Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Ásbjörn Ólafsson ehf | Köllunarklettsvegi 6 | 414-1100 | www.asbjorn.is | sala@asbjorn.is Verslunar- og fyrirtækjaeigendur athugið! Opið jólahús hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. Sýningarherbergið er opið alla virka daga frá kl 08:00 - 16:00. Allir verslunar- og fyrirtækjaeigendur velkomnir í heimsókn! Fullt hús af fallegum vörum fyrir heimili og veitingastaði. Úrvalið í vefverslun okkar, www.asbjorn.is, er ævintýri líkast og er hún opin allan sólarhringinn! Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að byggingu fjölda húsa í Húsafelli í Borgarfirði. Þar hefur verið skipulagt hverfi með 54 íbúð- arhúsum, ofan við núverandi or- lofsbyggð. Unnið er að breytingum á skipulagi svæðisins þannig að húsin verða í íbúðabyggð í stað or- lofsbyggðar. Getur fólkið, það sem vill, því verið þar með heilsárs- búsetu og skráð lögheimili og fengið þjónustu eins og aðrir íbúar sveitarinnar. Félagið Húsafell-Hraunlóðir stendur fyrir framkvæmdum. Fjór- tán lóðir eru seldar einstaklingum en landeigandinn byggir sjálfur hús á 40 lóðum og selur á ýmsum byggingarstigum. Bergþór Krist- leifsson, eigandi Húsafells, segir að búið sé að selja 35 af þessum 40 húsum. Á þriðja tug iðnaðarmanna úr Borgarfirði og víðar að vinna við að taka grunna, steypa undir- stöður, smíða hús og reisa. Segir Bergþór að eftir áramót, þegar fleiri hús verða risin og hægt verði að koma fleiri höndum að, muni fjölga enn frekar í liðinu. Samstæð hús í opnu umhverfi Bergþór segir að húsin sem hann byggir sjálfur séu á opnu svæði þar sem betur fari á því að hafa húsin samstæð. Þess vegna hafi hann ráðist í að láta hanna hús af þremur stærðum og byggja. Húsin eru smíðuð í einingum í verksmiðjuhúsi á staðnum og reist jafnóðum. Þegar eru 10 hús risin. Flestir kaupendurnir kjósa að kaupa húsin fullfrágengin. Allar gerðir húsanna eru vist- vænar og uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til íbúðarhúsa. Minnsta húsið er 88 fermetrar en hægt að stækka það í 108 fermetra með gestahúsi. Stærri húsin eru tæpir 140 metrar að stærð, ýmist á einni hæð eða tveimur. Bergþór segir að kaupendurnir séu gjarnan fólk á miðjum aldri sem sé á góðum stað í lífinu og hafi efni á að eiga vandaðan sum- arbústað sem það geti búið í mik- inn hluta ársins. Einhverjir hugsi sér að eiga þar heima. Íbúðabyggð rís í Húsafellsskógi - Fjöldi iðnaðarmanna vinnur að byggingu liðlega fimmtíu íbúðarhúsa Í fögru umhverfi Eiríksjökull og Kalmanstungustrútur setja svip sinn á umhverfi íbúðabyggðarinnar í Húsafelli. Húsin eru af mismunandi gerð og stærð, öll vistvæn. Hér er verið að ganga frá einu húsanna eftir reisingu. Framkvæmdir Unnið við að steypa sökkla á íbúðarhúsi. Framkvæmdir ganga vel og verða fyrstu húsin afhent snemma á nýju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.