Morgunblaðið - 21.10.2021, Qupperneq 63
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021
Yfirtaka sádiarabísks fjár-
festahóps á Newcastle United
hefur vísast ekki farið fram hjá
nokkrum manni. Í gær tók Steve
Bruce pokann sinn eftir rúm tvö
ár sem knattspyrnustjóri.
Þar með hefur fyrsta fórnar-
lamb nýrra eigenda litið dagsins
ljós, en fjárfestahópurinn er stór-
huga og vill að Newcastle verði að
næsta Manchester City. Þjálfari
eins og Bruce, sem er af gamla
skólanum, passar ekki nægilega
vel inn í þá framtíðarsýn.
Eftir að fjárfestar frá Samein-
uðu arabísku furstadæmunum
eignuðust City sumarið 2008 lét
árangurinn ekki á sér standa. Fyrr
um vorið lenti liðið í 9. sæti. Ári
síðar náði liðið 5. sæti og tímabil-
ið eftir það, eftir að Roberto
Mancini hafði tekið við stjórn-
artaumunum, náðist 3. sætið.
Vorið 2011, tæpum þremur árum
eftir eigendaskiptin, vann City
ensku úrvalsdeildina.
Hversu líklegt er að Newcastle
geti náð svo góðum árangri svo
fljótt? Reglur um eyðslu félaga
voru umtalsvert linari þegar City
hóf að eyða fúlgum fjár í sterka
leikmenn sumarið 2008 og enn
hærri fjárhæðum sumarið á eftir.
Yfirtaka Newcastle fór í
gegn eftir að félagaskiptagluggi
sumarsins lokaðist og þá ætti
þeim að vera sniðinn þrengri
stakkur hvað eyðslu varðar, þótt
ávallt virðist hægt að fara ein-
hverjar krókaleiðir í þeim efnum.
Lið Newcastle er þá, á papp-
írunum í það minnsta, ekki jafn
sterkt fyrir og City var vorið
2008. Því býst maður fyrir fram
ekki við jafn skjótum árangri hjá
Newcastle en það gæti þó auð-
veldlega breyst þegar ríkasta fé-
lag heims fer að bjóða einhverjum
af bestu leikmönnum heims frá-
leitar upphæðir í laun.
BAKVÖRÐUR
Gunnar Egill
Daníelsson
gunnaregill@mbl.isJóhanna Margrét Sigurðardóttir
átti frábæran leik fyrir HK og skor-
aði átta mörk þegar liðið tók á móti
ÍBV í úrvalsdeild kvenna í hand-
knattleik, Olísdeildinni, í fjórðu um-
ferð deildarinnar í Kórnum í Kópa-
vogi í gær. Leiknum lauk með
27:21-sigri HK en HK-ingar leiddu
með sex mörkum í hálfleik, 15:9, og
Kópavogsliðið náði mest níu marka
forskoti í síðari háflleik, 19:10.
Þetta var fyrsti sigur HK á tíma-
bilinu en liðið er með 2 stig í fimmta
sæti deildarinnar. ÍBV er með 2 stig
í sjöunda sætinu.
Óvæntur sigur
HK gegn ÍBV
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss.
Illviðráðanleg Eyjakonur réðu ekki
við Jóhönnu Margréti í Kórnum.
Starri Friðriksson skoraði sjö mörk
fyrir Stjörnuna þegar liðið vann
fimm marka sigur gegn Selfossi í
úrvalsdeild karla í handknattleik,
Olísdeildinni, í Set-höllinni á Sel-
fossi í gær. Leiknum lauk með
25:20-sigri Stjörnunnar en staðan
var jöfn í hálfleik, 11:11. Leó Snær
Pétursson skoraði sex mörk fyrir
Garðbæinga, en Einar Sverrisson
var markahæstur Selfyssinga með
sjö mörk. Stjarnan jafnar Val að
stigum í efsta sæti deildarinnar, en
bæði lið eru með 8 stig. Selfoss er
með 2 stig í níunda sætinu.
Morgunblaðið/Eggert
Sjö Starri Friðriksson fór mikinn á
Selfossi í sigri Garðbæinga.
Stjarnan lagði
Selfoss að velli
þegar mest lá við og lagði í raun
ákveðin grunn að þessum sigri,“
skrifaði Skúli B. Sigurðsson meðal
annars í umfjöllun sinni um leikinn á
mbl.is.
Það sýnir styrk meistaraliðsins að
hafa unnið fyrstu fjóra leikina í deild-
inni án Hildar Bjargar Kjart-
ansdóttur sem er á sjúkralistanum.
Ameryst Alston var stigahæst með
23 stig fyrir Val.
Byrjun Njarðvíkinga er virkilega
góð. Eftir þrjá sigra fylgdi liðið því
eftir með spennandi leik gegn meist-
araliðinu. Framhaldið verður mjög
forvitnilegt hjá Njarðvíkingum sem
hafa lítið látið fyrir sér fara síðustu
árin eftir að hafa unnið bæði Íslands-
mótið og bikarkeppnina árið 2012. Al-
iyah Collier var stigahæst hjá Njarð-
vík með 24 stig.
Fyrsti sigur Blika
Skallagrímur og Breiðablik voru í
annarri stöðu þegar þau mættust í
Borgarnesi í gær því þau voru án sig-
urs eftir fyrstu þrjá leikina. Breiða-
blik var í miklu stuði í gær og vann
Skallagrím með þrjátíu stiga mun,
79:49. Breiðablik var yfir, 46:29, að
loknum fyrri hálfleik.
Í öðrum leikhluta náði Breiðablik
afgerandi frumkvæði í leiknum og
fylgdi því eftir með að vinna þriðja
leikhluta 24:6. Breiðablik er því með 2
stig en Skallagrímur er án stiga á
botninum.
Chelsey Shumpert var stigahæst
hjá Breiðabliki með 28 stig en Anna
Soffía Lárusdóttir skoraði 12 stig og
tók 8 fráköst. Maja Michalska, fyr-
irliði Skallagríms, var stigahæst með
15 stig og tók 14 fráköst.
Meistararnir
án taps í
deildinni
Morgunblaðið/Skúli B. Sig.
Í Ljónagryfjunni Diane Diéné Oumou hjá Njarðvík með boltann í leiknum í
gær og Guðbjörg Sverrisdóttir hjá Val fylgist grannt með henni.
- Fyrsta tap Njarðvíkinga í deildinni
kom gegn Val - Blikarnir í stuði
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Á meðan bikarmeistarar Hauka voru
í Frakklandi að glíma við atvinnu-
mennina í Evrópukeppni, mættust í
Subway-deildinni þau lið sem hafa
byrjað best í deildinni. Nýliðarnir í
Njarðvík, sem hafa komið mjög á
óvart, tóku á móti Íslandsmeisturum
Vals. Liðin höfðu unnið fyrstu þrjá
leiki sína en meistararnir kreistu
fram sigur 63:60. Njarðvík var yfir
54:48 fyrir síðasta leikhlutann en Val-
ur sýndi seiglu og náði í stigin.
„Valskonur auðvitað hafa séð þetta
allt áður og þrátt fyrir risatap í síð-
asta leik gegn Keflavík rifu þær sig
upp og sýndu fína frammistöðu þetta
kvöldið og þá helst til varnarlega.
Talandi um Keflavík, þá var það ein-
mitt Keflvíkingurinn í liði Vals, Eydís
Eva Þórisdóttir, sem kveikti í Valslið-
inu þegar mest á þurfti. Eydís setti 8
af 11 stigum sínum í fjórða leikhluta
„Við erum nokkrar að berjast um
þessa stöðu en af því að ég er
hugsuð sem hægri bakvörður vil
ég klárlega gera mitt besta til að
halda stöðunni,“ sagði Guðný
Árnadóttir, leikmaður íslenska
kvennalandsliðsins í knattspyrnu, á
fjarfundi með blaðamönnum í gær.
Ísland mætir Tékklandi í undan-
keppni HM 2023 á Laugardalsvelli
á morgun en þetta er annar leikur
íslenska liðsins í undankeppninni.
Guðný, sem er að upplagi mið-
vörður og leikur með AC Milan á
Ítalíu, lék í stöðu hægri bakvarðar
í fyrsta leik undankeppninnar
gegn Hollandi 21. september á
Laugardalsvelli.
„Mér líst vel á að spila hægri
bakvörð. Ég spila hægra megin í
þriggja manna vörn úti þannig að
það er svona blanda af hægri bak-
verði og miðverði. Það er gaman
að fá að spila og gaman að fá að
prófa nýjar stöður,“ bætti Guðný
meðal annars við en nánar er
fjallað um málið á mbl.is/sport/
efstadeild/.
Morgunblaðið/Eggert
Sending Guðný lék í stöðu hægri bakvarðar gegn Hollandi og stóð stig vel.
Vonast til að halda stöðunni
Subway-deild kvenna
Njarðvík – Valur................................... 60:63
Skallagrímur – Breiðablik ................... 49:79
Keflavík – Grindavík.......................... (62:57)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti.
Staðan fyrir leik Keflav. og Grindav.:
Valur 4 4 0 322:269 8
Njarðvík 4 3 1 264:240 6
Haukar 3 2 1 221:158 4
Keflavík 3 2 1 232:213 4
Grindavík 3 1 2 210:230 2
Fjölnir 3 1 2 213:231 2
Breiðablik 4 1 3 289:280 2
Skallagrímur 4 0 4 214:344 0
Evrópubikar kvenna
L-RIÐILL:
Tarbes – Haukar .................................. 66:53
Evrópubikar FIBA
D-RIÐILL:
Gilbao Galil – Zaragoza...................... 90:91
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig,
tók fimm fráköst og varði fimm skot á 15
mínútum hjá Zaragoza.
F-RIÐILL:
Ionikos – Antwerp Giants .................. 81:92
- Elvar Már Friðriksson skoraði 8 stig,
tók þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar
á 32 mínútum hjá Antwerp Giants.
>73G,&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
HS Orku-höllin: Grindavík – KR ........ 18.15
Garðabær: Stjarnan – Þór Þ................ 19.15
Sauðárkr.: Tindastóll – Breiðablik ..... 19.15
TM-Hellirinn: ÍR – Keflavík ............... 20.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
TM-Höllin: Stjarnan – Valur.................... 18
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Varmá: Afturelding U – Fjölnir............... 20
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
TM-Höllin: Stjarnan U – Víkingur .......... 20
Í KVÖLD!
Íslendingar voru fyrirferðarmiklir
í Meistaradeildinni í handknattleik
í gær en þá voru fjögur Íslend-
ingalið á ferðinni. Sigvaldi Björn
Guðjónsson skoraði 9 mörk og var
markahæstur hjá Kielce sem vann
Porto 39:33 í B-riðli. Haukur
Þrastarson skoraði 1 mark. Kielce
kom sér fyrir á toppnum í riðlinum
með sigrinum með 8 stig eftir
fimm leiki en Barcelona og Veszp-
rém eru tveimur stigum á eftir og
eiga leik til góða. Riðillinn er
geysilega sterkur og sem dæmi má
nefna að franska stórliðið París
Saint-Germain er einnig í riðl-
inum.
Þýska liðið Flensburg sem nældi
í Teit Örn Einarsson á dögunum
er í 8. og neðsta sæti með 1 stig
eftir fjóra leiki.
Aron Pálmarsson skoraði 8
mörk og var markahæstur hjá Aal-
borg sem vann Vardar Skopje
33:29 í A-riðlinum. Aron gaf einnig
4 stoðsendingar í leiknum. Arnór
Atlason er aðstoðarþjálfari hjá
Aalborg sem er í efsta sæti í riðl-
inum með 8 stig, stigi á undan Kiel
og Montpellier. Kiel gerði jafntefli
gegn Pick Szeged 32:32 en Mont-
pellier vann Meshkov Brest 32:26.
Ólafur Guðmundsson skoraði ekki
fyrir franska liðið að þessu sinni.
Elverum er í 3.-4. sæti með 6
stig en liðið vann Zagreb 30:25.
Orri Freyr Þorkelsson lék ekki
með vegna Elverum en hann veikt-
ist á dögunum. kris@mbl.is
Sigvaldi Björn
markahæstur
Morgunblaðið/Eggert
Markahæstur Sigvaldi Björn Guð-
jónsson skoraði 9 mörk.