Morgunblaðið - 04.11.2021, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 04.11.2021, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á þriðjudag var víða gengið til kosninga í Banda- ríkjunum. Helstu kosningarnar áttu sér stað í Virginíu og New Jersey, þar sem kosið var um ríkisstjóra, önnur helstu embætti ríkjanna og þing þeirra. Auk þess var víða kosið um borgarstjóra, borgarstjórnir og aukakosningar um tvö þing- sæti á Bandaríkjaþingi. Skemmst er frá því að segja að Demókrataflokkurinn, flokkur Bidens Bandaríkjaforseta, galt afhroð í kosningunum, sem vel- flestir líta á sem dóm yfir fyrstu 10 mánuðum hans í forsetaemb- ætti. Sömuleiðis telja margir að í útkomunni felist fyrirboði um kosningarnar í nóvember 2022, þegar kosið verður um öll 435 sæti í fulltrúadeild Bandaríkja- þings og 34 af 100 sætum öld- ungadeildarinnar. Í fréttaskýringu Washington Post, sem fylgir demókrötum að málum, sagði að demókratar gætu aðeins glaðst yfir einu í kosningunum: að ósigurinn hefði verið svo víðtækur og voðalegur, að hann skildi ekkert rúm eftir fyrir afsakanir, undanbrögð eða deilur um hverjum væri um að kenna. Þeir gætu engum um kennt nema sjálfum sér og að þar beindust sjónir fyrst og fremst að Biden, bæði fyrir það sem hann hefði gert og hitt sem hann hefði látið ógert. Biden var hins vegar víðs fjarri meðan ógæfan dundi yfir. Hann sat með lokuð augun á loftslagsráðstefnunni í Glasgow og lái honum hver sem vill. Þegar þetta er ritað er enn óljóst hver hefur sigur í rík- isstjórakosningum í New Jersey og afar mjótt á munum. Hins vegar hafði nýgræðingurinn og repúblikaninn Glenn Youngkin betur í ríkisstjórakosningum Virginíu og lagði þar að velli vel tengdan reynslubolta demó- krata. Bæði þessi ríki hafa verið rækilega merkt demókrötum um áraraðir; Biden sigraði í þeim báðum með miklum mun og frambjóðendur demókrata hófu kosningabaráttuna með miklum yfirburðum í skoðanakönnunum. Það forskot þurrkaðist út á nokkrum vikum og við blasir að demókratar hafa misst þar allt að fjórðungsfylgi kjósenda, sem þeir hafa til þessa gengið að vís- um. Demókratar töpuðu ekki vegna þess að þá skorti fé. Þvert á móti voru kosningasjóðir þeirra stútfullir og þeir vörðu mun meira fé í kosningabarátt- una en repúblikanar í nær öllum kosningum þriðjudagsins. Þeir töpuðu ekki heldur vegna þess að þeir væru með afleita frambjóð- endur. Öðru nær, því þeir tefldu víðast fram vönum og vel þekkt- um frambjóðendum með traust bakland. Og ekki töpuðu þeir vegna Donalds Trumps, sem var ekki á neinum kjör- seðli og raunar áberandi að hann beitti sér ekki í kosningabarátt- unni. Það er nánast brjóstumkennan- legt að fylgjast með burtskýr- ingum demókrata á ósigrinum í óteljandi umræðuþáttum og blaðagreinum vestanhafs. Ungu kjósendurnir skiluðu sér ekki og þeir gömlu víst ekki heldur, framboðslistarnir voru annað- hvort of fjölmenningarlegir eða of lítið, kjósendur voru haldnir kynþáttaandúð eða þá að þeir gleymdu að kjósa eftir litar- hætti, frambjóðendur demó- krata of örlátir á almannafé eða of nískir. Svarið er mun einfaldara en demókratar vilja játa. Það er einfaldlega það, að Joe Biden og demókratar hafa staðið sig frá- munalega illa við stjórn landsins undanfarna 10 mánuði, þrátt fyrir fögur fyrirheit um að allt félli í ljúfa löð eftir að skipt væri um húsbónda í Hvíta húsinu. Það hefur ekki farið fram hjá kjós- endum og þeir komu óánægju sinni á framfæri í kjörklefanum, Bandaríkjamenn eru flestir ánægðir með Bandaríkin, jafnvel svo sumum þykir nóg um, en undanfarna mánuði hafa þeir ekki haft mikið til þess að vera ánægðir með. Enn síður þykir þeim gaman þegar valdhafarnir þreytast ekki á því að tala landið niður um stórt og smátt, aðallega að því er virðist til þess að kaupa sér frið gagnvart róttækustu öfl- unum í Demókrataflokknum. Niðurlægingin í Afganistan og uppgjöfin fyrir Talíbönum féll fæstum Bandaríkjamönnum í geð. Fullyrðingar um að landið sé gegnsýrt af kerfisbundnu kynþáttahatri ríma illa við reynslu flestra, hvað þá að mikill stuðningur væri fyrir því að lög- gæsla yrði skipulega fjársvelt á sama tíma og glæpatíðni hefur aukist verulega í fyrsta sinn í mannsaldur. Þeir er ekki heldur margir hrifnir af því að landið verði fest í varanlegum sótt- varnaaðgerðum. Allt þetta er tengt stjórn demókrata. Enn síður að þúsundum millj- arða Bandaríkjadala sé sóað í gæluverkefni villta vinstrisins í Demókrataflokknum undir því yfirvarpi að það sé eina leiðin til þess að snúa hagkerfið í gang. Þeir vita betur og finna á eigin skinni þegar verðbólgan fer af stað, kaupmáttur snarminnkar, atvinnuþátttaka glæðist ekki á ný og ójafnvægi í hagkerfinu eykst. Heimilin í landinu skuld- setja sig ekki upp í rjáfur bara af því að vextir eru lágir og skilja ekki af hverju það þykir betri hugmynd í Hvíta húsinu. Skilaboð kjósenda voru skýr. Hvort Biden og demókratar átta sig á þeim er önnur saga. Joe Biden og demókratar hafa staðið sig frámuna- lega illa við stjórn landsins undanfarna 10 mánuði} Afhroð demókrata R étt fyrir kosningar skrifuðum við Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR greinina Saga um staðfestan glæp gegn þjóðinni sem fjallar um efni skýrslu sem liggur inni í félagsmálaráðuneytinu og hefur ekki enn feng- ist birt. Í stuttu máli leiðir skýrslan í ljós hversu víð- tæk og skelfileg áhrif verðtryggingarinnar á heimilin og þjóðfélagið allt hafa verið. Hún staðfestir algjörlega málflutning okkar sem barist höfum gegn verðtryggingu neyt- endalána og sýnir í raun fram á meiri skaða en jafnvel við töldum. Í stuttu máli staðfestir skýrslan að verð- tryggingin hreinlega valdi verðbólgu og háum stýrivöxtum auk þess að hafa gríðarleg áhrif á leiguverð og stöðuga hækkun þess. Verðtryggingin er þannig ekki nauðsyn vegna verð- bólgu, heldur er hún hreinlega einn helsti orsakavaldur hennar og þótt aðrir þættir spili vissulega inn í, þá gerir verðtryggingin bara illt vera. Verðbólga á Íslandi er ekki náttúrulögmál, hún er heimatilbúin. Hvert og eitt okkar má alveg ímynda sér hvernig lífið hefði verið betra og auðveldara á Íslandi ef verðbólga hefði ekki alltaf verið eins mikil og sagan sýnir. Fólkið, heimilin í landinu, eru ekki ótæmandi auðlind fyrir fjármálakerfið. Það erum „við“ sem erum þjóðfélag- ið og það er kominn tími til að stjórnvöld sýni það með því að forgangsraða í „okkar“ þágu, en ekki banka og fjár- málafyrirtækja. Hagnaður bankanna fer enn hækkandi. Um mitt ár var samanlagður hagn- aður þeirra frá hruni orðinn 900 milljarðar og nú hafa a.m.k. 60 milljarðar bæst við. Þetta fé verður ekki til úr engu. Það kemur frá okkur, fólkinu í landinu, í formi okurvaxta og verðtryggingar og það er látið eins og þeir sem eiga að gæta hagsmuna fólksins í landinu, séu bara algjörlega valdalausir gagnvart þessu, eins og þetta sé eitthvert náttúrulög- mál, en svo er ekki. Hvernig getur það staðist að fyrirtæki sem sýna stjarnfræðilegan hagnað geti hækkað verðskrána sína? Athugið að neytendur eru algjörlega varn- arlausir gagnvart þessum aðgerðum bank- anna, því ef þeir beygja sig ekki undir vöndinn, eru þeir einfaldlega að lokum sviptir heimilum sínum. Hver er samfélagsleg ábyrgð bankanna í heimsfar- aldri? Hver er samfélagsleg ábyrgð ríkisstjórnar í heimsfar- aldri? Við sem þjóð verðum að vinda ofan af þessari vitleysu og krefjast þess að ráðamenn þjóðarinnar hætti að kyssa vöndinn sem flengir hana og sýgur úr henni allan mátt. Nú er mál að linni. Hingað og ekki lengra! Við eigum öll að geta haft það gott í ríku landi. Heimilin eru ekki fóður fyrir bankana! Ásthildur Lóa Þórsdóttir Pistill Glæpur gegn þjóðinni Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is B reytingum, sem verða við bætta úrgangsmeð- höndlun, fylgir aukinn kostnaður og er nú gert ráð fyrir að gjaldskrá Sorpu bs. hækki um 31% í helstu flokkum á næsta ári. Þetta kemur fram í greinargerð fagsviða og B-hluta- fyrirtækja borgarinnar, sem fylgir frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Bent er á að Sorpa standi ásamt samfélaginu á miklum kross- götum varðandi úrgangsmál og lög- gjöf til bættrar meðhöndlunar og flokkunar á úrgangi hafi verið sam- þykkt. Í útskýringum segir að sam- kvæmt lögum verði Sorpa að inn- heimta raunkostnað af meðhöndlun úrgangs og í því ljósi hafi gjald- skrár félagsins verið teknar til gagngerrar endurskoðunar. Ný gjaldskrá taki gildi 1. janúar næst- komandi, gjaldskrárliðum verði breytt til hækkunar og aukast tekjur Sorpu um 29% til að mæta samsvarandi auknum kostnaði við bætta úrgangsmeðhöndlun. „Stefnt er á að útflutningur á brennan- legum úrgangi til orkuvinnslu hefj- ist í einhverjum mæli á árinu 2022 og að urðun verði hætt í Álfsnesi í lok árs 2023 [...],“ segir þar. Fram kemur að þó svo að heildarmagn neyslu og úrgangs- strauma breytist ekki mikið, þá sé ljóst að skipting á magni innan úr- gangsflokka muni breytast töluvert á árinu 2022, sem hafi bein áhrif á rekstraráætlanir Sorpu með tilliti til eyðingargjalda, hagræðingar vinnsluferla og gjaldskrárbreyt- inga. „Því skal taka það fram að samspil stjórnenda SORPU, stjórn- ar og eigenda hefur aldrei verið jafn mikilvægt þar sem breytingar eru fram undan og bregðast þarf við þeim á skilvirkan og skipulagð- an hátt,“ segir m.a. í greinargerð- inni. Áætlað er að launakostnaður samlagsins muni hækka um 10,5% á næsta ári. Fjárfestingar eru áætl- aðar um 583 milljónir kr. og hefja á framkvæmdir við byggingu endur- vinnslustöðvar á Lambhagavegi. Kostnaður vegna þess sem fellur til á næsta ári er áætlaður 408 millj- ónir kr. Mögulega verður að fjár- magna framkvæmdina með lántöku en annars verði eigendur að leggja fram framlög til verkefnisins. Kostnaður eykst verulega af kjarasamningum við Eflingu Í útskýringum á breytingum á gjaldskrá Sorpu á næsta ári er m.a. bent á að gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi sé tekin til starfa og líf- rænn úrgangur tekinn til vinnslu í stýrðum iðnaðarferlum. Verð á meðhöndlun úrgangsins hækkar um næstu áramót til að úrgangs- flokkurinn endurspegli raunkostn- að. Í öðru lagi er bent á að kjara- samningar við stéttarfélagið Efl- ingu feli í sér verulegan kostnaðar- auka fyrir samlagið. Þá hafi í þriðja lagi verið tekið saman lögræðilegt álit fyrir Sorpu með þeirri skýru niðurstöðu, að skv. lögum um meðhöndlun úr- gangs beri samlaginu skylda til þess að innheimta raunverulegan kostnað sem fellur til við alla með- höndlun úrgangs. Stórfelldar breyt- ingar á starfsemi samlagsins, sem leiði af gangsetningu gas- og jarð- gerðarstöðvarinnar, minni urðun og útflutningi á úrgangi hafi leitt til þess að raunverulegur kostnaður „fyrir einstaka efnisstrauma“ hafi breyst og því þurft að endurskoða allar gjaldskrár samlagsins. Sorpa á krossgötum og hækkar gjaldskrá Morgunblaðið/Eggert Flokkunarstöð í Gufunesi Samkvæmt lögum verður Sorpa að innheimta raunkostnað af meðhöndlun úrgangs og eru gjaldskrár til endurskoðunar. Gert er ráð fyrir að framlög Reykjavíkurborgar til Strætó bs. á næsta ári verði um 2,5 milljarðar og heildarframlög allra eigenda byggðasamlagsins verða tæpir 4,2 milljarðar. Þetta kemur fram í greinargerð B- hlutafyrirtækja borgarinnar. Í nýrri fjárhagsáætlun Strætó er gert ráð fyrir 242 milljóna taprekstri á næsta ári. Nú er gert ráð fyrir að framlag ríkisins 2022 til Strætó skv. samkomu- lagi verði það sama og í ár eða um 906 milljónir kr. Fram kemur að laun og launa- tengd gjöld eru um 33% af rekstrarkostnaði Strætó og er áætlað að kostnaðarauki vegna vinnutímastyttingar vakta- vinnuhópa verði um 350 millj- ónir kr. þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda. Bregðast á við auknum kostnaði og minni tekjum með hagræð- ingu og lántöku. Kaupa á nýja vagna fyrir allt að 400 millj. kr. 242 milljóna taprekstur ERFIÐ STAÐA STRÆTÓ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.