Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 57

Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 57 Embætti forstjóra Landspítala Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Landspítala. Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Á spítalanum er veitt sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenn sjúkrahúsþjónusta fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins. Nánar er kveðið á um hlutverk hans í lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Á Landspítala starfa á sjötta þúsund starfsmenn og er spítalinn einn stærsti vinnustaður landsins. Forstjóri ber ábyrgð á að Landspítali starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem heilbrigðisráðherra setur. Forstjóri ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem spítalinn veitir, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við lög um opinber fjármál nr. 123/2015 og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Lögum samkvæmt skal forstjóri hafa háskólamenntun og/eða reynslu af rekstri og stjórnun sem nýtist honum í starfi. Menntunar- og hæfniskröfur: 1. Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi er skilyrði. 2. Reynsla af rekstri og stjórnun, þ.m.t. mannaforráð, sem nýtist í starfi er skilyrði. 3. Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði. 4. Reynsla af stefnumótun og innleiðingu nýjunga er skilyrði. 5. Skýr framtíðarsýn. 6. Þekking á sviði heilbrigðisþjónustu. 7. Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu. 8. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. 9. Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði. 10. Góð kunnátta í ensku og kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli. Kostur er að umsækjandi hafi þekkingu á fjármálum hins opinbera. Hæfni umsækjenda verður metin af hæfnisnefnd skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu sjá nánar á https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=71e0916e-aa9f-4a22-861b-04ff64e3a866 Um laun forstöðumanns fer eftir 39. gr. a í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til 5 ára frá 1. mars 2022. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri, asta.valdimarsdottir@hrn.is Umsóknir með upplýsingum um núverandi starfsheiti umsækjenda ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun, fyrri störf og afrit af prófskírteinum skulu berast heilbrigðisráðuneytinu, í gegnum ráðningarkerfi ríkisins eða á netfangið: hrn@hrn.is eigi síðar en 8. nóvember nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin. Heilbrigðisráðuneytinu, 15. október 2021 Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðuneytið Reynsla af sambærilegu starfi eða lögmannsstörfum hjá fyrirtækjum eða hinu opinbera er æskileg. Málflutningsréttindi eru kostur. Starfið er krefjandi og fjölbreytt. Á lögfræðiskrifstofunni starfa nú 20 lögmenn og sex aðstoðarmenn. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir, ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil berist á netfangið grimur@landslog.is fyrir 24. október. landslog.is Landslög veita alla almenna lögfræði- þjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir hins opinbera og einstaklinga. Landslög voru stofnuð þann 1. júní 1971 og spannar saga stofunnar því meira en fimmtíu ár. Á þeim tíma hafa einstaklingar, opinberar stofnanir og stór og smá fyrirtæki leitað liðsinnis okkar. Markmið Landslaga hefur ávallt verið hið sama – að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks ráðgjöf og víðtæka þjónustu. Lögfræðistofan Landslög óskar eftir umsóknum um starf löglærðs fulltrúa Sterk liðsheild í 50 árOrganisti Sóknarnefndir Brautarholts – og Reynivallasókna Kjalarnessprófastsdæmi auglýsa eftir organista/tónlistar- stjóra í 30% fasta stöðu við Reynivallaprestakall frá 1. janúar 2022. Leitað er eftir einstaklingi sem: • Hefur metnað fyrir tónlistaþætti helgihaldsins. • Hefur áhuga til að viðhalda og efla enn frekar öflugan kirkjukór. • Er tilbúinn í gott samstarf við sóknarprest prestakallsins. Laun samkv. kjarasamningi organista hjá FÍH og launanefndar Þjóðkirkjunnar. Umsóknir skulu sendar rafrænt til bjorn@brautarholt.is Umsóknarfrestur er til 1. Desember n.k. Allar upplýsingar um starfið gefa: Björn Jónsson formaður Brautarholtssóknar s. 892 3042, bjorn@brautarholt.is sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur s. 865 2105, arna.gretarsdottir@kirkjan.is Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.