Morgunblaðið - 21.10.2021, Page 65

Morgunblaðið - 21.10.2021, Page 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ S . F. C H R O N I C L E B B C T I M E O U T 84% T H E T E L E G R A P H 90% SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI NÝ ÍSLENSK – PÓLSK MYND FRAMLEIDD AF SAGA FILM L eikstjórinn, Christoffer Boe, snýr aftur á sitt heimasvæði átján árum síðar með nýja dramtíska og spennuþrungna rómantík, Bragð af hungri (Smagen af sult), en hann er betur þekktur fyrir framlag sitt til glæpamynda og glæpaþátta. Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem Boe tekst á við þennan greinarflokk en hann gerði Viðreisn (Reconstruc- tion) árið 2003 þar sem myndin hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku á Cannes sama ár. Christoffer Boe og Tobias Lindholm skrifuðu hand- rit kvikmyndarinnar, Bragð af hungri, og er þetta í fyrsta skiptið sem þeir vinna saman við gerð kvik- myndar en þess má geta að Lind- holm skrifaði, ásamt Thomas Vinterberg, handritið fyrir óskars- verðlaunamynd síðasta árs Drykkja (Druk, Thomas Vinterberg, 2020). Kvikmyndastíll Boes og Lindholms er mjög ólíkur ef miðað er við fyrri verk þeirra. Boe er oft mjög skap- andi í kvikmyndagerð sinni en Lindholm varpar frekar ljósi á raunheiminn. Bragð af hungri er þar af leiðandi mjög áhugaverð blanda þessara ólíku stíla. Í Bragð af hungri fylgjum við parinu Maggie og Carsten sem þau Katrine Greis-Rosenthal og Nikolaj Coster-Waldau leika frábærlega. Maggie er mannfræðingur og sér- grein hennar felst í mat en Carsten er frægur kokkur. Hjónin eiga tvö yndisleg börn og mynda nýjasta ósigrandi teymið í matarmenningu Danmerkur. Þau deila sameigin- legum draumi um veitingastað með michelinstjörnu og eru tilbúin að fórna öllu fyrir þá viðurkenningu, jafnvel fjölskyldunni. Söguþráður- inn er ekki frumlegur en það er tón- listin og litirnir í myndheildinni sem gefa sögunni nýjan blæ. Söguþráð- urinn er sagður í gegnum mörg endurlit og sýna innihaldsefni í lífi Maggie sem virðist ekki geta satt hungrið innra með sér. Þessi endur- lit mynda síðan eins konar uppskrift sem Boe matar áhorfendur með. Bragð af hungri er þannig skorin niður í kafla sem bragðast misvel, sumir súrir en aðrir sætir. Matur spilar stórt hlutverk í kvik- myndinni og gefur myndinni mikinn lit enda fátt skemmtilegra en að horfa á ljúffengan, og í öðrum atrið- um, kynþokkafullan mat. Boe hefði getað valið annað þema, þar sem hjónin berjast um einhvers konar viðurkenningu sem kostar þau hjónabandið en hann valdi, ásamt Lindholm, matargerðarlistina og ekki að ástæðulausu. Matargerðar- listin er svo nátengd menningu og sögu og þannig fær hver réttur sína eigin merkingu. Þess má geta að ýmsar tilvitnanir er að finna í söguna um Adam og Evu og aldingarðinn Eden eins og til dæmis eplarétturinn í fyrsta atriðinu, þar sem fyrsta syndin er framin, og tréð sem stend- ur í miðjum veitingastað þeirra hjóna. Eiginkonan, Maggie, tilkynnir áhorfendum strax á fyrstu fimmtán mínútunum í kvikmyndinni að hún vilji allt og er ætlað að tákna nú- tímakonuna í vestrænu samfélagi sem neitar að sætta sig einungis við móðurhlutverkið og eltir drauma sína í staðinn. Sagan hefur hins vegar mun veigameiri merkingu og segir frá fólki sem telur sig vanta eitthvað til að geta orðið hamingju- samt. Myndina má þannig líta á sem ákveðna gagnrýni á vestræn samfélög og neysluhyggju. Boe varpar meðal annars ljósi á það lúxusvandamál sem vestræn sam- félög standa frammi fyrir, það er að segja að þegar möguleikarnir eru endalausir virðist bætast ofan á þrýstingur um að skara fram úr. Matargerðarlistin er ekki svo ólík kvikmyndageiranum að því leyti að þar ríkir mikill keppnis- andi og markmiðið er að ná til margra og hljóta einhvers konar viðurkenningu, verðlaun. Um leið og einstaklingur hefur hlotið ein- hverja viðurkenningu fyrir verkin sín, eins og Óskarsverðlaun eða michelinstjörnu, hækka staðlar markhópsins. Neitandi býst við að fá michelinrétt á veitingastað með michelinstjörnu. Álíka á sér stað í kvikmyndageiranum, leikstjórar mynda sér stöðu í bransanum og áhorfendur gera ákveðnar kröfur til þeirra einstaklinga. Nú hafa Christoffer Boe og Tobias Lind- holm skapað sér ákveðna stöðu í kvikmyndabransanum og því fylgir þrýstingur. Það væri því gaman að bera Boe og Lindholm saman við hjónin í kvikmyndinni og skoða lík- indin þar á milli, er kvikmyndin reynslusaga þeirra vina? Hjónabandssæla? Litir „Söguþráðurinn er ekki frumlegur en það eru tónlistin og litirnir í myndheildinni sem gefa sögunni nýjan blæ. Söguþráðurinn er sagður í gegnum mörg endurlit og sýna innihaldsefni í lífi Maggie sem virðist ekki geta satt hungrið innra með sér,“ segir um Smagen af sult. Hjónin leika Katrine Greis-Rosenthal og Nikolaj Coster-Waldau. Bíó Paradís Smagen af sult/ Bragð af hungri bbbnn Leikstjórn: Christoffer Boe. Handrit: Christoffer Boe og Tobias Lindholm. Kvikmyndataka: Manuel Alberto Claro. Tónlist: Anthony Lledo og Mikkel Maltha. Aðalleikarar: Katrine Greis-Rosenthal, Nikolaj Coster-Waldau og Flora Augusta. Danmörk, 2021. 104 mínútur. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Poppkórinn Vocal Project kemur fram á tónleikum í Guðríðarkirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 undir yfirskriftinni Saman á ný. „Það er söngþyrstur hópur sem bíður þess að halda fyrstu tón- leikana í tæp tvö ár. Það er óhætt að segja að æfingarnar okkar gefi fyrirheit um magnaða tónleika. Kórinn hefur stækkað töluvert og sjaldan verið fleiri meðlimir, og hljómurinn eftir því. Efnisskráin er fjölbreytt, ballöður, popp og rokk, flest með undirleik,“ segir í tilkynningu frá kórnum, en frá stofnun kórsins 2010 hafa að jafn- aði um 80 manns sungið með hon- um hverju sinni. Stjórnandi kórs- ins er Gunnar Ben. Töff Gunnar Ben ásamt Vocal Project. Saman á ný með Vocal Project Bandaríski sýn- ingarstjórinn og listgagnrýnand- inn Gregory Volk heldur í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20 fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Fyrirlesturinn er í röðinni Um- ræðuþræðir og nefnir Volk hann „Once, then Something: Wonderful Encounters with Marvelous Art“. Hann mun fjalla um eigin upplif- anir og persónulega sýn á samtíma- listina. Volk hefur talsvert skrifað um og unnið með íslenskum lista- mönnum. Umræðuþræðir eru styrktir af bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Volk fjallar um samtímamyndlist Gregor Volk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.