Morgunblaðið - 04.11.2021, Page 10

Morgunblaðið - 04.11.2021, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Hlýtt og notalegt Þinn dagur, þín áskorun 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is Sjá nánar á patti.is Ný sending af gæðarúmum frá Dupen Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað ósk þess efnis að heimilt verði að reisa húsnæði undir mat- vöruverslun á lóð vöruhúss Bauhaus að Lambhagavegi 2-4. Breyta þyrfti aðalskipulagi til að þau áform næðu fram að ganga. Lambhagavegur fasteignafélag ehf. fól lögfræðiskrifstofunni Lands- lögum að senda skipulagsfulltrúa fyrirspurn vegna tillögu um breyt- ingu á skipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030. Félagið er eigandi fast- eignarinnar að Lambhagavegi 2-4. Félagið hefur unnið að hugmyndum um 3-4.000 fermetra stakstæða byggingu gegnt núverandi verslun Bauhaus fyrir dagvöru- og þjón- ustustarfsemi á lóðinni, þar sem yrði 1.500 fm. matvöruverslun og fleiri verslanir. Mjög gott aðgengi að svæðinu Mjög gott aðgengi bíla og gang- andi verði að matvöruversluninni frá fyrirhuguðum íbúðahverfum sunnan við Lambhagaveg 2-4. Þann- ig sé lóðin vel tengd skilgreindum borgargötum á svæðinu, stofn- stígum hjóla og gangandi vegfar- enda. Með fyrirspurninni er óskað eftir afstöðu til beiðni um breytingu á að- alskipulagi á þann veg að rekstur matvöruverslunar á lóðinni við Lambhagaveg 2-4 verði heimilaður. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010- 2030 er lóðin skilgreind sem „Mið- svæði – M9“. Svæðið er jafnframt skilgreint sem þróunarsvæði, Þ101, þar sem einkum er gert ráð fyrir rýmisfrekri verslun, heildsölu, þjón- ustu og léttum iðnaði. Í greinargerð aðalskipulags kemur fram að nýjar matvöruverslanir séu ekki heim- ilaðar á svæðinu. Tilgangur þessa er stefna Reykjavíkurborgar að festa í sessi og tryggja betur stöðu versl- unar og þjónustu innan hverfa. Gengur stefnan í aðalskipulaginu undir heitinu „kaupmaðurinn á horninu“. Þurfa að aka í annað hverfi Lögfræðingur Landslaga rekur í löngu máli rök fyrir því að þessi að- alskipulagsbreytingin nái fram að ganga. Segir hann að miðað við nú- verandi aðalskiplag á svæði M9 munu íbúar á svæðinu (austan Ell- iðaárósa, einkum í Úlfarsárdal) þurfa að aka yfir í annað hverfi til þess að geta komist í stórmarkað eða matvöruverslun til að gera heildarinnkaup. Lóðarhafi telji að fjölgun íbúða á svæði M9 muni óhjákvæmilega leiða til aukinnar umferðar milli hverfa af þessum sökum, en það gangi gegn markmiðum aðalskipulagsins um að draga úr umferð milli hverfa og þar með draga úr álagi á stofnbrautir borgarinnar. Matvöruverslun á þessum stað muni koma til móts við þarfir aukins fjölda íbúa í hinum nýju hverfum sem munu vilja hafa greiðan aðgang að dagvöruverslun í nálægð við heimili þeirra. Lóðarhafi telur staðsetningu Lambhagavegar 2-4 ákjósanlegasta kost á svæðinu vegna þessa. Bent er á að engin matvöruverslun hafi hafið rekstur í Úlfarsárdal frá því byggð tók að rísa í dalnum eftir úthlutun fyrstu byggingarlóðanna árið 2007. Næstu verslanir við hverfið eru ann- ars vegar við Gullhamra í Grafar- holti í rúmlega 700 metra fjarlægð í beinni loftlínu við byggðina neðst í dalnum og hins vegar við Korputorg sem er í rúmlega 1,2 km fjarlægð í beinni loftlínu frá byggðinni næst Skyggnisbraut. Fyrir liggi að núver- andi matvöruverslun við Korputorg muni ekki starfa þar til frambúðar. Er ekki við íbúðahverfi Umsögn skipulagsfulltrúa og deildarstjóra aðalskipulags var lögð fram á síðasta fundi skipulagsfull- trúa Reykjavíkur. Þar kemur m.a. fram að svæði M9 sé miðsvæði sem talið er vera með einsleita atvinnu- starfsemi og liggi ekki nærri íbúðar- hverfi. Einkenni starfsemi og skipu- lags á svæðinu sé þess eðlis að það uppfylli ekki skilyrði þess að vera borgarhlutakjarni fyrir viðkomandi borgarhluta. Vegna þessa og í sam- ræmi við meginmarkmið stefnunnar um matvöruverslanir í aðalskipulag- inu – að þær séu einkum innan íbúð- arbyggðar eða í fjölbreyttum kjörn- um í jaðri hennar – hefur ekki verið gert ráð fyrir heimildum um mat- vöruverslun á miðsvæðum M9. Ekki hafi verið teknar ákvarðanir um þróun íbúðarhverfis á svæði M22 í Höllum, þótt heimildir séu fyrir íbúðarhúsnæði í skilgreiningu þess miðsvæðis. „Á grundvelli þessa er ekki hægt að verða við því að breyta skilgreiningu umrædds miðsvæðis M9,“ segir í umsögninni. Þess má geta að íbúasamtök Úlf- arsárdals hafa lýst yfir stuðningi við að íbúðabyggð verði á reit M22, líkt og gert var ráð fyrir í deiliskipulagi frá árinu 2013, að því er fram kemur í bréfi Landslaga. Áformað er að byggð verði hverf- isverslun við Jarpstjörn nálægt Leirtjörn, sem verði 850 fermetrar að stærð. Óvíst er hvenær þau áform verða að veruleika. Vilja ekki matvörubúð við Bauhaus - Reykjavíkurborg vill að verslanir sem selja matvörur séu innan íbúðabyggðar eða í jöðrum hennar Tölvumyndir/THG arkitektar Lambhagavegur Nýja byggingin var staðsett gegnt Bauhaus. Matvörubúðin átti að vera stærst, 1.500 fermetrar. Bauhaus Nýbyggingin átti að rísa á bílastæði hins risavaxna vöruhúss. Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrr- verandi formaður Eflingar, hefur sagt sig frá emb- ætti annars vara- forseta Alþýðu- sambands Íslands. Tilkynn- ing um þetta barst ASÍ í gær en miðstjórn sambandsins kom saman til fundar í hádeginu í gær. Sólveig Anna sagði af sér sem formaður Eflingar í byrj- un vikunnar. Mál Eflingar komu til umræðu á miðstjórnarfundinum í gær þó það hafi ekki verið formlega á dagskrá. Afráðið fljótlega hver tekur við „Við gáfum rými í að ræða málin og svo fór ég yfir hvernig aðkoma skrifstofu ASÍ væri að málinu. Að- koma okkar er náttúrlega að tryggja áframhaldandi starf félagsins og bjóða fram þá aðstoð sem þarf til þess. Að félagsmenn njóti góðrar þjónustu áfram,“ sagði Drífa Snæ- dal, forseti ASÍ, í samtali við mbl.is. Unnið sé að framhaldinu innandyra í samstarfi og samráði við Eflingu og stuðningur veittur bæði stjórn og starfsfólki. Drífa sagði varmann hafa verið kallaðan inn á fundinn í stað Sólveig- ar Önnu samkvæmt reglum, en ekki er búið að ákveða hver tekur við varaforsetaembættinu í hennar stað. „Við munum afgreiða hver kemur í hennar stað sem þriðji varaforseti eftir tvær vikur, vænti ég. Á hefð- bundnum miðstjórnarfundi,“ sagði Drífa. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Ís- lands, er fyrsti varaforseti ASÍ. Sól- veig Anna var annar varaforseti og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var kjörinn þriðji varaforseti sambandsins á seinasta þingi þess. Hefur sagt af sér sem annar varaforseti ASÍ - Mál Eflingar voru rædd á miðstjórnarfundi ASÍ í gær Sólveig Anna Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.