Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Jón Hjartarson hlaut í gær Bók-
menntaverðlaun Tómasar Guð-
mundssonar 2021 fyrir handrit sitt
að ljóðabókinni Troðningar. Afhenti
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
honum verðlaunin við athöfn í
Höfða. Alls bárust 57 óbirt ljóða-
handrit í samkeppnina í ár.
Í dómnefnd sátu Sif Sigmars-
dóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og
Eyþór Árnason. Í umsögn þeirra um
verðlaunahandritið segir meðal ann-
ars: „Troðningar eftir Jón Hjartar-
son er kraftmikið verk um hið
óvænta í hinu augljósa, fegurðina í
hversdagsleikanum og mikilfeng-
leika þess smáa. Í bókinni fer Jón
um víðan völl. En hvort sem yrkis-
efnið er náttúran, sagan eða samtím-
inn er sjónarhornið ávallt óvænt.“
Þá segir að í ljóðunum sýni Jón fram
á „að í lífinu leynist margbreytileik-
inn oft í því einfalda“.
Setur veruleikann úr skorðum
Jón Jóhann Hjartarson fæddist
árið 1942 á Hellissandi. Hann út-
skrifaðist sem kennari frá Kenn-
araskóla Íslands 1965 og lauk leik-
araprófi frá Leiklistarskóla Leik-
félags Reykjavíkur 1968. Hann var
við framhaldsnám í Berlín 1984.
Jón hefur samið fjölda leikrita,
bæði fyrir börn og fullorðna, auk
barna- og unglingabóka. Fyrsta leik-
rit hans, Afmælisboðið, er frá 1969.
Hann samdi einnig leikgerð upp úr
skáldsögu Kristínar Marju Bald-
ursdóttur, Mávahlátri, sem sett var
upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur
1998. Hann hefur bæði leikstýrt
verkum sínum og annarra hjá at-
vinnuleikhúsum og áhugaleikhópum.
Síðast kom út eftir hann ungmenna-
bókin Auga í fjallinu (2017).
Við athöfnina í Höfða í gær sagði
Jón að hann hefði löngum dáð þjóð-
skáldin okkar, eins atómskáldin, „og
ég dái þá höfunda sem nú fást við
ljóð. Og mér sýnist íslensk ljóðagerð
dafna býsna vel sem er gott. Ljóðið
ratar til sinna og setur veruleikann
svolítið úr skorðum sem er hollt,“
sagði hann.
Ríslaðist hægt og hægt inn
Þegar Jón er spurður hvort hann
hafi lengi fengist við yrkingar segist
hann hafa samið kveðskap eftir
pöntun alla sína starfstíð. „Það er
meiri iðnaðarbragur á því,“ bætir
hann við en sá kveðskapur hafi til að
mynda verið fyrir hvers kyns dag-
skrárgerð meðfram leikhúsvinn-
unni. „Það er rímbarningur sem ég
hef aldrei litið á sem alvöruskáld-
skap. En eftir að ég losnaði að mestu
leyti úr tengslum við leikhúsið kom
upp sú löngun að gera eitthvað
meira abstrakt, að hvíla mig á
skylduyrkingum. Þetta ríslaðist
hægt og hægt inn og ég fór ekki að
hugsa um ljóðin sem bók fyrr en fyr-
ir svona tveimur árum. Ég fór þá að
leggja drög að einhvers konar grind
sem gæti komið út. Ég hélt að ég
yrði að gefa hana út sjálfur, eins og
ungskáldin gera, mest fyrir vini og
vandamenn. En svo lét ég handritið
inn í þessa samkeppni og bókin er
komin út!“
Þekktar og óþekktar slóðir
Jóni finnst ekki auðvelt að svara
spurningunni um hvað hann yrki.
„Þetta er svolítið ferðalag úr borg-
arumhverfinu og út í náttúruna. Og
aftur heim í skáldskapinn,“ svarar
hann. „Bókin heitir Troðningar og
það segir eitthvað, þetta eru bæði
þekktar og óþekktar slóðir sem ég
er að troða.“
Er Jón nokkuð hættur að yrkja –
munu ljóðin ekki flæða frá honum?
„Ég held áfram að pára, hvað sem
verður um það. Þetta er áráttu-
hneigð sem er erfitt að losna við.
Þótt maður eldist og verði lúinn er
ekki þar með sagt að maður hætti að
hugsa,“ segir verðlaunaskáldið.
„Áráttuhneigð sem
er erfitt að losna við“
- Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar
Morgunblaðið/Unnur Karen
Verðlaunaskáld Jón Hjartarson tók við bókmenntaverðlaununum fyrir
ljóðahandritið úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Höfða í gær.
Á útgáfulista bókaforlagsins Sölku er
venju fremur fjölbreytt útval bóka,
veiðibækur, matreiðslubækur,
barnabækur, bækur um gönguferðir,
fjármálalæsi, glæpi og hlutabréfa-
viðskipti.
Ólafur Tómas Guðbjartsson hefur
staðið við bakkann með veiðistöng í
hönd við hvert tækifæri síðustu 30 ár
og í bókinni Dagbók urriða miðlar
hann fróðleik um veiðar og veiði-
mennsku. Bókin er óður Ólafs til
veiðinnar og náttúrunnar og í henni
má finna ýmsar sögur, frásagnir af
baráttum við ótal fiska á fjöl-
breyttum slóðum og fróðleik um sjó-
birtinga, urriða, bleikjur, laxa og ótal
veiðisvæði.
Skaði heitir glæpareyfari Sól-
veigar Pálsdóttur. Í honum er rann-
sóknarlögreglumaðurinn Guðgeir og
teymi hans er kallað að tjaldsvæðinu
í Herjólfsdal eftir að ljóst er að þar
hafa átt sér stað voveiflegir atburðir.
Skemmtiferð vinahjóna virðist hafa
farið á annan veg en til stóð og ljóst
er að margt býr undir yfirborði og
ásjónu fólks. Rannsókn lögreglunnar
teygir anga sína víða, allt frá eld-
fjallaeyjunni til frumskóga Mið-
Ameríku.
Veitingahúsið Jómfrúna þekkja
velflestir sem í miðborg Reykjavíkj-
ur hafa komið og fyrir marga er fasti
í tilverunni og viðskiptavinir hennar
eru þeir tryggustu. Bókin Jómfrúin
eftir Jakob E. Jakobsson er óður til
Jómfrúarinnar og í henni má finna
uppskriftir að fjölmörgum réttum
sem prýtt hafa matseðilinn í gegnum
tíðina, sögu veitingastaðarins og
vitnisburð fastakúnna.
Peningar heitir bók Björns Berg
Gunnarssonar sem varpar ljósi á
ýmsar hliðar fjármála á lifandi. Litið
er bak við tjöldin meðal annars í
heimi kvikmynda, tölvuleikja, fót-
bolta, tónlistar og tísku og fjallað um
bæði það sem Birni þykir hafa tekist
vel og það sem farið hefur á versta
veg að hans mati. Í bókinni má líka
finna ráð um meðferð sparifjár og
leitast er við að vekja áhuga lesenda
á fjármálum.
Salka gefur einnig út bókina
Hlutabréf á heimsmarkaði eftir Sig-
urð B. Stefánsson og Svandísi Rún
Ríkarðsdóttur. Í bókinni má finna
svör við spurningum sem brenna
raunar á vörum fjárfesta og sjóð-
stjóra daglega og leitast er við að
svara þeim á einum stað. Í fjár-
málafræði og reynslubúri fjárfesta
má þó oft finna fleiri en eitt rétt svar
við hverri spurningu og varpar bókin
ljósi á það.
Bakað með Evu heitir væntanleg
bók Evu Laufeyjar Kjaran Her-
mannsdóttur. Í bókinni eru ríflega 80
uppskriftir að bökuðu góðgæti af öll-
um stærðum og gerðum sem henta
við öll tilefni. Veislutertur, pönnu-
kökur og vöfflur, brauðréttir og
sætabrauð, marengstertur, osta- og
skyrkökur, formkökur og smákökur
og bollakökur eru meðal þess sem
prýðir síður bókarinnar.
Grill hefur að geyma fleiri en 100
grilluppskriftir úr smiðju Viktors
Arnar Andréssonar og Hinriks Arn-
ar Lárussonar Hinriks í Sælkerabúð-
inni ásamt ráðum um grill- og eld-
unaraðferðir. Hráefnið er af ýmsum
toga, allt frá nauti til grænmetis,
villibráðar til skelfisks og sósum til
eftirrétta.
Í bókinni Ósýnilegar konur rann-
sakar Caroline Criado Perez sláandi
rætur kynjamismununar og skoðar
líf kvenna á heimilinu, á vinnustaðn-
um, á opinberum vettvangi, í heil-
brigðiskerfinu og á fleiri stöðum dag-
legs lífs. Bókin byggir á hundruðum
rannsókna víðsvegar um heiminn og
er skrifuð á kraftmikinn og hátt.
Gönguleiðir á hálendinu eftir Jón-
as Guðmundsson hefur að geyma
leiðarlýsingar tæplega 30 leiða á há-
lendinu, nánar tiltekið að Fjallabaki
og í kringum Landmannalaugar.
Hverri leið fylgir leiðarlýsing, kort
og GPS-hnit, fjöldi ljósmynda og
upplýsingar um staðhætti og að-
stæður. Þar að auki má finna sögu-
legan og landfræðilegan fróðleik um
þær leiðir sem gengið er hverju
sinni. Í bókinni er einnig kafli um
undirbúning og fjölda ráða þegar
kemur að fjallgöngum og útivist.
Salka gefur einnig út að nýju
ferðabókina Fjallamenn eftir Guð-
mund Einarsson frá Miðdal, en hún
kom fyrst út árið 1946. Í bókinni eru
ferðaþættir frá byggðum og óbyggð-
um Íslands og einnig frá ferðum
Guðmundar um Mið- og Suðaustur-
Evrópu, Alpana og Dólómítafjöll.
Bókina prýða teikningar Guðmundar
og fjöldi ljósmynda frá liðnum tíma.
Einnig gefur Salka út að nýju ævi-
sögu listakonunnar og rithöfund-
arins Ástu Sigurðardóttur, Minn
hlátur er sorg, eftir Friðriku Benón-
ýsdóttur.
Í bókinni Þegar ég verð stór eftir
Láru Garðarsdóttur leggja Snær og
kisan hans upp í ævintýralegt ferða-
lag og fljúga um himinhvolfin, binda
bófa, heimsækja hallir og hitta meira
að segja sjóræningja. Ímyndunar-
aflið færir þau heimsendanna á milli í
leit að svarinu við spurningunni sem
börn fá svo oft en er erfitt að svara.
Fyrir yngri börnin eru bækurnar
Snuðra og Tuðra fara í útilegu eftir
Iðunni Steinsdóttur og Lóu Hlín
Hjálmtýsdóttur, Oreo fer í skólann
eftir Sylviu Erlu Melsted og verk-
efnabókina Svefninn minn eftir Erlu
Björnsdóttur, en bókinni er ætlað að
auka svefngæði barna og hún tekur á
ýmsum vandamálum sem tengjast
svefnvenjum.
Þegar eru komnar út bækurnar
Dæs eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur
og glæpareyfarinn Jarðvísindakona
deyr eftir Ingibjörgu Hjartardóttur.
Fjölbreyttar
bækur Sölku
- Allt frá útivist til fjármálavafsturs
Sólveig
Pálsdóttir
Lóa Hlín
Hjálmtýsdóttir
Jakob E.
Jakobsson
Sylvia Erla
Melsted
Eva Laufey
Hermannsdóttir
Iðunn
Steinsdóttir
Björn Berg
Gunnarsson
Ingibjörg
Hjartardóttir
AirMini kæfisvefnsvélin
Sú allra minnsta og hljóðlátasta á
markaðnum í dag.
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is
Ertu með kæfisvefn?
Auðvelt að taka með í:
Bústaðinn • Veiðina • Golfferðina • Fríið
fa liðið einkennilega var ég greindur með kæfisvefn.
lger bylting í lífimínu eftir að ég fékk kæfisvefnsvél.
g ferðast mikið hefur ferðasvefnvélin frá STOÐ
bjargað mér. Vélin er svo lítil að það fer ekki mikið
henni en farsíma.
staklega meðfærileg og ég ferðast einfaldlega ekki
hennar.
gnar Hilmarsson
Eftir að ha
Það varð a
Þar sem é
algjörlega
meira fyrir
Hún er ein
án
Ra