mér efst í huga á þessum tímamótum. Takk fyrir allt elsku Fríða. Guðrún Margrét. Ég kynntist Fríðu tengda- mömmu fyrir rúmum 35 árum. Hún varð amma nánast samdæg- urs því mér fylgdi dóttir sem var tveggja ára og varð hún sú fyrsta í röð barnabarna sem upplifðu ómælda ást og dekur. Fríða var með góðan húmor, oft eilítið kald- hæðinn, en þar var ég á heimavelli og okkur kom vel saman alveg frá byrjun. Sameiginlegur áhugi okk- ar á saumum, hannyrðum og föndri var allsráðandi í okkar sam- skiptum fyrstu árin og við keypt- um sameiginlega gamlan lager af loðefni úr bangsagerð til að föndra úr dótarí sem við seldum í hand- verksbúð sem ég rak á þessum ár- um. Við tengdumst enn nánari böndum eftir það mikla áfall að deyða þurfti fyrsta barn okkar Sigga í móðurkviði vegna litninga- galla. Fríða sagði mér þá frá dóttur sinni sem hún hafði misst alheil- brigða í móðurkviði, þegar þurfti að velja á milli lífs hennar og barnsins. Þetta var mikil sorg sem fylgdi tengdamóður minni alla tíð, sorg sem var nánast aldrei talað um og hún byrgði inni alla tíð. Hún bar á fingri sér hring sem vinkonur hennar gáfu henni til minningar um dótturina, hring sem Fríða hafði fyrir löngu ákveðið að færi með sér í gröfina þegar þar að kæmi. Þrátt fyrir fleiri áföll þá gaf Guð okkur Sigga þrjú börn til við- bótar og urðu þau því alls fjögur hjá okkur. Fríða saumaði og prjón- aði á barnabörnin, saumaði út í klukkustrengi, tækifæriskort og púða ásamt því að hekla heilu tepp- in sem barnabörnin fengu þegar þau voru orðin stálpuð. Eftir að Fríða og Magnús voru orðin eftir ein í kotinu, og hún enn sæmilega heilsugóð, þá ferðuðust þau mikið og bjuggu að þeim minn- ingum alla tíð. Seinni árin í lífi Fríðu einkenndust af ótrúlega miklum veikindum sem hamlaði henni og þeim hjónum að taka þátt í lífinu eins og þau hefðu viljað. Síð- ustu 25 ár höfum við ósjaldan hald- ið að við værum að fara að kveðja hana en krafturinn, þrjóskan og lífsviljinn sem einkenndi Fríðu kom henni ávallt aftur af stað. Við héldum að hún myndi eiga auka- tíma á Hrafnistu og vorum farin að undirbúa það þegar Fríða kvaddi þennan heim eftir 112 daga á Landspítalanum. Eftir situr ákveðinn tómleiki og sorg en einn- ig minningin um yndislega og sterka konu sem við sjáum bregða fyrir á margvíslegan hátt í svip og atgervi sona hennar, barnabarna og barnabarnabarna. Elsku Fríða, eins og ég lofaði þér þá mun ég klára jóladagatalið og hekluteppið sem þú náðir ekki að ljúka við og átti að fara á ákveðinn stað. Ég þakka þér samfylgdina, hlýhuginn og gæskuna. Þóra Þórisdóttir. Elsku amma. Það er erfitt að skilja að þú sért komin til himna en sért ekki hjá okkur. Ég var svo heppin að fá að vera mikið í kringum ykkur sem barn þegar mamma og pabbi voru í námi. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar við fórum í allar Kringluferðirnar að kaupa ís og nammi. Og einstaka sinnum leynd- ust leikföng með. Það er yndislegt hvað það situr mikið eftir af minningum, þekk- ingu og ást. Það er gífurlega sárt að sjá þig fara og mun ég syrgja það sem hefði getað orðið en ég mun halda fast í allt það góða sem gerðist. T.d. þegar við sátum við eldhúsborðið og spiluðum saman eða þegar við sátum í sófanum og prjónuðum. Þú varst alltaf dugleg að fara með bænir með mér á kvöldin þeg- ar ég gisti hjá ykkur afa. Að þessu mun ég búa alla ævi. Ég á eftir að sakna kærleikans sem við bárum hvor til annarrar, en ég trúi því að þú sért dansandi í skýjunum og þegar sólin skín sértu brosandi að horfa niður til okkar. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín svo mikið og þess að faðma þig og knúsa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þangað til við hittumst næst. Þín Steinunn Fríða. Elsku Fríða amma mín. Mér þótti svo virkilega vænt um þig. Þú eignaðist tvo stráka en hugsaðir um barnabörnin þín eins og þín eigin börn. Eitt af því uppáhalds sem ég gerði þegar ég var lítil var að fara með ykkur afa í Kringluna nánast alla laugardaga. Svo fannst mér auðvitað svo gaman að koma í heimsókn og fá að gista. Litli tígrisdýrabangsinn fylgdi mér auðvitað alltaf líka. Það var alltaf sama gatavesenið á hon- um Tígra sem var verksmiðju- framleitt tuskudýr. En það var svo heppilegt að þú varst svo góð í að sauma svo hann varð alltaf heill eftir heimsókn til þín. Þér fannst svo gaman að nafn- inu mínu sem mér var gefið því ekki var það bara eftir mömmu þinni heldur líka fóstru þinni sem þú sagðir mér oft frá. Þú varst mjög ánægð með það. Minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu elsku amma. Þín Guðný Lára. Amma mín. Það er svo merkilegt að hugsa til baka, allar þær stundir sem við áttum saman, við tvær. Við þurftum bara að hugsa hvor til annarrar og þá vorum við komn- ar í símann eða ég komin til þín. Þær stundir sem ég dvaldi hjá þér og þú sagðir mér sögurnar all- ar um æsku þína í Hafnarfirðinum, húsið ykkar í Hellisgerði, foreldra, bræður og tímann sem þú bjóst hjá fóstru þinni sem þér þótti svo vænt um, henni Emelíu Láru í Láru- garði, og hvernig ég minnti þig á hana. Tíminn á Öldugötunni þegar ég bankaði upp á og tautaði að þú værir ekki heima á meðan þú hljópst niður úr saumaherberginu til að opna fyrir mér með opinn faðminn. Skiptin sem þú saumaðir á mig náttföt þegar ég „gleymdi mínum“, hvernig þú ljómaðir þeg- ar þú sýndir mér nýjustu verkin þín, þegar við veltum upp öllu sem þú mundir um allt og alla í Hafn- arfirðinum. Öll skvísukvöldin þegar afi, sem var þér svo kær, eldaði fyrir okkur dömurnar með Björgvin Halldórs eða Elvis á fóninum og við töluðum um það sem þú varst að sauma, prjóna, hekla og hvernig mér tókst ekki að læra það af þér, ferðalögin ykkar afa, vinkonurnar, blómin, sólina sem þú elskaðir og okkur, kæru barnabörnin þín. Stríðnin, hláturinn, þrjóskan, stóru stundirnar, draumarnir og erfiðu tímarnir sem við deildum saman. Þú varst hetjan mín sem barðist í gegnum óendanleg veikindi til að fá að fylgjast með okkur vaxa og dafna með stóru orðunum „ég ætla“. Ástin sem þú umvafðir mig og gleðin sem þú deildir þegar lang- ömmubörnin komu. Hvað þú varst ákveðin í að læra eitthvað nýtt, hvort sem um var að ræða mynstur eða á snjallsíma því þú vildir sko fá að fylgjast með því sem var í gangi í lífinu okkar. Þegar þú hvíslaðir að mér að þú hefðir fundið hús sem þig langaði í því þú saknaðir þess að vera með garð og blóm og saman létum við það rætast. Þegar ég sendi þér kis- una þína, fallegu kisuna þína sem þú fóstraðir svo vel. Hönd þín á hjarta mínu þegar Hólmfríður Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Fríðu kynntist ég á ung- lingsárunum og áttum við margar góðar stundir sam- an. Ég kveð þig elsku Fríða með ljóði eftir Guðrúnu Jó- hannsdóttur frá Brautar- holti. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Ása Guðjónsdóttir. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Frá því ég fæddist hefur þú ver- ið fastur punktur í lífi mínu. Hvern einasta jóladag vor- um við hjá þér og afa í hangikjöti og uppstúf, smá- kökum og ístertu. Þraut- seigjan þín mun alltaf vera mér fyrirmynd og hvetja mig áfram í lífinu. Minn- ingu þína mun ég geyma í hjarta mér. Þangbrandur Húmi Sigurðsson. alls konar postulínsdýr á ferðum sínum. Við amma áttum það sam- eiginlegt að elska dýr og þá sér- staklega ketti. Ömmu og afa fannst gaman að koma óvænt í heimsókn og taka okkur krakkana með í bíl- túra hingað og þangað en oftast í ísbíltúr til Eden í Hveragerði. Hún amma var alltaf svo glettin og góð, minning hennar lifir áfram í hjarta mér. Sigrún Birta Sigurðardóttir. Það var fyrir 60 árum sem við Hólmfríður Sigurðardóttir sáumst fyrst þegar við vorum ásamt fríðum flokki ungra stúlkna námsmeyjar á Hús- mæðraskóla Suðurlands Lind- inni á Laugarvatni. Þar var okk- ur skipt upp í þrjá flokka, A, B og C, og við Fríða eins og hún var ávallt kölluð lentum saman í „númeri“ ásamt tveim öðrum innan B-flokksins. Margt var brallað og brasað og númerin góðu urðu að leysa málin saman í húsverkunum, og ekki var slæmt að eiga góða að þegar kom að handverkinu þar sem allt lék í höndum Fríðu hvort sem þurfti að sauma eða prjóna. Ljóð skólastýrunnar Jensínu koma upp í hugann þar sem hún kvað: Á Laugarvatni í ljúfum draumi við leidd- umst tvö ein um vonarstíg. Fjær dægurþysi og dagsins glaumi í draumaheima þú seiddir mig. Í kvöldblíðunni minn kæri vinur þú kveikt- ir eldinn í brjósti mér. Mig vafði örmum hinn ungi hlynur og ást mín heitust var bundin þér. Þessi vetur í Lindinni var ógleymanlegur og sannkallaður reynslubanki fyrir lífið og hefur saumaklúbburinn Húsóskvísur 6́1-2. haldið hópinn síðan. Það fór ekki mikið fyrir elsku Fríðu innan stóra hópsins en alltaf var hún tilbúin til að vera í baklandinu þeg- ar þurfti, og var þar traust og föst fyrir. Fríða var í mörg ár búin að berjast hetjulega við alvarleg veik- indi sem ágerðust hratt seinni árin, þar til ekki varð aftur snúið. Þessar fallegu ljóðlínur eiga vel við þegar við námsmeyjarnar minnumst hennar með þakklæti: Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá – það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er, dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér, er ég skal fá Jesú auglit að sjá, það verður dýrð, verður dýrð handa mér. (Þýð. Lárus Halldórsson) Elsku Maggi, Siggi, Rikki og fjölskyldur. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Þið voruð hennar líf og yndi. Megi minningin lifa um ást- kæra eiginkonu og móður. Fyrir hönd saumaklúbbsins, Hjördís Geirsdóttir. þú hvattir mig áfram, faðmaðir mig innilega og hvíslaðir í eyrað mitt: „Stelpan mín, mundu, ég ætla.“ Amma, því er ekki lýsandi hvað ég mun sakna þín, en ég veit að þú veist það og hversu mikið ég elska þig. Þú áttir trúaryl og ljós, og andans göfgi sanna, í hjörtum græddir rós við rós – rósir minninganna (S.K.) Þín Lára. Hún Fríða var hin fullkomna amma og ég naut þessa að rölta yf- ir til hennar á Öldugötuna þegar ég var lítil. Amma og afi tóku á móti mér, fyrsta barnabarninu, af mikilli ástúð og þótti greinilega gaman að fá litla stelpu inn í fjöl- skylduna þar sem þau áttu tvo syni fyrir. Fyrir unga stelpu með prins- essudrauma var ómetanlegt að eiga ömmu sem hlustaði á óskirnar um bleika kjóla með margföldum pilsum og blúndum, tók mann með í efnabúðir og lét svo draumana rætast í saumaherberginu. Ekki bara saumaði amma kjóla á mig heldur líka á dúkkuna mína og litlu systur í stíl. Amma keypti svo litla saumavél til að kenna mér að sauma og leyfði mér að fikta við að sauma dúkkuföt í hennar saumavél líka. Þær voru yndislegar stund- irnar sem ég átti með ömmu bæði í saumaherberginu og eldhúsinu enda var amma alltaf að dekra mann eða gantast í manni enda frekar stríðin að eðlisfari. Amma eldaði ofan í mathákana mig og Óla kött ógrynni af fiski, hrærði marga lítrana af skyri með berjum og rjóma, bakaði vínarbrauð og annað bakkelsi. Amma og afi fóru oft til útlanda og færðu þá okkur barnabörnun- um alls konar glingur þegar þau komu til baka. Líkt og amma kom ég mér upp ágætis styttusafni og var hún dugleg að finna handa mér Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞRÚÐUR S. INGVARSDÓTTIR, lést á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 14. október. Útför hennar fer fram í Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 25. október klukkan 13. Reynir S. Hreinsson Nína B. Bernhöft Salvarard. Gottskálk Daði B. Reynisson Saga Sigríðardóttir Bjarni F. Bernhöft Reynisson Eva R. Bernhöft Reynisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.