Morgunblaðið - 28.10.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 28.10.2021, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 8. O K T Ó B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 253. tölublað . 109. árgangur . Nauta ribeye-steik ½ - í piparmaríneringu 3.989KR/KG ÁÐUR: 5.699 KR/KG Bæonne-skinka 979KR/KG ÁÐUR: 1.999 KR/KG Sítrónur 251KR/KG ÁÐUR: 359 KR/KGVERÐ- SPRENGJA! 30% AFSLÁTTUR 30% AFSLÁTTUR TILBOÐ GILDA 28.--31. OKTÓBER FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ HELDUR MERKJ- UM GREIFYNJ- UNNAR Á LOFTI TODMOBILE AFTUR Á SVIÐ BÓKMENNTAVERÐ- LAUN NORÐUR- LANDARÁÐS 2021 TÓNLEIKAR Í HÖRPU EFTIR LANGT HLÉ 16 RÝNT Í VERKIN 70SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR 14 Nær eitt af hverjum tíu ungmennum á aldrinum 16 til 24 ára var hvorki í námi né í vinnu á seinasta ári. Margt ungt fólk sem er af erlendu bergi brotið er í þessum hópi og leiða nýjar rannsóknir í ljós að staða ungmenna af erlendum uppruna sem eru utan vinnumarkaðar og skóla hefur versn- að á seinustu árum. Niðurstöður þessara rannsókna voru kynntar á netfundi sem Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins stóð fyrir í gær. Ungmennum með er- lendan bakgrunn bjóðast verri að- stæður og takmarkaðri tækifæri í ís- lensku samfélagi en innfæddum, segir í niðurstöðum. Eru þau sögð vera varnarlausari gagnvart því að lenda í þessum hópi ungmenna sem eru hvorki við nám né í vinnu en inn- fædd ungmenni. Í annarri rannsókn sem kynnt var á fundinum og byggist á viðtölum við ungar konur af erlendum uppruna, kemur fram að þær búa við marg- þættar hindranir í íslensku samfélagi. „Konurnar upplifa fjölþætta útskúfun úr íslensku samfélagi á grundvelli uppruna síns, bæði frá íslenskum al- menningi og stofnunum samfélagsins. Á sama tíma er gerð krafa um ríka sjálfsbjargarviðleitni í kerfi sem er flókið, óaðgengilegt og óhagstætt út- lendingum.“ omfr@mbl.is Versnandi staða ungmenna - Ungar konur af erlendum uppruna upplifa fjölþætta útskúfun úr samfélaginu M Mæta oft … »2 og 40 Utan skóla og án vinnu » 9,5% ungmenna hér á landi hvorki í námi né í vinnu 2020. » Kyn, menntun, félags- og efnahagsleg staða foreldra og fjölskyldugerð virðist ráða miklu um virkni ungmenna. Breikkun Suðurlandsvegar, á milli Selfoss og Hveragerðis, gengur vel, að sögn Ágústs Jakobs Ólafssonar, verkstjóra Íslenskra aðalverktaka, sem sjá um verkið. Endanleg verklok eru áætluð í september árið 2023. Nú er búið að malbika aust- asta hluta nýja vegarins og verður hann tekinn í notkun bráðlega. „Nú erum við bara að merkja og gera allt klárt,“ segir Ágúst um það. Spurður um umferðartafir, segir Ágúst að ekki hafi verið mikið um þær. „Það hefur gengið nokkuð vel. Maður getur kvartað yfir svona heldur miklum ökuhraða en það eru þessir einstaka óþolinmóðu.“ Morgunblaðið/Eggert Austasti hlutinn malbikaður Andrés Magnússon andres@mbl.is Samband Íslands og Póllands hefur orðið sífellt nánara á undanförnum árum og ýmsar ástæður og tækifæri eru til þess að dýpka það enn á næst- unni. Þetta segir Gerard Pokrus- zyñski, sendiherra Póllands á Ís- landi, í samtali við Morgunblaðið í dag. Talið er að um 26-7 þúsund manns frá Póllandi séu nú á Íslandi, eða um 7% landsmanna. Margir hafa fest hér rætur, þó aðrir snúi aftur til Pól- lands, en þar eru nú nokkur þúsund manns sem tala íslensku. Í viðtalinu er einnig mikið fjallað um erjur Póllands og Evrópusam- bandsins, þar sem deilt er um hvort sé rétthærra, pólska stjórnarskráin eða Evrópuréttur. » 20 Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sendiherra Gerard Pokruszyñski. Tækifæri til að efla samstarfið - Sendiherra Pól- lands á Íslandi í viðtali _ Verðhækkanir á fasteignamark- aði eru enn miklar og virðast kynda undir verðbólgu. Þetta sýna nýjar mælingar Hagstofunnar. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir borgina harkalega og segir hana bera mikla ábyrgð á því hvernig verðbólgan hefur þróast. Ekkert bendi til þess að yfirvöld muni brjóta mikið land undir nýja byggð á komandi árum, sem þó sé for- senda þess að tryggja sveigjanleika á fasteignamarkaði. Nýr bæklingur borgarinnar staðfesti að öll áhersla sé og verði á þéttingu byggðar. »10 Þrýstingur enn á fasteignamarkaði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.