Morgunblaðið - 21.10.2021, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.10.2021, Qupperneq 51
Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Sjáumst seinna. Elín og Guðmundur, langamma og langafi, Siglufirði. Elsku litli og fallegi Theodór Máni. Lífið þitt hérna með okkur var allt of stutt en samt tókst þér að skilja eftir svo mikinn lærdóm og ást í hjörtum og lífi svo margra sem fengu að kynnast þér. Pabbi þinn og mamma voru ótrúlega heppin að fá þig í lífið sitt og þú að fá þau sem foreldra. Þú hefðir ekki getað fengið betri foreldra en þau. Það sem þú hefur kennt mér og svo mörgum öðrum á þinni stuttu vegferð er tilgangurinn okkar hérna á jörðinni. Það sem raunverulega skiptir máli í lífinu og hversu mikilvæg fjölskyldan og samheldnin og kærleikurinn er í okkar lífi. Þú færðir okkur fjölskylduna nær hvert öðru og samstilltir okkur. Þú varst aldrei neitt annað en gleðigjafi og sól- argeisli. Ég er svo þakklát fyrir þig og við erum það öll. Að hafa fengið að kynnast þér í þennan stutta tíma. Ég persónulega hef lært mikið af því að kynnast þér, sjá foreldra þína takast á við þetta erfiða verkefni að gera hvern þinn dag sem hamingju- ríkastan og fylla þig af gleði. Þetta var svo fallegt að sjá. Þú hefur lokið dvöl þinni hérna með okkur en við hlökkum öll til að hitta þig aftur þegar okkar tími kemur. Amma Hulda og afi Halli eru örugglega með þig í fanginu núna og vernda þig og elska eins og allir sem hafa fengið að vera í kringum þig. Guð geymi þig og varðveiti, elsku Theodór Máni minn. Elsku Fannar og Anna Gréta, þið eruð svo sterk og dugleg og ég vona að framtíðin ykkar verði fyllt af ást og gleði. Guð geymi ykkur. Helga Guðmundsdóttir Elsku Theodór Máni. Takk fyrir að hafa verið til. Þó að dvöl þín hérna á jörðinni hafi verið stutt, þá var hún svo rosalega áhrifamikil. Út af þér knúsa ég börnin mín fastar, út af þér veiti ég þeim enn meiri athygli og út af þér veit ég það að samveran með þeim er það sem skiptir máli. Með tilveru þinni einni saman settir þú hlutina í sam- hengi fyrir mig. Þú fékkst erfið spil á hendi frá fæðingu, en þú sýndir það að þú skilgreinist ekki af spilunum sem þú færð, heldur hvernig þú spilar úr þessum spil- um. Það er óhætt að segja að þú hafir spilað eins vel úr þínum spilum og hægt var. Áhrifin sem þú hafðir á alla sem heyrðu af sögu þinni voru einstök. Hvort sem menn voru að takast á við erfiðleika í lífinu eða klífa hæstu fjöll jarðar, þá ýttir þú mönnum áfram í þeim verkefnum einfald- lega með því að vera til. Ég hef fylgst með pabba þín- um og mömmu þinni takast á við það yndislega hlutverk að fá að vera foreldrar þínir. Þú getur verið viss um það að enginn hefur verið heppnari með foreldra en þú. Væntumþykjan og kærleik- urinn sem þau sýndu þér var ein- stakur og algjör. Í hvert sinn sem ég kom á heimilið ykkar þá fann ég fyrir væntumþykjunni í þinn garð. Það var ljúft að sjá þig þroskast á þessu ári og verða að þeim mikla karakter sem þú varst. Það skein í gegn prakk- arasvipurinn á þér og þú elskaðir að fá athygli. Það var bæði ljúft og gaman að veita þér athygli. Ég mun geyma minningar um kaffistundir með þér og pabba þínum að eilífu í hjartanu mínu. Einstakar stundir með ein- stökum feðgum sem mér þykir svo vænt um. Elsku Theodór minn, takk aftur fyrir að hafa verið til og hvíldu í friði, elsku kall. Þinn vinur, Haraldur (Halli). Elsku fallegi Theodór Máni, á þessari kveðjustund langar mig til að þakka þér fyrir allt það góða sem þú skilur eftir þig. Þakka þér fyrir að hafa kennt mér að vandamálin sem okkur flestum hefur fram til þessa þótt afar stór eru í raun svo agn- arsmá. Mig langar að þakka þér fyrir að hafa kennt mér að meta enn betur hversdagsleikann með börnunum mínum og eins fyrir að hafa kennt mér að meta hluti sem mér hefur hingað til þótt minna spennandi. Mamma þín og pabbi eru einstaklega lánsöm að hafa fengið að umvefja þig með kærleik og hlýju og þú ekki síður lánsamur að vinna þau í foreldra- lottóinu. Þið fjölskyldan hafið kennt okkur öllum hvernig á að takast á við lífið, þið þrjú hafið gert mig og mína að betri mann- eskjum. Elsku Theodór, ég mun muna eftir þér um ókomna tíð sem yf- irveguðum og brosmildum prakkara með hjarta sem bræddi alla í kringum sig. Ég mun minn- ast þín við börnin mín þegar þau hafa aldur til og koma boðskapn- um þínum áfram. Elsku vinir, Anna Gréta og Fannar, og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Inga Jóna og fjölskylda. Elsku fallegasti prakkaragull- molinn minn. Takk fyrir að hafa haft mig með í fallega og einstaka ferða- laginu þínu. Takk fyrir allar næturnar sem ég fékk að halda utan um þig, hugga þig og elska. Takk fyrir öll brosin og þitt einstaka augnaráð sem bræddi mig í hvert einasta sinn. Það er magnað að hugsa til þess hversu snemma við tengd- umst og örlögin höguðu því þann- ig að ég gat án umhugsunar tekið þátt í að annast þig og átt svo yndislegar og innihaldsríkar stundir með þér, flestar að næt- urlagi. Það kom ekki annað til greina af minni hálfu en að það skyldi vera ég, Sossa frænka, sem myndi vaka yfir þér á nótt- unni svo mamma og pabbi gætu hvílst. Næturnar okkar voru dásamlegar og aðalástæðan var meðal annars hversu ótrúlega vær og góður þú varst þrátt fyrir veikindi þín. Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins væru og góðu ungbarni. Uppáhaldstíminn minn var þegar þú vaknaðir og brostir þínu fallega brosi og augun þín glitruðu. Alltaf svo glaður og kát- ur og til í daginn og spenntur hvort það yrði mamma eða pabbi sem yrðu fyrst að vakna í knús. Ég verð ávallt þakklát mömmu þinni og pabba fyrir traustið og tækifærið að fá að vera partur af ykkar fallega ferðalagi. Það að þú hafir valið Önnu og Fannar sem foreldra þína var einstaklega gott val, það hvað þau hafa staðið sig eins og hetjur í ferðalaginu þínu er svo sann- arlega aðdáunarvert. Við ættum öll að taka foreldra þína til fyr- irmyndar. Þau eru engu síður heppin að hafa eignast þig, elsku kraftaverkastrákinn sem fékk alla til að stoppa, hugsa og leggj- ast á eitt. Átta sig á að lífið er brothætt og vant með farið. Þú kenndir okkur að það borgar sig að nýta tímann vel með þeim sem við elskum og vera jákvæðari út í lífið. Þú hafðir áhrif á alla sem af þér vissu og það mun fylgja okk- ur alla tíð. Börnin mín ljómuðu af gleði þegar þú komst til tals og tala nú ekki um öll facetime-sím- tölin okkar þar sem við hrúguð- umst fyrir framan símann til þess að spjalla um allt og ekki neitt. Þú varst uppáhaldið okkar allra og það að börnin mín þyrftu að lána mömmu sína var nú lítið mál, því þau skildu þig enda ertu einn af þeim. Svo ég vitni nú í Garðar: „Vá hvað þú ert heppin að fá að vera svona mikið með honum, mamma.“ Elsku Theodór Máni minn, nú er hafið nýtt ævintýri hjá þér og mig langar að þú skilir kveðju til allra minna og þinna sem ég veit að bíða spennt eftir að fá að hitta þig og umvefja þig af ást og um- hyggju. Elska þig. Soffía Tinna Gunnhildardóttir (Sossa frænka). Elsku Mánaljúfur Þú sem gafst okkur gleði Þú sem gafst okkur ljós Þú sem með hlátri gafst okkur hrós Þú sem umvafðir mömmu Þú sem gafst okkur kjark Þú sem brostir hringinn þegar pabbi kom í mark Litli engill á himnum uppi í tunglinu nú Ljósálfur litli við biðjum í trú að allar góðar vættir þig geymi og vel þig dreymi Komið er að kveðjustund Þú farinn ert á englafund Við lofum þér að standa best við bakið á þeim sem þú elskaðir mest Litli Mánaljúfur, litla kraftaverk lífið það er furðuverk Tjarnardætur, Álfheiður, Guðný, Heiðrún, Lena, Linda, Magnea, Matt- hildur, Sara, Sigríður, Snæ- dís, Stefanía og Stella. Elsku Theodór Máni. Nú ertu floginn handan stjarnanna á vit nýrra ævintýra. Það er með miklum söknuði en fyrst og fremst þakklæti fyrir okkar stuttu og mjög svo dýr- mætu kynni, sem við skrifum þessi orð til þín á þessum erfiða en fallega degi. Þó að tími þinn sem þú hafðir hér hjá okkur hafi verið alltof stuttur þá hefur hann kennt svo mörgum margt fallegt um lífið og tilveruna og skilið eft- ir sig svo dýrmætar minningar sem munu fylgja okkur öllum áfram um ókomna tíð. Það er nú orðið okkar hlutverk að varðveita þessar fallegu minn- ingar og segja Kristjáni Þóri sög- ur af stóra og hugrakka vini sín- um. Eins og mamma þín skrifaði svo fallega til Kristjáns þegar hún skilaði lítilli kveðju frá þér, að þegar tíminn kemur þá munið þið leika ykkur saman í fallegum og skemmtilegum draumum. Svo eftir mörg, mörg ár munið þið loksins hittast aftur í Nangijala og halda áfram ykkar ævintýrum þar. Elsku snúður. Við erum alveg viss um að þarna hefur hún rétt fyrir sér. Við munum hittast ein- hvern tímann aftur og þá verða gleðistundirnar margar. Elsku Anna Gréta og Fannar. Missir ykkar er mikill. Hugur okkar er hjá ykkur og ykkar nán- ustu. Megi ljósið hans Theodórs Mána umlykja ykkur á þessum erfiðu tímum og um framtíð alla. Már, Ásta Hrönn og Kristján Þórir. Elsku Theodór. Þegar besta vinkona mín tilkynnti mér þær gleðifréttir að von væri á barni var ómögulegt að ímynda sér þá sögu sem á eftir fylgdi. Sagan er fallegasta saga sem hefur verið sögð. Hún er sagan af þér. Þegar við fengum fréttirnar af veikind- um þínum hefði ég ekki getað trúað að slíkar fréttir, þau veik- indi og verkefni sem þér og for- eldrum þínum voru falin gætu einkennst af slíkri gleði og feg- urð. Ég skil það núna, því það voru einmitt þeir eiginleikar sem einkenndu þig. Tilvera þín breytti heiminum til hins betra. Þegar ég sá þig fyrst, litla strákinn með fallegasta persónu- leikann og bjartasta brosið (al- veg í stíl við hárið), breyttist allt, vonleysi breyttist í þakklæti. Þú fylltir rýmið sem þú varst inni í. Þú fylltir það af einhvers konar ró í bland við gleði. Þessi eig- inleiki fylgdi þér hvert sem þú fórst og ég gat aldrei beðið eftir að koma í morgunkaffi í Gnoð- arvoginn. Drekka góðan kaffi- bolla, horfa á teiknimyndir með öðru auganu og á þig með hinu. Þú varst góður, fyndinn og skemmtilegur. Þú varst líka miklu eldri en eins árs í þér. Þeg- ar þið Óskar sonur minn hittust fyrst vissir þú strax að þú varst eldri og vitrari strákurinn í þessu vinasambandi. Þú lánaðir honum leikföngin þín og stólinn þinn, horfðir svo fallega á hann og hélst í höndina á honum. Þú pass- aðir hann svo vel og ég veit að þú munt áfram gera það. Ég fékk fleiri samverustundir og fleiri tækifæri til þess að læra af þér en ég hélt að ég myndi fá. Þú kenndir mér hvað æðruleysi er í raun og veru, þú kenndir mér að staldra við, vera betri móðir og vega og meta hvað það virkilega er sem skiptir máli í lífinu. Þú ert mikilvægasti kennari sem ég hef átt. Þú sýndir mér líka hversu stórkostlega vini ég á, mömmu þína og pabba. Þau búa yfir ótrú- legum styrk og hugarfari, og engin orð fá lýst nægilega vel að- dáun minni á þeim. Saman mynd- uðuð þið fjölskyldu sem lagt hef- ur einhvers konar viðmið fyrir okkur hin. Að fylgjast með Önnu Grétu og Fannari í gegnum þetta ár hefur verið vægast sagt óraunverulegt, að geta kallað þau vini sína er mikill heiður. Það er ekki síst þeirra vegna sem þessi saga er svo falleg. Þú valdir þér bestu foreldra sem nokkur getur eignast og í staðinn fengu þau besta son sem nokkur getur ímyndað sér. Elsku Theodór, ég sakna þín og mun gera það um ókomna tíð. Þegar sorgin brýst fram og erfitt er að horfast í augu við hversu óréttlátt það er að þú hafir verið tekinn frá okkur, að börnin mín, jafnaldrar þínir, fái ekki að kynn- ast þér betur, leika við þig og læra af þér, mun ég hugsa um orðin þín, „vertu glaður“. Ég mun leggja mig fram við að kenna þeim það sem þú kenndir mér og þakka fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Þú ert eins og máninn, bjartur og fal- legur og aldrei langt undan. Í þér fann ég ró og brotsjó. Þú varst lit- rófið allt heitt og kalt, já huggun þegar allt var orðið svart, ljósa ljósa ljós … að hugsa til þín, það gerir mér gott, ég finn styrk í því, þó þú sért farinn á brott. (Mugison) Þín vinkona, Edda. MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 ✝ Þóra Jónsdóttir fæddist í Hvíta- nesi í Kjósarhreppi í Kjós 18. september 1938. Hún lést á heimili sínu 6. októ- ber 2021. Foreldrar hennar voru Helgi Jónsson, f. 1896, d. 1974, bóndi í Hvítanesi í Kjós, síðar í Blöndu- holti í Kjós, og Lára Sigmunda Þórhannesdóttir, f. 1897, d. 1978. Þóra var yngst sinna systk- ina en þau eru: Helgi, f. 1935, Her- dís, f. 1937, og Björg, f. 1938 (látin). Samfeðra systkin: Guðrún Helga, f. 1921, d. 1974, Sigurjón Marteinn, f. 1922, d. 1956. Sammæðra systkin: Þór Axel, f. 1922, d. 1985. Þóra giftist Hauki Bergmann, f. 22.5. 1932, d. 16.9. 2013, frá Fugla- vík á Miðnesi hinn 18.10. 1958. For- eldrar hans voru Sigurður Magnús Bergmann, f. 1880, d. 1965, og Vig- dís Sigurðardóttir, f. 1891, d. 1960. Mestan sinn búskap bjuggu þau að Faxabraut 35 í Keflavík en fluttu árið 2004 að Vallarbraut 6, Njarð- vík. Synir Hauks og Þóru eru: 1) Haukur Þór, f. 1959, d. 2017, eftirlifandi eiginkona hans er Aðalheiður Krist- jánsdóttir, f. 1963. Börn þeirra: Krist- ján Haukur, f. 1992 (andvana fæddur), Halldóra Rún, f. 1993, Þóra Lilja, f. 1995, og Hekla Lind, f. 1999. 2) Sigurður, f. 1961, kona hans er Sólveig Steinunn Guðmundsdóttir, f. 1961. Börn þeirra: Guðmundur Sævar, f. 1985, Axel Þór, f. 1994, Sindri Freyr, f. 1998. Þóra ólst upp í sveit. Hún fædd- ist í Hvítanesi í Kjós en fjölskyldan flutti þaðan vegna hernaðar- umsvifa Breta sem reistu mikla flotastöð í Hvítanesi á stríðsárun- um. Þaðan flutti fjölskyldan yfir í Blönduholt í Kjós sem síðan varð æskuheimili Þóru. Þóra vann versl- unarstörf stóran hluta ævi sinnar. Lengst af í álnavöruversluninni Ál- nabæ í Keflavík. Útför Þóru fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, 21. október 2021, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku mamma, hvað ég sakna þín. Í minningunni var alltaf líf og fjör á Faxabrautinni í Keflavík þegar ég var að vaxa úr grasi. Margir krakkar og allir að leik ut- andyra jafnt að vetri sem sumri og langt fram á kvöld. Á þeim árum var Keflavík útgerðarbær sem stóð undir nafni. Stór hluti íbúa bæjarins voru fjölskyldur sjó- manna. Þannig var það alla vega í því bæjarhverfi sem fjölskyldan okkar hafði komið sér fyrir í. Mikil tengsl og vinskapur var milli fjöl- skyldna og oft mikið fjör. Margar skemmtilegar minningar á ég frá frá þeim tíma. Ég man að meðan pabbi var til sjós sá mamma um allt heimilishaldið og það með þessum líka myndarskapnum. Mamma sá til þess að við bræður fengjum nóg að borða og lagði tals- verða áherslu á að við værum sæmilega tilhafðir. Enda var mamma sjálf hin glæsilegasta kona. Hávaxin, spengileg og alltaf vel tilhöfð. Hún lagði alla tíð mikla áherslu á að viðhalda góðri heilsu. Var mikið fyrir útivist og hreyf- ingu. Stundaði göngur og synti nánast daglega. Mamma hafði mikið yndi af því að sinna æðarvarpinu í Fuglavík á meðan pabbi var á lífi en þau áttu það til að eyða sumarfríum sínum þar en Fuglavíkin var æskuheimili pabba og er enn í eigu ættarinnar. Að sama skapi átti Kjósin sterkar rætur í hjarta mömmu enda fædd þar og uppalin. Samskipti hennar við systkini sín voru alla tíð mjög náin og minnist ég margra heim- sókna til móðursystkina minna sem drengur. Þegar fjölgaði í fjölskyldum okkar bræðra fékk mamma titilinn „Lilla amma“. Strákarnir mínir hlökkuðu alltaf til að fara í heim- sókn til ömmu og afa í Keflavík og láta dekra aðeins við sig. Enda er fátt betra en nýbakaðar pönnukök- ur. Hvort heldur upprúllaðar í sykri eða með rjóma og sultu. Samband okkar mömmu var alltaf náið og studdum við hvort annað á erfiðum tímum eins og í veikindum og við andlát pabba. Síðan þegar Haukur bróðir féll frá langt um aldur fram var gott að eiga mömmu að til að takast á við sorgina. Mamma sýndi ótrúlegt æðru- leysi þegar hún fyrir skömmu greindist með illvígan sjúkdóm og háði kjarkmikla baráttu við sjúk- dóminn en á síðustu vikum var eins og þrekið og lífskrafturinn sem alla tíð hafði einkennt mömmu færi sí- fellt þverrandi. Mamma kvaddi svo þannan heim á heimili sínu 6. októ- ber sl. En eins og eftir fráfall pabba og svo Hauks bróður þá heldur maður í fallegar minningar umfram allt annað og af þeim er nóg að taka þegar horft er um öxl í lífi mömmu. Enda átti ég bestu mömmu í heimi. Þinn sonur, Sigurður. Ég finn fyrir þakklæti og hlýju þegar ég minnist hennar Lillu frænku. Hún hefur verið hluti af lífi mínu alltaf. Hún var litla systir hennar mömmu en um leið eins og stóra systir mín. Hún var bara tíu árum eldri en ég og þær tvíbur- arnir Lilla og Bogga og líka Dídí systir þeirra hnoðuðust með mig og pössuðu mig, léku við mig. Ég man þær að syngja og spila á gítar inni í herbergi í Blönduholti, segja brandara og hlæja, tjútta og dansa frammi í stofu svo að gólfið dúaði. Allar svo glaðar og orkumiklar. Ég man þegar þau Haukur trú- lofuðust og hamingjan geislaði af henni. Seinna var hún hjá okkur á Vesturbrúninni meðan hún var í Húsmæðraskólanum að læra að vera húsmóðir. Ég fór oft um helgar suður eftir og passaði strákana þeirra eða var bara hjá henni. Það var gott að tala við hana. Hún hughreysti mig þeg- ar mamma veiktist og ef ég þurfti góð ráð hringdi ég til hennar. Við gátum spjallað tímunum saman um allt mögulegt. Hún var svo glæsileg og alltaf smekklega klædd, alger skvísa. Hún var vinkona mín og trún- aðarvinur, alltaf glöð, jákvæð og brosandi. Ég á eftir að sakna henn- ar sárt. Takk fyrir allt elsku Lilla mín. Herdís J. Skarphéðinsdóttir (Heddý). Þóra Jónsdóttir Útför í kirkju Hvernig á að standa að undir- búningi útfarar? utforikirkju.is Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.