Morgunblaðið - 04.11.2021, Síða 40

Morgunblaðið - 04.11.2021, Síða 40
Marta María mm@mbl.is Hver er þín morgunrútína? „Ég vakna yfirleitt milli 7.30 og 8, set á mig andlitskremin mín og helli upp á Bialetti-- espressókaffi og nýt þess að drekka það á meðan ég mála mig. Ég elska að taka fyrsta sopann af þessu dásamlega kaffi, þetta er án efa langbesti kaffibolli dagsins.“ Borðar þú morgunmat? „Já, ég fæ mér oft hrökkkex, stundum eitt egg eða jógúrt með berjum og múslí og ef ég er á hlaupum þá ½ banana. Um helgar útbý ég gjarn- an gott súrdeigsbrauð með kotasælu, avókadó, basilíku, tómötum, fetaosti og eggi. Þegar ég er stödd í París þá fæ ég mér croissant frá góðu bak- aríi og til hátíðabrigða pain au chocolat. Ég reyni alltaf að borða það sem við á í hverju landi, til dæmis hummus og shakshouka í Mið-Austur- löndum og amerískar pönnukökur í Bandaríkj- unum svo fátt eitt sé nefnt.“ Hver er besta kaka sem þú hefur smakkað? „Sko, þær eru margar góðar sem ég hef smakk- að en ég er mikið fyrir að breyta til og prófa nýja hluti svona heilt yfir, hvort sem það eru kökur eða annað tengt mat. En ég átti í ástarævintýri við köku þegar ég bjó í París á mínum yngri árum, kakan var svona frystikaka frá Le Notre og hét Prevert, hún var með súkkulaðimús, pistasíumús og hnetubotni og stundum lifði ég á henni og engu öðru sem er skrítið því ég er meira fyrir mat en kökur, hún er því miður hætt í framleiðslu. En í dag er uppáhaldskakan mín kanilkakan hennar Foldu úr nýjasta kökublaði Gestgjafans, ég féll hreinlega í stafi þegar ég smakkaði hana, hún er fínleg, falleg og ferlega bragðgóð.“ Á hvaða tónlist hlustar þú á laugardagskvöldi? „Ég er rosaleg alæta á tónlist og það fer eftir því hvort ég er í hressa gírnum eða í rómantísku stuði. Um þessar mundir er ég svolítið að vinna með franska tónlist en Nat King Cole, Ella Fitz- gerald, Billie Holliday, Aretha Franklin og lög eftir Burt Bacharach eru oft á fóninum. Gott popp og pönk getur alveg dottið á fóninn líka að ógleymdu diskóinu. Annars á ég það oft til að velja tónlist eftir því hvað passar við kvöldmatinn.“ Hvað er lúxus í þínum huga? „Mig langar að segja líf án vandamála og flækja en held að hér sé verið að fiska eftir einhverju meira veraldlegu og þá kemur geggjað flott hótel fyrst upp í hugann. Vel hann- aður hótelbar með áhugaverðum arki- tektúr og ég klædd í fallegan kjól með spennandi kokteil eða kampavín í hönd á barnum í mjög góðum félagsskap er lúxus fyrir mér. Ég er dugleg við að veita mér alls konar „lítinn lúxus“ eins og gott bað með kertaljósi, kampavín fæ ég mér reglulega og svo finnst mér æðislegt að fara í eitthvert lítið dekur eins og spa eða andlitsbað.“ Ef þú þyrftir að bjarga einni flík úr eldsvoða, hver yrði fyrir valinu? „Úff, ég á svo mikið af fötum. Ætli ég myndi samt ekki kippa með mér sebramynstraða sam- festingnum mínum sem ég keypti í Toronto og „Ég er dugleg við að veita mér alls konar „lítinn lúxus““ Hanna Arnarsdóttir, ritstjóri Gestgjafans og Húsa og híbýla, kann að njóta lífsins. Hún elskar gott kampavín, falleg hótel og fær innblástur af því að ferðast um heiminn. Uppáhaldskaka Hanna segir að þetta sé hennar uppáhaldskaka. Ljósmynd/Viktoría Kjartansdóttir Nýtur lífsins Hanna Arnarsdóttir, rit- stjóri Gestgjafans og Húsa og híbýla, kann að meta litlu hlutina í lífinu. Prada-taskan mín myndi þá líka hanga á herða- trénu.“ Hvert er besta ráð sem þú hefur fengið? „Ég hef nú fengið mörg og gefið mörg í gegnum árin, misgáfuleg og því erfitt að velja eitt en ætla samt að segja; að taka ekki mark á gagnrýni frá þeim sem maður myndi ekki leita ráða hjá, sér í lagi þegar kemur að útliti.“ Hvert sækir þú innblástur þegar kemur að tísku? „Verandi ritstjóri á tveimur blöðum gerir það að verkum að ég þarf að fylgjast vel með og ekki bara í mat og hönnun heldur líka á sviði almennr- ar tísku. Ég ferðast mikið og fer oft í heimsborgir eins og París og London og þar skoða ég tískuna í búðum og á götunni. Það er fátt skemmtilegra en að sitja á kaffihúsi í París og horfa og stúdera tískuna hjá þeim sem ganga fram hjá, svo finnst mér gaman að kaupa mér tímarit. Annars verð ég að bæta við að dóttir mín Viktoría (@viktoria- kjartans) er sérlegur ráðgjafi mömmu sinnar þeg- ar kemur að því að skvísa mig upp.“ Hvert er besta tískuráð allra tíma? „Að festast ekki í sama stílnum en vera samt með persónulegan stíl.“ Hvað getur fólk gert til að breyta heiminum? „Vera góður við aðra og muna að margt smátt gerir eitt stórt.“ Hvaða snyrtivöru getur þú ekki lifað án? „Kremaða sólarpúðrið, Soleil Tan frá Chanel á hug minn allan þessa dagana, gefur svo flottan og frísklegan ljóma. Svo verð ég að bæta við að Hot Mama-kinnaliturinn frá The Balm er nýjasta við- bótin í snyrtibuddunni minni og ég er með algert „kröss“ á hann.“ Lampinn Flowerpot VP9 var hann- aður af Verner Panton árið 1968. Síðan lampinn var hannaður og kom á markað hefur hann notið mikilla vinsælda og verið eftirsóttur. Lamp- inn er eins og blóm í laginu og kemur eins og ferskur andblær inn í ferkantaðan heim. Lampinn kemur í fjölmörgum lit- um sem gerir það að verkum að hann passar vel inn í mismunandi heimili. Í skærum lit getur hann algerlega umbreytt herbergi sem er klassískt á meðan hann getur keyrt upp nú- tímalega stemningu innan um gömul húsgögn. Á dimmum og köldum vetr- arkvöldum er fátt betra en að eiga góðan lampa sem veitir birtu og yl. Þess vegna ætla Smartland Mörtu Maríu og Epal að gefa einum heppn- um lesanda Flowerpot-lampann. Það sem þú þarft að gera er að fara inn á Instagram-síðu Smartlands, fylgja síðunni og merkja vini og vin- konur sem eiga skilið að fá meiri birtu inn í tilveruna. Dreymir þig um að eignast Flowerpot- lampann? MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 STUÐIÐ ER Í VINNUNNI NÝR VIVARO-E Vivaro-e er einn fullkomnasti atvinnu– rafmagnsbílinn á markaðnum. Með honum velur þú að marka grænt fótspor með þínum atvinnurekstri. 100% RAFMAGN RAFHLAÐA, HLEÐSLA OG DRÆGNI Nú kemur ekkert í veg fyrir að það sé hægt að nota rafmagnsbíla í atvinnurekstri. Vivaro-e hefur svipaða burðagetu og vörurými og hefðbundinn sendibíll en er mikið hagkvæmari í rekstri. Mótor: 100 kW Rafhlaða: 50/75 kWh Drægni: 231/330 km. (WLTP) BÍLABÚÐ BENNA KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is Bílasala Suðurnesja Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Ib bílar Selfoss Fossnes A Sími: 480 8080 BB, betri bílar Akureyri Njarðarnesi 12 Sími: 534 7200 Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 VIVARO-E VERÐ FRÁ AÐEINS: 5.290.000 KR. LANGTÍMALEIGA FRÁ: 129.600 KR. Á MÁNUÐI. TILBÚINN TIL AFHENDINGAR Í NÓVEMBER! TRYGGÐU ÞÉR BÍL FYRIR ÁRAMÓT! B irt m e ð fy rirv a ra u m m y n d - o g t e x ta b re n g l. B íll á m y n d e r m e ð a u k a b ú n a ð i.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.