Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
✝
Ingi Sverrir
Gunnarsson
fæddist í Reykjavík
17. ágúst 1941. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 5.
október 2021.
Móðir hans hans
var Bergþóra Magn-
úsdóttir, f. 27.1.
1921, d. 8.4. 1995,
dóttir Magnúsar
Jónssonar, f. 8.7.
1893, d. 19.6. 1959 frá Selalæk og
Jónu Ágústínu Ásmundsdóttur, f.
26.5. 1895, d. 8.11. 1923.
Faðir hans var Gunnar Viggó
Jóelsson járnsmíðameistari, f.
12.6. 1918, d. 19.12. 1990, sonur
Karls Júlíusar Einarssonar, f.
18.1. 1872, d. 24.11. 1970 og Mar-
grétar Ásmundsdóttur, f. 18.8.
1893, d. 14.10. 1963.
Systkini Inga Sverris eru Guð-
laug Gunnarsdóttir, f. 14.4. 1939
og Magnús Björnsson, f. 1.9.
1942, d. 26.2. 2014. Hann var ætt-
leiddur til hjóna er bjuggu á
Flögu í Vatnsdal, A-Hún. Hann á
fimm önnur systkini samfeðra en
Bjarnadóttur sem voru síðustu
íbúar torfbæjarins sem nú er orð-
inn að tóftum.
Ingi Sverrir hóf skólagöngu
sína í Laugarnesskóla, fór síðan í
Miðbæjarskólann og þaðan lá
leiðin í Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar. Hann fór í Matsveina-
og veitingaþjónaskólann og út-
skrifaðist sem framreiðslumeist-
ari árið 1960.
Hann var messi á Tungufossi
og ungþjónn á Gullfossi og Hótel
Borg. Eftir að námi lauk starfaði
hann til margra ára sem þjónn á
Hótel Borg, um tíma á Hótel Kea
á Akureyri og einnig starfaði
hann á Gullna hananum í Reykja-
vík.
Hann hóf störf hjá Símanum
með æskuvini sínum Jóhanni
Erni Guðmundssyni og fóru þeir
víða um land með vinnuflokkum.
Eftir það starfaði hann í Húsbún-
aðardeild Símans og útskrifaðist
sem símsmíðameistari. Starfs-
ferli sínum lauk hann sem skrif-
stofumaður hjá Símanum.
Ingi Sverrir var virkur félagi í
Hallgrímsdeild AA-samtakanna
til margra ára. Hann var bókelsk-
ur og átti afar stórt bókasafn en
sagnfræði og ættfræði áttu hug
hans allan.
Að ósk hans fór útförin fram í
kyrrþey frá Fossvogskapellu 18.
október 2021.
þau eru Sigurður
Vilhjálmsson, f. 6.2.
1945, Inga Björt
Vilhjálmsdóttir, f.
3.3. 1946, Sveinbjörg
Gunnarsdóttir, f.
12.11. 1950, Auður
Róberta Gunnars-
dóttir, f. 10.2. 1957, d.
28.5. 2010. Hylur
Hörður Þóruson, f.
14.7. 1962.
Ingi Sverrir
kvæntist Sigríði Arnborgu Vig-
fúsdóttur frá Höfn í Hornafirði, f.
13.3. 1940, d. 23.12. 1979. Þau
skildu.
Fyrstu ár sín ólst Ingi Sverrir
upp hjá föðurfjölskyldu sinni á
Hringbraut í Reykjavík. Eftir að
foreldrar hans skildu fékk móðir
hans berkla og var í langan tíma á
Vífilsstaðaspítala. Hún giftist Jóni
Agli Ferdinandssyni frá Siglu-
firði, f. 10.8. 1919, d. 7.6. 2007, og
gekk hann Sverri í föðurstað.
Mörg sumur var hann í sveit í
Ártúni á Kjalarnesi vestan við
rætur Esju hjá hjónunum Gunn-
laugi Sigurðssyni og Guðrúnu
Leiðir okkar Sverris lágu fyrst
saman um 10 ára aldur í Miðbæj-
arbarnaskólanum.
Hann vakti athygli mína vegna
þess að hann var nýr í skólanum
og var alltaf á fullri ferð, alltaf að
prakkarast og stríðinn. Sverrir
var einn róttækasti teikari í bæn-
um (að teika var að hanga aftan í
bílum þegar snjór og hálka var á
götum), hann var nánast atvinnu-
maður í þessu sporti.
Það sást á niðurbrettum stíg-
vélum hans sem voru næstum
hælalaus vegna mikils núnings
við götur borgarinnar, þannig að
hann hallaðist svolítið aftur þá
sjaldan að hann gekk, en var oft-
ast á hlaupum. Metið í teiki var
þegar hann hékk aftan í Hafnar-
fjarðarstrætó frá Lækjargötu
suður í Hafnarfjörð.
Sverrir ólst upp fyrstu árin hjá
föðurömmu og –afa í verka-
mannabústöðunum við Hring-
braut ásamt foreldrum sínum
sem síðar skildu og varð Sverrir
eftir hjá ömmu og afa í góðu yf-
irlæti og síðar með móður sinni.
Hann átti góða æsku.
Það má segja að líf hans hafi
skipst í fjóra hluta. Hamingjusama
æsku. Djammárin upp úr ferm-
ingu og fram yfir þrítugt. Barátt-
una við Bakkus með þeim átökum
sem því fylgdi og síðast gott líf
fram til þess síðasta er hann glímdi
við erfiðan sjúkdóm sem dró hann
til loka þessa lífs. Eins og fyrr
sagði átti hann góðar minningar úr
æsku svo sem sumardvalir í sum-
arbústað afa og ömmu í Kópavogi
og hjá góðu fólki á bænum Ártúni
á Kjalarnesi, auk samvista við
ömmur og ömmusystur sem hon-
um þótt mjög vænt um.
Við vorum fermingarbræður,
fermdumst í Dómkirkjunni hjá
séra Jóni Auðuns. Gengum sam-
an í Gaggó Vest, þann fræga
skóla. Vorum mikið við höfnina
að falast eftir vinnu allt frá 12 ára
aldri og fengum oft vinnu við
uppskipun. Upp úr því komumst
við í skipspláss sem messaguttar.
Sverrir fyrst á Tungufossi og síð-
ar á Gullfossi og þá byrjuðu
djammárin.
Sverrir komst í nám í þjóna-
skóla og var í starfsnámi á Hótel
Borg og sem þjónn á Gullfossi og
ýmsum skemmtistöðum. Hann
tók þetta allt af miklum krafti og
skemmtanalífið sem fylgdi, sem
sífellt tók yfir meir og meir. Í
Þórskaffi og Vetrargarðinn var
farið um helgar og dansað af
miklum krafti, hvergi slegið af í
rokki og róli, engin rólegheit þar
frekar en í öðru sem vinur minn
tók sér fyrir hendur. Eftir dans-
leik tóku við partí sem stóðu fram
á næsta dag og oft lengur.
Þegar á leið tók Bakkus völd-
in; það sem áður var skemmtilegt
varð að kvöl og vanmætti til að
stjórna eigin lífi. Margar atlögur
voru gerðar til að ná að snúa til
baka. Farið inn og út hjá með-
ferðarstofnunum, náði að verða
edrú um tíma en féll svo aftur.
Með hjálp AA-samtakanna og
góðra vina tókst honum smám
saman að vinna bug á fíknivand-
anum. Sverrir veitti í mörg ár
forustu einni deildinni hjá AA.
Sverrir var alltaf mikið snyrti-
menni og alltaf vel til fara. Hann
var bókhneigður, las mikið og var
sagnfræði hans uppáhald, grúsk-
aði í ættfræði og var vel heima
þar. Safnaði bókum, átti stórt
bókasafn. Hann var mikill sjálf-
stæðismaður. Sverrir var mikill
mannvinur og dýravinur.
Nú undir það síðasta ræddum
við oftar en ekki trúmál og hvað
tæki við eftir brottför okkar úr
þessum heimi. Sverrir trúði á
Sumarlandið og að þar biðu hans
ástvinir sem fyrr voru farnir.
Við félagarnir höfðum rætt
bæði í gamni og alvöru að sá okk-
ar sem seinna færi yfir móðuna
miklu skyldi skrifa minningar-
grein um hinn. Sverrir hafði þó
þann fyrirvara að ef ég yrði sá
sem skrifaði vildi hann fá að lesa
greinina yfir en til þess kom ekki
þar sem ég var of seinn. Ég vona
að hann sé sáttur við þessi skrif
og fyrirgefi mér ef ég hef ein-
hvers staðar hallað réttu máli.
Við vinirnir áttum síðustu
samskipti í herbergi hans á líkn-
ardeildinni í Kópavogi og horfð-
um út um gluggann sem sneri að
Álftanesi rétt ofan við fjöruna
þar sem afi hans og amma áttu
sumarbústað aðeins utar á Kárs-
nesi og bát í fjörunni. Er það
sumarlandið? Þar má segja að
Sverrir væri kominn heim.
Þakka 70 ára vináttu. Sjáumst
seinna.
Þinn gamli vinur,
Jóhann Örn Guðmundsson
(Öddi).
Meira á www.mbl.is/andlat
Ingi Sverrir
Gunnarsson
Sumarið var ein-
stakt fyrir austan.
Það hlýjasta í
manna minnum.
Tíðarfar sem þetta átti vel við
tengdaföður minn heitinn, Magn-
ús Pálsson frá Veturhúsum í
Eskifirði. Í dag hefði hann orðið
95 ára. Hann hlakkaði til, sagðist
sposkur fá að ráða hvað væri í
matinn þann daginn. En það
haustaði að og hann andaðist 5.
september síðastliðinn.
Magnús ólst upp í veröld sem
var. Mannmargt heimili í litlu
húsnæði, þröngt í búi. En ekki
var kvartað. Það var lagt upp úr
því að fólk lærði að bjarga sér.
Enda átti hann stundum erfitt
með að skilja hugsunarhátt unga
fólksins, sem oft á erfitt með að
láta eitthvað á móti sér. Maggi
Páls, sjarmörinn að austan, var
hann stundum nefndur í Lauga-
skóla, laumaði móðir mín eitt
sinn að mér kankvís á svip, þegar
ljóst var hverra manna tilvonandi
tengdasonur hennar væri. Á
Laugum þóttu þeir líka flottir í
tauinu, strákarnir að austan. Og
tengdapabbi hélt áfram að vera
flottur í tauinu og snyrtilegur,
svo eftir var tekið.
Hjá Magnúsi og Sigrid Toft
var væntumþykja alltumlykjandi
en glettnin og saklaus stríðnin
ekki langt undan. Þótti þeim við
koma of sjaldan, stansa of stutt.
Börnunum okkar fannst ríki-
dæmi að eiga Siggu fyrir þriðju
ömmuna. Ávallt allt í röð og
reglu; þótt barnabörnin rusluðu
til var allt komið nær samstundis
á sinn stað án þess að nokkur
tæki eftir. Nákvæmnin var mikil,
ekki síst þegar kom að matmáls-
tímum og var oft gantast með
það. Stundum tókum við tímann
hversu snögg við vorum að borða
og Magnús búinn að taka af borð-
inu og vaska upp. Hann brosti í
kampinn og vildi láta verkin tala.
Það var honum mikið áfall
þegar Sigga fór að missa heils-
Magnús Pálsson
✝
Magnús Páls-
son fæddist 28.
október 1926. Hann
lést 5. september
2021.
Útför hans fór
fram 18. september
2021.
una. Þetta var ein af
mörgum áskorun-
um sem tengda-
pabbi tókst á við í
lífinu og gerði með
æðruleysi. Jafnvel
eftir að hann var
orðinn einn hafði
hann lúmskt gaman
af því að takast á við
eldamennsku og
bakstur og lagði sig
eftir að næla sér í
spennandi uppskriftir. Hann
gerði kröfur um gæði hráefnisins
og fannst ótækt að kaupa fisk í
næstu búð, þar sem hann væri
betri neðan frá Borgarfirði.
Magnús naut þess að koma á
æskuslóðirnar í Veturhúsum.
Alltaf var það jafn magnað þegar
hann leiddi mann í sannleika um
þá þolraun sem hann gekk í
gegnum við að bjarga breskum
hermönnum í janúarmánuði
1942. Þessi reynsla hafði mótað
hann, en ávallt gerði hann lítið úr
sínum hlut, dáðist að seiglu móð-
ur sinnar og systur og sagði enn-
fremur: „Það var Páll bróðir sem
var hetja þessarar nætur. Ekki
ég.“
Tengdapabbi var allt annað en
rólegur maður, lá yfirleitt tölu-
vert á og kom mörgu í verk. Því
þótti mörgum sú elja, að sitja og
sóla sig, nokkuð sérkennileg.
„En það er nú líka alltaf besta
veðrið fyrir austan,“ sagði hann
gjarnan hróðugur og færði sig á
vestursvalirnar upp úr miðjum
degi og elti sólina. Þótt tíminn
kæmi á móti Magnúsi, líkt og
okkur hinum, fannst honum
stundum snúið að eldast og vera
ekki jafn kvikur og áður. Hann
trúði að þetta líf væri ekki loka-
tilverustigið og var tilbúinn að
ferðast til hins næsta. Hafði
nefnt það í nokkurn tíma að þetta
væri nú að verða gott. Hann
hlakkaði til að hitta ástvinina
sem farnir voru á undan honum.
Við vitum að hann setur upp
slaufu í tilefni dagsins, bíður
reffilegur með heitt á könnunni,
líklega búinn að hella í bollana og
tilbúinn með tvö hundruð
gramma kökuna – með blik í aug-
um.
Blessuð sé minning Magnúsar
Pálssonar.
Anna Sólveig Árnadóttir.
Miriam Thor-
arensen var sjöunda
í aldursröð tíu systk-
ina, barna þeirra
hjóna Láru Hallgrímsdóttur og
Valdimars Thorarensen á Akur-
eyri. Lára var frænka mín og er
mér í fersku minni þegar ég fékk
að fara með ömmu minni í heim-
sókn til þeirra hjóna í fyrsta sinn,
en þá bjuggu ungu hjónin ásamt
þremur elstu börnunum í stóru
gömlu timburhúsi á Oddeyri á Ak-
ureyri og gekk þetta hús undir
nafninu Litla Reykjavík, senni-
lega af því hvað margt fólk bjó
þar. Skömmu seinna var fjölskyld-
an flutt í stærra húsnæði. Var það
býsna stór hermannabraggi á
Gleráreyrum þar sem fjölskyldan
stækkaði ört. Þar fæddist Miriam
og ólst upp undir verndarvæng
foreldra sinna og hennar Leifu, en
hún var móðursystir Láru og hafði
alið hana upp. Hún varð góð
amma barnanna, sagði þeim sögur
og sat með þau yngstu í kjöltunni
og raulaði við þau.
Ég heyrði sagt að nafnið Miri-
am hefði komið frá breskri konu
sem dvaldi á Akureyri um skeið og
reyndist fjölskyldunni vel. Miriam
var þó oftast kölluð Mirra. Hún
Miriam
Thorarensen
✝
Miriam Thor-
arensen fædd-
ist 11. maí 1950.
Hún lést 10. sept-
ember 2021.
Útför Miriam fór
fram í kyrrþey 20.
september 2021.
var björt yfirlitum,
há og grönn, glaðleg
og ljúf í viðmóti.
Trygglyndi var
henni í blóð borið og
kom það vel í ljós
með heimsóknum
hennar til gamals
fólks og lasburða.
Föðursystir mín sem
gekk undir nafninu
Magga frænka var
afasystir Mirru og
bjó síðustu tíu árin á Dvalarheim-
ilinu Hlíð á Akureyri. Hún sagði
eitt sinn við mig að fáir væru jafn
duglegir að koma í heimsókn og
Mirra, og oft væri hún með börnin
tvö með sér og það væri svo gam-
an. Börnin hennar Mirru, Jói og
Valdís og þeirra börn, voru sann-
arlega ljós í lífi Mirru. Mirra ól
börnin sín ein upp og sýndi með
því kjark og dugnað. Þegar hún
var unglingur langaði hana til að
læra meira, því hún var vel gefin
og hæfileikarík á mörgum sviðum,
en aðstæður fjölskyldunnar voru
þannig að flest börnin þurftu að
fara að vinna strax eftir fermingu.
Mirra hafði skapandi hæfileika
sem komu vel í ljós í fallegu hand-
verki hennar. Oftast bjó hún jóla-
kortin sín til sjálf og ég mun
geyma kortin hennar til mín sem
dýrgripi í minningu elskulegrar
frænku sem stóð sig eins og hetja í
lífinu. Ég kveð Mirru með söknuði
og þakklæti fyrir tryggð hennar
við mig og mína fjölskyldu.
Kristín Jónsdóttir
frá Munkaþverá.
Bergljót Ingólfs-
dóttir var sjaldan
kölluð annað en
Peggý og undir því
nafni þekkti ég hana
alla tíð. Hún var
æskuvinkona móður minnar og til-
heyrði sterkum og sjálfstæðum
hópi vinkvenna sem urðu stúdent-
ar saman frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1949. Það var bjart
yfir vorinu 1949 þegar vegir lágu
til allra átta. Þær voru Reykjavík-
urstúlkur sem settu svip sinn á
bæinn. Langflestar fóru einhvern
tíma á lífsleiðinni í frekara nám og
þær urðu læknar, lögfræðingar,
prófessorar, ritarar og ein varð
forseti Íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir. Þegar þær urðu 25 ára
stúdentar gátu þær sungið: „af
konum þrem á þingi, sem þeytast
um í hringi, að þóknast almenn-
ingi eru tvær úr okkar bekk“ og
var þar átt við þær Ragnhildi
Helgadóttur og Svövu Jakobs-
dóttur.
Peggý ræktaði vináttuna eins
og fjölskylduna og hún var örlát á
þá gæsku. Sjálf sá hún um árabil
um þátt í Morgunblaðinu og sinnti
því starfi samhliða stóru heimili.
Þau hjónin, Friðrik og Peggý,
voru afar samrýnd og var það
Peggý mikill harmur þegar Frið-
Bergljót
Ingólfsdóttir
✝
Bergljót Ing-
ólfsdóttir fædd-
ist 4. maí 1927. Hún
lést 14. september.
Útför fór fram í
kyrrþey.
rik féll frá fyrir fimm
árum með stuttum
fyrirvara.
Mér og minni fjöl-
skyldu hefur Peggý
alltaf sýnt fádæma
hlýju og velvild og
vináttan hefur verið
órofin. Það á líka við
um Friðrik sem lagði
stund á hesta-
mennsku alla tíð og
hefur mitt fólk átt
ófáar gæðastundir með Friðriki
og börnum þeirra Peggýjar í hest-
húsinu. Peggý hefur fylgst af
áhuga með því sem við höfum tek-
ið okkur fyrir hendur og sent góð-
ar óskir. En þakklátust erum við
fyrir þá dýrmætu væntumþykju
sem hún hefur alla tíð sýnt Hjalta
Geir syni okkar. Hjalti Geir glímir
við fötlun og hefur Peggý alla tíð
fylgst vel með honum, sent honum
hlýjar kveðjur og sýnt öllum hans
verkefnum mikinn áhuga. Ófá eru
símtölin okkar Peggýjar þegar
hún spyr frétta af Hjalta Geir og
þegar hann var valinn til að keppa
í sundi á Special Olympics var
Peggý fljót að senda honum kort
með hvatningarorðum. Hún væri
stolt að fylgjast með honum í dag.
Maður fær seint fullþakkað
skilyrðislausa væntumþykju líkt
og Peggý sýndi okkur alla tíð. En
veganestið sem hún gaf okkur er
dýrmætt og fyrir það þökkum við
af heilum huga.
Blessuð sé minning Bergljótar
Ingólfsdóttur.
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við fráfall
okkar ástkæru
ÁLFRÚNAR GUNNLAUGSDÓTTUR,
prófessors og rithöfundar.
Bjarki Kaikumo
Gylfi Gunnlaugsson Ragnhildur Hannesdóttir
Ólafur Gunnlaugsson Margrét Ingimarsdóttir