Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 61
DÆGRADVÖL 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021
Kuldaskór
Verð 22.995
Stærðir 36-47
Vatnsheldir
Innbyggðir broddar í sóla
SMÁRALIND
www.skornir.is
„HVAÐ GET ÉG SAGT, PABBI. ÉG HEF
ALLTAF HAFT ÁHYGGJUR AF HLÝNUN
JARÐAR OG HÆKKANDI YFIRBORÐI
SJÁVAR.“
„ERTU MEÐ ANNAN MATSEÐIL? ÉG HEF
EKKI EFNI Á NEINU Á ÞESSUM.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fara í messu
saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HÆ, FEITI. HVAÐ
ER AÐ FRÉTTA?
EKKERT
NÝTT!
SELDUR
LOKSINS EIGUM VIÐ KASTALA!
ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ EF VIÐ
LEGÐUM HART AÐ OKKUROG
VÆRUM ÞOLINMÓÐ MYNDUM
VIÐ NÁ LANDI!
NÚ HAFA EINHVERJIR
AÐRIR NÁÐ LANDI!
á alla orgeltónleika sem voru í boði.
Uppáhaldstónskáldin mín eru César
Franck, Händel og Bach. Ljós-
myndaáhuginn er líka frá föður mín-
um kominn, en hann hélt fyrstu ljós-
myndasýninguna hér á landi ásamt
vinum sínum, en hún var haldin í
Bogasalnum.“
Fjölskylda
Eiginkona Flóka er Guðný Dóra
Gestsdóttir, f. 20.3. 1961, safnstjóri á
Gljúfrasteini, menntuð í ferðamála-
fræðum við Southbank University í
London og með meistarapróf í menn-
ingarstjórnun frá Háskólanum á Bif-
röst. Flóki og Guðný eru búsett í
Grafarvogi í Reykjavík. Foreldrar
Guðnýjar voru hjónin Gestur
Zophonías Sveinsson, f. 3.10. 1920, d.
29.12. 1980, bóndi í Stóra-Galtardal
og á Grund á Fellsströnd, síðar
verkamaður í Hafnarfirði, og Guðrún
Valdimarsdóttir, f. 28.3. 1924, d.
16.12. 2016, húsfreyja og verkakona.
Fyrri eiginkona Flóka er Ásdís Sig-
urþórsdóttir, f. 23.2. 1954, myndlist-
armaður og myndlistarkennari.
Dætur Flóka og Ásdísar eru: 1)
Birta, f. 29.2. 1976, lærður forritari og
vinnur sem hönnuður, búsett í Hafn-
arfirði. Sonur hennar er Dagur Spói,
f. 20.12. 2008; 2) Hekla, f. 8.4. 1988,
ljósmyndari, búsett í Reykjavík.
Bróðir Flóka er Friðrik Sveinn
Kristinsson, f. 30.3. 1946, húsasmiður
og tæknifræðingur í Garðabæ.
Foreldrar Flóka voru hjónin Krist-
inn Sigurjónsson, f. 4.4. 1923, f. í
Hafnarfirði, d. 20.8. 1993, offsetljós-
myndari í Reykjavík, og Svanhvít
Friðriksdóttir, f. 29.1. 1925 í Vest-
mannaeyjum, d. 7.10. 2008, húsmóðir
í Reykjavík og síðar í Kópavogi.
Flóki
Kristinsson
Ingunn Sigurðardóttir
húsfreyja á Ósi
Sveinn Sveinsson
sjómaður á Ósi á Eyrarbakka
Sveinbjörg Sveinsdóttir
húsfreyja í Vestmannaeyjum og Kópavogi
Friðrik Ingimundarson
sjómaður í Vestmannaeyjum,
síðar búsettur í Kópavogi
Svanhvít Friðriksdóttir
húsmóðir í Reykjavík,
síðar í Kópavogi
Elín Svipmundsdóttir
húsfreyja í Skarðshjáleigu og Vík
Ingimundur Jónsson
bóndi í Skarðshjáleigu í Mýrdal,
síðar tómthúsmaður í Vík
Salvör Sigurðardóttir
vinnukona í Garðhúsum í Reykjavík
Þorsteinn Jónsson
sjómaður í Holti í Garði
Steinþóra Sigurjónsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Sigurjón Arnlaugsson
verkstjóri í Hafnarfirði
Kristín Guðmundsdóttir
vinnukona í Miðkrika,
síðar í Reykjavík
Arnlaugur Jónsson
vinnumaður í Miðkrika í Hvolhreppi, Rang.
Úr frændgarði Flóka Kristinssonar
Kristinn Sigurjónsson
offsetljósmyndari í
Reykjavík
Kristján Karlsson yrkir:
Það lagði sig maður í Líma,
mjög langur, í fáeina tíma
og vaknaði lár,
bæði grettinn og grár
en gat ekki varist að kíma.
Sigurlín Hermannsdóttir yrkir á
Boðnarmiði:
Til að koma kvenmannsverki frá,
nú kunngerist og ritað er á blað,
þarf að minnsta kosti karla þrjá
en konur hafa alltaf vitað það.
Helgi Ingólfsson svaraði:
Frægðarsögn var fest á blað
fann sinn hjartastrenginn.
Karlmenn þrír sem komu að,
en kvenmaður? Nei, enginn.
Halldór Halldórsson skrifar: „Ég
hef lengi velt fyrir mér hvaða
„seggi“ Jón Thoroddsen hafði í
huga þegar hann kvað „svíkur hún
seggi“ í Vögguvísu? Í ljósi þess set
ég eftirfarandi tilgátu fram“!
Eins og draumur dofni
og dragi úr mér þrótt;
held ég sáttur sofni
seggi við í nótt!
Gunnar J. Straumland skrifar:
„Er ég hóf upp raust mína á kvæða-
skemmtun Stemmu, Lands-
sambands kvæðamannafélaga, í
Kakalaskála í Skagafirði um
helgina, þótti mér við hæfi að stríða
Skagfirðingum örlítið“:
Mikið var hún móðir Jörð
máttug er hún þetta bjó.
Skima ég yfir Skagafjörð,
skratti fagran, tja … og þó!
Og áfram: „Ég slapp tiltölulega
lifandi frá því enda …“
Gjarnan hafa Húsvíkingar
hingað ekið
því skensi geta Skagfirðingar
skammlaust tekið.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
sléttubönd (refhvef, hringhent):
Góður prestur ekki er
andans mesti sauður.
Hróður brestur fráleitt, fer
firrtur lesti dauður.
Dauður lesti firrtur fer
fráleitt, brestur hróður.
Sauður mesti andans er,
ekki prestur góður.
Hér yrkir Magnús Halldórsson
„Úr þjóðsögunum“:
Mundi beygður, merin hölt,
í mýri vaga.
Þau flá nú ekki feitan gölt,
sem forðum daga.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Maður í Líma
og móðir Jörð