Morgunblaðið - 04.11.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
12-15 laugardaga.
www.spennandi-fashion.is
LURDES BERGADA
Kristinn Dagur Gissurarson,
fulltrúi Framsóknarflokksins í
skipulagsráði Kópavogs, lagði á
dögunum fram bókun í ráðinu. Þar
sagðist hann ákafur talsmaður betri
almennings-
samgangna „en jafn-
framt ötull talsmaður
þess að farið sé skyn-
samlega með fé okk-
ar, skattborgaranna.
Þær hugmyndir og
ætlanir sem nú eru
uppi, á því herrans ári
2021, varðandi Borg-
arlínuna eru óraun-
hæfar og allt of dýrar
í framkvæmd.“
- - -
Kristinn bendir á
að í skýrslu þar sem bornir eru
saman kostir í þessum efnum séu að-
eins bornir saman tveir kostir, borg-
arlína eða ekki borgarlína. Og hann
spyr réttilega hvers vegna fleiri
kostir hafi ekki verið skoðaðir, en
það er því miður í anda þeirrar ein-
stefnu sem ríkt hefur í borgarlínu-
umræðunni – og bendir raunar til að
málið þoli ekki rækilega umræðu.
- - -
Kristinn nefnir líka að í fyrr-
nefndri skýrslu sé „fullyrt í
annarri málsgrein að Borgarlínan,
eins og hún er nú kynnt, sé nauðsyn-
leg forsenda þess að ná fram mark-
miðum Svæðisskipulagsins um
aukna hlutdeild þeirra sem ferðast
með almenningssamgöngum. Þetta
er auðvitað röng fullyrðing og ætti
ekki að sjást í þessari vinnslutillögu.
Aðrar leiðir eru að sjálfsögðu færar.
Nægir þar að benda á tillögur sem
finna má á vefsíðunni samgong-
urfyriralla.com.“
- - -
Undir bókun Kristins tekur Júl-
íus Hafstein varabæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og er þetta von-
andi til marks um að fleiri séu að
átta sig á þeim fjárhagslega vanda
sem sveitarfélögin koma sér í ani
þau áfram út í borgarlínufenið.
Bókað gegn
borgarlínu
STAKSTEINAR
Júlíus Hafstein
Kristinn Dagur
Gissurarson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Aldrei hefur fleiri bílum verið ekið
um hringveginn í október en í þeim
október sem nú er nýliðinn, segir á
vef Vegagerðarinnar. Umferðin frá
sama mánuði fyrir ári jókst um
nærri 32 prósent, sem Vegagerðin
segir gríðarlega mikla aukningu.
Mesta aukningin hafi verið á Mýr-
dalssandi þar sem umferðin reynd-
ist tvisvar og hálfu sinni meiri en í
fyrra eða aukning upp á um 250 pró-
sent.
„Þetta vekur spurningar um hvað
valdi og nærtækast er að líta til
fjölgunar ferðamanna. Þeir eru eigi
að síður töluvert færri sem nú koma
til landsins en áður en kórónuveiru-
faraldurinn skall á. Hugsanlega er
líka fjölgun á ferðum Íslendinga, að
heimamenn séu enn að ferðast inn-
anlands í auknum mæli. Ef til vill í
stað ferða erlendis, t.d. í vetrarfríum
skólanna. Einnig verður að teljast
líklegt að umsvifin í efnahagslífinu
séu nú að aukast hratt. Þetta hefur
þó ekki verið skoðað sérstaklega,“
segir m.a. á vef Vegagerðarinnar.
Umferð jókst á öllum landsvæð-
um en mest yfir mælisnið á Norður-
landi, eða um rúmlega 58%. Fyrr-
nefnd aukning í október um
Mýrdalssand er ekki met, umferð á
Hvalsnesi í Lóni jókst um 256% milli
septembermánaða 2020 og 2021.
Met á hringveginum í október
- Umferð jókst um 32% á milli ára
- Langmest aukning á Mýrdalssandi
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Landsmenn voru duglegir
að ferðast í októbermánuði.
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Í nýrri greiningu á vegum Ör-
yrkjabandalags Íslands, sem VSÓ
Ráðgjöf vann, kemur fram að 109-
110 stoppistöðvar Strætó af 113 á
landsbyggðinni eru með slæmt eða
mjög slæmt aðgengi og/eða yfirborð.
Þar af voru 88 biðstöðvar með bæði
mjög slæmt aðgengi og mjög slæmt
yfirborð. Því er ljóst að langt er í
land með að uppfylltar verði kröfur
ríkisstjórnarinnar um að 90%
stoppistöðva uppfylli hönnunar- og
öryggiskröfur árið 2024.
Miðað við þær forsendur sem mið-
að var við í greiningunni eru 54
stoppistöðvar nothæfar fyrir hjóla-
stólanotendur og 67 stoppistöðvar
hæfar til að taka á móti göngu-,
arma- og handskertum. Kröfur
blindra og sjónskertra eru einunigs
uppfylltar á 8 stoppistöðvum en
þroskahamlaðir eiga að geta notast
við 98 af þeim stöðvum sem teknar
voru út.
Við greininguna var það áberandi
hversu margar stoppistöðvar á
landsbyggðinni eru staðsettar á bíla-
plani bensínstöðvar eða vegsjoppu.
Þó er á flestum þeirra hægt að
hinkra inni í vegsjoppu og einungis á
tveimur stöðum getur reynst erfitt
eða ómögulegt að komast inn í veg-
sjoppu í hjólastól. Tímatöflustaur
var iðulega illa staðsettur fyrir ein-
staklinga í hjólastólum, þ.e. ann-
aðhvort þarf að komast upp á eyju
milli bílaplans bensínstöðvar og
þjóðvegar til þess að skoða töfluna
eða þvera þarf möl eða gras til að
komast að tímatöflustaur. Oft var
mikil hæð upp í tímatöflurnar, ef
þær voru á annað borð til staðar.
110 af 113 stöðvum
með slæmt aðgengi
- Stoppistöðvar
Strætó á landsbyggð-
inni óásættanlegar
Morgunblaðið/Hari
Ábótavant Slæmt aðgengi á lang-
flestum stoppistöðvum Strætó.