Morgunblaðið - 28.10.2021, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u
A
h
ð
ð
595 1000
Kanarí
u.
At
h.
a
t 17. nóvember í 14 nætur
Tvær vikur á
Flug & hótel frá
111.950
14 nætur
Verð frá kr.
128.150
Félag Sjálfstæðismanna um fullveldismál heldur
fund fimmtudaginn 28. október kl. 17 um efnið:
Gilda lög Evrópusambandsins umfram íslensk lög.
Framsögumaður verður Arnar Þór Jónsson
Eftir að Hæstiréttur Póllands kvað upp
þann dóm, að Pólska stjórnarskráin
gilti umfram lög Evrópusambandins,
hafa talsmenn Evrópusambandsins
sagt að svo væri ekki og lög Evrópu-
sambandins giltu umfram lög eins-
takra aðildarríkja. Nú er spurningin
hvort þetta sé svo og hvort það taki
þá líka til EES ríkja eins og Íslands.
Fundur Valhöll!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Freyja, nýtt varðskip Landhelg-
isgæslu Íslands, er nú komin til
hafnar í Rotterdam í Hollandi þar
sem hún er máluð í einkennislitum
Landshelgisgæslunnar.
Þá fóru prófanir fram á skipinu í
síðustu viku og gengu þær vel. Í
kjölfarið fór skipið í slipp.
Afhending til Landhelgisgæsl-
unnar er áætluð í næstu viku og
gert er ráð fyrir að skipið sigli í
heimahöfn á Siglufirði 6. nóvem-
ber.
Varðskipið nýja verður svipað að
stærð og Þór og styrkir þar með
flotann sem sinnir löggæslu í land-
helgi Íslands og leit og björgunar-
störfum við krefjandi aðstæður á
hafsvæðum umhverfis Ísland og
jafnvel víðar.
Freyja býr þó yfir nokkuð meiri
dráttar- og björgunargetu heldur
en Þór. Freyja er 86 metrar að
lengd og 20 metrar að breidd.
Freyja mun leysa varðskipið Tý
af hólmi sem komið er til ára sinna.
Skipið var smíðað í Suður-Kóreu
árið 2010 og hét fyrst Vittoria, svo
GH Endurance. Áfram verður Þór
með heimahöfn í Reykjavík.
Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar
Freyja
brátt til
Siglufjarðar
Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson-Landhelgisgæslan
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ungar konur af erlendum uppruna
hér á landi sem hvorki stunda nám né
eru með atvinnu hafa búið við marg-
þættar hindranir í íslensku samfélagi í
gegnum kerfisbundna aðgangsstýr-
ingu og útilokun. Þetta kemur fram í
niðurstöðum rýnihóparannsóknar sem
kynntar voru á netfundi Vörðu – rann-
sóknarstofnunar vinnumarkaðarins í
gær.
Eru samfélagslegar hindranir sem
ungu konurnar búa við sagðar tengjast
viðhorfi og viðmóti Íslendinga í garð
innflytjenda sem konurnar upplifi nið-
urlægjandi og útilokandi. Þá virðist
stofnanabundnar hindranir aftra kon-
unum einna helst frá ríkri samfélags-
legri þátttöku. Krafan um íslensku-
kunnáttu er sömuleiðis sögð vera
rauður þráður í öllum frásögnum fimm
kvenna sem rætt var við í rannsókn-
inni. „Konurnar upplifa fjölþætta út-
skúfun úr íslensku samfélagi á grund-
velli uppruna síns bæði frá íslenskum
almenningi og stofnunum samfélags-
ins. Á sama tíma er gerð krafa um ríka
sjálfsbjargarviðleitni í kerfi sem er
flókið, óaðgengilegt og óhagstætt út-
lendingum. Kerfið og stofnanir sam-
félagsins eru sömuleiðis ósveigjan-
legar og virðast ekki endurspegla
lýðfræðilega samsetningu samfélags-
ins. Konurnar búa við kerfisbundinn
ójöfnuð sem kemur í veg fyrir að þær
geti tekið fullan þátt í íslensku atvinnu-
lífi og samfélagi,“ segir meðal annars í
umræðukafla skýrslu um rannsóknina.
Fram kemur m.a. að krafan um ís-
lenskukunnáttu vegur þungt og fara
konurnar oft á mis við mikilvægar
upplýsingar þar sem áríðandi gögn,
skjöl og aðrar upplýsingar séu nær
eingöngu á íslensku.
Mæta oft niðurlægjandi
hindrunum og útilokun
Morgunblaðið/Hari
Kröfuganga Krafa um íslensku-
kunnáttu getur haft slæm áhrif.
Loftslagsfundur Sameinuðu þjóð-
anna, COP26, hefst á sunnudaginn í
Glasgow og
stendur yfir dag-
ana 31. október til
12. nóvember.
Um fimmtíu
manns sækja
fundinn frá Ís-
landi, en aðeins
nokkrir af þeim
eru fulltrúar.
Halldór Þor-
geirsson, formað-
ur Loftslagsráðs,
býst ekki við því að fundurinn muni
bera neinar stórfregnir í skauti sér
heldur verði hann eiginlegur upp-
gjörstími Parísarsamkomulagsins.
Halldór segir að fyrir fundinn hafi
aðildarríkin verið beðin um að gera
tvennt. Annars vegar að endurskoða
og uppfæra sín framlög í Parísar-
samkomulaginu, gera þau metnaðar-
fyllri, og hins vegar að skila sinni
framtíðarsýn um hvernig tryggja
skuli kolefnishlutlaus ríki.
Fyrstu tvo daga fundarins munu
leiðtogar ríkjanna ávarpa fundinn,
eftir það fer samningavinna fram. Á
lokahnykk ráðstefnunnar munu ráð-
herrar reyna að leysa úr erfiðustu
málunum.
Halldór segir að vinnan sem þarna
fer fram verði umfangsmikil og
mörg mál séu á dagskrá.
Hann bætir við að þar sem búið er
að semja um langflest sem hægt sé
að semja um muni rík áhersla vera
lögð á að ná árangri í markmiðunum
sem ríkin hafa sett sér. Því sé mikil-
vægt að hafa áhrifafólk í fjármála-
heiminum, ungt fólk og vísindasam-
félagið með á fundum sem þessum.
50 Íslendingar
sækja loftslagsfund
- Ríki þurfi metnaðarfyllri markmið
Halldór
Þorgeirsson
Kirkjuþingi októbermánaðar lauk í
gær en ein af niðurstöðum þingsins
var að framlengja stöðvun nýráðn-
inga þjóðkirkjunnar til áramóta.
„Það á eftir að semja starfsreglur
og það er eiginlega ekki hægt að
auglýsa stöður fyrr en reglur um
það hvernig starfið á að vera eru
klárar,“ segir Drífa Hjartardóttir,
forseti kirkjuþings.
Hún segir að prestar þurfi ekki að
vera uggandi um sín störf þó að
þjóðkirkjan þurfi að halda sig innan
fjárhagsáætlunar.
„Við fáum bara ákveðið fjármagn
frá ríkinu og við verðum að reka
þjóðkirkjuna innan þess ramma.“
Í nóvembermánuði heldur kirkju-
þing svo áfram en öll þau mál sem
þurfti að klára í október voru af-
greidd á þessu þingi.
ragnhildur@mbl.is
Engar ný-
ráðningar
- Prestar þurfi ekki
að vera uggandi