Morgunblaðið - 28.10.2021, Side 76
AF ÓPERUM
Þorgeir Tryggvason
Segja má að nýhafinn menn-
ingarvetur muni gefa okkur
ágætt yfirlit um ólíkar leiðir
til að koma sígildum óperum til
þeirra sem unna því listformi. Og
jafnvel að stækka þann þrönga hóp,
og þá ekki síður yngja aðeins í hon-
um. Í byrjun nóvember hefjast sýn-
ingar á ný á hinni ástsælu La Tra-
viata eftir Verdi, fyrst í Hörpu en
síðan Hofi á Akureyri. Í febrúar
bjóða Sinfóníuhljómsveit Íslands
og Íslenska óperan upp á tónleika-
uppfærslu á Valkyrju Wagners. Og
nú standa yfir sýningar á Ástar-
drykknum eftir Donizetti í
Leikhúskjallara Þjóðleikhússins á
vegum Sviðslistahópsins Óðs. Þar
er allt skorið inn að beini. Fjórir
söngvarar, einn píanóleikari og
verkið hraustlega stytt. Og – tölum
meira um það síðar – sungið á ís-
lensku.
Þetta er vægast sagt frábærlega
heppnað hjá Óði. Það má ekki á
milli sjá hvert þeirra nýtur sín
best, Ragnar Pétur Jóhannsson
(hinn útsmogni skottulæknir
Dulcamara), Þórhallur Auður
Helgason (hinn ástsjúki en illa
blanki Nemorino), Jón Svavar Jós-
efsson (montprikið Belcore) eða
Sólveig Sigurðardóttir (hin eftir-
sótta Adina). Nú eða Sigurður
Helgi Oddsson, sem Ragnar Pétur
sækir út í sal í upphafi sýningar til
að redda málunum við hljóðfærið.
Það er afslöppuð en orkurík leik-
gleði í öllum framgangi flytjend-
anna, og þótt verkið sé vissulega
ákaflega karlmiðað og möguleikar
til að „fara á kostum“ í skoptöktum
séu fyrst og fremst hjá strákunum
þá bætir Sólveig það upp með ald-
eilis glæsilegum flugeldatónum í
sínum glansnúmerum. Ekki það að
söngurinn sé almennt neitt minna
en stórfínn.
Vinna leikstjórans, Tómasar
Helga Baldurssonar, er traust þar
sem það á við en laus þegar slík tök
eru betri. Og þau eru vissulega
betri þegar jafn flinkir stuðboltar
standa á sviðinu og hér er raunin.
Sigurður Helgi Oddsson sá um að
búa verkið til flutnings í þessu
formi. Og síðast en ekki síst: Sól-
veig Sigurðardóttir og Guðmundur
Sigurðsson þýða textann svona líka
lipurlega.
Sem er algert lykilatriði. Hin
sérkennilega tregða við að flytja
óperur á máli sem áhorfendur
skilja (og flytjendur hugsa á og
dreymir í) held ég að sé eitt af því
sem heldur „óinnvígðum“ áhorf-
endum og þeim sem yngri eru í
burtu. Verkin virka ekki sem leik-
húsverk með framandgervingu
ítölskunnar (nú eða rússnesku eða
ungversku) milli sviðs og salar. Hér
er salurinn með á nótunum, og
skemmtir sér eftir því.
Og þarf Ástardrykkurinn nokkuð
meira en þetta? Þetta er nú ekki
merkileg tónlist og dramatískt inni-
haldið síst bitastæðara en rauðu
ástarsögurnar. Það vekur eiginlega
furðu að hornsteinn óperulistar-
innar í landinu, Íslenska óperan,
hafi fyrir nokkrum árum tjaldað
öllu til við að segja þessa tvívíðu
sögu. Hló einhver þá? Nema þá til
að gefa í skyn að viðkomandi væri
með á nótunum í ítölskunni.
Í uppfærslu Sviðslistahópsins
Óðs fær Donizetti allt sem hann
verðskuldar og áhorfendur allt sem
þeir þurfa. Fallegan söng, fölskva-
lausa leikgleði og aðgang að grín-
inu. Halda þessu áfram og hver veit
hvað gerist með framtíð óperunnar
á Íslandi. Takk fyrir mig.
Grín „Í uppfærslu Sviðslistahópsins Óðs fær Donizetti allt sem hann verðskuldar og áhorfendur allt sem þeir þurfa.
Fallegan söng, fölskvalausa leikgleði og aðgang að gríninu,“ segir um Ástardrykkinn í Leikhúskjallaranum.
Kátlegar kvonbænir
»
Það er afslöppuð
en orkurík leikgleði
í öllum framgangi
flytjendanna.
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Stórt glæsihýsi í miðborg Rómar,
Villa Aurora sem reist var á 16. öld,
verður boðið upp í janúar næstkom-
andi. Lágmarksboð er hátt, um 75
milljarðar króna, en skiljanlegt í
ljósi þess að húsinu fylgir eina loft-
myndin sem einn dáðasti mynd-
listarmaður sögunnar málaði, sjálf-
ur Caravaggio (1571-1610).
Eigandi villunnar undir lok 16.
aldar var kardínálinn Francesco
Maria Del Monte en hann var mikill
stuðningsmaður Caravaggios og
safnaði verkum eftir hann. Del
Monte réð málarann til að mála
loftmynd í gullgerðarkames sitt í
villunni og skapaði Caravaggio
myndina, sem er 275 cm breið, með
olíulitum þar sem hann kunni ekki
að gera freskur. Verkið sýnir guð-
ina Júpíter, Neptúnus og Plútó og
vakti athygli að Caravaggio byggði
svip þeirra allra á sjálfum sér.
Verðmæti málverks Caravaggios
er metið að lágmarki 55 milljarðar
króna en í villunni eru verk eftir
fleiri kunna listamenn, þar á meðal
Guernico.
Villan verður seld nú eftir lang-
vinnar deilur erfingja prins eins
sem átti hana en lést fyrir þremur
árum. Unnendum verka Caravagg-
ios hefur síðustu ár staðið til boða
að skoða loftmálverkið undir leið-
sögn einu sinni í mánuði.
Einstakt Um þriðjungur loft-
málverks Caravaggios. Hann mál-
aði sjálfan sig sem rómverska guði.
Selja vill-
una með
verkinu
- Eina loftmálverk
Caravaggios
Hanna María Karlsdóttir og Ólafur
Örn Thoroddsen voru gerð að heið-
ursfélögum Leikfélags Reykjavíkur
(LR) á aðalfundi félagsins fyrr í vik-
unni. „Þau hafa bæði verið mikil-
vægir þátttakendur og áhrifavald-
ar í sögu Leikfélags Reykjavíkur,“
segir í tilkynningu frá Borgarleik-
húsinu. Þar er rifjað upp að ferill
Hönnu Maríu hjá LR spanni hátt í
fjóra áratugi og á þeim tíma lék
hún yfir 75 hlutverk m.a. í Djöfla-
eyjunni, Þrúgum reiðinnar og Önd-
vegiskonum auk þess sem hún leik-
stýrði einleiknum Sigrúnu Ástrós
sem gekk í þrjú leikár á Litla sviði
Borgarleikhússins. Hún hlaut
Grímuna sem besta leikkona í aðal-
hlutverki 2005 fyrir hlutverk sitt í
Héra Hérasyni og tilnefningu fyrir
hlutverk sitt í Degi vonar 2007.
„Ólafur Örn var um langt skeið
einn af hornsteinum Borgarleik-
hússins og einn helsti hljóðhönn-
uður Leikfélags Reykjavíkur.“
Ólafur réðst til LR við opnun Borg-
arleikhússins 1989 og var fyrsta
verkefni hans þar hljóðhönnun í
verki Ólafs Hauks Símonarsonar,
Kjöt, í janúar 1990. Meðal sýninga
sem hann hefur unnið við eru Ein-
hver í dyrunum, Öndvegiskonur,
Harry og Heimir, Jesú litli og Hús
Bernhörðu Alba, en fyrir þá sýn-
ingu var Ólafur tilnefndur til Grím-
unnar fyrir hljóðhönnun.
Gleði Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri, Ólafur Örn Thoroddsen,
Hanna María Karlsdóttir og Eggert Benedikt Guðmundsson formaður LR.
Nýir heiðursfélagar
Leikfélags Reykjavíkur
SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS
MERCEDES-BENZ
GLE 500 E 4MATIC
360° myndavél
Aðgerðahnappar í stýri
AUX hljóðtengi
Álfelgur
Bakkmyndavél
Bluetooth
Dráttarkrókur (rafmagns)
Filmur
Fjarlægðarskynjarar aftan / framan
Fjarstýrðar samlæsingar
Gírskipting í stýri
Hiti í framsætum
Hiti í stýri
Hraðastillir
Hæðarstillanlegt sæti ökumanns
LED aðalljós / afturljós / dagljós
Leðuráklæði
Leiðsögukerfi
Loftkæling
Lykillaus ræsing / aðgengi
Rafdrifið sæti ökumanns
Regnskynjari
Reyklaust ökutæki
Stafrænt mælaborð
Stöðugleikakerfi
Raðnúmer 397137
Árgerð 2018
Ekinn 56 Þ.KM
Nýskráður 6/2018
Næsta skoðun 2022
Sjálfskiptur 7 gírar
334 hestöfl
Fjórhjóladrif
Verð kr. 8.390.000