Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 1
F I M M T U D A G U R 4. N Ó V E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 259. tölublað . 109. árgangur .
Kóresk BBQ sósa
Kimchi Mæjó og
Kore - 250 ml
639KR/STK
ÁÐUR: 799 KR/STK
Lambahryggur
2.239KR/KG
ÁÐUR: 3.199 KR/KG
Heill, frosinn
Döðluplómur
349KR/KG
ÁÐUR: 499 KR/KG
30%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
30%
AFSLÁTTUR
TILBOÐ GILDA 4.--7. NÓVEMBER
FRÁBÆR TILBOÐ
Í NÆSTU NETTÓ
FARA YFIR
NJÁLSSÖGU
Á HUNDAVAÐI
GAF ÞJÓÐINNI
VITNESKJU
UM LANDIÐ
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
MYND AF MANNI 20 FINNA VINNU 8 SÍÐURHUNDUR Í ÓSKILUM 67
_ „Ég vil meina að svona flygill sé
bara besta fjárfesting sem þjóðar-
búið getur gert. Þetta kostar um 25
milljónir eins og einn ráðherrajeppi
en það er bara einn ráðherra sem
nýtur hans hverju sinni en flygill-
inn í Hörpu hefur glatt milljónir
gesta,“ segir Víkingur Heiðar
Ólafsson píanóleikari sem heldur
þrenna Mozart-tónleika í Hörpu í
nóvember þar sem hann vígir nýjan
flygil. Líftími flygla af bestu gerð
er um 10 ár. Víkingur er annars á
stöðugu ferðalagi um allan heim og
mun til dæmis spila á um tuttugu
tónleikum í janúar. »64
Morgunblaðið/Einar Falur
Vígsla Líftími góðra flygla er um 10 ár.
Nýr flygill eins og
einn ráðherrabíll
_ Sala á jólabjór í Vínbúðunum
hefst í dag og hefur framboðið aldr-
ei verið meira. Að þessu sinni verð-
ur hægt að velja úr 108 tegundum
en þær voru 88 í fyrra. Þar af eru
76 íslenskir jólabjórar. Alls seldust
1.181 þúsund lítrar af jólabjór í
ÁTVR á síðasta sölutímabili en það
var 58% aukning frá sama tímabili
árið áður. „Þjóðin hefur verið alveg
biluð í þetta,“ segir Valgeir Val-
geirsson, bruggmeistari hjá RVK
bruggfélagi. Hann sendir frá sér
Ora jólabjór þetta árið og virðast
margir áhugasamir um að smakka
bjór sem bragðbættur er með rauð-
káli og grænum baunum. »18
Íslenska þjóðin
„alveg biluð í þetta“
_ „Ef íslenska ríkið hefur ekki bol-
magn til að hlúa sómasamlega að
arfleifð Sigurjóns og hugverki
mínu, er það siðferðileg skylda þess
að skila gjöfinni, eigum mínum og
heimili,“ ritar Birgitta Spur, ekkja
Sigurjóns Ólafssonar myndhöggv-
ara, m.a. í opnu bréfi til Katrínar
Jakobsdóttur forsætisráðherra í
Morgunblaðinu í dag. Er hún mjög
ósátt við örlög Listasafns Sigur-
jóns, sem ríkið fékk að gjöf. »37
Ríkið skili mynd-
verkum Sigurjóns
Forsætisráðherrar Norðurlandanna sammæltust í
gær um þörfina á að auka sameiginlegan neyðar-
viðbúnað ríkjanna eftir kórónuveirufaraldurinn.
Sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að
faraldurinn hefði sýnt bæði styrkleika og veik-
leika norræns samstarfs. Jens Stoltenberg, fram-
kvæmdastjóri NATO, ávarpaði þing Norður-
landaráðs í gær og fagnaði því að varnar- og
öryggismál væru nú loks á dagskrá þess. »32
Ljósmynd/Norðurlandaráð
Sameiginlegur neyðarviðbúnaður verði aukinn
Helgi Bjarnason
Ómar Friðriksson
Gert er ráð fyrir því að gjaldskrá
helstu flokka Sorpu bs. hækki um
31% á næsta ári. Aðalástæðan er
sögð aukinn kostnaður við bætta
meðhöndlun sorps með starfrækslu
gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaja
í Álfsnesi. Samtök iðnaðarins hafa
óskað eftir upplýsingum um boðaðar
hækkanir og hækkanir sem urðu á
gjaldskrá um síðustu áramót.
Umrædd 31% gjaldskrárhækkun
Sorpu er boðuð í greinargerð fag-
sviða og B-hluta fyrirtækja borgar-
innar sem fylgir frumvarpi að fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar
fyrir árið 2022. Til skýringar er bent
á að breytingar hafi verið gerðar á
meðhöndlum lífræns úrgangs, meðal
annars í gas- og jarðgerðarstöðinni í
Álfsnesi. Úrgangur af því tagi sé
ekki lengur urðaður. Þá kemur fram
að kjarasamningar við Eflingu feli í
sér verulegan kostnaðarauka. Þá
beri samlaginu skylda, lögum sam-
kvæmt, til að innheimta raunveru-
legan kostnað sem fellur til við alla
meðhöndlun úrgangs.
Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlög-
fræðingur Samtaka iðnaðarins, rifj-
ar upp að miklar hækkanir hafi orðið
á einstökum liðum í gjaldskrá Sorpu
um síðustu áramót. Dæmi séu um
nærri 300% hækkun þá. Hún segir
að óskað hafi verið eftir upplýsingum
frá Sorpu um breytingar á þeirri
gjaldtöku og áformuðum hækkun-
um. „Við teljum mikilvægt að gjald-
töku fyrirtækja eins og Sorpu og
annarra opinberra fyrirtækja og
stofnana sé stillt í hóf,“ segir Björg.
Sorpa boðar 31%
hækkun á gjaldskrá
- Samtök iðnaðarins óska eftir upplýsingum um forsendur
MÁformaðar hækkanir »4 & 34
Hekla er vara-
samt eldfjall
vegna þess hvað
hún gýs með
skömmum fyrir-
vara, að mati Páls
Einarssonar jarð-
eðlisfræðings.
Þenslan hefur
aukist stöðugt frá
síðasta gosi í
Heklu árið 2000.
Hún veldur aflögun sem er eins og
kúla á jarðskorpunni. Kúlan sem nú
þenst út við Heklu er um 30 km í
þvermál og ekki kröpp. Það gefur
vísbendingar um að þrýstingurinn
sem veldur þenslunni eigi upptök á
15-20 km dýpi. »4
Hekla er
varasöm
- Tilbúin í eldgos
Hekla Undir
kraumar kvika.