Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Listamannaspjall laugardaginn 6. nóvember, kl. 14–16 Opið virka daga 10–18, laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum HRAFNHILDUR INGA SIGURÐARDÓTTIR Sýnir í Gallerí Fold 30. október–13. nóvember Ó, VEÐUR SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þegar kirkjuþingi var um miðja síð- ustu viku frestað fram undir lok nóvember beið fjöldi stórra mála enn afgreiðslu. Þingið fer með æðsta vald í veraldlegum málefnum þjóðkirkjunnar. Meðal þess sem ekki tókst að afgreiða var að taka af- stöðu til tillagna um stórfellda sölu á fasteignum þjóðkirkjunnar, hag- ræðingu í mannahaldi, starfsreglur fyrir prófasta og vígslubiskupa, stefnumótun í samskipta- og ímynd- armálum og afnám greiðslna fyrir aukaverk presta sem hér verður fjallað um. Fram kom á þinginu að innan kirkjunnar eru skoðanir mjög skiptar um flest þessi mál. Og í um- ræðunum um aukaverkin varð ýms- um heitt í hamsi. Deilur um greiðslur fyrir þau eru þó ekki nýjar af nálinni enda byggir þetta fyr- irkomulag á gamalli hefð. Afnumin frá ársbyrjun 2024? Það sem kom umræðunni af stað að þessu sinni var tillaga frá fjórum fulltrúum á kirkjuþingi um að frá og með 1. janúar 2024 skyldi „afnumin öll gjaldtaka vegna prestsþjónustu þjóðkirkjunnar, sem tilgreind er í gjaldskrá kirkjuþings“. Leggja flutningsmenn til að starfskostn- aðarnefnd, sem kosin var á kirkju- þingi í mars, takist á hendur að vinna tillögur með hliðsjón af nið- urfellingu gjaldtökunnar og skili þeim til kirkjuþings ekki seinna en fyrri hluta árs 2023. Er nefndinni ætlað að kanna sérstaklega hvort afnema megi gjaldtöku í áföngum þannig að prestsþjónusta fyrir skírnir og fermingarfræðslu verði gjaldfrjáls sem fyrst. Eins og sjá má í töflu hér til hliðar eru helstu aukaverkin, sem heimilt er að innheimta gjald fyrir, skírn, ferming, hjónavígsla og útför. Varla er þó hægt að segja að fjárhæðirnar séu mjög háar og síst í samanburði við önnur gjöld sem oft falla til við athafnir af þessu tagi, svo sem fyrir söng, tónlist, skreytingar og marg- víslega þjónustu. Engu að síður telja flutningsmenn að gjöldin séu „tíma- skekkja“. Vígð þjónusta kirkjunnar eigi ávallt að vera grundvölluð á kristilegum kærleika og sem mest án hindrana fyrir fólk. Gjöldin fyrir aukaverkin séu „fráhrindandi ásýnd kirkjulegrar þjónustu“ og dragi mjög úr trúverðugleika hennar. Einkum sé þetta slæm birting- armynd þegar um efnalítið fólk sé að ræða. Fjölmargir áhrifamenn í kirkj- unni lýstu sig andvíga því að af- greiða málið með þessum hætti á þinginu. Einkum var andstaðan hörð frá forystumönnum Prestafélagsins. Þeir bentu á að blekið væri varla þornað á síðasta kjarasamningi presta þar sem greiðslur fyrir auka- verkin eru heimilaðar. Stjórn félags- ins sagði í ályktun að það væri „í hæsta máta ósmekklegt og ekki kirkjuþingi sæmandi að væna presta um skort á kristilegum kærleika þegar þeir nýta sér grundvallaðan rétt sinn til að innheimta fyrir auka- verk“. Þá benti stjórnin á að prestar gangi ekki hart fram í innheimtu aukaverka gagnvart efnalitlu fólki og hafi þar umhyggju og kærleika að leiðarljósi. Frávísunartillaga felld Á lokadegi kirkjuþings lögðu nokkrir fulltrúar til að tillögunni um afnám greiðslna fyrir aukaverk yrði vísað frá. En það átti ekki hljóm- grunn á þinginu og var frávís- unartillagan felld með 12 atkvæðum gegn 8. Þingfulltrúar eru samtals 29, 17 leikmenn kjörnir af sókn- arnefndum og 12 prestar. Það að frá- vísunin var felld er vitnisburður um að þingfulltrúar vilja ekki ýta málinu út af borðinu strax og ekki er óhugs- andi að það nái fram að ganga í ein- hverri mynd á komandi þingi síðar í þessum mánuði. Aðeins hluti preststarfsins Meðal almennings heyrast þær raddir að prestar séu fullsæmdir af föstum launum sínum. Reyndar eru ýmsir í prestastétt sama sinnis og einnig ýmsir kirkjuþingsmenn. En úti í þjóðfélaginu örlar á þeim mis- skilningi að störf presta felist í fáu öðru en að skíra, ferma, gifta og jarð- setja. Sannleikurinn er sá að þetta er aðeins hluti af störfum þeirra. Reglu- legar guðsþjónustur í kirkjunum taka tíma og kalla á undirbúning, margs konar stjórnsýsla og skrif- finnska fylgir starfinu, einnig þátt- taka í fundum og samkomum og síð- ast en ekki síst leita fjölmargir til presta á degi hverjum til að ræða vandamál og áhyggjuefni daglegs lífs. Þau samskipti öll útheimta mik- inn tíma hjá flestum prestum. Ekki greitt fyrir aukaverk Misjafnt er hvort greitt er fyrir skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir í öðrum trúfélögum hér á landi. Sr. Jakob Rolland, kanslari kaþólsku kirkjunnar, segir að þar séu engin gjöld innheimt en menn séu hvattir til framlaga til kirkjunnar hver eftir sinni getu, enda þurfi hún á fé að halda til rekstrar. Prestarnir fái engin starfslaun en kirkjan sjái um uppihald þeirra og húsnæði og leggi þeim til dagpeninga. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur segir að þeir sem skráðir eru í söfnuðinn greiði að jafn- aði ekkert fyrir þjónustuna. „Við telj- um að fólk hafi þegar greitt fyrir slíkt með þeim trúfélagsgjöldum sem tekin eru af öllum landsmönnum sama hvar þeir eru skráðir,“ segir hann. Frá þessu er þó ein und- antekning eftir að ný reglugerð gekk í gildi um mitt síðastliðið ár sem fól það í sér að kirkjugarðarnir hættu að greiða fyrir prestsþjónustu í tengslum við andlát og útfarir. Þurfi aðstandendur að gera það í staðinn. „Við erum verulega ósátt við þetta fyrirkomulag og viljum helst breyta því sem fyrst,“ segir hann. Pétur Þorsteinsson hjá Óháða söfnuðinum segir að ekki sé greitt fyrir aukaverk í söfnuðinum. Deilan um aukaverk óútkljáð - Mörg ágreiningsmál bíða kirkjuþings undir lok nóvember - Skoðanir mjög skiptar um greiðslur fyrir aukaverk presta - Ekki innheimt vegna þeirra í Fríkirkjunni, kaþólsku kirkjunni og víðar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kirkjuþing Miklar umræður urðu um greiðslur fyrir aukaverk presta á nýafstöðnu kirkjuþingi. Ekki tókst að afgreiða tillögu um að afnema þær frá árs- byrjun 2024 þegar þingið gerði hlé á störfum sínum. Hér tekur einn kirkjuþingsfulltrúa til máls, Guðlaugur Óskarsson úr Borgarfirði. Gjaldskrá presta þjóðkirkjunnar fyrir aukaverk Þjónusta Fjárhæð í krónum Skírn, sem ekki fer fram í guðsþjónustu 7.418 Fermingarfræðsla 21.194 Hjónavígsla 13.776 Kistulagning 8.478 Útför 27.552 Jarðsetning duftkers eða kistu, sem ekki er í beinu framhaldi af útför 8.478 Vottorð um þjónustu prests 2.119 Heimild: Kirkjuþingstíðindi ágúst 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.