Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021
Ásbjörn Ólafsson ehf | Köllunarklettsvegi 6 | 414-1100 | www.asbjorn.is | sala@asbjorn.is
Verslunar- og fyrirtækjaeigendur athugið!
Opið jólahús hjá Ásbirni Ólafssyni ehf.
Sýningarherbergið er opið alla virka daga
frá kl 08:00 - 16:00.
Allir verslunar- og fyrirtækjaeigendur
velkomnir í heimsókn!
Fullt hús af fallegum vörum fyrir heimili
og veitingastaði.
Úrvalið í vefverslun okkar, www.asbjorn.is,
er ævintýri líkast og er hún opin allan
sólarhringinn!
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Unnið er að byggingu fjölda húsa í
Húsafelli í Borgarfirði. Þar hefur
verið skipulagt hverfi með 54 íbúð-
arhúsum, ofan við núverandi or-
lofsbyggð. Unnið er að breytingum
á skipulagi svæðisins þannig að
húsin verða í íbúðabyggð í stað or-
lofsbyggðar. Getur fólkið, það sem
vill, því verið þar með heilsárs-
búsetu og skráð lögheimili og
fengið þjónustu eins og aðrir íbúar
sveitarinnar.
Félagið Húsafell-Hraunlóðir
stendur fyrir framkvæmdum. Fjór-
tán lóðir eru seldar einstaklingum
en landeigandinn byggir sjálfur
hús á 40 lóðum og selur á ýmsum
byggingarstigum. Bergþór Krist-
leifsson, eigandi Húsafells, segir
að búið sé að selja 35 af þessum 40
húsum.
Á þriðja tug iðnaðarmanna úr
Borgarfirði og víðar að vinna við
að taka grunna, steypa undir-
stöður, smíða hús og reisa. Segir
Bergþór að eftir áramót, þegar
fleiri hús verða risin og hægt verði
að koma fleiri höndum að, muni
fjölga enn frekar í liðinu.
Samstæð hús í opnu umhverfi
Bergþór segir að húsin sem
hann byggir sjálfur séu á opnu
svæði þar sem betur fari á því að
hafa húsin samstæð. Þess vegna
hafi hann ráðist í að láta hanna
hús af þremur stærðum og byggja.
Húsin eru smíðuð í einingum í
verksmiðjuhúsi á staðnum og reist
jafnóðum. Þegar eru 10 hús risin.
Flestir kaupendurnir kjósa að
kaupa húsin fullfrágengin.
Allar gerðir húsanna eru vist-
vænar og uppfylla allar kröfur sem
gerðar eru til íbúðarhúsa. Minnsta
húsið er 88 fermetrar en hægt að
stækka það í 108 fermetra með
gestahúsi. Stærri húsin eru tæpir
140 metrar að stærð, ýmist á einni
hæð eða tveimur.
Bergþór segir að kaupendurnir
séu gjarnan fólk á miðjum aldri
sem sé á góðum stað í lífinu og
hafi efni á að eiga vandaðan sum-
arbústað sem það geti búið í mik-
inn hluta ársins. Einhverjir hugsi
sér að eiga þar heima.
Íbúðabyggð rís
í Húsafellsskógi
- Fjöldi iðnaðarmanna vinnur að
byggingu liðlega fimmtíu íbúðarhúsa Í fögru umhverfi Eiríksjökull og Kalmanstungustrútur setja svip sinn á umhverfi íbúðabyggðarinnar í Húsafelli.
Húsin eru af mismunandi gerð og stærð, öll vistvæn. Hér er verið að ganga frá einu húsanna eftir reisingu.
Framkvæmdir Unnið við að steypa sökkla á íbúðarhúsi. Framkvæmdir
ganga vel og verða fyrstu húsin afhent snemma á nýju ári.