Morgunblaðið - 28.10.2021, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Við höldum að
við séum
loksins að
komast út úr kór-
ónuveirunni. Á
hverju byggjum við
það? Eiginlega á
því að við vonum
það. Við tókum
undir það með leiðtogum vorum
nær og fjær að við myndum
fylgja því sem vísindamennirnir
legðu til. Við höfum verið sjálf-
um okkur samkvæm í því. En
við fáum óþægilega oft á tilfinn-
inguna að vísindamennirnir séu
ekki nærri eins oft sjálfum sér
samkvæmir og við erum. En
áfram heitum við því bæði fast
og upphátt að við leggja öll ráð í
þeirra hendur.
Við þykjumst þó muna eftir
umræðunni um hjarðónæmið.
Okkur var reyndar sagt að
hjarðónæmið væri sennilega sú
aðferð sem gengi best upp. En
hún hefði illa annmarka. Verst-
ur væri þó sá að áður en hjarð-
ónæmismörkum yrði náð án
bólusetninga hefðu of margir
fallið í veiruvalinn svo að rétt-
læta mætti aðferðina. Við feng-
um því á tilfinninguna að hjarð-
ónæmistalið hefði verið bæði
óþarft og gagnslaust. Eina að-
ferðin væri sú að loka þjóðfélög-
unum frá öðrum slíkum og í
framhaldinu hverri þjóð frá
sjálfri sér. Og bíða þar til virk
bóluefni leystu málið fyrir
mannkynið. Þegar talað var um
mannkynið þá vissum við að átt
var við svo sem 10% þess, hinn
„þróaða hluta“ þess. En við vit-
um að ekki er til neins að þusa
um þann veruleika, enda treyst-
um við okkar leiðtogum að koma
því að í framhjáhlaupi.
Við teljum flest að samviska
okkar standist prófið, enda höf-
um við fylgt vísindunum út í
ystu æsar og það gerir aðeins
ábyrgasti hluti mannkyns. En
okkur var brugðið þegar vís-
indamönnum var brugðið. Þeir
og þar með við höfðu gengið út
frá því að bólusettir yrðu ekki
aðeins komnir í björgunarvesti
og í öruggan björgunarbát held-
ur á fast land. Búnir að kasta
grímunum, svo loks glitti í bros-
ið, enda höfðum við og vísindin
gengið út frá því að með seinni
sprautu næðum við út úr hættu.
Fast að 96 prósentum myndu
eftir tvö skot verða handan við
smitmörk og úr skotfæri óbólu-
settra. Hjarðónæminu yrði þá
löngu náð. Og það var ekki lítil
huggun harmi gegn að jafnvel
þótt þessi örfáu prósent í hinum
þróaða kima mannkyns kynnu
að smitast tvíbólusett væru
fæst þeirra að veikjast og spít-
alar og lækningalið fær um að
sinna því eins og venjulegu
álagi.
Þegar við höfðum farið um
allt í fáeinar vikur „fullbólusett“
í vissu þess að við værum í þess-
um 91-97 prósenta hluta lukku-
legra, sem myndu hvorki smit-
ast né smita aðra
héðan í frá, þá rann
það upp fyrir vís-
indunum nær og
fjær og þar með
okkur að á daginn
hefði komið að við,
eða að minnsta
kosti nærri helm-
ingur okkar, gætum smitast,
jafnvel svo að í stökum tilvikum
gæti það endað sem afgerandi
sigur veirunnar óháð bólusetn-
ingu!
Fauci, heimsvísindamaður og
náinn vinur Bidens vitra, gat
þess nú að í raun væri lítið gagn
að grímum nema þær væru af
fágætri tegund, eins og hann
notaði, eða að þær væru notaðar
þrefaldar, sem gæti að vísu gert
mönnum erfitt um andardrátt
sem þyrfti að rannsaka vísinda-
lega síðar. Og við ákváðum að
fylgja vísindamönnunum eins
og við höfum alltaf gert og
skráðum okkur á grímudans-
leikinn á ný.
En næst og algjörlega óvænt
ákváðu vísindin að færa bólu-
setningaraldurinn niður á við og
það jafnvel í löndum þar sem
yfirgnæfandi fjöldi fullveðja
fólks hafði verið bólusettur
tvisvar og jafnvel þrisvar, og
þar sem margoft hafði verið
fullyrt að börn og unglingar
sem smituðust fyndu naumast
fyrir því. Og undantekningar-
tilvik frá því væru örfá um að
þessi hópur tæki smit og færðist
svo upp mælikvarðann „sýkt-
ur“; væru þau tilvik í nær öllum
tilvikum eins og hvert annað
smælki sem viðkomandi hristi
af sér eins og kvefpest. En
skyndilega var fitjað upp á því
af „vísindunum“ að sennilega
væri þó best og gott ef það væri
ekki algjörlega nauðsynlegt að
bólusetja börnin smá og svo upp
úr, til þess að þau myndu ekki
smita bólusetta! (Óþarft var tal-
ið að hafa áhyggjur af óbólu-
settum enda höfðu flestir í því
liði fallið fyrir ómerkilegum
áróðri og samsæriskenningum).
Morgunblaðið hafði áður sett
fram það sjónarmið að fráleitt
væri að fara í slíkar aðgerðir án
þess að áður hefði verið rækileg
umræða og þar tryggt að for-
eldrar og forráðamenn barna
ættu síðasta orðið um allt slíkt.
En skyndilega voru öll vísindin
(sumir segja þó lyfjafyrirtækin í
fjársjóðsleit) orðin sammála um
að rétt væri að bólusetja börnin
og gera foreldrum og forráða-
mönnum óbærilegt að hafna
þeim „kosti“. Og ekki verður
betur séð en að við, þessir sömu
við, teljum í því tilviki eins og
öllum hinum ómögulegt að gera
neitt annað en að hanga í spott-
anum sem vísindafóstrurnar
halda í lengri endann á. Ætla
má að sá tími komi innan tíðar,
þar sem „við“ ráðum ekki leng-
ur við að skoða okkur í spegli án
þess að skammast okkar fyrir
það sem þar blasir við.
Það kemur að því að
við neyðumst til að
horfast í augu við
okkur og hvar
stöndum við þá?}
Við
F
jarlægðir og dreifð byggð hafa oft
og tíðum haft áhrif á möguleika
landsbyggðarfólks til náms. Í
sögulegu samhengi hafa farkenn-
arar, farskólar, héraðsskólar,
heimavistir og skólaakstur allt verið notað sem
leiðir til að takast á við þær takmarkanir sem
fjarlægðir setja námi og kennslu. Á efri skóla-
stigum höfðu nemendur lengi vel ekki um annan
kost að ræða en að flytja búferlum til að geta
stundað nám.
Í fréttum RÚV á dögunum var rætt við Stef-
aníu Hrund Guðmundsdóttur á Reyðarfirði, sem
langar að mennta sig frekar en ekki flytja suður.
Námsmöguleikarnir eru takmarkaðir og hún
setti af stað ásamt vinkonu sinni áskorun til mín
og Háskóla Íslands, á netinu auðvitað, um að við
beittum okkur fyrir auknu fjarnámsframboði.
Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 3.500 manns skrifað undir
áskorunina. Þau miklu viðbrögð eru til marks um sterkar
skoðanir almennings á málinu, enda er jafnt aðgengi að
menntun sjálfsögð krafa.
Á síðasta kjörtímabili lagði ég ríka áherslu á að koma á
breytingum. Háskólarnir eru sjálfstæðar menntastofnanir
og móta sína stefnu, en þeir hlusta og lesa tíðarandann. Í
nýrri menntastefnu, sem ég lagði fram og Alþingi samþykkti
sl. vetur er tilgreint að búseta eigi ekki að hafa áhrif á mögu-
leika fólks til náms. Nýta skuli bættar samgöngur og tækni
og bæta skuli námsframboð utan stærstu þéttbýlisstaða.
Nú þegar leggja sumir háskólar áherslu á fjarnám, en
betur má ef duga skal. Í því samhengi er ný stefna Háskóla
Íslands sérstaklega gleðileg, því í stefnumótun
HÍ til næstu fimm ára birtist augljós vilji til auk-
innar fjarkennslu og -náms. Kennarar fá aukinn
stuðning við notkun upplýsingatækni í kennslu
og fjármunir settir í að þróa fleiri námsleiðir í
fjarnámi.
Þegar heimsfaraldur vegna Covid-19 skall á
fyrir 20 mánuðum sýndu skólastjórnendur og
kennarar á öllum skólastigum mikinn sveigj-
anleika og löguðu sig að breyttum aðstæðum á
stuttum tíma. Raunar svo vel að efasemdir
þeirra sem áður höfðu litla trú á fjarkennslu
nánast hurfu eins dögg fyrir sólu. Reynslan
sýndi góðan árangur af fjarkennslunni og brott-
fall úr námi var minna en hefðbundnu. Vissu-
lega spiluðu fleiri þættir inn í það, en hitt er
staðfest að fjarkennsla og -nám er góður og
raunhæfur kostur.
Skólastarf er af ýmsum toga og það á að þróast með tím-
anum. Með öflugu og samtímalegu skólastarfi má auðga
mannlífið, tryggja að fólk fái menntun við hæfi og hafi þann
kost að búa áfram heima hjá sér.
Samstarf ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og ein-
staklinga gegnir mikilvægu hlutverki við styrkingu byggða
og atvinnusköpun. Menntun þjóðarinnar allrar og jöfn tæki-
færi til náms óháð búsetu á að vera sameiginlegt keppikefli
allra samfélaga því menntun er lykillinn að farsæld til fram-
tíðar.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Menntun án staðsetningar
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
og þingmaður Framsóknarflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
F
jöldi ungmenna á aldrinum
16 til 24 ára er hvorki við
nám né í vinnu og hefur
þeim fjölgað á umliðnum
árum, þó stærð hópsins hafi sveifl-
ast nokkuð milli tímabila. Á árunum
2014 og 2015 voru 9,5% ungmenna á
þessum aldri hvorki í námi né vinnu.
Síðan fækkaði nokkuð í hópi þeirra
sem stóðu utan bæði menntakerfis
og vinnumarkaðarins á árunum
2016-2018 en á árinu 2019 fjölgaði
þeim á nýjan leik og í fyrra var hlut-
fallið aftur komið í 9,5% líkt og fimm
árum fyrr.
Þetta kemur fram í ítarlegri
rannsókn á stöðu óvirkra ungmenna
sem Adda Guðrún Gylfadóttir, rann-
sakandi hjá Vörðu – rannsókna-
stofnun vinnumarkaðarins, kynnti á
netfundi sem Varða efndi til í gær.
Ýmsir þættir hafa áhrif
Niðurstöðurnar leiða m.a. í ljós,
að fjöldi óvirkra ungmenna á hverj-
um tíma er nátengdur stöðunni á
vinnumarkaði en ýmsir þættir virð-
ast hafa áhrif eða skipta miklu máli
um virkni ungmenna á þessum aldri
svo sem kyn og aldur, menntunar-
stig, uppruni, félagsleg og efnahags-
leg staða foreldra og fjölskyldugerð.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að ríflega
fjórðungur ungmenna af erlendum
uppruna hér á landi var hvorki í
vinnu né námi á seinasta ári. Meðal
þess sem fram kemur í rannsókn
Vörðu er að hlutfall ungmenna sem
eru hvorki í námi né hafa náð fót-
festu á vinnumarkaði er hærra með-
al barna á heimilum einstæðra for-
eldra en þeirra sem alast upp hjá
sambúðarfólki. Ójöfn fjárhagsstaða
einstæðra foreldra og sambúðar-
fólks er talin eiga ríkan þátt í þessu.
Þá eru karlar nokkuð meira áber-
andi en konur í hópi þeirra sem eru
hvorki við nám né í vinnu. Í fyrra
voru til að mynda 68,9% kvenna í
þessum aldurshópi í námi en hlut-
fallið var 61,5% meðal karla.
Sterk félags- og efnahagsleg
staða ungmennis virðist veita
ákveðna vernd gagnvart því að
lenda í hópi þeirra sem eru hvorki í
námi né á vinnumarkaði. Eru tæki-
færi og aðstæður ungmenna eftir
uppruna þeim í óhag sem eru af er-
lendu bergi brotin að því er fram
kemur í umfjölluninni. Þó ungmenni
með erlendan bakgrunn séu ekki
einsleitur hópur eru þau töluvert
stór hluti þessa hóps eða 13,1% á
móti 8,8% innfæddra á þessum aldri
sem eru hvorki í námi né með vinnu.
„Úrvinnsla gagnanna hér bend-
ir eindregið til þess að staða ung-
menna með erlendan bakgrunn sé
töluvert frábrugðin stöðu innfæddra
ungmenna. Þannig eru ungmenni
með erlendan bakgrunn talsvert lík-
legri til þess að vera hvorki í starfi
né í námi. Að sama skapi virðast
áhættu- og áhrifaþættir sem tengj-
ast líkindum þess að lenda í [hópi
ungmenna sem stunda hvorki nám
né atvinnu] hafa afdrifaríkari afleið-
ingar fyrir ungmenni með erlendan
bakgrunn,“ segir í umræðukafla
skýrslunnar. Kerfisbundinn munur
liggi fyrir á öllum þeim breytum
sem skoðaðar voru í rannsókninni
ungmennum með erlendan bak-
grunn almennt í óhag. „Þetta þýðir
að ungmennum með erlendan bak-
grunn bjóðast verri aðstæður og
takmarkaðri tækifæri í íslensku
samfélagi en innfæddum,“ segir þar
ennfremur. Eru þau sögð vera varn-
arlausari gagnvart því að lenda í
þessum hópi ungmenna sem eru
hvorki við nám né í vinnu en inn-
fædd ungmenni. Tekið er þó skýrt
fram að hópur þeirra ungmenna
sem eru af erlendu bergi brotin er
afar breytilegur. Konur sem eru
með erlendan bakgrunn voru til
dæmis skv. rannsókninni hlutfalls-
lega fleiri í námi og/eða vinnu en
karlar á þessum aldri sem fæddir
eru hér á landi.
Höfundurinn bendir á að það er
ekki eingöngu hagur einstakling-
anna heldur samfélagsins alls að
auka virkni þessa hóps ungmenna
en til þess þurfi að beita altækum
aðgerðum sem henti óvirkum ung-
mennum óháð uppruna og félags- og
efnahagslegri stöðu þeirra og draga
þannig úr skaðlegum áhrifum ójafn-
aðar.
Í skýrslunni er einnig fjallað
um erlend gögn og rannsóknir á
stöðu ungmenna sem eru hvorki í
námi né vinnu og hættuna á því að
ungmenni festist í þessari stöðu, sér
í lagi ef þau hafa litla menntun eða
litla sem enga starfsreynslu. Þá er
ljóst að við efnahagsþrengingar
fjölgar að jafnaði í hópi ungmenna
sem eru hvorki starfandi né í námi.
„Skyldi því engan undra að allt frá
efnahagshruninu árið 2008 hefur
ungt fólk almennt verið einn varn-
arlausasti hópurinn á vinnumarkaði
og atvinnuleysi töluvert útbreitt í
samanburði við aðra hópa [...],“ seg-
ir þar ennfremur.
Fjöldi ungmenna er
utan náms og án vinnu
44%
56%
33%
67%
59%
39%
48%47%
Atvinnu- og námsþátttaka ungmenna
Hlutfall 16-24 ára sem voru hvorki í námi né vinnu 2014-2020
Hæsta menntunarstig ungmenna á aldrinum 19-21 árs
10,0%
9,5%
9,0%
8,5%
8,0%
7,5%
Grunnmenntun eða minna Framhaldsskólamenntun
Heimild: Varða – Rannsóknastofnun
vinnumarkaðarins
Innfædd Erlendur bakgrunnur Innfædd Erlendur bakgrunnur
2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Hvorki í námi né vinnu Í námi og/eða vinnu
9,5% 9,5%
8,9%
8,3% 8,3%
8,9%
9,5%