Morgunblaðið - 28.10.2021, Page 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Á GÖNGUSKÍÐUM Í PINZOLO
WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
NÝ FERÐ Á UU.IS
Komdu með í einstaka gönguskíðaferð til
Pinzolo á Ítalíu með tveimur reyndum íslenskum
gönguskíðafararstjórum, þeim Lukku Pálsdóttur
og Þóreyju Villhjálmsdóttur Proppé. Þær halda
utan um hópinn á meðan á ferðinni stendur en
báðar eru þær landvættir og með mikla reynslu á
gönguskíðum og skíðum.
Þessi ferð hentar öllum gönguskíðagörpum sama
hver geta þeirra er á gönguskíðum. Haldist verður
við gönguskíðasvæðið við Admello Brenta Nature
Park sem er rétt fyrir utan Pinzolo þorpið í Ítalíu.
NÝTT!
GÖNGUSK
ÍÐI
2022
22. - 29. JANÚAR 2022
VERÐ FRÁ:219.900 KR.
á mann m.v. tvo fullorðna
Þórey
Vilhjálmsdóttir
Proppé
Lukka
Pálsdóttir
FLUG,GISTING, ÍSLENSKFARARSTJÓRN OGFLUTNINGUR ÁSKÍÐABÚNAÐIINNIFALIÐ Í VERÐI
Ríkarður Örn Pálsson,
tónskáld og gagnrýn-
andi, lést sl. mánudag á
Landspítala, 75 ára að
aldri.
Ríkarður fæddist í
Danmörku 15. júní 1946.
Foreldrar hans voru
Paul Larsen Chri-
stoffersen og Anna Sig-
ríður Lárusdóttir.
Ríkarður lauk stúd-
entsprófi úr MR árið
1967 og stundaði eftir
það nám í sögu og ís-
lensku við Háskóla Ís-
lands og norrænum mál-
vísindum í Kaupmannahöfn. Árið
1971 hóf hann nám við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík og lærði á kontra-
bassa. Ríkarður var við framhalds-
nám í bassaleik, söng, tónfræði og
tónlistarfræði í Bandaríkjunum árið
1982.
Ríkarður Örn var kontrabassaleik-
ari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1977-
1978. Þá fékkst hann við þáttagerð
fyrir útvarpið og kenndi síðar einn
vetur á Hvolsvelli. Hann var bassa-
leikari með þjóðlagatríóinu Þremur á
palli ásamt því að fást við útsetningar
á röddum fyrir hljómsveitina. Hann
fékkst einnig nokkur sumur við
nótnateiknun fyrir söngbækur
grunnskólans og kom einleiks-
fiðluverki að á UNM, tónlistarhátíð
ungra norrænna tónskálda. Hann var
keppandi í norræna
sjónvarpsþættinum
Kontrapunkti og tók
þátt í fimm skipti á ár-
unum 1990 til 1998. Þá
skrifaði Ríkarður tón-
listargagnrýni í
Morgunblaðið frá
árinu 1994.
Ríkarður Örn
samdi tónlist fyrir
kvikmyndir, sjónvarp
og leikhús. Árið 2006
kom út tvöfaldur disk-
ur, Medio tutissimus
ibis, með tónsmíðum
hans. Í viðtali við
Morgunblaðið af því tilefni sagði
Ríkarður Örn m.a. að melódían væri
það erfiðasta af öllu.
„Einföld en snjöll melódía er trú-
lega meðal blautustu sápustykkja
sem skapandi hugur fær höndlað,
það hef ég áður sagt. Það er m.a.s.
þrælerfitt að gera gott popplag. Ég
hálföfunda menn sem fara létt með
það eins og Gunnar Þórðarson, Val-
geir Guðjónsson og Egill Ólafsson.
En það heimtar að þú sért við kol-
ann nánast daglega. Það þarf líka að
henda miklu og ég hef ekki haft
þetta langlundargeð í mér til þess.“
Ríkarður var ókvæntur og barn-
laus.
Morgunblaðið átti langt og heilla-
ríkt samstarf með Ríkarði Erni og
þakkar honum samfylgdina.
Andlát
Ríkarður Örn Pálsson
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Kórónuveirusmitum í samfélaginu
hefur fjölgað nokkuð að undan-
förnu. Már Kristjánsson, yfirlæknir
smitsjúkdómadeildar Landspítala,
segir að fjölgun smita sé ógn við
starfsemi spítalans.
„Þessi ógn er tvíþætt, annars
vegar ógn við sjúklingana okkar og
hins vegar ógn við starfsfólkið okk-
ar. Þ.e.a.s. þeim mun meira sem er
um smit á meðal starfsfólks eða ná-
inna ættingja þeirra, þeim mun
meira kvarnast úr okkar vinnuafli
sem er aftur ógn við okkar starf-
semi og þannig sjúklingana. Þess
vegna erum við mjög áhugasöm um
það að nýgengið lækki í samfélag-
inu,“ segir Már.
Hann telur að besta leiðin til þess
að takast á við faraldurinn nú sé að
almenningur sýni skynsemi í sótt-
vörnum án þess að stjórnvöld þurfi
að setja fram boð og bönn. Már
hvetur fólk því til að setja upp and-
litsgrímur í almenningsrýmum,
gæta hreinlætis og halda sig heima
ef það finnur fyrir einkennum.
„Ef það gerist ekki þá þarf lög-
gjafinn að grípa inn í og vera með
íþyngjandi tilmæli til samborgar-
anna,“ segir Már.
Í ljósi fjölgunar smita hefur verið
tekin ákvörðun um að virkja bak-
varðasveit heilbrigðisþjónustunnar
að nýju, til þess að koma til móts
við mönnunarvanda sem getur
skapast vegna veikinda eða tíma-
bundinnar sóttkvíar heilbrigðis-
starfsfólks.
Mjög fáir hafnað alfarið
Þau sem starfa hjá Landspítala
og höfðu ekki fengið bólusetningu
gegn Covid-19 í byrjun sumars,
þegar tölfræðilegra gagna var aflað,
voru helst ófrískar konur og fólk
sem hafði áður smitast af kórónu-
veirunni, að sögn Vigdísar Hall-
grímsdóttur, forstöðumanns
krabbameinskjarna Landspítala,
sem vann með farsóttarnefnd spít-
alans að því að skipuleggja bólu-
setningar starfsmanna. Sárafáir
starfsmenn Landspítala hafa hafn-
að bólusetningu alfarið, einungis
um 20 til 30 manns.
Í byrjun sumars var hlutfall bólu-
settra starfsmanna 93%. 6.494
störfuðu þá hjá spítalanum og höfðu
6.014 þegið bólusetningu. Gera má
ráð fyrir því að hlutfall bólusettra
starfsmanna sé orðið enn hærra í
dag þar sem þeim sem hafa áður
smitast af kórónuveirunni hefur nú
verið boðin bólusetning.
150
125
100
75
50
25
0
júlí ágúst september okt.
Staðfest smit
7 daga meðaltal
H
ei
m
ild
:c
ov
id
.is
kl
.1
1.
0
0
íg
æ
r
84 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
1.874 einstaklingar
eru í sóttkví
Fjöldi innanlands-
smita frá 12. júlí
301 er í skimunar-
sóttkví797 eru með virkt smit
og í einangrun
14 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af þrír á gjörgæslu
Fjölgun smita
ógnar spítalanum
- Skynsemi almennings besta lausnin
Guðni Einarsson
Höskuldur Daði Magnússon
Bandarísk yfirvöld viðurkenna nú
samsettar bólusetningar gegn Co-
vid-19 þar sem bóluefni frá Astra-
Seneca og Pfizer eru bæði notuð.
Staðfesting þess efnis barst í gær,
að sögn Heilsu-
gæslu höfuð-
borgarsvæðisins
(HH). Mörg
lönd, t.d. Kanada
og Norðurlönd,
hafa notað sam-
settar bólusetn-
ingar.
Gott flæði er í
bólusetningar og
einhverjir eru
boðaðir alla
virka daga í bólusetningu á höfuð-
borgarsvæðinu. Auk þess er opið
hús á Suðurlandsbraut 34 kl. 10-15
alla virka daga, að sögn Ragnheið-
ar Óskar Erlendsdóttur, fram-
kvæmdastjóra hjúkrunar hjá HH.
Flestir 70 ára og eldri hafa nú
fengið boð um að koma í örvunar-
bólusetningu. Þrír mánuðir þurfa
að vera liðnir frá seinni bólusetn-
ingu þess aldurshóps áður en hann
fær örvunarskammt. Um helm-
ingur boðaðra hefur skilað sér í
örvunarbólusetninguna.
Fólk á aldrinum 60-69 ára verð-
ur væntanlega boðað í örvunar-
bólusetningu í nóvember og des-
ember. Þá eru stærstu hóparnir í
þessum aldursflokki að detta inn.
Sex mánuðir þurfa að líða frá síðari
bólusetningu hjá þessum aldurs-
hópi áður en örvunarbólusetning er
gefin.
„Ef liðnir eru sex mánuðir frá
síðustu bólusetningu hjá ein-
hverjum sem eru 60 ára eða eldri
þá eru þeir velkomnir í opið hús á
Suðurlandsbraut 34 milli kl. tíu og
þrjú á virkum dögum,“ sagði Ragn-
heiður. Hún segir að heilsugæslu-
stöðvar höfuðborgarsvæðisins séu
búnar að bólusetja sitt starfsfólk.
Gildistími Covid-19-bólusetning-
arvottorða er tólf mánuðir frá
fullnaðarbólusetningu eða örvunar-
skammti, það er þriðju sprautu.
Þannig lengist gildistími vottorðs-
ins um þegar viðkomandi fær örv-
unarskammt. Sóttvarnasvið Emb-
ættis landlæknis á ekki von á að
gildistími vottorðanna verði al-
mennt framlengdur, nema ákveðið
verði að ekki þurfi örvunar-
skammta fyrir almenning.
Styttist í örvunarbólu-
setningar 60-69 ára
- Bandaríkin viðurkenna bólusetningu með tveimur efnum
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning 70 ára og eldri hafa verið boðaðir í örvunarbólusetningu að
undanförnu. Brátt kemur að aldurshópnum 60-69 ára.
Ragnheiður Ósk
Erlendsdóttir
Bakvarðasveit heilbrigðisþjónust-
unnar hefur verið virkjuð á ný. Það
er gert í ljósi fjölgunar á smitum
vegna kórónuveirunnar. Þetta er
talið nauðsynlegt til að koma til
móts við mönnunarvanda. Hann
getur skapast vegna veikinda eða
tímabundinnar sóttkvíar heilbrigð-
isstarfsfólk ef smit koma upp á heil-
brigðisstofnunum.
Mikil þörf er á hjúkrunarfræð-
ingum og sjúkraliðum. Heilbrigðis-
starfsfólk sem hefur tök á að rétta
hjálparhönd er beðið um að skrá
sig í bakvarðasveitina.
Fólki er gefinn kostur á að skrá
sig í tímavinnu, fullt starf eða
hlutastarf í allt að tvo mánuði. Laun
taka mið af kjarasamningi eða
stofnanasamningi viðkomandi
stéttarfélags á viðkomandi stofnun.
gudni@mbl.is, hmr@mbl.is
Bakvarðasveitin hefur verið virkjuð á ný
Morgunblaðið/Golli
Heilbrigðisstarfsfólk Nú er þörf.