Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is Glæsilegur þýskur náttfatnaður Vefverslun selena.is VIÐTAL Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Það er mikið stökk að flytja með fjölskylduna frá milljónaborginni Tókýó til Vestmannaeyja, sem telja um 4.400 íbúa. Eiga fátt sameig- inlegt enda var Hiroki Igarashi, starfsmaður Vinnslustöðvarinnar, með kvíðahnút í maga þegar ákvörðun var tekin um að flytja til Eyja með fjölskylduna, eiginkonuna Ragnheiði Reynisdóttur og synina tvo, Einar ellefu ára og Hugo níu ára. Ragnheiður er uppalin á Sel- tjarnarnesi, á ættir að rekja til Vestmannaeyja og var ákveðin í að synirnir fengju menntun á Íslandi. Þau stefndu á Reykjavík en tilviljun réð staðarvalinu. Nú eru rétt rúmir tveir mánuðir frá því þau komu til Eyja og Hiroki sér margt jákvætt, m.a. styttri vegalengdir. Hér eru Hiroki og Ragnheiður nokkrar mín- útur að komast úr og í vinnu sem tók þau tvo tíma á dag í Tókýó. Strákunum líkar vel í skóla og komnir á fullt í fótboltanum. Hiroko er frá Yamagata, litlum landbúnaðarbæ norðarlega í Japan. Mjög lítill bær segir hann um heimabæinn þar sem búa um 10.000 manns. Heitt og rakt á sumrin og getur orðið mjög kalt á veturna. Tvítugur hleypti hann heimdrag- anum til Tókýó þar sem hann lærði verkfræði. Ragnheiður er kennari að mennt. „Pabbi minn ólst upp hérna. Hann heitir Reynir Elíesersson, en flutti upp á land eftir skólaskyld- una. Afi og amma, Einar Jóhann Jónsson og Ragnheiður Þorvarð- ardóttir, bjuggu hérna og ég kom að heimsækja þau, systkini pabba og systkinabörn öll sumur,“ segir Ragnheiður, sem kennir við grunn- skólann. „Í Tókýó hef ég búið í 25 ár og rúma tvo mánuði í Vestmanna- eyjum,“ segir Hiroki á góðri ensku. Foreldrar hans eru enn á lífi og búa í Yamagata. Hann á tvö eldri systk- ini, systur sem er kennari og bróðir hans er bóndi. Kurteis og hógvær að hætti Japana og staðráðinn í að vinna vel fyrir nýja vinnuveitendur. „Í Japan vann ég við hönnun fyrir olíuiðnaðinn og áður en ég flutti hingað vann ég við gerð stórra tanka,“ segir hann um starfsfer- ilinn. Kynntust fyrir tilviljun í Tókýó „Við Ragnheiður kynntumst á bar í Tókýó. Ég var þar með starfs- félögum mínum og hún íslenskum vinum. Við spjölluðum saman og skiptumst á símanúmerum. Hún bjó í Tókýó og kenndi ensku. Hafði ferðast mikið, kynnst Japönum og við það kviknaði áhugi hennar á Japan, japönsku og japanskri menn- ingu. Og mér,“ segir Hiroko og brosir. „Við giftum okkur 2008, fyrst í Tókýó, svo á Íslandi, og eig- um tvo stráka.“ Þau voru búin að koma sér vel fyrir í Tókýó, áttu hús og bæði að vinna. „Já, við höfðum það gott, bæði með vinnu og strákarnir okkar í skóla og gekk vel. Það var ekki það sem rak á eftir okkur að koma til Ís- lands. Ragnheiður hafði talað um það í mörg ár að hún vildi að börnin okkar hlytu menntun á Íslandi. Að strákarnir fengju að kynnast lönd- um beggja foreldranna, Íslandi og Japan. Nú var komið að því að sá eldri færi að nálgast framhaldsskóla og því ekki eftir neinu að bíða.“ Tilviljun að Vestmannaeyjar urðu fyrir valinu – Af hverju Vestmannaeyjar? „Ragnheiður hafði búið og starfað í Reykjavík og planið var að flytja þangað. Hún kenndi við alþjóðlegan skóla í Tókýó og ætlaði að sækja um kennarastöðu í Reykjavík. Ég var á leiðinni að sækja um starf sem verk- fræðingur þegar vinur Ragnheiðar, sem er bankamaður, benti henni á að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum (VSV) væri að leita að Japana sem væri tilbúinn að flytja til Eyja. Þetta var í desember í fyrra og þeir voru að leita að sölumanni.“ Viðræður milli hans og Vinnslu- stöðvarinnar byrjuðu strax í janúar. „Við ræddum saman í hverri viku þar sem ég fékk nánari upplýsingar um starfið um leið og þeir kynntust mér. Við Ragnheiður ræddum þetta fram og til baka og við sáum í þessu tækifæri fyrir okkur,“ segir Hiroki og teningunum var kastað. Þau komu til landsins í byrjun ágúst og hann byrjaði að vinna hjá Vinnslustöðinni 25. ágúst. Með fötin í töskum en innbúið á leiðinni með skipi, þegar rætt var við Hiroki, og þau að leita að leigjanda úti. Er enn að venjast tilhugsuninni Líf þeirra úti snerist um vinnuna, skólann og fótboltann hjá strákun- um. „Það tók okkur klukkutíma að fara í og úr vinnu. Utan vinnu og um helgar vorum við mest heima nema að mikill tími fór í fótboltann hjá strákunum. Þeir eru mjög áhugasamir um fótbolta.“ – Hvernig var tilfinningin að yfir- gefa Tókýó, fjórtán milljóna borg, og stefna á Vestmannaeyjar, eyju norður í höfum þar sem íbúar eru rétt um 4.400? „Ég er enn að venjast tilhugsun- inni og breyttum aðstæðum hjá fjöl- skyldunni. Úti vöknuðum við eld- snemma á morgnana og við hjónin tókum lest í klukkutíma í vinnuna. Ég vann til klukkan sex og þá tók við klukkutíma lestarferð heim. Hér ertu fimm mínútur að keyra hvert sem þú ætlar eða tíu mínútur að ganga. Að þessu leyti er gott að búa hérna, afslappaðra líf. Strákarnir eru byrjaðir í skóla og eru ekki í neinum vandræðum með að bjarga sér. Tala báðir íslensku og jap- önsku. Ég tala við þá á japönsku og mamma þeirra notar íslenskuna. Við hjónin tölum svo saman á ensku og japönsku þannig að þetta getur verið nokkuð flókið á heimilinu,“ segir Hiroki og brosir. Synirnir í ÍBV – Hvernig komu Vestmannaeyjar þér fyrir sjónir þegar þú komst hingað í fyrsta skipti? „Til að vera alveg hreinskilinn fannst mér allt mjög smátt. Ein- angrað. Það voru fyrstu við- brögðin.“ – Leist þér ekki á blikuna? „Nei. Fyrstu dagana fann ég fyrir ónotum en það hefur breyst. Við leigjum gott hús og höfum bíl til af- nota. Það er lítið mál að skreppa til Reykjavíkur. Það skiptir líka máli að hér finnur maður til öryggis. Sama tilfinning og maður hafði í Tókýó en það var gott að koma til Vestmannaeyja eftir að hafa verið í Reykjavík.“ Hiroki segir of mikið sagt að hann sé byrjaður að vinna á fullu í Vinnslustöðinni. Það sé margt að læra og hann einbeiti sér að því. „Ég verð talsvert á ferðinni milli landanna og vonandi á ég eftir að skila góðu verki. Starfsfólkið hefur tekið mér mjög vel, Nú stefnir í góða loðnuvertíð og Japan er mik- ilvægur markaður fyrir loðnu- afurðir, sem gerir þetta spennandi,“ segir Hiroki og sér fram á að fjöl- skyldunni eigi eftir að líða vel í Vestmannaeyjum. „Synirnir eru komnir á fullt í fót- boltanum hjá ÍBV og eru yfir sig hrifnir. Úti æfðu þeir tvisvar í viku en hér eru þrjár æfingar á viku. Þeim líkar líka vel í skólanum og eru ekki nema fimm mínútur að ganga í skólann. Auðvitað eru þetta breyttar aðstæður og einhver tími fer í að aðlagast þeim en ég kvíði ekki framtíðinni hér,“ sagði Hiroki að endingu. Frá Tókýó til Vestmannaeyja - Hiroki Igarashi og Ragnheiður Reynisdóttir fluttu frá Tókýó til Eyja ásamt sonum sínum, Einari og Hugo - Með hnút í maga í fyrstu en kvíða ekki framtíðinni - Hún í kennslu og hann hjá VSV Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Eyjar Fjölskyldan komin til Eyja. Hiroki, Ragnheiður og synirnir Einar, 11 ára og Hugo, níu ára. Hjón Hiroki og Ragnheiður nýgift í japönsku hofi árið 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.