Morgunblaðið - 04.11.2021, Síða 35
35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021
Eins og kunnugt er
stendur nú yfir í
Glasgow tuttugasti og
sjötti aðildarríkja-
fundur Loftslags-
samnings Sameinuðu
þjóðanna. Þrír helstu
trúarleiðtogar krist-
inna kirkjudeilda,
Frans páfi, andlegur
leiðtogi rómversk-
kaþólsku kirkjunnar,
Bartholomew, fyrsti
andlegur leiðtogi rétttrún-
aðarkirkjunnar, einnig nefndur
græni páfinn, og Justin Welby,
andlegur leiðtogi anglíkönsku
kirkjunnar, gáfu út sameiginlega
yfirlýsingu þar sem þeir horfa
fram til fundarins í Glasgow.
Yfirlýsinguna má lesa hér: Ec-
umenical Patriarch, Pope and
Archbishop of Canterbury call for
the Protection of Creation
(www.anglicannews.org).
Þeir benda m.a. á að í heimsfar-
aldrinum höfum við verið minnt á
þá staðreynd að enginn búi við ör-
yggi fyrr en allir búi við öryggi.
Þeir benda á að breytingar í nátt-
úrunni eigi sér uppruna í gjörðum
okkar þar sem freklega hefur ver-
ið gengið á auðlindir jarðar og
misskipting gæðanna hefur aukist.
Við hér á Íslandi höfum ekki
farið varhluta af loftslagsbreyting-
unum og ekki heldur heimsfaraldr-
inum enda erum við öll á sama
báti hér á jarðarkringlunni.
Heimsfaraldurinn hefur skapað
aðstæður sem síst var búist við. Í
öllu samskiptaleysinu út af Covid
sátum við, hópur Íslendinga sem
unnið hefur saman síðastliðin þrjú
ár, allt í einu í Skálholti á tali við
450 háttsetta trúarleiðtoga úr 15
trúarbrögðum og 6 heimsálfum
þrjá daga í október 2020. Þetta
var áreiðanlega stærsta netráð-
stefna á sínu sviði það ár og tók líf
og lit af Skálholtskirkju. Umræðu-
efnið var á hvaða hugmyndagrunni
mætti sameinast um að kalla eftir
stofnun Heimsbandalags um trú
fyrir jörðina í tengslum við Um-
hverfisstofnun Sameinuðu þjóð-
anna. Það gekk vel að
ná samstöðu sem
rennir stoðum undir
þá kenningu að flest
trúarbrögð heims eigi
sér sameiginlegan
kjarna.
Skálholt í miðju
heimsumræðu
Íslenskt teymi trú-
og lífskoðunarfélaga,
umhverfisstofnana og
-samtaka naut stuðn-
ings ríkisstjórn-
arinnar við umrætt
ráðstefnuhald. Því var svo fylgt
eftir með framhaldsfundi sem
stjórnað var frá Skálholti 12.-13.
október síðastliðinn þar sem leið-
togar 70 trúarsamtaka, vís-
indastofnana og ungs fólks sam-
þykktu ábendingar um framhaldið.
Unnið verður að því að 5. Um-
hverfisþing Sameinuðu þjóðanna,
sem fram verður haldið í febrúar á
næsta ári, lýsi stuðningi við hug-
myndina um Heimsbandalag
trúarbragða fyrir jörðina. Um-
hverfis- og utanríkisráðuneytið
hafa lýst vilja sínum til þess að
veita þessum málatilbúnaði braut-
argengi. Brýnast er að snúast
gegn fátækt og misskiptingu
jarðargæða, breytingu á loftslagi
vegna kolefnisbruna, ágangi á vist-
kerfi jarðar og líffræðilega fjöl-
breytni. Eigi núlifandi kynslóðir
að geta litið framan í barnabörn
sín með góðri samvisku má ekki
bíða með þá umbreytingu lífs- og
framleiðsluhátta sem tryggir
framhaldslíf á jörðinni. Sem betur
fer höfum við í heimsmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna leiðarvísi um
hvert leiðin liggur til betra lífs í
sátt við náttúruna. Það sem vantar
er vilji, samstaða og kjarkur.
Aðgerðir heima og heiman
Hreyfingar með trúarlegan bak-
grunn eru sterkt afl í heiminum.
Talað er um þau sem þriðja mesta
efnahagsveldi heims, að þau ráði
um helmingi allra skóla í heim-
inum og hafi umsjón með yfir 8%
alls lands. Trúarleiðtogar hafa
einnig víða ítök í stjórnmálum og
áhrif á afstöðu almennings. Sund-
urlyndi einkennir þá kannski
fremur en samlyndi í augum al-
mennings og afskipti þeirra af
opinberum málum eru síður en svo
óumdeild. En leggist þeir sameig-
inlega á árarnar í umhverfismálum
þá léttir það róðurinn fyrir
umhverfisverndar- og stjórn-
málafólk sem vill ná landi í end-
urheimt landgæða og loftslags-
málum til að mynda. Á þetta benti
dr. Andrés Arnalds á norrænum
biskupafundi í Hallgrímskirkju ár-
ið 2018. Það varð síðan upphafið
að samstarfi Þjóðkirkjunnar við
Landgræðsluna og Skógræktina
sem skilað hefur aðgerðaáætlun
um endurheimt votlendis, land-
græðslu og skógrækt á 33 kirkju-
jörðum. Sú vegferð með Umhverf-
isstofnun Sameinuðu þjóðanna og
umhverfisráðuneytinu, sem ég
lýsti í upphafi, spratt einnig upp af
því fræi sem þessi frumkvöðull í
landgræðslu á innlendum og al-
þjóðlegum vettvangi sáði þarna.
Gleði, nægjusemi, sjálfsvirðing
Ég veit ekki mikið um trúar-
brögð Sikha né um punjabísku
sem er í hópi þeirra 10 tungumála
sem flestir tala í heiminum. En
einn af leiðtogum Sikha í Bret-
landi, Bhai Sahib Ji, hreif mig
mjög í Skálholts-umræðunni.
Hann skýrði á eftirminnilegan hátt
út hugtakið „chardi kala“ sem í
Punjab merkir „hugdjörf bjart-
sýni“. Það er lífsafstaða sem víkur
burt ótta, öfund og óvild en rækt-
ar gleði, nægjusemi og sjálfsvirð-
ingu. Talsvert er rætt um lofts-
lagskvíða meðal ungs fólks og
jafnvel mælt gegn því að auka sál-
arangist með því ala á hræðslu-
áróðri um hamfarahlýnun og
heimsslit. Þetta minnir á kvíðann
vegna útrýmingar af völdum
kjarnorkuvopna sem ég ólst upp
við á tímum kalds stórveldastríðs
og kjarnorkuvopnakapphlaups.
Það er að sönnu rétt að óttinn er
ógnvaldur sem ekki er góður föru-
nautur til lengdar. Reynum því
eftir mætti að bægja honum frá
með því að ganga fram í „chardi
kala“ og láta hugdjarfa bjartsýni
stýra okkur í aðgerðum og ákvörð-
unum sem leiða til góðs lífs á jörð-
inni.
Eftir Agnesi M.
Sigurðardóttur
»Eigi núlifandi kyn-
slóðir að geta litið
framan í barnabörn sín
með góðri samvisku má
ekki bíða með þá um-
breytingu lífs- og fram-
leiðsluhátta sem tryggir
framhaldslíf á jörðinni.
Agnes M.
Sigurðardóttir
Höfundur er biskup Íslands.
Hugdjörf bjartsýni
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Loftslagsbreytingar „Hreyfingar með trúarlegan bakgrunn eru sterkt afl í heiminum.“
Mikil gróska einkennir
menntamál í Reykjavík
þar sem byggt er á ný-
legri menntastefnu
Reykjavíkurborgar sem
þúsundir hagaðila í
skólasamfélaginu mót-
uðu í víðtæku samráði.
Menntastefnan hvílir á
skýrri forgangsröðun
þar sem áherslan er á
fimm hæfniþætti sem
sérstök rækt er lögð við
að efla hjá öllum börnum: félagsfærni,
sjálfseflingu, heilbrigði, sköpun og læsi.
Við innleiðingu stefnunnar höfum við
tryggt nýtt fjármagn, 200 milljónir króna
á hverju ári, sem sérstaklega er helgað
nýsköpun og þróunarverkefnum í skól-
um og frístundastarfi.
Menntun og velferð nýtur forgangs
Meirihluti Samfylkingarinnar, Við-
reisnar, Pírata og Vinstri grænna setur
menntamál og velferð íbúa í forgang í
fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár.
Fjármögnun grunnskóla er efld verulega
með nýju fjármagni sem nemur rúmlega
1,5 milljarði króna á hverju ári í
tengslum við upptöku á nýju úthlut-
unarlíkani. Fjármagn til viðhalds skóla-
mannvirkja verður aukið verulega og
hraðað til muna viðhaldsframkvæmdum.
Verið er að hraða innleiðingu stafrænnar
tækni í skólastarfinu sem mun auka til
muna möguleika nemenda og kennara til
að hagnýta upplýsingatækni í námi og
kennslu og færa þannig náms- og
kennsluhætti meira í takt við
veruleika og þarfir samtímans.
Þá er verið að stíga stórt skref í
að þétta samstarf skóla- og vel-
ferðarsviða í verkefninu Betri
borg fyrir börn þar sem sam-
þætt skóla- og velferðarþjónusta
er veitt í nærumhverfi barnafjöl-
skyldna.
Betri fjármögnun
grunnskóla
Bætt fjármögnun grunn-
skóla Reykjavíkur birtist
m.a. í því að meira fé er varið
til að tryggja jafnræði á milli skóla og
hverfa m.a. með því að taka tillit til mis-
munandi lýðfræðilegra þarfa, félagslegrar
stöðu og aðstæðna á hverjum stað. Jöfn
tækifæri barna til menntunar er eitt mik-
ilvægasta verkefni stjórnmálanna og sú
hugsjón sem hvetur okkur jafnaðarmenn
til dáða. Þar er leiðarljósið að styrkja stöðu
þeirra barna sem á einhvern hátt standa
höllum fæti við upphaf skólagöngunnar
hvort sem er vegna líffræðilegra þátta,
uppruna eða félagslegra aðstæðna.
25-30 milljarðar í viðhald skóla
Meirihlutinn í borgarstjórn hefur aukið
verulega fjármagn til viðhalds skólamann-
virkja á undanförnum árum, og er nið-
urstaðan rúmlega þreföldun á und-
anförnum fimm árum, úr tæpum 600
milljónum í 2.100 milljónir í ár. Nú liggja
fyrir í fyrsta sinn heildarupplýsingar um
ástand skólamannvirkja sem utanaðkom-
andi fagaðilar hafa unnið á síðastliðnum
tveimur árum. Niðurstöðurnar gefa tilefni
til að gera enn betur og hraða á næstu ár-
um framkvæmdum til viðhalds og end-
urbóta á skólahúsnæði í borginni. Þetta eru
alls 136 skýrslur sem tengjast þeim mikla
fjölda mannvirkja sem hýsa skóla og frí-
stundastarfið í borginni. Á grundvelli þess-
ara úttekta hefur borgarstjóri lagt fram til-
lögu um að varið verði 25-30 milljörðum
króna í viðhald skólamannvirkja á næstu
5-7 árum. Það verður því eitt viðamesta
fjárfestingarverkefni borgarinnar á kom-
andi árum. Vissulega er rétt að fjármagn til
viðhalds var ekki nægilega mikið á fyrstu
árunum eftir hrun en með þessari mynd-
arlegu viðbót nú náum við að vinna upp og
gott betur mögru árin frá 2008-2016. Þetta
stórvirki er í góðu samræmi við aðgerða-
hluta nýrrar menntastefnu borgarinnar
þar sem mikil áhersla er lögð á fullnægj-
andi húsnæði og aðstöðu barna og starfs-
fólks sem helgar sig þessum mikilvæga
málaflokki. Þær áherslur verða áfram á
forgangslista aðgerða menntastefnunnar
sem nú er verið að leggja lokahönd á fyrir
næstu þrjú ár. Framtíðin er því björt í
skólamálum borgarinnar í ljósi þeirra
framfaramála sem ég hef hér rakið nú þeg-
ar við vörðum leiðina út úr heimsfaraldr-
inum, sem leggur enn ríkari kröfur á okkar
herðar að halda vel utan um velferð og líð-
an barna og ungmenna í samfélaginu.
Menntun nýtur forgangs í Reykjavík
Eftir Skúla Helgason » 25-30 milljörðum króna
verður varið í viðhald
skólamannvirkja í Reykja-
vík á næstu 5-7 árum.
Skúli Helgason
Höfundur er borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
Í Morgunblaðinu í gær segir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for-
maður borgarráðs, það rangt
að borgin skuldi 400 milljarða
þar sem hluti skuldanna séu
„bara“ skuldbindingar. Það er
því nauðsynlegt að fara yfir
staðreyndir málsins.
Í áætlun borgarinnar sem
var lögð fram á þriðjudag í
borgarstjórn kemur fram að
skuldir og skuldbindingar
verði rúmir 403 milljarðar í
næsta mánuði. Þar af eru
langtímaskuldir 295 milljarðar,
skammtímaskuldir eru 52
milljarðar og skuldbindingar
56 milljarðar. Samtals 403
milljarðar. Skuldbindingarnar
eru að stofni til lífeyr-
isskuldbinding upp á 38 millj-
arða og tekjuskattsskuldbind-
ing upp á 15 milljarða. Þetta
ætti Þórdís Lóa að vita, enda
er hún formaður Lífeyrisjóðs
starfsmanna Reykjavík-
urborgar. Allt er þetta fært
skuldamegin í bókhald borg-
arinnar. Eins og á að gera.
Samkvæmt áætlun borg-
arstjórnarmeirihlutans munu
heildarskuldir hækka í 453 milljarða 2025. Um það ætti
ekki þurfa að deila.
Það kemur að
skuldadögum
Eftir Eyþór Arnalds
Eyþór Arnalds
» Í áætlun
borgarinnar
sem var lögð
fram á þriðju-
dag í borg-
arstjórn kemur
fram að skuldir
og skuldbind-
ingar verði rúm-
ir 403 milljarðar
í næsta mánuði.
Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.