Morgunblaðið - 28.10.2021, Page 70
70 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
AF BÓKMENNTUM
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Barna- og unglingabókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs
verða afhent í níunda sinn
þriðjudaginn 2. nóvember í Kaup-
mannahöfn í tengslum við þing
Norðurlandaráðs. Við sama tækifæri
verða einnig veitt verðlaun fyrir bók-
menntir, tónlist, kvikmyndir og
umhverfismál. Allir verðlaunahafar
fá verðlaunagripinn Norðurljós og
300 þúsund danskar krónur sem
samsvara um sex milljónum
íslenskra króna.
Alls eru fjórtán bækur á átta nor-
rænum tungumálum tilnefndar til
Barna- og unglingabókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs í ár. Dóm-
nefndir stóru málsvæðanna fimm
(Danmerkur, Finnlands, Íslands,
Noregs og Svíþjóðar) mega hver um
sig tilnefna tvö verk sem komið hafa
út á síðustu tveimur árum. Dóm-
nefndir minni málsvæðanna (Álands-
eyja, Færeyja, Grænlands og sam-
íska málsvæðisins) mega tilnefna eitt
verk hver sem út hafa komið á sein-
ustu fjórum árum. Að þessu sinni
komu allar tilnefndu bækurnar út ár-
ið 2020 nema sú sem er frá samíska
málsvæðinu, hún kom út 2019. Í
blaðinu á laugardag verður fjallað
um framlag Dana, Finna, Færeyinga
og Íslendinga, en í dag er sjónum
beint að framlagi Álendinga, Græn-
lendinga, Norðmanna, Sama og Svía.
Rýnir las bækurnar á frummálinu
nema annað sé tekið fram.
Marglaga og töfrandi frásögn
Unglingabókin Nattexpressen
(Næturhraðlestin) eftir Karin
Erlandsson með
myndum Peters
Bergting er
framlag Álend-
inga í ár.
Erlandsson hef-
ur tvisvar áður
(2018 og 2020)
verið tilnefnd til
verðlaunanna
fyrir fyrstu og
síðustu bókina í
fjórleiknum Legenden om ögon-
stenen. Skáldsagan Nattexpressen
gerist í aðdraganda jóla og skiptist í
24 kafla svo nota má hana sem jóla-
dagatal og lesa einn kafla á dag. Bók-
in á það sameiginlegt með mörgum
öðrum jóladagatölum í bóka- og sjón-
varpsformi að gerast á mörkum
þessa heims og annars.
Hér er sagt frá hinni ellefu ára
Dönju sem árlega heimsækir móður-
ömmu sína á aðventunni ásamt for-
eldrum og eldri systur. Amman býr í
gamalli lestarstöðvarbyggingu þar
sem hún vann ásamt afanum heitn-
um. Þegar amman hverfur sporlaust
uppgötvar Danja að dularfull nætur-
hraðlest á leið fram hjá aflögðu stöð-
inni á hverri nóttu. Danja fær sér far
með næturlestinni og kemst að því
að hana megi nota til að leita horf-
inna ástvina sinna. Lestina og stöðv-
arnar 24 smíðaði afi hennar, en tókst
þó ekki að klára ætlunarverkið fyrir
andlátið. Danja einsetur sér að klára
verkið til að amman geti snúið aftur
heim, en dularfull vera leggur ítrek-
að stein í götu hennar.
Erlandsson er hugmyndaríkur
höfundur sem skapað hefur marg-
laga og töfrandi frásögn. Hún skrifar
af miklu næmi um sorgina sem fylgir
missi, hvort heldur er vegna sjúk-
dóma, aldurs eða dauða. Opin tjá-
skipti reynast mikilvægur lykill að
farsælli niðurstöðu auk þess sem
minnt er á mikilvægt gildi góðra
minninga. Látlausar og oft og tíðum
myrkar myndir Bergting bæta miklu
við lestrarupplifunina.
Sjálfstæðar ungar stúlkur
Framlag Grænlendinga er mynda-
bókin Aima Qaqqap Arnaalu (Aima
hittir móður fjallsins) sem Bolatta
Silis-Høegh bæði skrifar og mynd-
lýsir og rýnir las í danskri þýðingu
höfundar. Hér er á ferðinni þriðja
myndabók Silis-Høegh um hina
uppátækjasömu Aimu, en 2016 var
hún tilnefnd fyrir aðra bók flokksins
sem nefnist Aima qaa schhh! (Uss,
Aima!). Sem fyrr hverfist sagan um
Aimu, sem er nú komin í 2. bekk.
Þrátt fyrir skýr fyrirmæli frá móður
sinni um að koma beinustu leið heim
eftir skóla freistast Aima til að
bregða á leik með Mathildu vinkonu
sinni og endar í heimsókn hjá föður-
ömmu vinkonunnar, sem Aima kallar
móður
fjallsins.
Þegar
Aima
loks
kemur
heim fær
hún
skömm í
hattinn frá mömmu sinni sem var
orðin mjög áhyggjufull þegar dótt-
irin skilaði sér ekki heim á umsömd-
um tíma.
Höfundur fjallar á skemmtilegan
hátt um sjálfstæðistilburði ungra og
uppátækjasamra stúlkna. Lífsgleði
og húmor þeirra er miðlað með góð-
um hætti í myndefninu þar sem
vatnslitamyndum og ljósmyndum er
blandað saman með klippitækni og
sjónarhornið er bundið augnhæð
barnanna sem þýðir að aðeins sjást
fætur og magar fullorðna fólksins.
Yfir hafið í leit að lækningu
Norðmenn tilnefna tvær skáldsög-
ur fyrir unglinga sem báðar eru
skrifaðar á norsku bókmáli. Bæk-
urnar eiga það
einnig sameigin-
legt að einblína á
drengi og sam-
skipti þeirra við
aðra af sínu kyni.
Þetta eru Min
venn, Piraten
(Vinur minn,
Píratinn) eftir Ole
Kristian Løyning
sem Ronny Haugeland myndlýsir og
Aleksander den store (Aleksander
mikli) eftir Peter F. Strassegger.
Í upphafi bókarinnar Min venn,
Piraten lendir hinn 12 ára gamli
André ásamt foreldrum sínum í
alvarlegu bílslysi sem hann einn lifir
af. Miðaldra frændi André, sjómaður
sem gengur undir gælunafninu
Píratinn, tekur drenginn að sér. Af
húmor og hlýju lýsir höfundur nýja
lífinu sem bíður André og hvernig
sjómanninum tekst að ganga
drengnum í föðurstað. Þegar Pírat-
inn veikist stuttu síðar og er tjáð að
hann eigi aðeins hálft ár eftir ákveða
þeir André að sigla frá Noregi til
Trinidad undan ströndum Venesúela
til að hafa þar upp á góðum vini og
fyrrum bátsmanni Píratans sem
sagður er búa yfir lækningamætti.
Hlutirnir fara þó á annan veg en
André væntir. Fínlegar teikningar
Haugeland eru tjáningaríkar og gefa
góða tilfinningu fyrir upplifunum
André og ferðalaginu yfir Norður-
Atlantshafið. Hér er um vandaða bók
að ræða þar sem sorgin er í for-
grunni, en kímnin þó aldrei langt
undan og á endanum finnur André
örugga höfn á óvæntum stað.
Auga fyrir auga
Í Aleksander den store veitir höf-
undurinn óþægilega innsýn í
reynsluheim 15 ára pilts eftir að
hann neyðist til að flytjast með fjöl-
skyldu sinni frá
ónefndu heima-
landi föðurins í
Suður-Evrópu til
Noregs, ætt-
jarðar móður-
innar. Ein helsta
ástæða flutning-
anna er sú að
Aleksander var
rekinn úr skóla
fyrir að slíta annað augað úr bekkj-
arbróður sínum eftir að sá hafði lengi
lagt hann í einelti. En þótt Aleks-
ander skipti um skóla linnir eineltinu
ekki og því stendur hann frammi fyr-
ir þeirri spurningu hvort vænlegast
sé að gjalda líku líkt.
Lýsing höfundar á persónum og
aðstæðum er trúverðug og skapar
sterka lestrarupplifun sem endar
með óljósri von um breytingar og
betri tíð. Hér er á hreinskilinn hátt
fjallað um andfélagslega hegðun, ótt-
ann sem brotist getur fram sem of-
beldi og þörfina fyrir að vera séður
og samþykktur eins og maður er
óháð húðlit, bakgrunni eða félags-
legri stöðu.
Ímyndunaraflið virkjað
Barnabókin Joðašeaddji Násti
(Rísandi stjarna) eftir Kirste Paltto
með myndum Lailu Labba er fram-
lag Sama í ár. Rýnir las bókina í
norskri þýðingu Lill Hege Anti. Um
er að ræða sjálfstætt framhald af
skáldsögunni Luohtojávrri oainná-
husat (Ævintýrin við Luohtojávrri)
sem tilnefnd var til sömu verðlauna
2017, en þá voru
myndlýsingarnar
í höndum Sunnu
Kitti.
Að þessu sinni
ferðast bræðurnir
Urbán og Ritni út
í geim með græn-
klædda geimd-
rengnum Gauri
og Várbu, ömmu
hans, en Gauri hefur lengi leitað hug-
rakkra jarðarbúa sem tilbúnir væru
að koma í ferðalag um geiminn og
hitta ólík geimskrímsli. Galdurinn í
samskiptum við skrímslin er að sýna
ekki ótta sinn og leggja aldrei á
flótta, því þá fyrst er voðinn vís. Höf-
undur leggur í skrifum sínum
áherslu á mikilvægi þess að við séum
forvitin, virkjum ímyndunaraflið og
sýnum öðrum samkennd og virðingu.
Myndir Labba draga upp skýra
mynd af aðstæðum og glímu
barnanna við ókennileg skrímslin,
sem búa yfir mannlegum kenndum.
Að setja sig í spor annarra
Svíar tilnefna annars vegar
myndabókina Jag och alla (Ég og
öll), sem Ylva Karlsson skrifar og
Sara Lundberg myndlýsir, og hins
vegar ung-
lingabókina
De afghanska
sönerna (Afg-
önsku syn-
irnir) eftir
Elinu Pers-
son.
Jag och alla
hefst á vanga-
veltum stúlk-
unnar Oliviu um það hvernig það sé
að vera í sporum annarra. Henni
verður litið á ungt barn úti í haga og
sjálfkrafa færist sjónarhornið til
þess barns. Í framhaldinu færist
sjónarhornið til átta annarra barna
sem öll eru að sýsla við ólíka hluti.
Sum þeirra búa við gott atlæti meðan
önnur eru á vergangi, sum njóta lífs-
ins í góðum félagsskap meðan önnur
syrgja látinn ástvin eða eru rúm-
liggjandi vegna veikinda. Öll fá börn-
in tækifæri til að deila með lesendum
vangaveltum sínum, reynslu og að-
stæðum.
Litríkar og lifandi vatnslitamyndir
Lundberg gleðja augað og flæða með
skemmtilegum hætti í kringum
knappan texta Karlsson. Hér er á
ferðinni falleg bók sem minnir okkur
á hvernig samfélagið er þéttriðið net
einstaklinga þar sem hver hefur sína
sögu að segja og er í aðalhlutverki í
eigin lífi. Samtímis hvetur bókin les-
endur til að æfa sig í því að setja sig í
spor annarra.
Í leit að samastað
Tilviljun réð því að rýnir var að
lesa skáldsöguna De afghanska
sönerna um það leyti sem Bandarík-
in bundu nýverið endi á 20 ára hern-
aðaríhlutun sína í
Afganistan og
talíbanar komust
aftur til valda.
Fyrir vikið varð
söguheimurinn
mun nálægari en
ella og raunir per-
sóna meiri. Líkt
og titill skáldsög-
unnar gefur til
kynna fjallar Elin
Persson um syni Afganistan. Þetta
eru drengir á táningsaldri sem flúið
hafa ofbeldi talíbana og sóst eftir
skjóli í Svíþjóð. Þar sem um fylgdar-
laus ungmenni er að ræða hefur
þeim verið komið fyrir á sérstakri
stofnun þar sem hin tæplega tvítuga
Rebecka vinnur, en bókin er sögð frá
hennar sjónarhóli.
Í byrjun bókar, þegar Rebecka
hefur störf, er henni ráðlagt að
tengjast skjólstæðingunum ekki of
sterkum böndum, en eftir því sem
hún kynnist piltunum þremur, sem á
deildinni hennar búa, betur þeim
mun erfiðara verður að láta sér
standa á sama um örlög þeirra. Les-
endur fá smám saman upplýsingar
um bakgrunn piltanna, erfiðan flótta
og vonir þeirra um hamingjuríkari
framtíð í nýja landinu. Það reynist
samt hægara sagt en gert að fá dval-
arleyfi af mannúðarástæðum og þá
blasir örvæntingin ein við.
Persson skrifar af miklu næmi
um vandmeðfarið málefni. Hún veit-
ir lesendum mikilvæga innsýn í
reynsluheim sem fæstir hafa að-
gang að, en fleiri hefðu svo sann-
arlega gott af að kynna sér, enda
sér ekki fyrir endann á flótta-
mannavandanum sem viðbúið er að
muni aðeins aukast samhliða nátt-
úruhamförum af völdum loftslags-
breytinga.
Á morgun verður fjallað um bæk-
urnar sem tilnefndar eru til Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Fyrri kynningin á tilnefndum bókum til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021
Von um nýtt upphaf í öðrum heimi
Mæðgur Augnhæð Aimu skýrir sjónarhornið á hina fullorðnu í myndunum.
Vangaveltur Olivia leikur sér að
því að setja sig í spor annarra. Næturhraðlestin Danja leitar ömmu sinnar í ævintýralegum hliðarheimi.
Sjóferð André og Píratinn undir-
búa siglinguna yfir N-Atlantshafið.