Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Page 8
VIÐTAL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.10. 2021
Þ
að er við hæfi að það sé stjörnu-
bjart þegar Daniel Leeb tekur á
móti blaðamanni á Kjarvals-
stofunni í Austurstræti.
Hann biður um að vera ávarp-
aður Daniel að íslenskum sið en hann hefur
skotið hér rótum og eignast íslenska fjölskyldu.
Daniel hefur sterka nærveru hugsjóna-
mannsins og það leynir sér ekki að hann
brennur fyrir geimferðum. Sannfæring hans
er að Ísland geti lagt mikilvægt lóð á vogar-
skálar rannsókna vegna komandi tunglferða
og haft af því margvíslegan ávinning.
Geimferðir eru aftur í umræðunni og er það
ekki síst að þakka auðmönnunum Elon Musk
og Jeff Bezos, tveimur ríkustu mönnum heims
samkvæmt auðmannalista Forbes, en eigur
þeirra eru metnar á samanlagt 400 milljarða
dala eða tæplega 52 þúsund milljarða króna.
Innkoma þeirra í geimferðaheiminn er ekki
óumdeild en aðdragandi hennar skýrist meðal
annars af þeirri ákvörðun Baracks Obama, þá-
verandi Bandaríkjaforseta, árið 2011 að fella
niður Stjörnumerkjaáætlunina, sem leysa átti
Geimskutluna af hólmi, og draga úr útgjöldum
til geimferða eftir fjármálakreppuna 2008 í
þeirri von að einkageirinn brúaði bilið.
Síðan hafa þeir Musk og Bezos byggt upp
fyrirtæki sín SpaceX og Blue Origin og náð
árangri í þróun endurnýtanlegra geimflauga.
Ber þar ef til vill hæst að Musk skuli hafa
flutt bandaríska geimfara til Alþjóðlegu geim-
stöðvarinnar með Fálkaflaug en það var fyrsta
slíka ferðin með einkafyrirtæki í sögunni.
Þá hefur Musk haft betur í kapphlaupi við
Bezos um þróun ferju fyrir NASA sem mun
flytja birgðir í tunglgáttina á braut um tunglið.
Ný gullöld í geimferðum
Þegar við setjumst niður í vinnuherbergi með
útsýni yfir Austurvöll segist Daniel sann-
færður um að í vændum sé ný gullöld í geim-
ferðum. Fyrir 60 árum hafi John F. Kennedy
Bandaríkjaforseti sett stefnuna á mannaðan
leiðangur til tunglsins fyrir lok áratugarins.
Með samstilltu átaki bandarísku þjóðarinnar
hafi það markmið náðst árið 1969 og hafi það á
alla mælikvarða verið mikið afrek. Nú sé
komið að því að endurtaka leikinn með nýrri
tækni og varanlegri dvöl manna á tunglinu.
Til upprifjunar fór Geimvísindastofnun
Bandaríkjanna, NASA, í níu mannaða leið-
angra með Apollo-geimferjum á árunum 1968
til 1972 og voru þeir Neil Armstrong og Buzz
Aldrin fyrstir manna á tunglið í leiðangri
Apollo 11 – stigu þar fæti 20. júlí 1969. Síðan
fóru tíu aðrir geimfarar NASA á tunglið, þeir
síðustu með leiðangri Apollo 17 árið 1972.
Síðan hefur maðurinn ekki komið á tunglið.
Árið 2015 lýsti NASA yfir því langtíma-
markmiði að senda geimfara til Mars en fyrst
skyldi stofnunin snúa aftur til tunglsins.
Með Artemis-áætluninni stendur til að hefja
tunglferðir á ný og hefur NASA sett markið á
að fyrstu geimfararnir komi á tunglið 2024.
Það eru ekki nýjar upplýsingar og telur
Daniel raunhæfara að miða við síðari hluta
þessa áratugar. Artemis var tvíburasystir
Apollo í grískri goðafræði og er því táknrænt
að með Artemis-áætluninni eigi sem áður segir
að flytja fyrstu konuna til tunglsins.
Hófu geimrannsóknir á Íslandi
En hvers vegna erum við að ræða þessa hluti á
reykvísku kaffihúsi, sex þúsund kílómetra frá
Canaveralhöfða á Flórída, þaðan sem Apollo-
geimfararnir hófu ferð sína? Hvaðan kom hug-
myndin að Geimvísindastofnun Íslands?
Daniel, sem ólst upp í Brooklyn og lagði
stund á listnám við Rhode Island School of
Design, útskýrir að hann hafi starfað við kvik-
myndagerð fyrir framleiðslufyrirtæki í New
York að verkefnum um heim allan, gjarnan við
erfiðar aðstæður, þegar leiðin lá til Íslands og
honum bauðst að starfa hjá Valhalla Tours við
ferðaleiðsögn og markaðssetningu. Kynntist
hann þá Gunnari Guðjónssyni leiðsögumanni
og samstarfsmönnum hans og úr varð að þeir
skipulögðu rannsóknarferðir. Þá meðal annars
fyrir Evrópsku geimferðastofnunina, ESA,
sem sýndi því áhuga að rannsaka hraunhella
og undirbúa þannig geimferðir framtíðar.
„Hraunhellar eru mikilvægir í geimrann-
sóknum en slíkir hellar á tunglinu og Mars
gætu varið geimfara fyrir geimgeislum og sól-
stormum,“ segir Daniel. Fleiri sýndu Íslandi
áhuga í þessu efni og á vegum Herbert Enns,
prófessors í arkitektúr við Manitoba-háskóla í
Kanada, komu hingað meistaranemar í arki-
tektúr sem unnu að hugmyndum um uppbygg-
ingu innviða fyrir geimferðir á Íslandi út frá
þeirri forsendu að Íslendingar hefðu úr sömu
fjármunum að spila og NASA.
„Samtímis viðræðum okkar við Evrópsku
geimferðastofnunina hófum við samtal við vís-
indamenn hjá NASA sem leiddi til samstarfs
um rannsóknaleiðangra á Íslandi.
Þurftu alltaf að byrja upp á nýtt
Það kom í ljós að í sérhvert sinn sem vísinda-
mennirnir vildu koma til Íslands þurftu þeir að
byrja upp á nýtt og spyrja sig við hvern þeir
ættu að ráðfæra sig við,“ segir Daniel.
Fulltrúar NASA og Bandaríkjastjórnar hafi
sýnt því áhuga að stunda rannsóknir á Íslandi í
þágu geimmála en rekið sig á að hér var eng-
inn opinber tengiliður, engin stofnun, eða
embætti, sem var til svara um geimferðir.
Til að gera langa sögu stutta stofnaði hann
ásamt Gunnari Guðjónssyni Geimvísinda-
stofnun Íslands árið 2017 til að halda utan um
þetta samstarf við erlenda aðila um geimrann-
sóknir á Íslandi. Þeim til ráðgjafar var Ari
Kristinn Jónsson, fyrrverandi rektor Háskól-
ans í Reykjavík og sérfræðingur í gervigreind,
en hann starfaði um árabil hjá NASA.
Daniel rifjar upp fund um mögulega aðild
Íslands að Evrópsku geimferðastofnuninni
sem haldinn var í utanríkisráðuneytinu árið
2019. Þá hafi fulltrúi Evrópsku geimferða-
stofnunarinnar og fleiri fundarmenn sýnt hug-
myndunum áhuga en lítið gerst í kjölfarið.
Ástæðan hafi ekki síst verið skortur á um-
gjörð utan um geimrannsóknir á Íslandi.
„Ég held að hluti vandans sé að Ísland hefur
Daniel Leeb, einn stofnenda
Geimvísindastofnunar Íslands,
segir nýju tungláætlunina
skapa tækifæri fyrir Ísland.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aftur út í geim
Ísland skipar sess í geimferðasögunni. Hér bjuggu geimfarar sig undir tunglgöngur og hér hafa vísindamenn NASA rannsakað
jarðveg vegna komandi tunglferða. Eldhugi frá Brooklyn telur kominn tíma á geimferðastefnu á Íslandi. Tækifærin séu mikil.
Baldur Arnarson baldura@mbl.is
’
Fulltrúar NASA og
bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins telja, líkt og við,
að Ísland geti gegnt mikilvægu
strategísku hlutverki í geim-
rannsóknum í framtíðinni.