Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Síða 15
Þjóðleikhúsið/Óli Páll
Kristbjörg er hér ung í hlutverki Önnu Frank,
en Valur Gíslason lék föðurinn.
Þjóðleikhúsið/Vignir
Kristbjörg lék á móti Erlingi Gíslasyni í
Þrettándakvöldi í Þjóðleikhúsinu árið 1967.
Ljósmynd/Þjóðleikhúsið
„Mig langar enn að verða betri og betri.
Það er það sem gefur þessu gildi. Ég fæ ekk-
ert leiða á þessu, þó það komi tímabil sem
maður er þreyttur. En ég fæ ekki leiða á
þessu.“
En þegar þú þarft að standa á sviði og leika í
leiðinlegu leikriti sextíu sinnum?
„Leiðinleg leikrit eru ekki sýnd sextíu sinn-
um,“ segir hún og skellihlær.
„Svo eru engar tvær sýningar eins; þær eru
alltaf misjafnar. Maður er auðvitað misvel
stemmdur en þarf stundum að gíra sig upp,
hvað sem tautar og raular. Svo fer maður inn í
annan heim.“
Árið 2005 þegar Kristbjörg var sjötug hætti
hún á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og þá fór að
rigna inn tilboðum, bæði frá Borgarleikhúsinu,
Þjóðleikhúsinu og kvikmyndum.
„Þá fór ég í fyrsta sinn í Borgarleikhúsið, en
ég lék aldrei í Iðnó.“
Gaman að láta hlæja að sér
Við færum okkur til nútímans, þar sem Krist-
björg vill helst dvelja, en þessa dagana leikur
hún í Er ég mamma mín á Nýja sviði Borgar-
leikhússins.
„Það hefur gengið mjög vel en við höfum
þurft að stoppa svo oft vegna Covid. Það má
segja að við séum búin að frumsýna fjórum
sinnum. En nú vonum við að fá að sýna
áfram. Ég leik þar konu á níræðisaldri. Hún
er bara helvíti hress og það er mjög skemmti-
legt að leika hana. Það er gaman að láta
hlæja að sér því ég hef oft leikið alvarlegri
hlutverk,“ segir hún og segir ýmislegt fleira
vera á döfinni.
Í janúar 2022 verður frumsýnt í Borg-
arleikhúsinu verkið Ein komst undan, skrifað
fyrir fjórar eldri leikkonur af breska leik-
skáldinu Caryl Churchill. Þar er sögð saga
kvenna sem hafa staðið af sér áföll og
árekstra. Þær eru ekki af verri endanum leik-
konurnar sem fara með þessi hlutverk, en
með Kristbjörgu leika þær Edda Björgvins-
dóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Margrét
Guðmundsdóttir, en verkið er í leikstjórn
Kristínar Jóhannesdóttur.
„Ég veit ekki hvernig ég á að flokka það
leikrit, það má segja að það sé torrætt. Ég
skildi ekki baun í þessu fyrst þegar ég las það
en svo setur maður sinn skilning í verkið,“ seg-
ir Kristbjörg.
„Við erum þarna þrjár á níræðisaldri og Edda
er táningurinn. Við höfum haft samlestur og
byrjum æfingar í næstu viku. Leikritið er um
konur sem koma saman í tedrykkju nokkur síð-
degi,“ segir Kristbjörg og gefur ekki meira upp.
„Það er gaman að þessu, þetta er órætt og
spennandi. Það er líka órætt hvað við tölum
um.“
Þannig að áhorfandinn kemur út eitt stórt
spurningarmerki?
Kristbjörg brosir.
„Kannski. En ábyggilega finnst honum
gaman.“
Held áfram á meðan ég get
Það er ekki nóg fyrir leikkonu á níræðsaldri að
leika í einu leikriti í einu, því eftir áramót mun
Kristbjörg einnig leika í verki í Þjóðleikhúsinu.
„Það heitir Sjö ævintýri um skömm eftir
Tyrfing Tyrfingsson og verður frumsýnt ein-
hvern tímann á næsta ári. Það er líka mjög
spennandi verk. Þar leik ég Kanamellu úr
Njarðvíkunum,“ segir hún og hlær dátt.
Nú hefur oft verið rætt um að ekki séu skrif-
uð nógu mörg hlutverk fyrir konur og hvað þá
eldri konur. En þú virðist hafa nóg að gera?
„Já, það hefur nú hist þannig á. Nú í seinni
tíð er meira skrifað fyrir konur og líka eldri
konur. Það endurspeglar samfélagið, nú eru
konur gjaldgengar í öll störf.“
Þegar þú varst fimmtán ára að leika í Aum-
ingja Hönnu, hefði þig varla grunað að þú yrð-
ir enn að leika 86 ára?
„Nei! Guð hjálpi mér, og ekki grunað að ég
myndi leggja þetta fyrir mig. Þetta hefur verið
dásamlegt ævistarf og ég hef fengið margar
viðurkenningar í gegnum tíðina, Eddur og
Grímur. Ég fékk einmitt Grímuna fyrir ævi-
starfið og það þótti mér mjög vænt um.“
Ætlarðu að halda áfram að leika á meðan þú
stendur í lappirnar?
„Já, á meðan það er eftirspurn eftir mér og
mér finnst ég geta það. Á meðan ég get þetta
er gaman.“
Morgunblaðið/Ásdís
Kristbjörgu þótti ákaflega
gaman að leika í Mýrarljósi
með sonardóttur sinni Krist-
björgu Maríu árið 2005.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Stilla úr kvikmyndinni 79 af
stöðinni þar sem Kristbjörg
lék á móti Gunnari Eyjólfssyni.
Kristbjörg lék í Forsetaefninu eft-
ir mann sinn Guðmund Steins-
son sem sýnt var árið 1964. Með
henni á sviðinu eru Gísli Al-
freðsson og Gunnar Eyjólfsson.
17.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15