Morgunblaðið - 28.10.2021, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
25
ára
1996-2021
ÚRVAL
ÚTILJÓSA
www.rafkaup.is
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Tanit Karolys er ein þeirra sem stendur fyr-
ir ráðstefnunni Fæðing móður en ráð-
stefnan, sem verður haldin 6. nóvember
næstkomandi, er ætluð sem fræðsla fyrir
verðandi mæður. Sjálf mun Tanit fara með
erindi á ráðstefnunni um meðvitað uppeldi
(e. Conscious Parenting Method) sem er
uppeldisaðferð sem hefur notið mikilla vin-
sælda upp á síðkastið og en aðferðin byggir
á áherslu á virðingarrík samskipti milli for-
eldra og barna og náttúrulegum uppeldis-
aðferðum.
Tanit mætti í morgunþáttinn Ísland vakn-
ar í gær og ræddi þar um uppeldisaðferðina.
„Þú hefur eitthvað inni í þér sem hjálpar
þér að að tengjast barninu. En það að verða
foreldri – og ekki bara fyrsta mánuðinn eða
fyrsta árið, við erum að tala um kannski 20
ár sem þú þarft að fylgjast með og leiðbeina
barninu þínu í að verða bara manneskja,“
sagði Tanit í viðtalinu við þau Kristínu Sif,
Jón Axel og Yngva Eysteins.
„Þú verður að fara í háskóla til að læra
verkfræði en þú þarft ekki að fara í for-
eldraháskóla til að læra að verða besta for-
eldrið sem þú getur orðið,“ sagði Tanit en
hún segir fólk oft búast við því að þekkingin
til að ala upp börn sé þegar til staðar frá
náttúrunnar hendi.
„Það sem allir eru að segja hér [þ.e. á Ís-
landi] er: „Þetta reddast. Við erum sterk og
við getum allt.“
En við erum að kenna barninu að tilfinn-
ingar skipta ekki máli. Og það sem þú finnur
þegar þú ert að gera eitthvað, það skiptir
ekki máli. Bara „haltu áfram“ og „þú ert
með þetta“,“ sagði Tanit.
Tanit sagði þetta viðhorf setja of mikla
pressu á barnið.
Sagði hún foreldra oft vera með ákveðna
„triggera“ í uppeldinu sem eigi upptök sín
hjá þeim persónulega.
„Þau [börnin] eru ekki að sofa þegar þú
vilt, þau eru ekki borða það sem þú vilt. Það
er ekki barnið. Það ert þú sjálfur sem þú
þarft að vinna í,“ útskýrði Tanit.
„Fókusinn á þig í staðinn fyrir barnið“
Þá ræddi Tanit um stærstu fyrirmyndina
sem flestir hafa um foreldrahlutverkið –
þeirra eigin foreldra – og benti hún á að
langflestir væru þeirrar skoðunar að uppeld-
isaðferðir foreldra þeirra væru ekki upp á
tíu.
„Við viljum breyta þessu. Meðvitað upp-
eldi er að setja fókusinn á þig í staðinn fyrir
barnið. Börnin eru bara frábær eins og þau
eru. Þú vinnur með sjálfan þig og þau læra
af þér,“ sagði Tanit og bætti við að þannig
gætu foreldrar gengið á undan með góðu
fordæmi.
Með meðvituðu uppeldi leggur maður
þannig ekki áherslu á hvernig maður á að
„ala upp“ barn heldur á það hvernig maður
getur sjálfur verið besta fyrirmyndin fyrir
barnið.
„Allt byrjar með þér sjálfum. Ef þú ert
ekki búinn að læra að vera í lagi og vera í
jafnvægi, þá getur þú ekki kennt barninu
það. Þú þarft að vinna fyrst í þér sjálfum til
að ganga á undan með góðu fordæmi,“ sagði
hún og benti á að foreldrar gætu ekki gert
þær kröfur á barnið sitt að gera allt full-
komlega á meðan þeir væru ekki að vinna í
sjálfum sér.
Fullkomnunarsinni sem fann frelsið
Sjálf lærði Tanit hjá dr. Shefali Tsabary,
upphafskonu hugmyndarinnar um meðvitað
uppeldi og er Tanit viðurkenndur leiðbein-
andi uppeldisaðferðarinnar.
Hún sagðist sjálf hafa átt foreldra sem
voru dugnaðarforkar og afar metnaðarfullir
(e. overachievers) sem hafði áhrif á hana og
hennar hugmyndir um uppeldi.
„Ég er fullkomnunarsinni. Ég fór í besta
háskóla í heiminum. Ég var að gera allt sem
ég var að gera og var með rosa góða vinnu.
En ég fór í kulnun. Af því að það var of mik-
il pressa á mér,“ sagði Tanit en hún er viss
um að þetta hrun hafi verið ákall um að hún
þurfti horfa inn á við og vinna í sjálfri sér til
að verða besta útgáfan af sjálfri sér og
þannig betri fyrirmynd fyrir dóttur sína, Sól.
Nú hjálpar hún fólki að gera slíkt hið sama.
„Allt byrjar með þér“
Móðir Tanit elur dóttur sína Sól upp í meðvituðu uppeldi með manni sínum Andra.
Meðvitað uppeldi er uppeldis-
aðferð sem hefur rutt sér
rækilega til rúms á Íslandi á
síðustu misserum. Tanit
Karolys leiðbeinir foreldrum í
að nýta sér aðferðina en hún
ræddi um hana og áhrif hennar
í Ísland vaknar á K100 í gær.
Leiðbeinandi Tanit Karolys er leiðbeinandi í meðvituðu
uppeldi en hún býður upp á ýmis námskeið.
Ljósmyndir/Tanit.is
Fókus „Meðvitað uppeldi er að setja „fókus-
inn“ á þig í staðinn fyrir barnið. Börnin eru
bara frábær eins og þau eru,“ segir Tanit.
„Meðvitað uppeldi leggur ekki áherslu á það hvernig þú átt að „ala upp“
barnið þitt en snýr hins vegar að því hvernig þú getur undirbúið þig og um-
breytt þér til þess að geta boðið barninu þínu bestu útgáfuna af þér. Að upp-
götva hvernig eigin mynstur og skilyrðingar geta takmarkað þig og aftrað
þér frá því að vera fullkomlega til staðar á þessari nýju vegferð foreldra-
hlutverksins, sem hefur bein áhrif á uppeldi barnsins þíns,“ segir á heima-
síðu Tanit, Tanit.is, um meðvitað uppeldi.
Þar segir Tanit frá því hvernig hún upplifði kulnun sem leiddi hana í mik-
inn umbreytingartíma í lífi sínu sem varð til þess að hún varð meðvitað for-
eldri og fór að leggja áherslu á náttúrulega nálgun á uppeldi dóttur sinnar.
Varð meðvituð móðir