Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 Notaðir bílar Meira úrval á notadir.benni.is Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. Suzuki Vitara Diesel ‘16, sjálfskiptur, ekinn 80 þús. km. Verð: 2.890.000 kr. SsangYong Tivoli Xlv Hlx ‘18, sjálfskiptur, ekinn 60 þús.km. Verð: 3.490.000 kr. Opel Ampera-e Premium ‘19, sjálfskiptur, ekinn 19 þús. km. Verð: 4.490.000 kr. 446423 591919 591915 100% rafm agn 4x4 4x4 Gott úrval notaðra bíla SkodaOctavia 4x4 ‘19, sjálfskiptur, ekinn 99 þús. km. Verð: 3.750.000 kr. 591923 4x4 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Núverandi og nokkrir fyrrverandi nemendur Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hittust í Iðnó í til- efni af Heimsþingi Alþjóðajarðhita- sambandsins sem lauk í gær. Lúðvík S. Georgsson, verkfræð- ingur og fyrrverandi forstöðumaður Jarðhitaskólans, flutti erindi á heimsþinginu og fór þar yfir starf skólans í 41 ár. Skólinn hefur veitt ungum sérfræðingum frá þróunar- löndum sérhæfða þjálfun í rann- sóknum og nýtingu jarðhita. Skólinn hefur útskrifað 718 nemendur frá 63 þjóðum. Að auki hefur skólinn styrkt bestu nemendurna til meistara- eða doktorsnáms á Íslandi. Um 70 hafa lokið meistaranámi og fjórir dokt- orsnámi. Nú eru 25 nemendur við nám og í þeim hópi er fyrsti nemand- inn frá Kólumbíu. Kennsla féll niður í fyrra vegna faraldursins. Jarðhitaskóli SÞ hóf starfsemi 1979. Fyrsti forstöðumaður var Ingvar Birgir Friðleifsson jarðfræð- ingur og stýrði hann skólanum til 2013 að Lúðvík tók við. Lúðvík gegndi starfinu til loka ársins 2019 og starfaði hann við Jarðhitaskólann í 30 ár upp á dag. Guðni Axelsson jarðeðlisfræðingur tók við sem for- stöðumaður 1. janúar 2020. Þá varð einnig sú breyting að skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi voru settir undir GRÓ (Þekkingar- miðstöð þróunarlanda) og starfa nú undir Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO). Spurður um árangur af starfi skólans nefndi Lúðvík tvö lönd sér- staklega, Kenía og Kína. „Kenía er nú einn stærsti fram- leiðandi á rafmagni með jarðhita í heiminum. Þeir framleiða yfir 1.000 megavött og eru komnir fram úr Ís- landi sem framleiðir um 755 mega- vött. Uppbyggingu jarðhitanýtingar í Kenía hefur verið stjórnað af fyrr- verandi nemendum Jarðhitaskól- ans,“ segir Lúðvík. „Við höfum tekið mikinn þátt í þeirri þróun í Kína að nýta jarðhita til upphitunar. Bæði í höfuðborginni Beijing, hafnarborg- inni Tianjin og í Xian. Kínverjar eru nú orðnir stærstir í nýtingu jarðhita til upphitunar á heimsvísu og þróun- in geysilega hröð þar. Næsta Heims- þing Alþjóðajarðhitasambandsins verður í Kína eftir tvö ár.“ Lúðvík segir að fyrrverandi nem- endur Jarðhitaskólans hafi verið að- al- eða meðhöfundar yfir 300 fræði- greina sem skrifaðar voru fyrir heimsþingið og fjarfundi þess eða allt að fimmtung greinanna. „Við höfum notið mikils stuðnings frá ríkisstjórn Íslands. Það hefur verið mikill vilji til að styðja við þessa þró- unarhjálp sem hefur reynst mjög ár- angursrík,“ segir Lúðvík. Árangursrík þróunaraðstoð - Jarðhitaskóli SÞ hefur markað spor víða um heim - Sérhæfð þjálfun og rannsóknir á nýtingu jarðhita - 718 nemendur frá 63 löndum hafa útskrifast - Mikil jarðhitanýting í Kenía og Kína Morgunblaðið/Unnur Karen Nemendur Nú eru 25 nemendur við nám í Jarðhitaskólanum og mættu nokkrir þeirra í hófið. Fyrrverandi nemendur eru víða í forystu í jarðhitanýtingu. Gestir Vigdís Harðardóttir, Ragna Karlsdóttir, Sonja Garðarsdóttir, Sig- rún Jakobsdóttir, Fríður Eggertsdóttir og Svanfríður Franklínsdóttir. Forstöðumenn Jarðhitaskólans F.v.: Guðni Axelsson (2020-), Ingvar Birgir Friðleifsson (1970-2013) og Lúðvík S. Georgsson (2013-2019). Frá Nepal Mahendra Ranjit og eiginkona hans. Ranjit var í Jarðhitaskólanum 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.