Morgunblaðið - 04.11.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.11.2021, Qupperneq 6
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stjórn Formenn stjórnarflokkanna þriggja munu áfram funda þrjú saman. Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir stjórnarmyndunarvið- ræðum vinda vel fram og segir mögulegt að ríkisstjórn verði mynd- uð í næstu viku. „Ég get staðfest það að við erum komin mjög langt í okkar samtölum. Búin að fara yfir mjög mörg mál og vinna texta um ýmis svið. Við eigum eftir að ljúka nokkrum málum. Ég get tekið undir það að það gæti séð til lands í næstu viku,“ sagði Katrín í samtali við mbl.is í gær. Ráðherrar og þingmenn eru margir hverjir á farandsfæti á ráð- stefnum bæði í Glasgow og Kaup- mannahöfn. Katrín setur þó fyrirvara um að störf undirbúningsnefndar sem fer fyrir rannsókn kjörbréfa muni hafa áhrif á hvenær hægt verði að kalla saman þing. Þéttur kjarni fundar áfram Hingað til hafa formenn stjórnar- flokkanna fyrst og fremst fundað þrír saman án aðstoðarmanna og annarra utanaðkomandi. Spurð hvort þau sjái fram á einhverja breytingu á því fyrirkomulagi svarar hún því neitandi: „Við höfum ekki haft neinar áætl- anir um það en við höfum trúnaðar- menn sem við erum í samskiptum við innan okkar flokka. Það hefur þó ekkert verið ákveðið um neina út- víkkun.“ Stjórnarsátt- máli í augsýn - Setur fyrirvara vegna rannsóknar 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 N J Á L A Á H U N D A V A Ð I Frumsýning á morgun Glænýtt verk frá Hundi í óskilum Tryggðu þér miða á borgarleikhus.is Morgunblaðið/Ófeigur Laugardalshöll Uppsetning bún- aðar fyrir lýsingu gæti dregist enn. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég mun kæra í þessari viku. Ann- að er ekki hægt. Hvers vegna á borgin að eyða meiri peningum en hún þarf,“ segir Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Metatron ehf., um niðurstöðu innkaupa- og fram- kvæmdaráðs Reykjavíkurborgar. Ráðið ákvað að nýjasta tilboð Metatron í uppfestibúnað fyrir lýs- ingu og viðburðabúnað í Laugar- dalshöll hefði verið ógilt. Þetta verður í fjórða sinn sem útboðið er kært. Tilboð voru opnuð 11. október. Lagt var til að gengið yrði að til- boði frá Atendi ehf. upp á 41.560.112 krónur sem var 97,53% af kostnaðaráætlun. Tilboð Meta- tron ehf. var 38.491.657 krónur eða 90,33% af kostnaðaráætlun. „Ég var búinn að leggja fram öll gögn sem uppfylltu þeirra óskir í ferlinu. Þess vegna var mér boðið að taka þátt í þessu samkeppn- isútboði. Ég gerði þau mistök að hengja eina ranga skrá við þegar ég sendi gögnin inn aftur en áður var ég búinn að láta þau fá rétt skjöl,“ segir Páll. Hann segir að tilboð sitt hafi verið dæmt ógilt vegna röngu skrárinnar þótt öll gögnin hafi verið í lagi. „Ég tel að það sé skylda þeirra að hugsa um hag kaupandans, að hann fái mun hagstæðara verð og ekki lakari vöru. Það eru mín rök í málinu.“ Páll kveðst vera orðinn lang- þreyttur á þessari vitleysu. Kostn- aðurinn við ítrekuð útboð er orð- inn mikill. „Það var búið að veita mér verkið og taka það af mér. Ég hef alltaf verið lægstur. Kerfið hjá borginni er þannig að maður getur ekki sent inn möppur með rafræn- um skjölum heldur verður að tína skrárnar inn hverja fyrir sig. Ég gerði smávægileg og augljós mis- tök og virðist hafa verið hent út vegna þess,“ segir Páll. Eins og kom fram í frétt í Morg- unblaðinu 13. ágúst í sumar var fyrst tekið tilboði Exton ehf. 6. apríl í vor í búnaðinn þrátt fyrir að Metatron hefði verið lægst- bjóðandi. Ástæðan var sögð sú að Metatron hefði ekki uppfyllt kröf- ur í útboðsgögnum. Tilboð Exton var svo fellt úr gildi 4. maí því við skoðun kom í ljós að það stóðst ekki heldur kröfur útboðsgagna. Innkaupa- og framkvæmdaráð ákvað svo 25. maí að samþykkja tilboð Meta- tron sem áður þótti ekki uppfylla kröfur útboðsgagna. Nýjasta umferð útboðsins var svonefnt samningsúboð þar sem þeir sem voru undir kostnaðar- áætlun fengu að taka þátt. Útboðið kært enn einu sinni - Tilboð Metatron ehf. í uppfestibúnað í Laugardalshöll var dæmt ógilt - Tilboð Metatron var lægst Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Miklar raskanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim vegna kórónuveirunnar. Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hag- fræðideildar Landsbankans, segir að skýringanna sé ekki aðeins að leita í misgengi á flutningamörk- uðum eða hægagangi í fram- leiðslu á ákveðnum sviðum. Stað- reyndin sé sú að alheimshagkerfið hafi sjaldan eða aldrei verið knúið áfram af jafn miklum móð. „Það hefur mikið verið talað um truflanir í framleiðslukeðj- unni og flutningakeðjum í heim- inum en raunin er sú að heim- urinn hefur aldrei framleitt jafn mikið af dóti og gert er í dag. Það sama er með flutningakerfin að aldrei hefur meira verið flutt milli landa en í dag.“ Daníel, sem er gestur Dagmála í dag, bendir á að eftirspurn á grundvelli einkaneyslu hafi auk- ist um 25% í Bandaríkjunum, um- fram það sem búist var við miðað við eðlilegt árferði. „Yfirleitt víkur eftirspurnin ekki meira en 1-2% frá því sem al- mennt gengur og gerist,“ bendir Daníel á. Hann segir að þegar eftirspurn aukist jafn gríðarlega og gerst hefur í mörgum vöruflokkum hljóti það að valda misgengi á markaðnum. „Það ræður ekkert fyrirtæki við að auka framleiðslu sína um 25% si svona. Fyrirtæki sem væri í aðstöðu til þess væri einfaldlega mjög illa rekið.“ Minni hækkanir fram undan Spurður út í á hverju fólk þurfi að hafa augun á komandi mán- uðum varðandi þróun efnahags- mála nefnir Daníel fyrst og fremst verðbólguna. Staðreyndin sé sú að fasteignaverðið hafi knú- ið hana áfram á undanförnum misserum, eftir nokkuð stöðug ár þar sem verðbólgan hélst innan vikmarka Seðlabankans. Landsbankinn spáir því nú að hægja muni á hækkunum á fast- eignamarkaðnum á komandi mán- uðum. „Við reiknum með að þetta fari að róast núna, ekki síst vegna þess að vextir eru farnir að hækka núna. Fólk er að komast út úr þessu Covid-ástandi og farið að gera annað en að skoða fast- eignaauglýsingar.“ Segir hann að fjármunir heimil- anna muni á komandi mánuðum leita meira í einkaneyslu ýmiss konar. Hins vegar verði verðbólg- unnar meira að leita í innfluttum vörum. Þar sé áhrifanna ekki tek- ið að gæta enn, nema helst í elds- neyti og einstaka vöruflokkum. Dagmál Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Lands- bankans, er gestur þáttarins í dag og ræðir þar nýja hagspá bankans. Aldrei meira framleitt - Hagfræðingur segir mikla eftirspurn knýja verðbólgu - Landsbankinn gerir ráð fyrir rólegri fasteignamarkaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.