Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 30
30 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021
HUNDAFÓÐUR
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
4. nóvember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.98
Sterlingspund 177.51
Kanadadalur 104.79
Dönsk króna 20.269
Norsk króna 15.396
Sænsk króna 15.238
Svissn. franki 142.37
Japanskt jen 1.1426
SDR 183.55
Evra 150.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.5654
« Fulltrúar Norðuráls og Arion banka
hafa skrifað undir samning um fjár-
mögnun á fyrirhuguðum steypuskála
Norðuráls á Grundartanga.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Norðuráli en þar segir að um sé að
ræða fjárfestingu upp á 17 milljarða kr.
Nýja framleiðslulínan er sögð gera
Norðuráli kleift að vinna fleiri og verð-
mætari vörur úr álinu á Grundartanga.
Haft er eftir Benedikt Gíslasyni,
bankastjóra Arion banka, að bankinn
hafi nýverið farið í sína fyrstu al-
þjóðlegu grænu skuldabréfaútgáfu þar
sem bankinn naut hagstæðra kjara.
„Það er einstaklega ánægjulegt að
Norðurál fái nú notið góðs af þeim kjör-
um og [að] styðja við verkefni sem gerir
fyrirtækinu kleift að framleiða verð-
mætari vörur hér á landi með minni
orkunotkun og minna kolefnisspori,“
sagði Benedikt jafnframt.
Arion banki fjármagnar
steypuskála Norðuráls
Ljósmynd/Norðurál
Samningar Ásgeir Reykfjörð, aðstoðar-
bankastjóri Arion banka, og Sigrún
Helgadóttir, framkvæmdastjóri Norður-
áls á Grundartanga, við undirritunina.
STUTT
Fyrirtækið Icelandic Lava Show,
sem haldið hefur úti lifandi
hraunsýningu í Vík í Mýrdal,
hyggst færa út kvíarnar og koma
upp sambærilegri sýningu í hús-
næði á Grandanum í Reykjavík.
Er uppbyggingin í höfuðborginni
sögð fyrsti áfangi af fleirum í
framtíðaráformum um meiri vöxt
á komandi árum.
Framsókn fyrirtækisins er
studd með aðkomu nýs hluthafa,
EB Invest ehf., en það er Birgir
Örn Birgisson, fyrrum forstjóri
Domino’s á Íslandi, sem stendur á
bak við það félag. Segir hann að
upplifun sín af sýningunni í Vík
hafi verið með því móti að hann
hafi séð mörg tækifæri með að-
komu sinni að fyrirtækinu.
Það eru þau Júlíus Ingi Jónsson
og Ragnhildur Ágústsdóttir sem
stofnuðu Icelandic Lava Show og
opnuðu sýningu undir sama heiti
árið 2018. Útbreiðsla kórónuveir-
unnar hafði neikvæð áhrif á
rekstur fyrirtækisins eins og önn-
ur í ferðaþjónustu. Þannig dróg-
ust tekjur þess saman um 60%
milli áranna 2019 og 2020. Námu
23,8 milljónum í fyrra. Rekstr-
arkostnaður dróst einnig veru-
lega saman og varð tap af rekstr-
inum minna en þegar umsvifin
voru meiri. Nam tapið 5 millj-
ónum í stað 23 milljóna árið 2019.
Um nýliðin áramót var eigið fé
fyrirtækisins neikvætt sem nam
3,8 milljónum. Eignir stóðu í 55,1
milljón og skuldir í 58,9 millj-
ónum.
Fljótandi hraun Sýning Icelandic
Lava Show er mikið sjónarspil.
Icelandic Lava
Show stækkar
- Eigið fé félags-
ins var neikvætt
í árslok 2020
húsnæðisöryggi. Hlutfall þeirra sem
eru mjög eða frekar sammála var
21,2% árið 2019, 16,1% árið 2020 og
18,9% í ár og hækkar hlutfallið því á
nýjan leik. Öryggið er minnst hjá 45-
54 ára leigjendum. Að mati skýrslu-
höfunda eru meginástæður þess að
leigjendur telja sig ekki búa við hús-
næðisöryggi einkum þær að þeir hafa
tímabundinn leigusamning, telja að
leiguverð sé of hátt og að lítið fram-
boð sé á íbúðarhúsnæði.
Um 2.200 fleiri erlendir ríkisborg-
arar fluttu til landsins á þriðja árs-
fjórðungi en fluttu þá frá landinu.
Hafa því samanlagt 3.160 fleiri
erlendir ríkisborgarar flutt til
landsins en frá því á þessu ári, líkt og
lesa má úr grafinu. Flutningsjöfn-
uðurinn var einnig jákvæður hjá ís-
lenskum ríkisborgurum en 340 fleiri
fluttu til landsins á þriðja fjórðungi
en frá því og alls 860 frá áramótum.
Er þetta metfjöldi aðfluttra íslenskra
ríkisborgara umfram brottflutta á
öldinni en flest árin hefur þessi flutn-
ingsjöfnuður verið neikvæður.
Ríflega fjögur þúsund fleiri
Alls hafa um fjögur þúsund fleiri
flutt til landsins fyrstu níu mánuði
ársins en frá því og er árið 2021 því í
sjötta sæti yfir aðflutning á öldinni.
Með sama áframhaldi mun þetta ár
fara fram úr árinu 2016 og vel það og
aðeins þensluárin 2006 og 2007 og svo
góðærisárin 2017, 2018 og 2019 vera
framar þessu ári. Það er athyglisvert
í ljósi faraldursins.
Hvort tveggja, aðflutningur er-
lendra og íslenskra ríkisborgara, á
þátt í íbúafjölgun á Íslandi en alls
bjuggu 374.830 manns á Íslandi í lok
3. ársfjórðungs. Hefur íbúum fjölgað
um 10.700 frá ársbyrjun 2020 sem eru
síðustu tölur áður en kórónuveiru-
faraldurinn hófst í mars 2020.
Til samanburðar hafa um 1.370
fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt til
landsins en frá því síðan í ársbyrjun
2020 og tæplega 4.900 erlendir ríkis-
borgarar. Alls eru þetta um 6.300 ein-
staklingar, sem samsvarar um 60%
íbúafjölgunar frá 1. jan. 2020.
Búferlaflutningarmilli landa eftir ríkisfangi 2000-2021*
Aðfluttir umfram brottflutta
Íslenskir Erlendir
2000 62 1.652
2001 -472 1.440
2002 -1.020 745
2003 -613 480
2004 -438 968
2005 118 3.742
2006 -280 5.535
2007 -167 5.299
2008 -477 1.621
2009 -2.466 -2.369
2010 -1.703 -431
2011 -1.311 -93
2012 -936 617
2013 -36 1.634
2014 -760 1.873
2015 -1.265 2.716
2016 -146 4.215
2017 352 7.888
2018 -65 6.621
2019 -175 5.136
2020 506 1.734
2021 860 3.160
+7
+6
+5
+4
+3
+2
+1
0
-1
-2
-3
-4
Þúsundir
'00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21
Samtals Íslenskir Erlendir
2000-2021 -10.432 54.183
2005-2008 -806 16.197
2009-2011 -5.480 -2.893
2012-2021 -1.665 35.594
2015-2021 67 31.470
Íslenskir ríkisborgarar
Erlendir ríkisborgarar
*Til og með 30. september 2021 (fyrstu níu mánuði ársins)
Fyrstu 9 mán.
ársins 2021
Heimild: Hagstofa Íslands
Mikill aðflutningur til landsins
eykur spennu á leigumarkaði
- Könnun HMS bendir til minna leiguöryggis - Landsmönnum fjölgar hratt
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þorsteinn Arnalds, framkvæmda-
stjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkja-
stofnun (HMS), segir merki um að
aukinn aðflutningur fólks til landsins
sé farinn að hafa áhrif á leigu-
markaðinn til hækkunar.
„Leigumarkaðskönnun okkar
bendir til að farið
sé að þrengja að
leigjendum og það
eru miklar líkur á
því að aðflutning-
urinn á fyrri hluta
ársins hafi áhrif í
því efni. Jafn-
framt að aukinn
aðflutningur á
þriðja ársfjórð-
ungi muni hafa
meiri áhrif þegar fram í sækir,“ segir
Þorsteinn í tilefni af nýjum tölum
Hagstofunnar um búferlaflutninga.
Máli sínu til stuðnings vísar Þor-
steinn í niðurstöður væntanlegrar
leigumarkaðskönnunar HMS.
Að óbreyttu muni þessi þróun leiða
til þess að leiguverð íbúða á höf-
uðborgarsvæðinu muni hækka.
Tilfærsla yfir í eigið húsnæði
Meðal niðurstaðna er að yngsti
hópurinn í könnuninni, 18-24 ára, hef-
ur „fært sig að miklu leyti aftur í for-
eldrahús“ eftir að kórónuveiru-
faraldurinn hófst, og að
aldurshópurinn 25-34 ára hafi verið
að „færa sig af leigumarkaði og að
einhverju leyti úr foreldrahúsum og
yfir í eigið húsnæði“. Ljóst sé að fjöl-
mörg heimili hafi yfirgefið leigumark-
aðinn sl. ár og keypt eigið húsnæði,
ekki síst tekju- og eignameiri heimili.
Þátttakendur í könnuninni voru
spurðir hvort þeir teldu sig búa við
Þorsteinn
Arnalds