Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 39
ræddar en ekki stungið undir stól eins og gert var. Ef allt væri með felldu hefði síðan verið komist að sameig- inlegri niðurstöðu eins og í aðdrag- anda samþykktar bæjarstjórnar um sama mál árið 2014. Þess í stað forð- aðist núverandi bæjarstjórn í öllu ferlinu að ræða beint við bæjarbúa um þetta þýðingarmikla málefni. Engu líkara en þeir óttist eigin sam- borgara. Mikilvægur úrskurður Nú er beðið eftir úrskurði nefnd- arinnar og þá gæti tvennt gerst. Beint verði til bæjarstjórnar að taka upp þráðinn við bæjarbúa með eðlilegum samtölum við þá og afgreiða málið upp á nýtt eftir það. Hin niðurstaðan gæti orðið að þessi dæmalausu vinnu- brögð bæjarstjórnar verði samþykkt eins og Skipulagsstofnun lét sér sæma að gera. Ef svo ótrúlega færi er ljóst að þar með yrði gefið grænt ljós á að bæjarstjórn Akureyrar geti lok- að sig inni og þurfi ekki að hafa nokk- urt samráð við almenning um málefni sem skiptir íbúa miklu eins og raunin er í þessu tilviki. Í kjölfarið gætu aðr- ar sveitarstjórnir komist hjá að ræða slík mál við sína umbjóðendur og gef- ið sig alfarið að því að þjóna sérhags- munum. Þá væru góð ráð orðin nokk- uð dýr og vandséð hvernig löggjafinn getur setið hjá og látið sig málið engu varða. Einkennileg staða Hvað sem því líður er nú svo komið að almenningur á Akureyri á ekki annan kost í máli þessu en að snúa sér til nefndar fyrir sunnan til að komast að eigin bæjarfulltrúum og ræða við þá á jafnræðisgrundvelli. Þeir hafa lokað sig af innan bergmálslausra veggja Ráðhússins og ansa bæj- arbúum ekki nema kannski innan þessara sömu múra og þá allt í leyni en alls ekki fyrir opnum tjöldum. Get- ur staðan orðið öllu snautlegri? Höfundur er kaupmaður. UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Aumingja ástkæra, ylhýra málið okkar er á stöðugu undanhaldi. Það er sótt að því úr öllum áttum. Orr- ustan á samfélags- miðlunum er nú þeg- ar töpuð. Hluti af spekinni þaðan, sem ég hefi séð, er skrif- aður á lélegri klám- ensku, og það sem ritað er á íslensku er meira og minna skakkt og brenglað eins og höfundarnir hafi enga málfræði lært. Og eins og ég hefi áður minnst á eru okkar fallegu ís- lensku blótsyrði gleymd og grafin og birtast þar næstum aldrei. Nýjasta erlenda orðið sem sést hefir mikið í fjölmiðlum er enska orðið elite, sem orðabókin segir að þýði úrval eða heldra fólk. Landar okkar virðast nota orðið í víðari skilningi yfir stóra hópa fólks, fyrirtæki eða flokka. Við verðum kannski tilneydd að taka orðið elítu inn í íslenskuna. Það beygist þá eins og spýta eða títa. Hitt orð- ið í fyrirsögninni hér að ofan, klík- an, er aftur á móti gott og gilt ís- lenskt orð. Það er mikið notað enda hafa klíka og klíkuskapur verið viðloðandi og vinsælar at- hafnir á okkar kæra landi í alda- raðir. Ég veit ekki hvort það eru árin sem hlaðast upp á mig eða eitt- hvað annað sem veldur því að ég hef verið að hugsa um hvort ég hafi tekið þátt í klíkuskap eða orð- ið hans aðnjótandi á mínu ævi- skeiði. Það fyrsta sem kemur upp í hugann sem flokkast gæti undir klíku að einhverju leyti gerðist þegar ég var 15 ára sendill hjá skóbúð Hvannbergs- bræðra. Þetta var á árunum eftir stríðið og skótau var skammtað. Menn urðu að framvísa stofnauka nr. 13 til að kaupa sér par. Ég var skotinn í stelpu í austur- bænum. Hún átti tvær eldri systur, sem vantaði að kaupa sér nýjar bomsur, sem voru ómissandi fyrir kvenfólk á þeim árum. Sending frá Ameríku hafði borist og átti að byrja að selja bomsurnar á vissum degi, en yfir þessu hvíldi mikil leynd. Ég laumaði þessum upplýsingum til minnar heittelsk- uðu og systur hennar sem stóðu við dyrnar á búðinni, fremstar í röðinni, þegar salan hófst. Ég fékk hvorki kossa né faðmlög í laun frá stelpunni, en systurnar sá ég eitt regnkvöld á rúntinum í nýju bomsunum. Þær klöppuðu mér á kollinn. Það sem ég flokka undir klíku- skap er það sem kallað var að þekkja mann sem þekkir mann. Það var sú aðferð sem oft dugði best í dentíð og gerir eflaust enn. Þá var ekkert talað um jafnrétti, gagnsæi, kynjakvóta eða neitt slíkt. Þannig fékk ég vinnuna í hvalstöðinni þegar ég var tán- ingur. Það var mjög eftirsótt að komast í hvalinn og ég hefði ekki komist þar að ef Kalli frændi hefði ekki verið þar skrif- stofustjóri. Það var unnið á vökt- um allan sólarhringinn og maður þénaði vel. Fróðlegt er að skoða fyrirbærið með bílnúmerin eins og það gekk fyrir sig hér fyrr á árum, því þar blómstraði klíkuskapurinn. Slegist var um lág númer, en efnuðustu fjölskyldurnar, sem fyrst eign- uðust bíla, voru með lægstu núm- erin. Kenningin var sú að eftir því sem þú hafðir komist hærra í þjóðfélagsstiganum varðstu að hafa lægra bílnúmer. Bankastjór- ar og aðrir góðborgarar gátu ekki verið þekktir fyrir að aka í bifreið sem var með meira en þriggja tölustafa bílnúmer. Jafnvel ungt fólk eins og við eiginkonan, sem rétt vorum byrj- uð að taka þátt í þjóðlífinu, vorum með snert af bílnúmeraveikinni. Þegar við eignuðumst okkar fyrsta bíl útvegaði góður kunningi, Gummi lögga, okkur flott númer, R-4030, og forðaði okkur þannig frá fimm tölustafa númeri. Kunn- ingi minn, sem var efnaður fram- kvæmdastjóri, bjó í Keflavík á þeim árum. Keyrði hann á glæsi- legum Packard. Bænum var þá út- hlutað sínum eigin bókstaf fyrir bílnúmer, en fram að þeim tíma notuðu þeir G-númer (Gullbringu- og Kjósarsýsla). Kunningi minn náði í Ö-5, en það var ekki vitað hvaða öðlingur hefði hreppt Ö-1. Svo kom í ljós, mörgum til hryll- ings, að sorpbíll bæjarins skartaði því fína númeri. Bæjarstjórinn var augsýnilega ekki klíkumaður. Í íslensku fjölmiðlunum sá ég um daginn að Sambandið sáluga var talið hafa verið elíta í þjóð- félaginu á sínum tíma. Ég vann þar í fimm ár áður en ég fór til Ameríku en man ekki eftir að hafa orðið aðnjótandi neinna elítutilfinninga. Kunningjar mínir sögðu mér aftur á móti að ég hefði enga framtíðarmöguleika í Sambandinu verandi kominn úr kratafjölskyldu og giftur inn í argasta íhald. Nasreddin skólameistari, sem uppi var á 14. öld í Tyrklandi, er ein af mínum uppáhalds- sögupersónum. Ég á enn þá kver- ið með frásögnum af þessum furðulega manni, þýddum af Þor- steini Gíslasyni um 1950. Skóla- meistarinn hefir örugglega til- heyrt tyrknesku elítunni á þeim tíma. Eftirfarandi frásögn sýnir það glögglega. Aladdín soldán sendi hann eitt sinn í opinberum erindagjörðum til þjóðhöfðingja Kúrdanna. Tók Nasreddin með sér lærisvein sinn, Imad Mollah. Þeim var boðið til veglegrar veislu og þegar leið á máltíðina rak Nasreddin upp langan og há- an ropa. Á leiðinni heim tjáði Imad Nasreddin að ropinn hefði ekki verið viðeigandi. „Hvaða máli skiptir það innan um ein- tóma ómenntaða Kúrda?“ svaraði Nasreddin, „dettur þér í hug, að þeir skilji þegar ropað er á tyrk- nesku?“ Klíkan og elítan Eftir Þóri S. Gröndal » Það sem ég flokka undir klíkuskap er það sem kallað var að þekkja mann sem þekk- ir mann. Það var sú að- ferð sem oft dugði best í dentíð og gerir enn. Þórir S. Gröndal Höfundur er fyrrverandi fisksali og ræðismaður í Ameríku. floice9@aol.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.