Morgunblaðið - 28.10.2021, Page 33
en blaðamaður sammæltist við
Kristin um viðtalið vikum áður en
skrif Páls struku netverjum and-
hæris.
„Þetta er ákaflega flókið mál,“
segir Kristinn, en staðfestir að
ekki verði hróflað við stöðu Páls.
„Hvenær fara skrif starfsmanna í
frítíma sínum að hafa áhrif á störf
þeirra sem framhaldsskólakenn-
ara? Við þessu er ekkert einfalt
svar. Málfrelsi er hornsteinn lýð-
ræðisins og mjög erfitt að setja
tjáningu manna skorður. Jafnvel
þótt maður sé ákaflega ósammála
skrifum þeirra. Samt er það svo
að það er einhver lína. Nemendur
þurfa að geta treyst því að þeir
njóti sanngirni innan skólans og
eiga rétt á því að líða vel í skól-
anum,“ heldur skólameistarinn
áfram.
„Hvernig á svo að meta hvenær
einhver er farinn yfir línuna? Það
er engin spurning að skrif Páls
hafa valdið skólanum tjóni. Gefur
það mér rétt til að hrófla við starfi
hans hér í skólanum? Líklega
ekki. Starfsöryggi opinberra
starfsmanna er mikið og mér er
ekki kunnugt um að opinberum
starfsmanni hafi verið sagt upp
vegna skrifa á opinberum vett-
vangi og það staðist fyrir dómi.
Nemendur og forráðamenn fá bréf
þar sem sjónarmið skólans eru
sett fram. Hvort mönnum finnist
nóg að gert eða of mikið verður
svo bara að koma í ljós,“ segir
Kristinn að lokum og við leggjum
umræðuefnið í salt í bili.
Þungur róður þjóðtungunnar
Hann segir skólanum hafa vaxið
fiskur um hrygg á mörgum svið-
um, ekki síst hvað leiklistarlíf
snerti. Þar hafi ný leiklistarbraut
haft mikið að segja og ekki síst
leiklistarfélagið Verðandi sem hafi
notið vinsælda meðal nemenda.
Kristinn kveðst reikna með að út-
skrifa um 170 nemendur næsta
skólaárið í þriggja anna kerfi sem
er töluvert mikið meira en þegar
blaðamaður útskrifaðist frá skól-
anum árið 1993 í hópi um 60 nem-
enda í vorútskrift sem þá var met-
fjöldi. Nú útskrifar Kristinn yfir
100 nemendur í maí sem þó er að-
eins ein þriggja útskrifta.
Hann kveðst ánægður með
þriggja anna kerfið. „Ég talaði
fyrir því lengi, við vorum reyndar
ekki fyrst með það, Menntaskólinn
við Sund var á undan okkur með
þetta, en við byrjuðum að tala um
þetta 2014, nemendur eru í færri
námsáföngum í einu og þar af leið-
andi fleiri tímum í sömu áföngum
og þetta hentar nemendum ákaf-
lega vel,“ segir skólameistarinn.
Íslenskukennsla er eilíft þrætu-
epli skólakerfisins. Er þar nægi-
lega vel haldið á spöðum á öld
þegar þjóðtungan á undir sífellt
þyngra högg að sækja gagnvart
samfélagsmiðlum, tölvuleikjum og
streymisveitum?
„Íslenskan á vissulega undir
högg að sækja,“ svarar Kristinn
alvarlegur í bragði, „við erum með
nemendur sem nálgast að vera tví-
tyngdir, það er orðið mun erfiðara
að ná til nemenda með íslenskum
fornsögum, Völuspá og slíku svo
við þurfum virkilega að halda vöku
okkar og ekki síður að bæta út-
gáfu kennslubóka á íslensku. Ef
við gætum okkar ekki verður ís-
lenskan bara tungumál sem við
notum á tyllidögum,“ segir hann
og kveður þróunina ískyggilega.
„Menn geta haft sína skoðun á
því hvað er gott og hvað er slæmt
en þetta er ekki góð þróun í dag
og íslenskan er í ákveðinni hættu.
Skólakerfið þarf að ganga á öllum
strokkum til að tryggja viðgang
íslenskunnar sem er mjög lifandi
mál og við þurfum að gæta þess
vandlega að hún verði ekki bara
að einhverju stofnanamáli,“ segir
Kristinn Þorsteinsson með festu,
skólameistari Fjölbrautaskólans í
Garðabæ, sem sannarlega hefur
vaxið og dafnað í hans höndum,
enda mál manna að Kristinn hafi
tekið við lyklunum að góðu búi úr
hendi Þorsteins Þorsteinssonar
forvera síns.
með fornsögum
Á veirutímum Ekki allir grímuklæddir í kennslustofunni, en engu að síður
ljóst að sóttvarnir eru teknar alvarlega í FG eins og annars staðar.
FRÉTTIR 33Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Hagnaður Arion banka á þriðja árs-
fjórðungi nam ríflea 8,2 milljörðum
króna. Er það ríflega tvöfalt betri af-
koma en á sama fjórðungi síðasta
árs þegar hagnaðurinn nam tæpum
4 milljörðum króna.
Það sem af er ári nemur hagn-
aðurinn 22 milljörðum en nam 6,7
milljörðum á fyrstu níu mánuðum
síðasta árs.
Arðsemi eigin fjár á fjórðungnum
nam 17% samanborið við 8,3% á
sama fjórðungi í fyrra.
Hreinn vaxtamunur var 2,7% og
dróst hann saman frá fyrra ári þeg-
ar hann var 2,9%. Bendir bankinn í
tilkynningu á að nýliðinn ársfjórð-
ungur hafi skilað meiri hreinum
þóknanantekjum en nokkur fyrri
fjórðungur í rekstrarsögu bankans
og jukust þær um 36% frá þriðja árs-
fjórðungi 2020. Námu þær nú 4,2
milljörðum króna. Tekjur af kjarna-
starfsemi jukust um 7,5% miðað við
sama tíma í fyrra. Kostnaðarhlutfall
í rekstri bankans hefur lækkað veru-
lega og nemur nú 27,5% en var
40,2% á sama fjórðungi í fyrra.
Heildareignir bankans hafa aukist
um 14,8% frá áramótum og nema nú
1.346 milljörðum króna. Á fyrstu 9
mánuðum ársins hefur bankinn
greitt arð og staðið í endurkaupum á
eigin bréfum fyrir 25,5 milljarða
króna. Þá mun bankinn hefja endur-
kaup á eigin bréfum fyrir 5 milljarða
í dag. Jafngildir það helmingi þeirr-
ar heimildar sem fjármálaeftirlit
Seðlabankans hefur veitt bankanum.
Hagnast um 8,2 milljarða
- Arðsemi eigin fjár hjá Arion 17% á þriðja ársfjórðungi
Njóttu þess að hvílast
í hreinum rúmfötum
Háaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Við þvoum og pressum rúmfötin
- þú finnur muninn!
SKEIFAN 11 // 108 RVK // S.520-1000 // SPORTIS.IS
KULDAGALLAR OG ÚLPUR - GÆÐI OG ENDING