Morgunblaðið - 21.10.2021, Page 52

Morgunblaðið - 21.10.2021, Page 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 ✝ Svanhildur Gestsdóttir fæddist í Reykjavík 7. mars 1930. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Grund í Reykjavík 14. októ- ber 2021. Foreldrar hennar voru Gestur Pálsson lögfræð- ingur og leikari og Dóra Þórarinsdótt- ir húsmóðir. Foreldrar Gests voru Svan- hildur Jörundsdóttir og Páll Bergsson frá Hrísey. Foreldrar Dóru voru Þór- arinn B. Þorláksson listmálari og Sigríður Snæbjarnardóttir. Systkini hennar eru: Sigríð- ur, f. 30.6. 1926, d. 3.3. 2000, maki Guðgeir Þórarinsson, lát- inn, eiga þau eina dóttur. Páll, 27.9. 1931, d. 29.6. 1986, eftirlif- andi maki Gunnþóra Jónsdóttir börn. Afkomendur eru alls orðn- ir 39. Svanhildur útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Ingimars- skóla 1948 og réðst til starfa hjá Olíuverslun Íslands (Olís ) þar sem hún starfaði þangað til hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum. Svanhildur og Þórarinn Elm- ar bjuggu á Víðimel fyrstu hjú- skaparárin, fluttu svo að Rauða- læk þar sem þau bjuggu í 12 ár er þau byggðu sér hús í Árbæn- um. Síðustu árin hafa þau búið á Sléttuvegi 15 í Reykjavík. Svanhildur starfaði fyrst og fremst sem húsmóðir og uppal- andi fimm barna en einnig starf- aði hún við hlið eiginmanns síns að uppbyggingu og rekstri Sjó- klæðagerðarinnar 66 Norður þar sem hún meðal annars starf- aði við verslunina Kápuna á Laugavegi. Þá starfaði Svan- hildur sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og virkur fé- lagi í Kvenfélagi Árbæjarkirkju. Svanhildur verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 21. október 2021, klukkan 13. og eiga þau tvö börn. Eva, f. 1.12. 1942, maki Fjölnir Björnsson, látinn, og eiga þau tvær dætur. Svanhildur gift- ist Þórarni Elmari Jensen fram- kvæmdastjóra 22. júní 1951. Börn þeirra eru: 1) Gest- ur Már, f. 4.11. 1951, maki Elín Dóra Baldvins- dóttir og eiga þau fjögur börn. 2) Þórarinn Einar, f. 1.1. 1954, maki Phaitoon Inkaew og eiga þau þrjú börn. 3) Elín Dóra, f. 22.9. 1956, maki Vilhjálmur Kjartansson og eiga þau fjóra syni. 4) Svanhildur, f. 14.4. 1959, maki Björn Karlsson og eiga þau þrjú börn. 5) Markús Örn, f. 28.5. 1962, maki Guðlaug Katrín Þórðardóttir og eiga þau fjögur Ástkær móðir okkar er fallin frá. Söknuðurinn er mikill og kveðjustundin afar erfið, en eftir standa endalausar ljúfar minning- ar af hjartahlýrri yndislegri móð- ur, sem var ekki bara móðir okkar, heldur líka besti vinur og sálu- félagi allt lífið. Við töluðumst við á hverjum degi, hún var ráðagóð, skilnings- rík og ljúf persóna. Mamma helgaði líf sitt fjöl- skyldunni af mikilli ást og um- hyggju. Pabbi og mamma voru sam- stiga og einlæg alla tíð, áttu 70 ára hjónaband að baki í ár. Alltaf var heimili mömmu og pabba opið og allir velkomnir, og þegar einhver af systkinunum höfðu hrúgast inn í sunnudags- kaffi með börnin, og ef einhvern vantaði í hópinn, hringdu þau gjarnan og spurðu: hvað, eruð þið ekki að koma? Það vantar bara ykkur. Hugurinn leitar gjarnan til bernsku okkar, fyrst á Rauðalæk, svo í Árbæinn, nýtt hverfi sem okkur þótti vera úti á landi til að byrja með. Við fluttum í götu með 20 hús- um, mamma var félagslynd kona, hógvær og vinsæl og eignaðist hún góðar vinkonur í götunni og stofn- uðu þær saumaklúbb sem þær héldu í langan tíma, einnig gekk hún í kvenfélagið í hverfinu, og alltaf boðin og búin að hjálpa við starfsemi þar, sérstaklega í tertu- bakstri. Hún var alltaf til í að baka fyrir kvenfélagið, enda bakaði hún bestu kökur í heimi. Einnig hélt mamma alltaf góðu sambandi við æskuvinkonur sínar, Nínu, Ásthildi, Eddu og Erlu og héldu þær góðu sambandi alla tíð. Þá er ættarbústaður mömmu og fjölskyldu hennar á Laugar- vatni ofarlega í minni, þar sem við áttum yndislegar samverustundir og þá sérstaklega með systrunum Siggý og Evu og þeirra fjölskyld- um, fórum iðulega í sund og gufu og í leiki á túninu góða og héldum kvöldvökur með spurningakeppn- um o.fl. Þær systur eyddu ótal helgum og sumarfríum saman þar. Þá ferðuðust mamma og pabbi talsvert og þá gjarnan með Siggý systur mömmu og Guðgeiri, henn- ar manni, og voru þær systur miklar vinkonur. Það var mömmu afar erfitt þegar hún féll frá fyrir 21 ári. Eva litla systir mömmu og Dóra dóttir Siggýjar hafa líka staðið mömmu mjög nærri með einstakri ást og umhyggju og heimsóttu hana allar vikur á Grund. Mamma elskaði að hóa fólki saman jafnt vinum sem fjölskyldu og halda upp á tyllidaga, afmæli, brúðkaupsafmæli o.fl. Hún var einstaklega geðgóð og jákvæð manneskja sem vildi öllum vel. Mömmu þótti endalaust gaman að vera með okkur systrum (kall- aði okkur gjarnan 3 little sisters), fara með okkur í bæinn, upp í sumarbústað eða í frænkuhitting sem voru alltaf reglulegir og skemmtilegir. Mamma var líka yndisleg amma og vinsæl hjá barnabörnun- um, þau voru fjársjóður lífs henn- ar. Hún og pabbi sýndu þeim mik- inn áhuga, á öllu starfi sem þau sinntu hverju sinni og hvöttu þau til dáða. Allir strákarnir okkar systkina stunduðu fótbolta á einhverjum tímapunkti og var mamma ekki síður en pabbi að fylgjast með boltanum. Elsku mamma, við erum þakk- látar fyrir að hafa átt þig að og munum endalaust sakna þinnar nærveru. Guð blessi þig, elsku mamma, og hvíl þú í friði. Þínar dætur, Elín Dóra og Svanhildur. Í dag kveð ég elskulega móður mína. Þið pabbi bjugguð okkur systkinunum yndislegt heimili sem var okkar skjól og öryggi um- lukt mikilli ást og umhyggju. Var oft mikið líf og fjör á fjölmennu heimilinu. Þú varst stoð mín og stytta í lífinu frá því ég man fyrst eftir mér og verður mér af því til- efni hugsað til bernskuáranna á Rauðalæknum. Við bræðurnir með ýmis handhæg verkfæri í vas- anum til að fullnægja athafnaþörf ungra ofurhuga, enda sáust vegs- ummerkin víða af yfirferð okkar. Þetta var fyrir tíma skipulegra leikskóla, tölvuleikja, barnasjón- varps og annars slíks afþreying- arefnis. Kom það síðan í verka- hring ykkar pabba að semja við nágranna og önnur fórnarlömb. Kom þá þitt góða skap og jafn- aðargeð sér vel, sem þú varst svo ríkulega gædd. Með aldrinum, þegar ég öðlaðist meiri ábyrgðar- tilfinningu og var farinn að huga að því hvað ég vildi verða í lífinu, hvattir þú mig ætíð til dáða og sást alltaf jákvæðar hliðar mála hvað sem á dundi. Þið pabbi voruð svo frábært tvíeyki sem aldrei bara skugga á. Þú varst hans sterki bakhjarl sem sá um heimilishaldið á tímum þeg- ar hann vann langan vinnudag við að byggja upp sitt fyrirtæki. Kom það sér þá vel að þú varst alltaf svo jákvæð og hafðir yndi af því að bjóða fjölskyldu og vinum heim og halda góðar veislur til andlegrar upplyftingar. Þessa nutu líka er- lendir viðskiptavinir sem heim- sóttu 66°N og kom þá aldrei annað til greina en alíslenskur matur, oftast lambalæri eða –hryggur eða lax. Það voru matarboð sem voru rómuð lengi á eftir þegar maður hitti gestina mörgum árum seinna. Þú varst líka svo klár, kenndir okkur börnunum að tefla skák og lést okkur vinna svo við gæfumst ekki upp. Þegar skákáhugi okkar og færni jókst dróst þú þig smám saman í hlé, sennilega af tillitssemi við okkur og meðfæddu lítillæti, en seinna áttuðum við okkur á að þú varst miklu betri en þú vildir vera láta. Þú varst líka svo mikil félagsvera og naust þess að vera virk í störfum fyrir Kvenfélag Ár- bæjar og vannst í sjálfboðavinnu við Rauða krossinn til margra ára. Elsku mamma, það var erfitt að fylgjast með hvernig heilsufari þínu hrakaði smám saman síðustu þrjú árin og þurfa að fara frá pabba af Sléttuveginum á hjúkr- unarheimili Grundar. Erfiðast hefur það þó verið fyrir ykkur bæði þar sem þið voruð alltaf svo samrýnd. Þrátt fyrir það hélst þú alltaf þínu góða skapi og hristir af þér hvert áfallið af öðru. Þó að skammtímaminnið væri orðið lítið mundir þú vel ungdómsárin þín sem þú fræddir okkur stöðugt um. Gaman að sjá hvernig þú hélst pjattinu alveg undir það síðasta, vildir alltaf vera vel tilhöfð, varalit- uð í flottu dressi með slæðu þegar þú fórst niður í kaffi og mat að hitta fólkið. Þá gat ég alltaf fengið þig til að brosa og hlæja með því að segja þér að ég yrði 70 ára á árinu, það fannst þér alltaf jafn fyndið og ótrúlegt. Með þakklæti í hjarta kveðjum vil Ella Dóra þig og biðjum að heilsa afa og ömmu og þeim tveim yndislegu systkinum þínum sem yfirgáfu okkur allt of snemma. Guð blessi þig. Gestur Már Þórarinsson og Elín Dóra Baldvinsdóttir. Elsku besta amma mín ég kveð þig með söknuð í hjarta. Ég er svo þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem ég hef átt með þér í gegnum tíðina. Allar góðu minningarnar úr Glæsibænum og svo síðar á Sléttu- vegi. Þú tókst alltaf á móti manni með hlýju og bros á vör. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar ég var lítil stelpa og ég og Svanhildur systir vorum stundum í pössun hjá þér og afa. Þá fengum við alltaf að skoða allt fallega skartið þitt og máta stóru klemmueyrnalokkana þína, fallegu hálsmenin og skoða allt snyrtidótið. Þetta fannst okk- ur systrum sko aldeilis spennandi og skemmtilegt og dönsuðum um með perlufestar og stóra klemmu- eyrnalokka. Þú varst alltaf svo fín, falleg og vel tilhöfð elsku amma mín. Þú varst mikil félagsvera og ófá fjölskylduboðin sem þú hélst enda skiptu fjölskylduböndin þig miklu máli. Það hef ég ávallt reynt að tileinka mér og jákvæðni þína. Þú varst með mikið jafnaðargeð, jákvæð og alltaf stutt í hlátur. Mér finnst ég ennþá heyra hlátur þinn og gleði. Minningarnar eru svo margar og mér svo dýrmætar. Þú varst alveg einstök kona elsku amma mín og þín verður sárt saknað. Þú kvaddir þennan heim umvafin ást og kærleika. Hvíldu í friði elsku amma mín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín sonardóttir, Kristjana Rán. Elsku amma Svana. Þegar ég lít yfir farinn veg er ég svo inni- lega þakklátur fyrir að hafa átt þig að. Og svo stoltur af því að hafa fengið að eiga þig sem mína helstu fyrirmynd. Þú áttir svo mikið í mér. Alltaf varstu svo góð og með þitt einstaka jafnaðargeð og þol- inmæði vafðir þú þínum kærleik um fólkið þitt, svo nægjusöm og reglusöm. Það var þér eðlislægt að láta þér annt um velferð annarra, ekki bara þinna nánustu, eins og Rauði krossinn fékk að kynnast í gegnum sjálfboðavinnu þína, bæði á Grensás og Landspítalanum. Á kveðjustundum lifna minn- ingarnar við og þær eru ótalmarg- ar og sterkar. Ég var með þér þegar þú fótbrotnaðir á tröppun- um í hálkunni heima í Glæsibæn- um. Ég var pínulítill patti, líklega fjögurra eða fimm ára, en sú minn- ing hefur alltaf fylgt mér ljóslif- andi skýr. Ég minnist þess með hlýju þegar ég varð loksins nógu gamall til að taka strætó einsam- all. Þá gat ég lagt leið mína til ykk- ar afa í Árbæinn þegar mér hent- aði, gist hjá ykkur, og fengið að njóta umhyggju þinnar og athygli. Það voru mikil forréttindi. Seinna þegar ég fór að vinna hjá fyrirtæki ykkar afa kom ég oft heim í hádeginu í mat. Á borðum var skyr og rúgbrauð með síld. Ömmumatur í Glæsibæ var eng- um líkur. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og með þínum gildum og fallegu lífsviðhorfum kenndir þú mér svo margt sem ég skil betur í dag. Á sama tíma og mér finnst sárt að kveðja þig finnst mér gott að þú hafir loks fengið þína hvíld eftir að hafa tekist á við þann vægðarlausa sjúkdóm sem alz- heimer er. Þú áttir orðið erfitt með að þekkja þína nánustu og hélst ítrekað að ég væri sonur þinn en ekki dóttursonur. Á ákveðinn hátt þótti mér vænt um það þó svo að það væri oft erfitt að heimsækja þig í þínu ástandi síðustu árin. Elsku amma, þú varst mér stoð og stytta og afkomendum þínum og fjölskyldu allri til mikils sóma. Þú stóðst þína vakt og áttir við- burðaríka og fallega ævi. Ég kveð þig í dag með djúpu þakklæti. Hvíldu í friði sterka kona. Þinn dóttursonur, Elmar Freyr. Elskuleg amma mín er nú fallin frá. Betri ömmu var ekki hægt að hugsa sér og amma var kona sem vildi allt fyrir alla gera. Hún setti sjálfa sig ávallt til hliðar til að hún gæti verið til stað- ar fyrir fjölskyldu og vini. Það var ekki til vottur af sjálfs- elsku í elsku ömmu og aldrei heyrði ég hana tala illa um nokk- urn mann. Hún hafði einstaklega góða nærveru og öllum leið afar vel í hennar návist. Á mínum uppeldisárum var ég svo heppinn að eiga ömmu og afa til staðar. Alltaf var ég velkominn á þeirra heimili og dvaldi þar mik- ið. Það var svo mikil ró og yfirveg- un yfir heimilinu og sýndu þau öllu sem ég var að fást við mikinn áhuga. Þau reyndu líka að leið- beina mér eftir sinni bestu vitund. Sú leiðsögn sem ég fékk frá þeim í ýmsum málefnum hefur komið sér afar vel fyrir mig út í lífið. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og alla fjöl- skylduna amma mín. Þú varst í raun stoð og stytta í lífi barna þinna, barnabarna og auðvitað afa. Þú kenndir mér hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Þín verður sárt saknað um ókomna tíð en núna ertu komin á góðan stað á himnum. Ég veit að þú tekur vel á móti okkur öllum þegar okkar tími kemur. Að lokum langar mig að senda þér eina af mörgum bænum sem þú kenndir mér í æsku. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Þinn dóttursonur, Bjarni Már Vilhjálmsson. Amma, þú hefur alltaf verið ein af mínum helstu fyrirmyndum í lífinu. Jákvæð, hlý, góð og þakklát eru orð sem einkenndu þinn einstaka persónuleika. Þú elskaðir af öllu hjarta og vildir allt fyrir alla gera, auk þess varstu alltaf til staðar. Þú kunnir svo sannarlega að for- gangsraða og var fjölskyldan þín alltaf númer eitt. Þá skipulagðir þú ófáar veislurnar svo þú gætir notið þess að vera með öllu þínu fólki, þá var oft spilað á píanó og sungið. Ég sé þig svo oft fyrir mér sitjandi við píanóið og við barna- börnin þín stóðum hjá þér og sungum hástöfum. Alltaf varst þú með bros á vör og nærvera þín geislaði af hlýju og umhyggju. Þú varst einstök elsku amma, það eru orð með sönnu. Þú varst svo sannarlega elskuð fram á hinstu stund af fólkinu þínu enda búin að kenna okkur að elska með því að elska okkur, bæði með gjörðum og orðum. Takk fyrir öll þau góðu gildi sem þú kenndir mér elsku amma, ég mun hafa það í farteskinu út líf- ið og takk fyrir allar góðu minn- ingarnar okkar saman, þær munu ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Við sjáumst svo aftur elsku amma þegar minn tími kemur og þá munum við taka lagið saman. Þín sonardóttir og nafna, Svanhildur Anna Gestsdóttir. Elsku besta amma mín. Síðustu daga hefur mér mikið orðið hugsað til Glæsibæjarins og heyri ég í höfðinu ákveðið lag sem þú tókst svo oft á píanóið. Það var alltaf svo yndislegt þegar þú og afi spiluðuð á píanóið, enda voruð þið ástæðan fyrir áhuga mínum á að byrja að æfa á píanó. Ég minnist mikið með hlýju í hjarta allra jólaboðanna í Glæsi- bænum sem voru alltaf á jóladag hjá þér og afa. Þú varst límið í fjöl- skyldunni og passaðir að allir mættu alltaf í jólaboðin því þú elskaðir ekkert meira en að fá allt fólkið í kringum þig samankomið. Þú varst heldur betur rík af börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum og þú gleymdir sko aldrei afmæli hjá neinum. Maður fékk alltaf símtal frá ömmu Svönu á afmælisdaginn. Þú varst hreint út sagt mögnuð kona! Svo falleg og glæsileg alltaf, svo ótrúlega ljúf og góð og vildir allt fyrir alla gera. Þú varst alltaf til staðar fyrir alla! Mér þykir svo vænt um þig, elsku amma mín, og það er ótrú- lega sárt að þurfa að kveðja þig en ég veit að þú ert komin á einhvern miklu betri og fallegri stað og þar mun ég hitta þig aftur þegar sá tími kemur. Þangað til geymi ég þig í hjarta mér og held fast í allar fallegar minningar. Guð geymi þig alltaf, elsku amma mín. Þín Heiðrún Huld. Elskuleg móðursystir mín er látin. Svanhildur eða Svana frænka, eins og ég kallaði hana, lést á Dvalaheimilinu Grund 14. október sl. Svana frænka hafði glímt við erfið veikindi og hafði lífsþróttur hennar dofnað síðustu vikur. Takmörkun á heimsóknum vegna heimsfaraldurs gerði illt verra en aldrei kvartaði Svana. Þó vitað væri að hverju dró þá er eins og dauðinn komi okkur alltaf að óvörum og við eigum bágt með að sætta okkur við þessi umskipti. Söknuðurinn er mikill. Að leiðarlokum sækja á mig minningarnar um Svönu mína sem alltaf var mér svo kær. Hún lét mér finnast eins og ég væri eitt af hennar eigin börnum. Ég minnist hennar sem hinnar góðu og sönnu frænku sem hafði prúðmennsku og góðvild að leiðarljósi í gegnum lífið. Ég mun ávallt geyma þær góðu samverustundir sem ég naut í gegnum árin. Síðustu tvö árin sem hún dvaldi á Grund var hún alltaf glöð og þakklát þegar ég kom í heimsókn. Við spjölluðum mikið saman um gamla daga og hún sagði mér sög- ur af mér þegar ég var lítil stelpa í heimsókn hjá henni. Það var mér ómetanlegt að fá þessa upprifjun af þessu æviskeiði mínu. Guð blessi minningu elskulegr- ar manneskju með sitt hlýja við- mót og fallegt brosið. Dóra Guðrún. Svanhildur Gestsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Svana – hjartans þökk fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Guðlaug Katrín Þórðardóttir (Gulla). Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.