Morgunblaðið - 04.11.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.11.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga 12-15 laugardaga. www.spennandi-fashion.is LURDES BERGADA Kristinn Dagur Gissurarson, fulltrúi Framsóknarflokksins í skipulagsráði Kópavogs, lagði á dögunum fram bókun í ráðinu. Þar sagðist hann ákafur talsmaður betri almennings- samgangna „en jafn- framt ötull talsmaður þess að farið sé skyn- samlega með fé okk- ar, skattborgaranna. Þær hugmyndir og ætlanir sem nú eru uppi, á því herrans ári 2021, varðandi Borg- arlínuna eru óraun- hæfar og allt of dýrar í framkvæmd.“ - - - Kristinn bendir á að í skýrslu þar sem bornir eru saman kostir í þessum efnum séu að- eins bornir saman tveir kostir, borg- arlína eða ekki borgarlína. Og hann spyr réttilega hvers vegna fleiri kostir hafi ekki verið skoðaðir, en það er því miður í anda þeirrar ein- stefnu sem ríkt hefur í borgarlínu- umræðunni – og bendir raunar til að málið þoli ekki rækilega umræðu. - - - Kristinn nefnir líka að í fyrr- nefndri skýrslu sé „fullyrt í annarri málsgrein að Borgarlínan, eins og hún er nú kynnt, sé nauðsyn- leg forsenda þess að ná fram mark- miðum Svæðisskipulagsins um aukna hlutdeild þeirra sem ferðast með almenningssamgöngum. Þetta er auðvitað röng fullyrðing og ætti ekki að sjást í þessari vinnslutillögu. Aðrar leiðir eru að sjálfsögðu færar. Nægir þar að benda á tillögur sem finna má á vefsíðunni samgong- urfyriralla.com.“ - - - Undir bókun Kristins tekur Júl- íus Hafstein varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og er þetta von- andi til marks um að fleiri séu að átta sig á þeim fjárhagslega vanda sem sveitarfélögin koma sér í ani þau áfram út í borgarlínufenið. Bókað gegn borgarlínu STAKSTEINAR Júlíus Hafstein Kristinn Dagur Gissurarson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Aldrei hefur fleiri bílum verið ekið um hringveginn í október en í þeim október sem nú er nýliðinn, segir á vef Vegagerðarinnar. Umferðin frá sama mánuði fyrir ári jókst um nærri 32 prósent, sem Vegagerðin segir gríðarlega mikla aukningu. Mesta aukningin hafi verið á Mýr- dalssandi þar sem umferðin reynd- ist tvisvar og hálfu sinni meiri en í fyrra eða aukning upp á um 250 pró- sent. „Þetta vekur spurningar um hvað valdi og nærtækast er að líta til fjölgunar ferðamanna. Þeir eru eigi að síður töluvert færri sem nú koma til landsins en áður en kórónuveiru- faraldurinn skall á. Hugsanlega er líka fjölgun á ferðum Íslendinga, að heimamenn séu enn að ferðast inn- anlands í auknum mæli. Ef til vill í stað ferða erlendis, t.d. í vetrarfríum skólanna. Einnig verður að teljast líklegt að umsvifin í efnahagslífinu séu nú að aukast hratt. Þetta hefur þó ekki verið skoðað sérstaklega,“ segir m.a. á vef Vegagerðarinnar. Umferð jókst á öllum landsvæð- um en mest yfir mælisnið á Norður- landi, eða um rúmlega 58%. Fyrr- nefnd aukning í október um Mýrdalssand er ekki met, umferð á Hvalsnesi í Lóni jókst um 256% milli septembermánaða 2020 og 2021. Met á hringveginum í október - Umferð jókst um 32% á milli ára - Langmest aukning á Mýrdalssandi Morgunblaðið/Ómar Umferð Landsmenn voru duglegir að ferðast í októbermánuði. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Í nýrri greiningu á vegum Ör- yrkjabandalags Íslands, sem VSÓ Ráðgjöf vann, kemur fram að 109- 110 stoppistöðvar Strætó af 113 á landsbyggðinni eru með slæmt eða mjög slæmt aðgengi og/eða yfirborð. Þar af voru 88 biðstöðvar með bæði mjög slæmt aðgengi og mjög slæmt yfirborð. Því er ljóst að langt er í land með að uppfylltar verði kröfur ríkisstjórnarinnar um að 90% stoppistöðva uppfylli hönnunar- og öryggiskröfur árið 2024. Miðað við þær forsendur sem mið- að var við í greiningunni eru 54 stoppistöðvar nothæfar fyrir hjóla- stólanotendur og 67 stoppistöðvar hæfar til að taka á móti göngu-, arma- og handskertum. Kröfur blindra og sjónskertra eru einunigs uppfylltar á 8 stoppistöðvum en þroskahamlaðir eiga að geta notast við 98 af þeim stöðvum sem teknar voru út. Við greininguna var það áberandi hversu margar stoppistöðvar á landsbyggðinni eru staðsettar á bíla- plani bensínstöðvar eða vegsjoppu. Þó er á flestum þeirra hægt að hinkra inni í vegsjoppu og einungis á tveimur stöðum getur reynst erfitt eða ómögulegt að komast inn í veg- sjoppu í hjólastól. Tímatöflustaur var iðulega illa staðsettur fyrir ein- staklinga í hjólastólum, þ.e. ann- aðhvort þarf að komast upp á eyju milli bílaplans bensínstöðvar og þjóðvegar til þess að skoða töfluna eða þvera þarf möl eða gras til að komast að tímatöflustaur. Oft var mikil hæð upp í tímatöflurnar, ef þær voru á annað borð til staðar. 110 af 113 stöðvum með slæmt aðgengi - Stoppistöðvar Strætó á landsbyggð- inni óásættanlegar Morgunblaðið/Hari Ábótavant Slæmt aðgengi á lang- flestum stoppistöðvum Strætó.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.